Hólmfríður Gísladóttir

Hólmfríður hóf störf hjá Árvakri 2008 og hefur starfað sem blaðamaður á Morgunblaðinu og mbl.is frá 2010. Hún lauk verslunarprófi frá Verzlunarskóla Íslands og stúdentsprófi frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti. Hún nam ensku og bókmenntafræði við Háskóla Íslands og leggur um þessar mundir stund á söngnám við Söngskóla Sigurðar Demetz. Hún skrifar innlendar og erlendar fréttir á mbl.is.

Yfirlit greina

Hafa vanist skothríð og sprengingum

19.4. Í vesturhluta Aleppo situr fólk á kaffihúsum og kaupir sér ís en í austurhluta borgarinnar hafa átökin milli sýrlenska stjórnarhersins og uppreisnarmanna ekki látið eitt einasta hús ósnortið. Neyðin er mikil og börn jafnt sem fullorðnir þurfa sárlega á lífsnauðsynjum og áfallahjálp að halda. Meira »

Töldu alla skíða á eigin ábyrgð

4.4. Stjórn Skíðafélags Dalvíkur mun funda með starfsmönnum félagsins á morgun til að ræða framtíð rekstrarins í kjölfar nýfallins dóms þar sem félagið var dæmt til að greiða konu 7,7 milljónir í skaðabætur vegna slyss sem hún varð fyrir á skíðasvæðinu í Böggvisstaðafjalli. Meira »

Styðja ekki „tilraunir á íbúum“

27.3. „Staðan er sú að þeir virðast ekki hafa staðið við loforð sín um að menga ekki umhverfið og þolinmæði íbúa er brostin og bæjarfulltrúar hafa fengið nóg,“ segir Friðjón Einarsson formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar um mengun frá verksmiðju United Silicon. Meira »

Hin djúpa verkfærakista forsetans

30.1. Þrátt fyrir að skammt sé um liðið frá því að Donald Trump settist á forsetastól vestanhafs hefur hann þegar hnyklað vöðva embættisins og gefið út margvíslegar ákvarðanir um hin ýmsu málefni. En hvaða vald hefur forsetinn? Og að hvaða leyti eru ákvarðanir hans háðar samþykki annarra valdhafa? Meira »

Hugur Grænlendinga hjá fjölskyldu Birnu

20.1. „Þetta hefur verið mikið áfall fyrir suma áhafnarmeðlimi, að vera viðfang rannsóknar af þessari stærðargráðu og ekki síst vegna athyglinnar sem málið hefur fengið á Íslandi. Þetta er erfiður tími fyrir þá,“ segir Vittus Qujaukitsoq, utanríkisráðherra Grænlands, um áhöfn Polar Nanoq. Meira »

Millidómstigið og löggæslan brýn mál

12.1. „Það liggur auðvitað fyrir að eitt stærsta verkefni dómsmálaráðuneytisins á þessu ári er að ljúka við undirbúning og hrinda úr vör nýju millidómstigi; landsrétti. Það er komið í alveg ágætan farveg hjá henni Ólöfu [Nordal] þannig að ég mun bara setja mig strax inn í það.“ Meira »

Trump tekur slaginn við blaðamenn

11.1. Allar eignir Donald Trump verða settar í sjóð áður en hann tekur embætti en synir hans munu taka við stjórnartaumum Trump Organization. Samsteypunni verður ekki heimilt að stofna til nýrra viðskiptasamninga erlendis og þá verða allir innlendir samningar háðir eftirliti sérstaks siðferðisráðgjafa. Meira »

Neita að upplýsa um efni erindanna

9.6. Íslenskum stjórnvöldum bárust tvö erindi frá yfirvöldum í Bandaríkjunum árið 2013 er vörðuðu Edward Snowden. Erindin bárust í júní og júlí, á sama tíma og þess var farið á leit að ríki Skandinavíu handsömuðu og framseldu Snowden ef hann ferðaðist þangað. Beiðni mbl.is um afrit var hafnað. Meira »

Magn arsens mælist 1 ng/m3

5.4. Niðurstöður nýrra mælinga úr mælistöðinni við Hólmbergsbraut eru svipaðar og áður en verksmiðja United Silicon í Reykjanesbæ var gangsett og sýna magn arsens í andrúmsloftinu rétt rúmlega 1 ng/m3. Meira »

Gleymdu að prófa „núllsýni“

30.3. Grunur leikur á um tvenns konar mistök við úrvinnslu sýna úr mælistöð við Hólmbergsbraut, við eftirlit með mengun frá verksmiðju United Silicon í Reykjanesbæ. Nýtt sýni var tekið úr mælistöðinni í gær og vonast er eftir niðurstöðum fyrir helgi. Meira »

Eigur Birnu gætu vísað á staðinn

5.2. Leitinni sem stóð yfir við Selvog í dag er að ljúka. Ekkert fannst sem hægt er að tengja við rannsóknina, að sögn Ásgeirs Þórs Ásgeirssonar yfirlögregluþjóns. Hann segir tilgang leitarinnar m.a. að reyna að komast að því með óyggjandi hætti hvar Birnu Brjánsdóttur var komið fyrir í sjónum. Meira »

500 leita – verkefnin skipta þúsundum

21.1. Gríðarlega umfangsmikil leit að Birnu Brjánsdóttur, sem hefur verið saknað í viku, fer af stað í birtingu. Að sögn Ásgeirs Þórs Ásgeirssonar yfirlögregluþjóns hafa engar nýjar upplýsingar varðandi hvarf Birnu borist í nótt en leit í gær lauk um kvöldmatarleytið. Meira »

Miskunn fráfarandi forseta

18.1. Barack Obama mildaði í gær dóm uppljóstrarans Chelsea Manning, sem var dæmd í 35 ára fangelsi fyrir að afhenda Wikileaks trúnaðargögn bandarískra yfirvalda. Sitt sýnist hverjum um ákvörðunina en menn spyrja nú hvort Julian Assange stendur við gefið loforð og hvort fleiri verða náðaðir á morgun. Meira »

Tilurð „gullsturtu“-skýrslunnar

11.1. Skýrslan sem Buzzfeed birti í gær um meint tengsl Donald Trump við stjórnvöld í Moskvu á rætur sínar að rekja til andstæðinga-rannsókna á meðan forval repúblikana stóð yfir en hefur nú ratað í heimsfréttirnar og neytt bæði Trump og embættismenn í Kreml til að gefa út yfirlýsingar um málið. Meira »

Jólarós lætur blekkjast af vorveðrinu

28.11. Það er hvítt og agnarsmátt; blómstrið sem gægist upp úr köldum jarðveginum í garði í Foldahverfi. Það ber latneska heitið Helleborus niger, en við köllum það jólarós. Þrátt fyrir nafngiftina er óvenjulegt að sjá glitta í blómið fyrr en á útmánuðum, en það er harðgert og stendur af sér frost og snjó. Meira »

Var ekki að tala um heimskt fólk

1.6. Íslendingar eiga ólíkar minningar um þorskastríðin, sjónarhólarnir eru ólíkir og sem betur fer er það svo að við verðum aldrei sammála. Þetta sagði Guðni Th. Jóhannesson, sagnfræðingur og forsetaframbjóðandi, í erindi sínum um þorskastríðin í Öskju í dag. Meira »