Hólmfríður Gísladóttir

Hólmfríður hóf störf hjá Árvakri 2008 og hefur starfað sem blaðamaður á Morgunblaðinu og mbl.is frá 2010. Hún lauk verslunarprófi frá Verzlunarskóla Íslands og stúdentsprófi frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti. Hún nam ensku og bókmenntafræði við Háskóla Íslands og leggur um þessar mundir stund á söngnám við Söngskóla Sigurðar Demetz. Hún skrifar innlendar og erlendar fréttir á mbl.is.

Yfirlit greina

NFL: „Tíkarsynirnir“ gegn Trump

Í gær, 14:25 „Ég ætla ekki að standa upp til að sýna stolt gagnvart fána lands sem kúgar svarta og litað fólk.“ Með þessum orðum hófust svokölluð „þjóðsöngsmótmæli“ innan NFL-deildarinnar, sem komust í hámæli í síðustu viku þegar Bandaríkjaforseti kallaði eftir því að „tíkarsynirnir“ mótmælendurnir yrðu reknir. Meira »

Svanasöngur Cassini

14.9. Á morgun mun geimfarið Cassini verða að engu í gufuhvolfinu sem umvefur Satúrnus og ljúka 20 ára för sem hefur aflað mannkyninu ómetanlegrar þekkingar á áður óþekktum afkimum sólkerfisins. Fyrir þá sem hafa fylgt geimfarinu eftir árum og áratugum er um að ræða tregablandin tímamót. Meira »

Langþráð markmið í höfn?

4.9. Stjórnvöld í Suður-Kóreu telja víst að Norður-Kóreumönnum hafi tekist að framleiða kjarnorkuvopn af þeirri stærð sem koma má fyrir á langdrægri eldflaug. Frá þessu greindi varnarmálaráðherra landsins, Song Young-moo, á fundi með þingmönnum í dag. Meira »

Transfólk of mikil byrði fyrir herinn

26.7. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur komist að þeirri niðurstöðu að transfólk eigi ekkert erindi í bandaríska herinn, sem verður að einbeita sér að „afgerandi sigri“ og má ekki við þeirri fjárhagslegu byrði og truflun sem af transfólki myndi hljótast. Meira »

Vinna að endurreisn án formannsins

10.7. „Ég bara veit það ekki,“ svarar Stefán Hrafn Jónsson, varaformaður stjórnar Neytendasamtakanna, spurður að því hvaða störfum formaðurinn, Ólafur Arnarson, gegni fyrir samtökin um þessar mundir. Stjórn og starfsmenn hafa lýst yfir vantrausti á Ólaf og samskiptin við hann eru sögð „óþægilega lítil.“ Meira »

Þurfum líklega að draga úr um 35-40%

12.5. Íslendingar eru á réttri leið hvað varðar aðgerðir í loftslagsmálum en þurfa að gera meira og leggjast á eitt. „Við þurfum bara öll að skoða okkar neyslu,“ segir Vanda Úlfrún Liv Hellsing, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, en hún var meðal ræðumanna á ársfundi stofunarinnar í morgun. Meira »

„Var hann rekinn? Þú ert að grínast“

10.5. „Var hann rekinn? Þú ert að grínast,“ sagði Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, þegar hann var inntur eftir viðbrögðum við brottrekstri James Comey, forstjóra bandarísku alríkislögreglunnar, í dag. Meira »

Lítið eftirlit með erlendum fyrirtækjum

27.4. Fulltrúar fjölda opinberra stofnana funduðu í gær um undirboð erlendra ferðaþjónustuaðila á íslenskum ferðaþjónustumarkaði. Það var ASÍ sem átti frumkvæðið að fundinum en að sögn Halldórs Grönvold aðstoðarframkvæmdastjóra var niðurstaða fundarins sú að umrædd starfsemi „flýtur milli laga“. Meira »

Bergur: „Einhver samtrygging í gangi“

15.9. Í menningarkima eldri karla er litið á kynferðisbrot sem lítilvæg, sem þau eru ekki, og það að ríkisstjórnin springi í kjölfar umræðunnar um uppreist æru sannar það. Þetta segir Bergur Þór Ingólfsson, faðir eins brotaþola Róberts Downey. Hann þakkar nýfemínismanum og stelpum sem rífa kjaft. Meira »

Langsóttar en mögulegar lausnir

4.9. Innrás í Norður-Kóreu og sameining Kóreuríkjanna eru meðal fárra og langsóttra möguleika sem menn velta nú fyrir sér í kjölfar ítrekaðra storkana stjórnar Kim Jong-un gegn alþjóðasamfélaginu. Myndu Kínverjar mögulega greiða fyrir slíkri lausn gegn brotthvarfi herafla Bandaríkjanna frá Suður-Kóreu? Meira »

Kalla eftir gegnsæi um rekstur Póstsins

15.8. Meiri upplýsingar um rekstur og stöðu Íslandspósts þurfa að liggja fyrir áður en nýtt frumvarp til laga um póstþjónustu verður tekið til umræðu. Þá er með ólíkindum að stjórnendur Íslandspósts hafi í fjölda ára getað komið sér undan því að svara spurningum um fjármögnun fjárfestinga í samkeppnisþjónustu. Meira »

Breytt landslag á póstmarkaði?

14.7. Ingimundur Sigurpálsson, forstjóri Íslandspósts, fagnar drögum að frumvarpi um afnám einkaréttar ríkisins á sviði póstþjónustu. Fyrirhugaðar breytingar vekja ýmsar spurningar, t.d. hvernig á að greiða fyrir lögbundna alþjónustu og hvort aðrir geti veitt Póstinum raunverulega samkeppni. Meira »

Úr öskunni í eldinn?

19.5. „Þetta eru ekki málalok sem koma á óvart í sjálfu sér; það var eiginlega engin önnur niðurstaða möguleg í þessu máli,“ segir Kristinn Hrafnsson, fyrrverandi talsmaður Wikileaks og samstarfsmaður Julian Assange, um ákvörðun sænska ákæruvaldsins að láta rannsókn sína gegn Assange niður falla. Meira »

Skyndiákvörðun eða uppsafnað ergelsi?

11.5. Ákvörðun Donald Trump að láta forstjóra FBI taka pokann sinn kann enn að draga dilk á eftir sér en málið þykir allt hið alvarlegasta og náði súrealískum hæðum þegar rússneskur ljósmyndari var tekinn fram yfir bandaríska kollega sína þegar forsetinn fundaði með utanríkisráðherra Rússlands í gær. Meira »

Vilborg Arna reynir við Everest-tind

3.5. Vilborg Arna Gissurardóttir er nú stödd í grunnbúðum Everest og stefnir á toppinn. Þetta verður þriðja tilraun Vilborgar til að klífa hæsta fjall heims en leiðangrar hennar árin 2014 og 2015 hlutu skjótan endi í kjölfar mannskæðustu náttúruhamfara sem orðið hafa á fjallinu. Meira »

Samstarfsörðugleikar hamla starfseminni

25.4. Samstarfsörðugleikar innan yfirstjórnar Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu hafa haft langvarandi og hamlandi áhrif á starfsemi Heilsugæslunnar. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar, þar sem velferðarráðuneytið er gagnrýnt fyrir að grípa ekki fyrr til aðgerða. Meira »