Guðmundur Hilmarsson

Guðmundur hefur verið blaðamaður á íþróttadeild Morgunblaðsins og mbl.is frá árinu 2000 og áður á DV 1989-2000. Guðmundur stundaði nám við Flensborgarskólann og Lögregluskóla ríkisins.

Yfirlit greina

Evrópuævintýri FH er svo til á enda komið

18.8. Evrópuævintýri Íslandsmeistara FH er svo til á enda komið eftir 2:1 ósigur á heimavelli gegn portúgalska liðinu Braga í fyrri viðureign liðanna í umspili um sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar í knattspyrnu í gærkvöld. Meira »

Nokkuð ljóst að við förum ekki lengra

17.8. „Mér fannst við mjög góðir í þessum leik á löngum köflum og fyrri hálfleikurinn var virkilega góður af okkar hálfu. Við náðum þá að spila okkur út úr pressu, setja boltana inn fyrir vörnina hjá þeim og skora frábært mark. Í seinni hálfleik keyrði Braga upp hraðann og náði að setja á okkur tvö mörk og vinna leikinn,“ sagði Heimir Guðjónsson þjálfari FH við mbl.is eftir tap sinna manna gegn Braga í Evrópudeildinni í kvöld. Meira »

Gylfi í læknisskoðun hjá Everton

15.8. Samkvæmt öruggum heimildum mbl.is hafa Swansea og Everton loksins náð samkomulagi um félagaskipti Gylfa Þórs Sigurðssonar frá Swansea til Everton. Meira »

„Gerir stöðu mína léttari"

1.8. Flest bendir til þess að landsliðsmarkvörðurinn Ögmundur Kristinsson hafi spilað sinn síðasta leik með sænska liðinu Hammarby sem hann hefur leikið með síðustu tvö árin eftir að hann kom til þess frá danska liðinu Randers. Meira »

Lennon kom FH til bjargar

31.7. Skotinn Steven Lennon hafði engan áhuga á að fara í fara í framlengingu gegn Leikni Reykjavík þegar liðin áttust við í undanúrslitum Borgunarbikarkeppninnar í knattspyrnu í Kaplakrika á laugardaginn. Meira »

Fannst vera svolítil þreyta í liðinu

29.7. „Ég viðurkenni það að við vorum farnir að búa okkur undir framlengingu og hvernig við ættum að skerpa á okkar leik í henni þegar Lennon skoraði markið og sem betur fer,“ sagði Heimir Guðjónsson þjálfari FH vð mbl.is eftir 1:0 sigur sinna manna gegn Leikni Reykjavík í undanúrslitum Borgunarbikarkeppninnar í knattspyrnu í dag. Meira »

Þetta er bara ógeðslegt

27.7. Bakvörðurinn Jóhann Laxdal, gegnheill Stjörnumaður, var niðurbrotinn þegar mbl.is ræddi við hann eftir tap Stjörnumanna gegn Eyjamönnum í undanúrslitum Borgunarbikarkeppninnar í knattspyrnu á Samsung-vellinum í Garðabæ í kvöld. Meira »

Fékk mikið D-vítamín í kroppinn

27.7. Blikinn Höskuldur Gunnlaugsson sýndi heldur betur á sér sparihliðarnar í góðum sigri Breiðabliks gegn KA á Akureyri um síðustu helgi. Meira »

Eru sannir víkingar

17.8. „Þetta voru sanngjörn úrslit en við þurftum að hafa fyrir sigrinum gegn baráttuglöðu liði FH,“ sagði Abel Ferreira þjálfari Braga við mbl.is eftir sigur sinna mann gegn FH, 2:1, í fyrri viðureign liðanna í umspili um sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar á Kaplakrika í kvöld. Meira »

FH á litla möguleika

17.8. Íslandsmeistarar FH eiga litla möguleika á að komast í riðlakeppni Evrópudeildarinnar í knattspyrnu eftir 2:1 tap gegn portúgalska liðinu Braga í fyrri viðureign liðanna í umspili um sæti í riðlakeppninni en liðin áttust við í Kaplakrika í kvöld. Meira »

„Gulrótin er að fá styttra undirbúningstímabil“

2.8. Hann er oft nefndur Evrópu-Atli enda hefur Atli Guðnason, sóknarmaðurinn knái í liði Íslandsmeistara FH, oft reynst Hafnarfjarðarliðinu dýrmætur í Evrópuleikjum þess í gegnum árin. Meira »

Full ástæða til hóflegrar bjartsýni

1.8. Það verður mikið í húfi fyrir Íslandsmeistara FH í Kaplakrika annað kvöld en þá freista FH-ingar þess að verða fyrsta íslenska liðið til að komast í riðlakeppni í Evrópukeppninni. Meira »

„Hann er bara svindlkarl“

29.7. Kristófer Sigurgeirsson, þjálfari Leiknismanna, og lærisveinar hans voru einni mínútu frá því að tryggja sér framlengingu gegn Íslandsmeisturum FH í dag þegar liðin áttust við í undanúrslitum Borgunarbikarkeppninnar í knattspyrnu í Kaplakrika. Meira »

Nú ætlum við að vinna dolluna

27.7. „Við erum gríðarlega ánægðir með þessa niðurstöðu. Við gengum í gegnum þetta í fyrra og okkur langaði að gera það aftur,“ sagði Eyjamaðurinn Hafsteinn Briem við mbl.is eftir sigur ÍBV gegn Stjörnunni í undanúrslitum Borgunarbikarkeppninnar í knattspyrnu í kvöld. Meira »

ÍBV í bikarúrslitin annað árið í röð

27.7. ÍBV er komið í bikarúrslit annað árið í röð en Eyjamenn unnu sætan sigur gegn Stjörnunni, 2:1, í fyrri undanúrslitaleik Borgunarbikarkeppninnar í knattspyrnu á Samsung-vellinum í Garðabæ í kvöld. Meira »

Verðum að þora að halda í boltann

26.7. Íslandsmeistarar FH verða í eldlínunni í 3. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu í kvöld þegar þeir etja kappi við slóvensku meistarana í Maribor í fyrri viðureign liðanna sem fram fer á Ljudski-vellinum í Maribor. Flautað verður til leiks klukkan 18.20 að íslenskum tíma. Meira »