Guðmundur Hilmarsson

Guðmundur hefur verið blaðamaður á íþróttadeild Morgunblaðsins og mbl.is frá árinu 2000 og áður á DV 1989-2000. Guðmundur stundaði nám við Flensborgarskólann og Lögregluskóla ríkisins.

Yfirlit greina

Nú viljum við breyta til

07:12 Rúnar Kárason, landsliðsmaður í handknattleik, hefur gengið frá þriggja ára samningi við danska úrvalsdeildarliðið Ribe-Esbjerg og mun hann ganga til liðs við félagið næsta sumar. Meira »

„Sýndum hversu góðar við erum“

11.10. „Við gerðum þetta bara mjög vel og héldu dampi allan leikinn,“ sagði Katrín Ásbjörnsdóttir, fyrirliði Stjörnunnar, við mbl.is eftir glæsilegan sigur gegn rússneska liðinu Rossijanka, 4:0, í síðari viðureign liðanna í 32-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu í Rússlandi í dag. Meira »

Hélt ég myndi ekki lifa að sjá Ísland fara á HM

9.10. Ellert B. Schram, fyrrverandi formaður KSÍ og forseti ÍSÍ til margra ára, brosti út að eyrum þegar undirritaður rakst á hann skömmu eftir að flautað hafði verið til leiksloka í viðureign Íslands og Kosóvó á Laugardalsvellinum í kvöld þar sem Íslendingar tryggðu sér sæti í lokakeppni HM í fyrsta sinn í sögunni. Meira »

Er meiriháttar afrek

9.10. „Tilfinningin var ólýsanleg þegar dómarinn flautaði til leiksloka. Ísland litla þjóðin komin á HM. Þetta er hreint út sagt meiriháttar afrek,“ sagði landsliðsmaðurinn Jón Daði Böðvarsson við mbl.is eftir sigurinn gegn Kosóvó sem tryggi Íslandi sæti í lokakeppni HM í Rússlandi á næsta ári. Meira »

Ísland komið á HM

9.10. Glæsilegur kafli var skrifaður í íslenska knattspyrnusögu í kvöld en með sigri gegn Kosóvó í lokaumferð riðlakeppni HM tryggðu Íslendingar sér sæti í lokakeppni HM í fyrsta sinn í sögunni en heimsmeistaramótið fer fram í Rússlandi næsta sumar. Meira »

Lifir HM-draumurinn kvöldið?

6.10. Það verður mikið undir í kvöld þegar Tyrkland og Ísland mætast í næstsíðustu umferð riðlakeppninnar í undankeppni HM í knattspyrnu í Eskisehir í kvöld. Meira »

Veit ekki hvort ég geti spilað í 90 mínútur

5.10. Arda Turan er stærsta nafnið í tyrkneska landsliðinu sem mætir Íslendingum í undankeppni HM í knattspyrnu annað kvöld.  Meira »

Óttumst þá ekki neitt

5.10. ,,Tyrkir eru allt annað lið á heimavelli og við erum viðbúnir því að mæta öflugu og sterku liði þeirra,“ sagði miðjumaðurinn Birkir Bjarnason við Morgunblaðið fyrir æfingu íslenska landsliðsins í Antalya í Tyrklandi í gær. Meira »

Rússarnir búnir að kæra

16.10. Rússneska liðið St.Pétursborg hefur kært til evrópska handknattleikssambandsins framkvæmd leiksins gegn FH-ingum í EHF-keppninni sem fram fór í St.Pétursborg í gær. Meira »

Hefði viljað vinna leikinn

10.10. „Ég hefði viljað vinna leikinn eins og hann þróaðist en engu að síður var þetta gott stig sem við náðum í á erfiðum útivelli,“ sagði Eyjólfur Sverrisson, þjálfari U21 árs landsliðsins, við mbl.is eftir markalaust jafntefli sinna manna gegn Albönum í undankeppni EM í knattspyrnu í kvöld. Meira »

Tilfinningin sætari nú en síðast

9.10. „Þetta er yndislegt tilfinning og verður ekki betri,“ sagði Jóhann Berg Guðmundsson, annar af markaskorurunum íslenska landsliðsins í knattspyrnu, við mbl.is í kvöld eftir sigurinn á móti Kosóvó. Meira »

„Hverjum er ekki andskotans sama?“

9.10. „Þetta er hægt og bítandi að detta inn í hausinn á manni að við erum komnir á HM,“ sagði landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson við mbl.is eftir sigurinn gegn Kosóvó í undankeppni HM í knattspyrnu á Laugardalsvellinum í kvöld. Með sigrinum tryggðu Íslendingar sér sigur í riðlinum og farseðilinn á HM. Meira »

Einn besti leikur Íslands frá upphafi

7.10. Agi, vinnusemi og skipulag eru lykillinn að því að ná góðum úrslitum á móti Tyrkjum sagði landsliðsþjálfarinn Heimir Hallgrímsson fyrir leikinn gegn þeim. Meira »

Íslendingarnir hafa spilað lengi saman

5.10. Rúmeninn Mircea Lucescu landsliðsþjálfari Tyrkja er bjartsýnn á sínir menn nái að vinna Íslendinga þegar þjóðirnar eigast við í undankeppni HM í knattspyrnu annað kvöld. Meira »

Gylfi og Alfreð markahæstir

5.10. Gylfi Þór Sigurðsson og Alfreð Finnbogason eru markahæstu leikmenn íslenska landsliðsins í knattspyrnu í undankeppni HM en fram undan eru tveir síðustu leikir íslenska liðsins í undankeppninni. Meira »

Aron vongóður um að geta spilað

5.10. Líkur hafa aukist á að landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson verði með íslenska landsliðinu í leiknum gegn Tyrkjum í undankeppni HM annað kvöld. Meira »