Guðmundur Hilmarsson

Guðmundur hefur verið blaðamaður á íþróttadeild Morgunblaðsins og mbl.is frá árinu 2000 og áður á DV 1989-2000. Guðmundur stundaði nám við Flensborgarskólann og Lögregluskóla ríkisins.

Yfirlit greina

Getum ekki látið sjá okkur svona

15.6. „Við urðum bara undir í baráttunni. Við byrjuðum illa en vöknuðum aðeins til lífsins eftir að við jöfnuðum en annars fannst mér við ekki mæta til leiks í kvöld,“ sagði Hólmbert Aron Friðjónsson sóknarmaður Stjörnunnar, við mbl.is eftir tap sinna manna gegn Víkingi í Pepsi-deildinni í kvöld. Meira »

Stjarnan varð undir í baráttunni

15.6. „Mér fannst þetta klárlega sanngjarn sigur af okkar hálfu. Við mættum alveg klárir frá fyrstu mínútu og þessi barátta og kraftur sem var í liðinu skóp sigurinn,“ sagði Víkingurinn Alex Freyr Hilmarsson við mbl.is eftir sigurinn gegn Stjörnunni í Pepsi-deild karla í knattspyrnu á Samsung-vellinum í Garðabæ í kvöld. Meira »

Hélt að um símahrekk væri að ræða

14.6. Skipuleggjendur vináttuleiks ensku úrvalsdeildarliðanna Manchester City og West Ham sem eigast við á Laugardalsvellinum þann 4. ágúst í sumar gera sér vonir um að slá áhorfendametið á vellinum. Meira »

Spurðu mig um Kristján Flóka

9.6. Aron Sigurðarson leikmaður norska úrvalsdeildarliðsins Tromsö er í landsliðshópnum sem mætir Króötum á Laugardalsvellinum á sunnudagskvöldið en sóknarmaðurinn skæði úr Grafarvogi hefur spilað vel með liði sínu á tímabilinu. Meira »

Verður stríð þegar út á völlinn er komið

9.6. Hægri bakvörðurinn Birkir Már Sævarsson leikur á sunnudagskvöldið 72. landsleikinn þegar Íslendingar etja kappi við ógnarsterkt lið Króata í undankeppni HM á Laugardalsvelli. Meira »

Í leikmannaleit á Íslandi

7.6. Lars Petter Andressen aðstoðarþjálfari norska úrvalsdeildarliðsins Tromsö eyddi hvítasunnuhelginni á Íslandi þar sem hann var að skoða leikmenn úr Pepsi-deildinni. Meira »

Búin að vera erfið vika

4.6. „Mér fannst við vera að komast vel inn í leikinn í seinni hálfleik en eftir að FH skoraði annað markið var á brattann að sækja,“ sagði Jóhann Laxdal, hægri bakvörður Stjörnunnar, við mbl.is eftir 3:0 tap sinna manna gegn Íslandsmeisturum FH í 6. umferð Pepsi-deildarinnar í knattspyrnu í Kaplakrika í kvöld. Meira »

Meistararnir fóru illa með toppliðið

4.6. Íslandsmeistarar FH-inga unnu langþráðan sigur í Pepsi-deildinni í knattspyrnu þegar þeir lögðu topplið Stjörnunnar á heimavelli sínum í Kaplakrika í kvöld, 3:0. Meira »

Svona frammistaða gengur ekki

15.6. Daníel Laxdal, miðvörður Stjörnunnar, var að vonum svekktur eftir tap sinna manna gegn Víkingi í Pepsi-deildinni í kvöld en með sigri hefði Stjarnan endurheimt toppsætið í deildinni. Meira »

Sætur sigur Víkinga í Garðabænum

15.6. Ragnar Bragi Sveinsson sá um að tryggja Víkingum sætan sigur gegn Stjörnunni, 2:1, þegar liðin áttust við í lokaleik 7. umferðar Pepsi-deildar karla í knattspyrnu á Samsung-vellinum í Garðabæ í kvöld. Meira »

„Nýi formaðurinn vinnur bara alla leiki“

12.6. Geir Þorsteinsson fyrrverandi formaður Knattspyrnusambands Íslands hefur staðið í ströngu síðustu vikurnar en hann var eftirlitsmaður FIFA í úrslitakeppni U20 ára landsliða í knattspyrnu sem lauk í S-Kóreu í gær með því að Englendingar hömpuðu heimsmeistaratitlinum. Meira »

Emil í viðræðum um nýjan samning

9.6. Landsliðsmaðurinn Emil Hallfreðsson hefur hafið viðræður við ítalska liðið Udinese um framlengingu á samningi sínum en hann rennur út á næsta ári. Meira »

Ég veit að við fáum stig

9.6. „Undirbúningurinn fyrir leikinn hefur gengið mjög vel. Við erum búnir að fara yfir marga hluti og skoða króatíska liðið frá a til ö svo strákarnir eru vel undirbúnir undir það sem koma skal,“ sagði Helgi Kolviðsson, aðstoðarþjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu við mbl.is fyrir æfingu landsliðsins á Laugardalvellinum í dag. Meira »

Hungraður í að snúa út á völl

7.6. Það er enginn beygur í Birki Bjarnasyni að mæta frábæru liði Króata þó svo að þrír mánuðir séu liðnir frá því hann spilaði síðast. Birkir meiddist illa á hné í leik með Aston Villa í ensku B-deildinni í byrjun mars og missti af síðustu ellefu leikjum liðsins á tímabilinu. Meira »

Okkar langbesti leikur í sumar

4.6. „Þetta var virkilega góður sigur hjá okkur og án efa var þetta langbesti leikur okkar í sumar,“ sagði FH-ingurinn Atli Guðnason við mbl.is eftir 3:0 sigur Íslandsmeistara FH gegn Stjörnunni í 6. umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu í Kaplakrika í kvöld. Meira »

„Lítur betur út en í gær“

1.6. „Ég get ekki sagt til um það á þessari stundu hvort þeir verði með í leiknum á móti FH eða ekki,“ sagði Rúnar Páll Sigmundsson þjálfari Stjörnunnar við mbl.is í dag en hann var þá nýbúinn að stýra æfingu sinna manna. Meira »