Guðmundur Hilmarsson

Guðmundur hefur verið blaðamaður á íþróttadeild Morgunblaðsins og mbl.is frá árinu 2000 og áður á DV 1989-2000. Guðmundur stundaði nám við Flensborgarskólann og Lögregluskóla ríkisins.

Yfirlit greina

„Er mjög stoltur“

8.12. Eins og fram hefur komið missir FH af sínum bestu leikmönnum eftir tímabilið en þeir Gísli Þorgeir Kristjánsson og Óðinn Þór Ríkharðsson hafa báðir samið við erlend félög og halda út í atvinnumennskuna næsta sumar. Meira »

Gísli Þorgeir búinn að semja við Kiel

6.12. FH-ingurinn Gísli Þorgeir Kristjánsson er búinn að semja við þýska stórliðið Kiel til þriggja ára og mun ganga í raðir félagsins næsta sumar. Meira »

Náðum að jarða þá í byrjun

29.11. Línumaðurinn Jóhann Karl Reynisson fór mikinn í liði FH þegar liðið burstaði Fram, 39:26, í Olís-deild karla í handknattleik í Kaplakrika í kvöld. Meira »

„Ætla að líta í kringum mig“

28.11. Aron Sigurðarson, leikmaður norska úrvalsdeildarliðsins Tromsø, segir að framtíð sín sé óviss en hann var að ljúka sínu öðru tímabili með norska liðinu. Meira »

Líður vel á toppnum

21.11. „Það er gott að við erum komnir á toppinn. Þar líður okkur vel. Er ekki heitt þar?“ sagði Valsmaðurinn öflugi Ýmir Örn Gíslason við Morgunblaðið eftir fimm marka sigur gegn Aftureldingu, 28:23, á Varmá í gær. Meira »

Valur fór á toppinn

20.11. Íslands-og bikarmeistarar Vals tylltu sér á topp Olís-deildar karla í handknattleik eftir sigur gegn Aftureldingu að Varmá í kvöld, 28:23. Meira »

Ekki búin að gefast upp

16.11. „Við erum langt í frá búin að gefast upp í þessu einvígi og ég veit að leikmenn mínir munu gefa allt sem þeir eiga í þessum leik. Meira »

Emil samdi við Sandefjord – Tilboð í Hólmbert

11.11. Emil Pálsson hefur samið við norska úrvalsdeildarliðið Sandefjord til tveggja ára og þá hefur Sandefjord gert Stjörnunni tilboð í Hólmbert Aron Friðjónsson. Meira »

„Ég er fáránlega glaður“

6.12. „Ég er bara fáránlega glaður með þennan samning og þetta verður mikið ævintýri fyrir mig,“ sagði FH-ingurinn Gísli Þorgeir Kristjánsson í samtali við mbl.is en eins og fram kom á mbl.is í morgun er hann búinn að semja til þriggja ára við þýska stórliðið Kiel og fer til liðsins næsta sumar. Meira »

Lið sem hentar mér vel

5.12. „Ég er bara virkilega ánægður með að þessi mál skulu vera í höfn og ég tel að GOG henti mér ákaflega vel,“ sagði handboltamaðurinn Óðinn Þór Ríkharðsson við mbl.is en hann mun ganga til liðs við danska úrvalsdeildarliðið GOG næsta sumar. Meira »

FH tók Fram í aðra kennslustund

29.11. FH-ingar tóku Framara í kennslustund í annað sinn á þessu tímabili í Olís-deild karla og með sigrinum í Kaplakrika í kvöld, 39:26, náðu FH-ingar þriggja stiga forskoti í deildinni. Meira »

„Þarf að finna mér nýtt lið“

21.11. Landsliðsmaðurinn Arnór Ingvi Traustason er staðráðinn í að komast í burtu frá gríska liðinu AEK en hann hefur lítið sem ekkert fengið að spila með liðinu. Meira »

Gamla góða seiglan

20.11. „Þetta var gamla góða seiglan,“ sagði Valsmaðurinn Ýmir Örn Gíslason við mbl.is eftir sigur sinna manna gegn Aftureldingu í Olís-deildinni í handknattleik í kvöld. Meira »

„Kemst í kjólinn fyrir jólin“

19.11. „Ég er bara virkilega ánægð með þennan árangur minn á mótinu og það var ljúft að ná að tryggja sig inn á mótaröðina fyrir næsta tímabil og geta farið aðeins rólegri á síðasta mótið sem fram fer í Dubai,“ sagði kylfingurinn Valdís Þóra Jónsdóttir í samtali við mbl.is en hún náði þeim frábæra árangri að enda í þriðja sæti á Sanya-mótinu á LET-Evrópumótaröðinni sem fram fór á Hain­an-eyju í Suður-Kína­hafi. Meira »

Eitt það erfiðasta á ferlinum

16.11. „Ég get alveg viðurkennt að þetta tímabil er með því erfiðasta sem ég hef hef gengið í gegnum á mínum langa þjálfaraferli í Þýskalandi en við vissum að við værum að taka áhættu með því að yngja upp liðið. Ég vonaðist til að við yrðum heppnir að því leyti að eldri og reyndari leikmennirnir myndust haldast heilir en þeir hafa allir verið mikið frá,“ sagði Alfreð Gíslason, þjálfari þýska handknattleiksliðsins Kiel, í samtali við Morgunblaðið í gær. Meira »

Rotaðist og mundi ekkert eftir atvikinu

6.11. Þórhildur Braga Þórðardóttir, leikmaður kvennaliðs Hauka í handknattleik, var flutt á sjúkrahús eftir að fengið þungt höfuðhögg í leiknum gegn ÍBV í Olís-deild kvenna í Schenker-höllinni að Ásvöllum í gærkvöld. Meira »