Þórunn Kristjánsdóttir

Þórunn hefur starfað sem blaðamaður á Morgunblaðinu og mbl.is frá árinu 2012. Hún er með BA-próf í íslensku frá Háskóla Íslands og kennsluréttindi. Einnig hefur hún stundað meistaranám í íslenskum bókmenntum við sama skóla.

Yfirlit greina

Gerendur eineltis í sjálfsvígshættu

1.10. Sjálfsvígshætta er mun meiri meðal unglinga sem leggja aðra í einelti. Þessi tengsl eru bæði stigvaxandi og sterk þannig að því oftar sem einstaklingar leggja aðra í einelti því oftar hafa þeir hugleitt sjálfvíg eða gert tilraun til slíks. Foreldrar gerenda þurfa að axla ábyrgð og taka á vandanum. Meira »

„Skil ekki þessa leyndarhyggju“

13.9. „Það er gott að fá þessar upplýsingar. Okkur var sagt að þetta væru viðkvæmar upplýsingar. Ég skil ekki þessa leyndarhyggju,“ segir Bergur Þór Ingólfsson faðir einnar þeirra stúlkna sem Robert Downey, sem áður hét Ró­bert Árni Hreiðars­son, braut á og hlaut dóm fyrir árið 2008. Meira »

Taugatrekkjandi 50 tíma bílferð

10.9. „Það tók mig 50 klukkutíma að keyra frá Miami til Tennessee. Lengsta tímann tók að fara í gegnum Flórída. Það voru um 10 milljónir manna á vegunum að flýja undan Irmu. Ég hef aldrei upplifað annað eins. Þetta var rosalega mikið stress og fólk var örvæntingarfullt,“ segir Jón Eggert Guðmunds­son. Meira »

Hugbúnaðarfyrirtæki stefnir á útrás

26.8. Stofnandi hugbúnaðarfyrirtækisins Anitar furðaði sig á seinlegum vinnubrögðum hesteigenda í leit að rétta hestinum í hrossastóði fyrir tveimur árum. Það varð kveikjan að því að nú er að koma á markað fyrsta útgáfan af nýjum örmerkjalesara frá Anitar og tengist beint snjallsímaforriti. Meira »

Leiðbeinendum fjölgar í grunnskólum

23.8. „Leiðbeinendum fjölgar í skólanum. Það þarf meiri slaka í þetta kerfi þannig að fólk með kennaramenntun geti farið á milli skólastiga og kennt,“ segir Lars Jóhann Imsland, skólastjóri Hraunvallaskóla. Meira »

John kominn á topp K2

28.7. „Tilfinningin er blendin. Við erum rosalega þreyttir. Þetta var mjög erfitt,“ segir John Snorri Sigurjónsson af toppi K2. Hann er fyrsti Íslendingurinn til að komast upp á topp fjallsins sem er 8.611 metra hátt og er eitt það hættulegasta og mannskæðasta í heimi. Meira »

Verslunarhúsnæði rís við Akrabraut

21.7. Við Akrabraut 1 í Garðabæ eru hafnar framkvæmdir á lóð þar sem um 1.400 fermetra verslunarhúsnæði rís. Íbúi í nágrenninu er ekki sáttur við framkvæmdirnar sem hann segir að ekki hafi verið greint frá í kynningarefni á aðalskipulagi ársins 2016 - 2030 í vor. Meira »

Rýnt í samskipti foreldra og skóla

25.6. „Mæður hafa borið hitann og þungann af samskiptum við skólasamfélagið, þær eru sýnilegri inn í skólunum og í samskiptum við kennara,“ segir lektor við Hí sem vinnur brautryðjendarannsókn á sviði menntavísinda á því með hvaða hætti kyn og stétt mæðra og feðra spilar saman þegar kemur að samskiptum foreldra við skóla barna sinna. Meira »

Þurfum að hætta að breyta nemendum

25.9. „Nemendur búa yfir ólíkri hæfni og áhugasvið þeirra eru misjöfn. Við þurfum að aðlaga skólakerfið að nemendum í stað þess að reyna stöðugt að breyta þeim.“ Þetta segir Edda Óskarsdóttir um skólakerfið en hún varði nýverið doktorsritgerð sína um nám án aðgreiningar. Meira »

Nokkur ár í skólphreinsistöð í Árborg

11.9. Áætlaður kostnaður sveitarfélagsins Árborgar vegna fyrsta áfanga við skólphreinsistöð er um 450-500 milljónir króna á verðlagi dagsins í dag. Framkvæmdir við hana hefjast í fyrsta lagi í ársbyrjun 2019 því skólphreinsistöðin er enn í umhverfismati og verður líklega fram á næsta ár. Meira »

Vill sjá sérfræðinga á „gólfið“

10.9. „Ef foreldrar geta ekki myndað þessi góðu tengsl við börn sín búum við til vandamál framtíðarinnar sem geta jafnvel komið upp 20 til 30 árum seinna,” segir Elín Ebba Ásmundsdóttir framkvæmdastjóri Hlutverkaseturs. Hún vill meðal annars efla forvarnir í geðheilbrigðismálum. Meira »

Hærra hlutfall nemenda með sérþarfir

24.8. Hlutfall nemenda með sérþarf­ir er hærra á Íslandi en í öðrum löndum Evrópu. Nást þarf sameiginlegur skilningur á hugtakinu menntun án aðgreiningar bæði hjá kennurum og stjórnvöldum svo unnt sé að halda áfram að bæta stefnuna, menntun án aðgreiningar, á öllum stigum skólakerfisins á Íslandi. Meira »

Segja MAST beita valdníðslu

22.8. Starfsmanni MAST sem fór í eftirlitsferð á mjólkurbúið Viðvík var meinaður aðgangur að fjósinu. Daginn eftir stöðvaði Matvælastofnun dreifingu mjólkur frá bænum. Bændurnir voru í útlöndum þegar heimsóknin var og börn þeirra sáu um búið á meðan. Bændurnir vildu vera viðstaddir og óskuðu eftir frestun. Meira »

Lengi að telja 31 unga á sundi

25.7. „Ég var lengi að telja þá alla því þeir voru alltaf að fara í kaf. Þetta var alveg glæsilegt,“ segir Sigurjón Guðmundsson áhugaljósmyndari sem tók í gær mynd af toppönd með hvorki meira né minna en 31 unga á sundi á Skorradalsvatni í Skorradal. Meira »

Þyrla bjargaði skáta úr Skaftá

11.7. Tíu manna hópur franskra skáta á aldrinum 18 til 24 ára varð strandaglópar úti í hólma í Skaftá í kvöld. Þyrla Landhelgisgæslunnar kom einum mannanna, sem varð viðskila við hópinn, í land. Allir eru heilir á húfi Meira »

„Ég mun aldrei hætta að sigla“

12.6. „Það er ótrúlega fullnægjandi að leggjast á koddann á kvöldin og sofna með þá tilfinningu að vera hamingjusöm með að lifa lífinu alveg eins og ég vil. Ef ég myndi deyja á morgun myndi ég deyja hamingjusöm, ef ég á að vera dramatísk,“ segir Elín Rós sem er nýkomin heim úr siglingu um Kanarí-eyjar. Meira »