Þórunn Kristjánsdóttir

Þórunn hefur starfað sem blaðamaður á Morgunblaðinu og mbl.is frá árinu 2012. Hún er með BA-próf í íslensku frá Háskóla Íslands og kennsluréttindi. Einnig hefur hún stundað meistaranám í íslenskum bókmenntum við sama skóla.

Yfirlit greina

Líður ekki vel á gömlum sjúkrabílum

12.12. Fyrir tveimur árum rann út samningur milli ríkisins og Rauða krossins um rekstur og viðhald sjúkrabíla landsins. „Við höfum miklar áhyggjur af því að heilbrigðisráðuneytið hefur ekki endurnýjað samninginn. Ábyrgðin liggur þar,“ segir formaður fagdeildar sjúkraflutningamanna. Meira »

NATO á flugskýlið en Bandaríkin borga

7.12. Bandaríski herinn hyggst breyta flugskýlinu á Keflavíkurflugvelli svo nýjar og stærri kafbátaleitarvélar, svokallaðar P8 Poseidon, geti rúmast þar. „Slíkar endurbætur eru í fullu samræmi við þjóðaröryggisstefnu fyrir Ísland.“ Þetta kemur fram í upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu. Meira »

„Ég er orðlaus. Ég skil ekkert“

29.11. Þriggja manna flóttafjölskyldu verður vísað úr landi á morgun. Lögreglan heimsótti þau seinnipartinn í dag til að tryggja að hægt verði að framfylgja brottvísuninni. Konan er ólétt og lá á spítala um helgina vegna blæðinga. Meira »

Frægasta og verðmætasta Íslandskortið

21.11. „Þetta er frægasta Íslandskortið og það verðmætasta,“ segir Viktor Smári Sæmundsson forvörður um Íslandskort frá árinu 1595 sem er boðið falt fyrir 25 til 30 þúsund sænskar krónur eða tæplega 400 þúsund krónur hjá sænska uppboðshúsinu, Stockholms Auktionsverk. Meira »

Kæruleysis gætir í notkun tungumálsins

16.11. „Dagskrárgerðarmenn [einkum útvarps] og þeir sem koma til viðtals við þá sletta meira og eru kærulausari. Mér finnst þetta hafa breyst á síðustu fimm árum,“ segir Guðrún Egilson íslenskufræðingur. Meira »

Guðni stýrir meira en forverar hans

14.11. „Forsetinn verkstýrir þessu. Það er aðdáunarvert að sjá hvernig hann gerir þetta. Hann stýrir stjórnarmyndunarviðræðum meira en forverar hans í starfi hafa gert,“ segir Svanur Kristjánsson, prófessor í stjórnmálafræði, spurður um stjórnarmyndunarviðræðurnar. Meira »

Rannsaka áhrif höfuðhöggs á íþróttakonur

10.11. Nú er að hefjast yfirgripsmikil rannsókn á áhrifum heilahristings og höfuðhögga á sálfræðilega þætti og starfsemi heiladinguls í íslenskum íþróttakonum. Þetta er fyrsta rannsókn sinnar tegundar hér á landi á íþróttamönnum. Meira »

Sæll og glaður hundur í eingangrun

7.11. Ný einangrunarstöð fyrir hunda og ketti verður tekin í notkun á bænum Selási í Holta- og Landsveit næsta vor. Húsið verður um 300 fermetrar að stærð og pláss fyrir 16 hunda og þrjá ketti. Þegar hundar og kettir eru fluttir inn til landsins þurfa þeir að vera 28 daga í einangrun samkvæmt lögum. Meira »

Þakklát að vera frá litlu sveitarfélagi

8.12. „Mér finnst svo sárt að horfa upp á að ef við þurfum að fara út fyrir beinu línuna í lífinu að velferðarkerfið skuli ekki styðja betur við fólk í þessum aðstæðum,“ segir skipuleggjandi styrktartónleika fyrir fjölskyldu 7 ára drengs með hvítblæði. Meira »

„Öskureið að rifja þetta upp“

3.12. „Þetta var með ein­dæm­um. Ég veit ekki til þess að aðrir stjórn­mála­menn hafi þurft að sæta öðru eins of­beldi og hún,“ seg­ir Anna Sigrún Bald­urs­dótt­ir, vin­kona Stein­unn­ar Val­dís­ar Óskar­dótt­ur, fyrr­verandi borg­ar­stjóra og þing­manns. Meira »

Forsendur fyrir stofnun hálendisþjóðgarðs

22.11. „Stofnun miðhálendisþjóðgarðs er fullkomlega gerleg. Það eru allar forsendur fyrir hendi. Það yrðu stórkostlegar framfarir ef Alþingi myndi samþykkja að stofna slíkan þjóðgarð,“ segir Árni Finnsson um miðhálendisþjóðgarð. Meira »

„Staðan er brothætt“

18.11. „Mér finnst við ekki standa illa. Við stöndum þokkalega en staðan er brothætt,“ segir dósent við menntavísindasvið HÍ um læsi grunnskólabarna. Þetta kom fram í erindi sem hann hélt á ráðstefnunni Lestur er lykill að ævintýrum. Meira »

Reyna oft að geta í eyðurnar

15.11. „Oft er mikil hætta að brotaþoli reyni að geta í eyðurnar um hvað gerðist. Það getur haft neikvæð áhrif á trúverðugleika á framburð hans,“ segir réttargæslumaður um skýrslu brotaþola í kynferðisbrotamálum. Það sé margt sem virki ótrúverðugt en eigi sér fullkomlega eðlilegar sálfræðilegar skýringar. Meira »

„Hætti ekki fyrr en ég finn þennan mann“

10.11. „Ég er ekki hættur. Ég hætti ekki fyrr en ég finn þennan mann,“ segir tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens en falskur reikningur á sam­skiptamiðlin­um Instagram í hans nafni er enn í notkun. Meira »

Röng viðbrögð við heilahristing

9.11. „Það eru enn dæmi um að leikmaður er settur aftur inn á eftir heilahristing. Það er algjörlega óásættanlegt. Á hverju ári sjáum við oft röng viðbrögð við heilahristing,“ segir íþróttafræðingur. Þetta eigi við um bæði skort á þekkingu leikmanna og þjálfara. Meira »

Sendir skilaboð til kvenna í nafni Bubba

1.11. „Ég fékk skilaboð frá konum í vor um að það væri einhver að misnota nafnið mitt á Instagram,“ segir tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens. Á samskiptamiðlinum Instagram er reikningur undir nafninu MorthensBubbi sem er falskur. Sá eða þeir sem standa á bak við reikninginn hafa stolið myndum af Bubba. Meira »