Þórunn Kristjánsdóttir

Þórunn hefur starfað sem blaðamaður á Morgunblaðinu og mbl.is frá árinu 2012. Hún er með BA-próf í íslensku frá Háskóla Íslands og kennsluréttindi. Einnig hefur hún stundað meistaranám í íslenskum bókmenntum við sama skóla.

Yfirlit greina

Rukka fyrir hlaup en eru án leyfa

12.4. Hlauparar sem hafa skráð sig í hlaup í Vík í Mýrdal 8. júlí næstkomandi í gegnum síðuna Alpine High Events hafa kvartað yfir því að hafa ekki náð í forsvarsmenn hlaupsins eftir að hafa greitt skráningargjald. Menn óttast að um svikamyllu sé að ræða. Meira »

Þingið var „rosalegt karlaveldi“

6.4. Árið 1986, fyrir rúmum 30 árum, tók Bessí Jóhannsdóttir sæti varaþingmanns fyrir Sjálfstæðisflokkinn og í vikunni endurtók hún leikinn þegar hún tók sæti Brynjars Níelssonar. Margt hefur breyst á þessum áratugum og það til batnaðar, að sögn Bessíar. Meira »

Sterk geðlyf aldraðra líklega ofnotuð

2.4. „Almennt talað er æskilegt að gefa eldra fólki sem minnst af sterkum geðlyfjum í sem stystan tíma, svipað og sýklalyf,“ segir Pálmi V. Jónsson öldrunarlæknir. Um 24% íbúa í hjúkrunarrýmum á landinu öllu nota sterk geðlyf í öðrum tilfellum en mælt er með. Aukaverkanir sterkra geðlyfja eru varasamar. Meira »

Ímynd kennarastarfsins í krísu

29.3. Bæta þarf ímynd kennarastarfsins og starfið þarf að vera samkeppnishæft svo nýnemar skrái sig í kennaranám. Menntamálaráðherra hyggst meðal annars skoða veitingu leyfisbréfa til kennara með það fyrir augum að þeir geti kennt á fleiri skólastigum. Þetta kom m.a. fram á ársfundi Kennarasambandsins. Meira »

Tvítugar skvísur keppa í rallý

19.3. „Fólk sér ekki alveg fyrir sér tvítugar skvísur á rallýbíl,“ segir Kolbrún Vignisdóttir sem tekur þátt sem aðstoðarökumaður í rallýkeppni í sumar við hlið vinkonu sinnar og ökumannsins Hönnu Rúnar Ragnarsdóttur. Meira »

Engin lífsýni fundust í meintu dýraníðsmáli

13.3. Hvorki fundust nothæf fingraför né lífsýni úr manneskju við rannsókn lögreglu á meintu kynferðislegu dýraníði á tveimur hryssum í hesthúsi í Garðabæ. Engar ábendingar hafa borist lögreglu sem gætu nýst frekar við rannsókn málsins sem tilkynnt var um milli jóla og nýárs. Meira »

Flóknari setningar Steingríms í stjórn

11.3. „Árin fyrir efnahagshrunið og í hruninu eykst stílfærslan skyndilega í máli Steingríms. Ég set það í samhengi við miklar breytingar á félagslegri stöðu,“ segir Lilja Björk Stefánsdóttir, MA-nemi í málfræði sem hefur skoðað setningafræðibreytingar í máli Steingríms J. Sigfússonar á 23 ára tímabili. Meira »

Vægi samræmdu prófanna orðið meira

9.3. „Vægi samræmdu prófanna er orðið meira. Það horfir því einkennilega við að ekki sé prófað úr öllum matsviðmiðum samkvæmt aðalnámskrá eins og ritun,“ segir Jón Pétur Zimsen, skólastjóri Réttarholtsskóla, um samræmd könnunarpróf sem nemendur í 9. og 10. bekk taka í fyrsta skipti rafrænt. Meira »

„Pen­ing­ar drepa stjórn­mál“

11.4. Um 460 manns eru búnir að skrá sig í Sósíalistaflokk Íslands frá því opnað var fyrir skráningu á vefsíðu flokksins í gærkvöldi. Flokkurinn verður stofnaður formlega 1. maí. Ekkert fjármagn er á bak við flokkinn heldur verður hann byggður upp á starfi sjálfboðaliða. Meira »

Geðheil­brigðisþjón­usta setið á hakanum

4.4. „Það voru áætlanir um að koma upp öldrunargeðdeild fyrir hrun og við þurfum að dusta rykið af þeim áformum en við erum ekki enn komin svo langt,” segir Óttarr Proppé, heilbrigðisráðherra. Hann segir Íslendinga hafa dregist aftur úr öðrum þjóðum þegar kemur að geðheilbrigðisþjónustu. Meira »

Trommusettinu hent út af elliheimilinu

31.3. „Þau sögðu alltaf við mig; „það eru svo mikil læti þegar þú spilar á trommurnar”,” segir Dieter Vilhjálmur Johannesson, trommuleikari á níræðisaldri hlæjandi. Hann fær ekki lengur að æfa sig á trommurnar á elliheimilinu vegna hávaða. Hann lætur það ekki stöðva sig heldur gengur í Tónlistarskóla Rangæinga þar sem hann er í námi og æfir sig á hverju degi. Meira »

Hetjudáð Íslendings í Kansas

21.3. „Ég hugsaði með mér að við þyrftum að koma honum út úr húsinu. Þegar við fylgdum honum út hafði eldurinn læst sér í aðra hlið hússins. Það var frekar ógnvekjandi,“ segir Benjamin Þór Pálsson sem bjargaði 84 ára gömlum manni úr brennandi húsi í stórbruna í Overland Park í Kansas í Bandaríkjunum. Meira »

„Heilt yfir stöndum við okkur mjög vel“

16.3. „Skólarnir á Íslandi eru fyrirmyndarstofnanir. Heilt yfir stöndum við okkur mjög vel,“ segir Almar M. Halldórsson, sérfræðingur á Menntamálastofnun. Hann greindi frá niðurstöðum PISA-rannsóknarinnar er varðar einkenni nemenda og skóla í dag. Meira »

„Stór göt á umferðarlögunum“

13.3. Ekki hafa verið gerðar stórar breytingar á umferðarlögunum frá 30. mars 1987 sem tóku gildi 1. mars 1988. Ýmsar breytingar hafa þó verið gerðar á þeim en þær varða flestar meðal annars breytingar á stjórnsýslu, sektarákvæðum eða verið að samræma lögin við alþjóðareglur. Meira »

Uppljóstranir eru deilumál framtíðarinnar

10.3. „Uppljóstranir eru pólitísk deilumál framtíðarinnar. Mál Snowdens vekur upp siðferðilegar og pólitískar grundvallarspurningar,“ segir Jón Ólafsson, prófessor við íslensku- og menningardeild, sem hefur fjallað talsvert um mál Snowdens meðal annars í tengslum við umræðu innan menningarfræði um andóf. Meira »

Sjálfsskaði stúlkna hefur aukist

8.3. Hugsanir um sjálfsskaða og sjálfsskaði hefur aukist meðal stúlkna síðustu ár. Færri meta andlega líðan sína góða eða mjög góða árið 2016 en árin á undan. Ungu fólki sem er utan skóla líður verr en þeim sem eru í framhaldsskóla. Þetta kemur fram í rannsókn á andlegri líðan ungmenna. Meira »