Þórunn Kristjánsdóttir

Þórunn hefur starfað sem blaðamaður á Morgunblaðinu og mbl.is frá árinu 2012. Hún er með BA-próf í íslensku frá Háskóla Íslands og kennsluréttindi. Einnig hefur hún stundað meistaranám í íslenskum bókmenntum við sama skóla.

Yfirlit greina

Hetjudáð Íslendings í Kansas

21.3. „Ég hugsaði með mér að við þyrftum að koma honum út úr húsinu. Þegar við fylgdum honum út hafði eldurinn læst sér í aðra hlið hússins. Það var frekar ógnvekjandi,“ segir Benjamin Þór Pálsson sem bjargaði 84 ára gömlum manni úr brennandi húsi í stórbruna í Overland Park í Kansas í Bandaríkjunum. Meira »

„Heilt yfir stöndum við okkur mjög vel“

16.3. „Skólarnir á Íslandi eru fyrirmyndarstofnanir. Heilt yfir stöndum við okkur mjög vel,“ segir Almar M. Halldórsson, sérfræðingur á Menntamálastofnun. Hann greindi frá niðurstöðum PISA-rannsóknarinnar er varðar einkenni nemenda og skóla í dag. Meira »

„Stór göt á umferðarlögunum“

13.3. Ekki hafa verið gerðar stórar breytingar á umferðarlögunum frá 30. mars 1987 sem tóku gildi 1. mars 1988. Ýmsar breytingar hafa þó verið gerðar á þeim en þær varða flestar meðal annars breytingar á stjórnsýslu, sektarákvæðum eða verið að samræma lögin við alþjóðareglur. Meira »

Uppljóstranir eru deilumál framtíðarinnar

10.3. „Uppljóstranir eru pólitísk deilumál framtíðarinnar. Mál Snowdens vekur upp siðferðilegar og pólitískar grundvallarspurningar,“ segir Jón Ólafsson, prófessor við íslensku- og menningardeild, sem hefur fjallað talsvert um mál Snowdens meðal annars í tengslum við umræðu innan menningarfræði um andóf. Meira »

Sjálfsskaði stúlkna hefur aukist

8.3. Hugsanir um sjálfsskaða og sjálfsskaði hefur aukist meðal stúlkna síðustu ár. Færri meta andlega líðan sína góða eða mjög góða árið 2016 en árin á undan. Ungu fólki sem er utan skóla líður verr en þeim sem eru í framhaldsskóla. Þetta kemur fram í rannsókn á andlegri líðan ungmenna. Meira »

Flóttamenn þurfa meiri íslenskukennslu

5.3. Um 10 árum eftir að kólumbískar konur komu til Reykjavíkur sem kvótaflóttamenn árin 2005 og 2007 með börnum sínum var helmingur þeirra orðinn óvinnufær. Innan fárra mánaða eftir komuna voru þær allar komnar með vinnu en um fimm árum síðar tók að halla undan fæti fyrir sumar. Meira »

Prófin fyrir kerfið ekki nemendur

1.3. Skólastjóra Nesskóla í Neskaupstað var neitað um undanþágu fyrir tvo grunnskólanemendur í 10. bekk um að þreyta samræmt könnunarpróf í ensku. Nemendurnir náðu grunnskólamarkmiðunum í ensku í 9. bekk og hafa auk þess lokið fyrsta áfanga í ensku í framhaldsskóla og eru í áfanga númer tvö. Meira »

„Alvarlegasta tilfellið“

17.2. „Þetta er alvarlegasta tilfellið og er undantekning,“ segir Sigrún Hjartardóttir, einhverfuráðgjafi og formaður sérfræðiteymis, um sambýlið á Blönduósi. Hún segir að sambýli með þessum búsetuháttum eigi ekki að vera til í nútímasamfélagi. Meira »

Tvítugar skvísur keppa í rallý

19.3. „Fólk sér ekki alveg fyrir sér tvítugar skvísur á rallýbíl,“ segir Kolbrún Vignisdóttir sem tekur þátt sem aðstoðarökumaður í rallýkeppni í sumar við hlið vinkonu sinnar og ökumannsins Hönnu Rúnar Ragnarsdóttur. Meira »

Engin lífsýni fundust í meintu dýraníðsmáli

13.3. Hvorki fundust nothæf fingraför né lífsýni úr manneskju við rannsókn lögreglu á meintu kynferðislegu dýraníði á tveimur hryssum í hesthúsi í Garðabæ. Engar ábendingar hafa borist lögreglu sem gætu nýst frekar við rannsókn málsins sem tilkynnt var um milli jóla og nýárs. Meira »

Flóknari setningar Steingríms í stjórn

11.3. „Árin fyrir efnahagshrunið og í hruninu eykst stílfærslan skyndilega í máli Steingríms. Ég set það í samhengi við miklar breytingar á félagslegri stöðu,“ segir Lilja Björk Stefánsdóttir, MA-nemi í málfræði sem hefur skoðað setningafræðibreytingar í máli Steingríms J. Sigfússonar á 23 ára tímabili. Meira »

Vægi samræmdu prófanna orðið meira

9.3. „Vægi samræmdu prófanna er orðið meira. Það horfir því einkennilega við að ekki sé prófað úr öllum matsviðmiðum samkvæmt aðalnámskrá eins og ritun,“ segir Jón Pétur Zimsen, skólastjóri Réttarholtsskóla, um samræmd könnunarpróf sem nemendur í 9. og 10. bekk taka í fyrsta skipti rafrænt. Meira »

Ungt fólk sýnir streitueinkenni

8.3. „Ungt fólk sýnir mikil streitueinkenni. Þau vilja ekki sleppa neinu og segja já við öllu því það er svo margt skemmtilegt í boði. Þau eru að klessa á vegg út af áreiti og álagi,“ segir Bóas Valdórsson, sálfræðingur við Menntaskólann í Hamrahlíð. Meira »

Jákvæð samskipti eru lykillinn

3.3. „Jákvæð samskipti milli fólks eru lykillinn að því að uppræta einelti,“ segir Debra J. Pepler, prófessor við York-háskóla í Kanada, á ráðstefnu um einelti við Háskóla Íslands en hún hófst í morgun. Pepler fjallaði um eineltisforvarnir og heilbrigð samskipti sem leið til að vinna gegn einelti. Meira »

„Ekki stoppa og ekki gefast upp“

25.2. „Ekki stoppa og ekki gefast upp,“ segir Brynjar Karl Birgisson legómeistari um Tit­anic-lík­an sitt sem brotnaði og hann hyggst endurbyggja. Hann hlakkar til að byggja það að nýju fyr­ir fram­an ­gesti í Hamborg á sýningunni Float­ing Bricks 18. til 19. mars næstkomandi. Meira »

Tveir ekki enn með talsmann

17.2. Tveir af fjórum íbúum á sambýlinu á Blönduósi eru ekki með talsmann. Erfiðlega hefur gengið að fá slíkan en samkvæmt lögum um réttindagæslu fyrir fatlað fólk eiga þeir rétt á persónulegum talsmanni sem er á svæðinu. Allir karlmennirnir eru með greiningu sem þeir fengu þegar þeir voru börn. Meira »