Þórunn Kristjánsdóttir

Þórunn hefur starfað sem blaðamaður á Morgunblaðinu og mbl.is frá árinu 2012. Hún er með BA-próf í íslensku frá Háskóla Íslands og kennsluréttindi. Einnig hefur hún stundað meistaranám í íslenskum bókmenntum við sama skóla.

Yfirlit greina

Rýnt í samskipti foreldra og skóla

25.6. „Mæður hafa borið hitann og þungann af samskiptum við skólasamfélagið, þær eru sýnilegri inn í skólunum og í samskiptum við kennara,“ segir lektor við Hí sem vinnur brautryðjendarannsókn á sviði menntavísinda á því með hvaða hætti kyn og stétt mæðra og feðra spilar saman þegar kemur að samskiptum foreldra við skóla barna sinna. Meira »

„Alltof fá úrræði fyrir heimilislausa“

10.6. Finnur Guðmundarson Olguson skrifaði BS-ritgerð í landfræði sem nefnist, Heimili án húsnæðis: Ferðir og staðir heimilislausra í borgarlandslaginu. Leitaði hann svara við því hvernig heimilislausir skapa sér heimili í borgarlandslaginu og hlutverki staða borgarinnar í hreyfanleika heimilislausra. Meira »

„Fleiri karlar ættu að taka þátt“

5.6. „Hlaup er bara hlaup og er fyrir alla. Ég held að fleiri karlar ættu að taka þátt,“ segir Haukur Lúðvíksson sem ætlar að taka þátt í kvennahlaupinu með dætrum sínum tveimur. Þær eru rétt að byrja að hlaupa og hafa aldrei tekið þátt í almenningshlaupi. Meira »

Samningur ekki borinn undir stjórn

22.5. Stjórn Neytendasamtakanna fól varaformanni samtakanna að undirrita ráðningarsamning við Ólaf Arnarson formann sem var gerður á grundvelli álits starfskjaranefndar. Ráðningarsamningur var ekki borinn undir stjórnina, en hann fól í sér að Ólafur gegndi bæði formennsku og stöðu framkvæmdastjóra. Meira »

Ekki tími til að hræðast á toppnum

18.5. „Þetta er ótrúlega góð tilfinning. Þetta gekk allt saman upp,“ segir John Snorri Sigurjónsson sem komst fyrstur Íslendinga á topp Lhotse-fjalls í vikunni sem er fjórði hæsti tindur heims, 8.516 metra hár. Hann var í sigurvímu þegar mbl.is spjallaði við hann í gegnum gervihnattasíma. Meira »

„Skagaþrjóskan“ nýst vel um ævina

10.5. „Mitt stærsta verk var að búa til jarðveg. Þá má aldrei missa úr ár og ekki einn einasta þráð. Ef ég hefði ekki haft líkamsræktina og hugkvæmst að vinna í henni samhliða hefði ég aldrei geta verið með dugandi listdansskóla,“ segir Bára Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri JSB, en hún fagnar 50 ára starfsafmæli á þessu ári. Meira »

Óvíst um byggingu göngubrúar

2.5. Enn vantar 136 milljónir króna til að fjármagna framkvæmdir við göngubrú yfir Markarfljót til móts við Húsadal í Þórsmörk. Áætlaður kostnaður er 220 milljónir króna en þegar er búið að tryggja alls 84 milljónir króna til verksins. Óvíst er hvenær framkvæmdir hefjast. Meira »

„Pen­ing­ar drepa stjórn­mál“

11.4. Um 460 manns eru búnir að skrá sig í Sósíalistaflokk Íslands frá því opnað var fyrir skráningu á vefsíðu flokksins í gærkvöldi. Flokkurinn verður stofnaður formlega 1. maí. Ekkert fjármagn er á bak við flokkinn heldur verður hann byggður upp á starfi sjálfboðaliða. Meira »

„Ég mun aldrei hætta að sigla“

12.6. „Það er ótrúlega fullnægjandi að leggjast á koddann á kvöldin og sofna með þá tilfinningu að vera hamingjusöm með að lifa lífinu alveg eins og ég vil. Ef ég myndi deyja á morgun myndi ég deyja hamingjusöm, ef ég á að vera dramatísk,“ segir Elín Rós sem er nýkomin heim úr siglingu um Kanarí-eyjar. Meira »

Úrbeinar ekki bara skrokka allan daginn

5.6. „Mér finnst gaman að sýna að stelpur geta þetta líka og vil hvetja þær til að fara í þetta nám. Þetta er mjög skemmtilegt og býður upp á marga möguleika,“ segir Helga Hermannsdóttir, nýútskrifaður kjötiðnaðarmaður úr Verkmenntaskóla Akureyrar. Hún gerði sér lítið fyrir og hlaut verðlaun fyrir besta árangur í faggreinum kjötiðnaðar við útskriftina. Meira »

Söfnuðu þremur tonnum af rusli

30.5. Alls söfnuðust þrjú tonn af rusli, að stærstum hluta plast, þegar 30 manna hópur hreinsaði friðland Hornstranda um liðna helgi. Hópurinn hreinsaði strendur Aðalvíkur. Þetta er fjórða árið í röð sem sjálfboðaliðar grunnhreinsa strandlengju friðlandsins en á hverju ári er nýtt svæði tekið fyrir. Meira »

Hló á meðan foreldrarnir grétu af gleði

21.5. „Afmæliskveðjurnar voru alveg ótrúlega fallegar. Við erum í skýjunum,“ segir Áslaug Ósk Hinriksdóttir, móðir Þuríðar Örnu, sem varð 15 ára í gær. Áslaug brá á það ráð að biðla til vina, vandamanna og ókunnugra að senda Þuríði Örnu afmæliskort. Það stóð ekki á afmæliskortunum sem rigndi inn um lúguna og voru þau alls um 130. Meira »

„Við viljum ekki okra“

10.5. „Við erum búin að tengja bjórdæluna,“ segir Arnar Gauti Markússon, einn eigenda ferðaþjónustufyrirtækisins Midgard á Hvolsvelli. Fyrirtækið hefur að undanförnu byggt upp höfuðstöðvar fyrirtækisins sem voru opnaðar nýverið. Í þeim er gistiaðstaða, bar, verslun og veitingastaður sem verður opnaður að fullu í lok maí. Meira »

„Óþolandi að fólk kafni í þvermóðsku“

3.5. Fé skortir til að halda úti námi fyrir fólk með þroskahömlun næsta skólaár. Útlit er fyrir að tveggja ára diplóma­nám fyr­ir slíka nem­end­ur í Mynd­lista­skóla Reykja­vík­ur verði ekki í haust. Námið er fjármagnað að hluta með fé frá Fjölmennt sem sér um að veita styrkjum til fullorðinsfræðslu fyrir fatlað fólk á öllu landinu. Meira »

Rukka fyrir hlaup en eru án leyfa

12.4. Hlauparar sem hafa skráð sig í hlaup í Vík í Mýrdal 8. júlí næstkomandi í gegnum síðuna Alpine High Events hafa kvartað yfir því að hafa ekki náð í forsvarsmenn hlaupsins eftir að hafa greitt skráningargjald. Menn óttast að um svikamyllu sé að ræða. Meira »

Þingið var „rosalegt karlaveldi“

6.4. Árið 1986, fyrir rúmum 30 árum, tók Bessí Jóhannsdóttir sæti varaþingmanns fyrir Sjálfstæðisflokkinn og í vikunni endurtók hún leikinn þegar hún tók sæti Brynjars Níelssonar. Margt hefur breyst á þessum áratugum og það til batnaðar, að sögn Bessíar. Meira »