Þorsteinn Ásgrímsson

Þorsteinn útskrifaðist með BA-próf í heimspeki, hagfræði og stjórnmálafræði frá Háskólanum á Bifröst 2007. Hann hefur starfað á mbl.is frá 2012.

Yfirlit greina

Fæðingartíðnin í sögulegu lágmarki

21.9. Fæðingartíðni var í fyrra í 1,8 börn á hverja konu, en til að viðhalda mannfjölda er horft til þess að fæðingartíðni þurfi að vera 2,1 barn. Samtímis hafa hámarksgreiðslur úr fæðingarorlofssjóði lækkað mikið að raunvirði. BSRB og ASÍ ætla að ráðast í átak til að bæta fæðingarorlofskerfið hér á landi. Meira »

Selja sjálf og fá 50-90% hærra verð

19.9. Hjónin Ólafur Magnússon og Inga Sóley Jónsdóttir frá Sveinsstöðum eru meðal fjárbænda sem ákváðu að reyna sjálf að selja kindaskrokka beint til almennings í ljósi mikilla verðlækkana hjá afurðastöðvum. Með því að sleppa milliliðnum geta bændur fengið 50-90% hærra verð fyrir skrokkinn að sögn Ólafs. Meira »

Hafa aðeins hálftíma til að forða sér

15.9. Fjöldi ferðamanna getur verið í hættu vegna flóða og gasmengunar ef jökulhlaup verður í Sólheimajökli, en hann er einn af tveimur vinsælustu skriðjöklum landsins til að skoða. Miðað við talningar síðustu tvö ár má gera ráð fyrir að um 1.000 manns komi þar daglega yfir sumartímann. Meira »

Íbúðir fyrir einstaklinga og pör

3.9. Félagsstofnun stúdenta mun fara í alútboð í vetur vegna uppbyggingar á meira en 200 stúdentaíbúðum á svæði Vísindagarða í Vatnsmýri. Um verður að ræða að mestu einstaklings- og paraíbúðir. Þetta segir Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavikur, í samtali við mbl.is. Meira »

„Fyrsta fasteign“ í hnotskurn

18.8. Á mánudaginn kynnti ríkisstjórnin nýtt úrræði fyrir ungt fólk sem á að auðvelda því að kaupa sínu fyrstu fasteign. Nota á viðbótarlífeyrissparnað til að spara fyrir útborgun, lækka lán eða greiðslubyrði. mbl.is skoðaði hvernig leiðirnar koma út og hversu langt þær ná upp í útborgun fyrir fasteign. Meira »

Hvað eru þessi stofnframlög?

15.8. Formenn stjórnarflokkanna munu eftir hádegi í dag kynna ný úrræði ríkisstjórnarinnar til aðstoðar nýjum kaupendum á húsnæðismarkaði. Komið hefur fram að koma eigi „myndarlega til móts við fyrstu kaupendur,“ og að breyta eigi Íbúðalánasjóði (ÍLS) þannig að hann sjái um svokölluð stofnframlög. Meira »

Hreiðar Már kærir héraðssaksóknara

7.8. Fyrr á þessu ári lagði Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings banka, fram kæru á hendur embætti sérstaks saksóknara til ríkissaksóknara. Óskað var eftir rannsókn á að gögn sem lutu að sakarefni í Chesterfield-málinu, sem einnig er þekkt sem CLN-málið, hafi ekki ratað í gögn málsins. Meira »

Landeigendur fái eitthvað í sinn hlut

12.7. Landeigendur að Víðgelm­i í Hall­mund­ar­hrauni í Borg­ar­f­irði kynntu í vor uppbyggingaráform sín varðandi hellinn fyrir byggðarráði Borgarbyggðar og þar voru engar athugasemdir gerðar við að byggð væri upp þjónusta á svæðinu sem tekin væri greiðsla fyrir. Meira »

Gæti stefnt í hótelskort á næsta ári

20.9. Helsta áskorun ferðaþjónustunnar á næstunni er innviðauppbygging, hvort sem hún nefnist hóteluppbygging, afþreying og ekki síst uppbygging samgöngukerfisins. Miðað við spá Arion banka um fjölgun ferðamanna og áformaðar hótelframkvæmdir gæti stefnt í skort á gistirými á næsta ári. Meira »

Mikil breyting á fjórum árum

18.9. Staðan á tækjakosti Landspítalans er mun betri í dag en hún var fyrir fjórum árum. Átak stjórnvalda sem fólst í stórauknum framlögum síðustu ár hefur skilað því að spítalinn er núna á réttri braut varðandi endurnýjun og kaup á nýjum tækjum. Þetta segir forsvarsmaður tækjakaupanefndar Landspítalans. Meira »

Vill ekki „stimpilstjórnir“

5.9. Valdahugtakið eins og við höfum þekkt það hjá stjórnendum fyrirtækja er farið að þynnast og forstjórar hafa síður skýrt umboð til allra ákvarðana heldur sækja þeir það á samræðuvettvangi við stjórn. Þetta segir Helga Hlín Hákonardóttir, en hún ræddi við mbl.is um hvernig stjórnunarhættir hafa þróast Meira »

Þreföldun íbúðafjölda í nýrri Vogabyggð

28.8. Fjölga á íbúðum á aðalskipulagi í Vogabygg í Reykjavík úr 400 í 1.300 samkvæmt nýrri auglýsingu Reykjavíkurborgar. Gert er ráð fyrir að breytingum á húsa- og gatnafyrirkomulagi. Reisa á skóla, göngubrú og nýtt torg og hafa um fjórðung íbúða leigu­íbúðir, stúd­enta- og bú­setu­rétta­r­í­búðir. Meira »

Fullyrðingar um opnun landamæra rangar

16.8. Hópur fólks mætti fyrir utan Alþingishúsið í gær til að mótmæla nýjum útlendingalögum sem taka gildi næstu áramót. Ýmsar fullyrðingar flugu þar, m.a. um landamæri Íslands og óheftan aðgang að landinu. mbl.is skoðaði þessar fullyrðingar og hvað felst í nýju löggjöfinni. Meira »

Reiðhjólastandar spretta upp

14.8. Síðasta sumar var fyrsti viðgerðastandurinn fyrir reiðhjól sem ætlaður er fyrir almenning settur niður hér á landi, en það var Akureyri sem reið á vaðið. Síðan þá eru standar á höfuðborgarsvæðinu orðnir sex talsins og fimm aðrir eru væntanlegir í næstu viku. mbl.is skoðaði staðsetningu standanna. Meira »

„Óvíða jafntignarlegt víðerni“

16.7. Á ferð um gamla þjóðleið á grónum svæðum uppi á hálendi í skjóli Langjökuls með viðkomu í elsta skála Ferðafélags Íslands og í góðu náttúrubaði á Hveravöllum. Þetta er lýsing á einni af fjölmörgum áhugaverðum gönguleiðum um hálendið. Meira »

Íslenskt hugvit komið í meistaraflokk

11.7. Íslenska hugvits- og framleiðslufyrirtækið Lauf forks var nýlega tilnefnt til verðlauna á hjólasýningunni Interbike, en það er önnur af tveimur stærstu hjólasýningum heims ásamt Eurobike. Sýningin er viðskiptasýning þar sem allir stærstu hjólaframleiðendur heims flykkjast á. Meira »