Þorsteinn Ásgrímsson

Þorsteinn útskrifaðist með BA-próf í heimspeki, hagfræði og stjórnmálafræði frá Háskólanum á Bifröst 2007. Hann hefur starfað á mbl.is frá 2012. Þorsteinn er aðstoðarfréttastjóri mbl.is.

Yfirlit greina

1 milljón óskráðar gistinætur í fyrra

17.4. Seldar gistinætur í fyrra voru ríflega 8,8 milljónir, en þar eru meðtaldar rúmlega 1 milljón óskráðar gistinætur sem voru seldar í gegnum Airbnb og sambærilegar vefsíður. Seldum gistinóttum hjá skráðum gististöðum fjölgaði um 20,1% milli ára og fór úr 6,47 milljónum upp í 7,81 milljónir milli ára. Meira »

Framboðið var vantraust á forystu ASÍ

14.3. Nýr formaður VR segir framboð sitt hafa verið vantraustsyfirlýsingu á forystu ASÍ og félagsmenn VR hafi sent skýr skilaboð með kosningunni að þeir væru honum sammála. Hann segir ekki ríkja traust í samfélaginu að byggja upp norrænt samningamódel á vinnumarkaðinum. Meira »

Þarf ekki sleggju til að fínstilla

8.3. ASÍ og SA eru sammála um að grípa þurfi til ráðstafana vegna útsendra starfsmanna sem erlend þjónustufyrirtæki sendi hingað til lands til að vinna við bygginga- og mannvirkjagerð. Aftur á móti eru þau ekki alveg sammála um hversu langt eigi að ganga í að fyrirbyggja kjarasamningabrot almennt. Meira »

Skattamálin endurvakin

28.2. Fjögur skattamál sem embætti sérstaks saksóknara ákærði í árið 2013 en hafa verið í bið síðan eru nú komin á dagskrá héraðsdóms. Málin voru sett til hliðar meðan beðið var eftir niðurstöðu í máli Jóns Ásgeirs Jóhannessonar um tvöfalda refsingu fyrir sama mál fyrir Mannréttindadómstóli Evrópu. Meira »

Ákvörðun um sæstreng fyrir næsta ár

20.2. Með uppfærslu núverandi raforkuvirkjana og með hagræðingu sem hægt er að ná fram í dreifikerfinu verður hægt að fá um 2/3 til ¾ hluta þess rafmagns sem þarf í 1,2 GW sæstreng milli Bretlands og Íslands. Ákvörðun um framkvæmdina þarf að liggja fyrir ekki síðar en á næsta ári. Meira »

Verður Marple-málið sent aftur í hérað?

8.2. Á morgun er Marple-málið svokallaða á dagskrá Hæstaréttar Íslands. Ekki er þó um að ræða eiginlega málsmeðferð þess fyrir dómstólnum, heldur verður einungis tekist á um eina málsástæðu, það er meint vanhæfi sérfróðs meðdómara málsins. Meira »

Orkuöryggi í hættu eftir 2020 án aðgerða

6.2. Haldi vöxtur raforkunotkunar áfram hér á landi á næstu árum án þess að fjárfest verði í frekari orkuframleiðslu munu Íslendingar standa frammi fyrir mögulegum vanda varðandi orkuöryggi á komandi árum. Þetta kemur fram í skýrslu sem unnin var af sérfræðingum frá háskólastofnunum MIT og IIT Comillas. Meira »

Býr til sína eigin múmínbolla

29.1. Múmínbollar og aðrar vörur tengdar múmínálfunum hafa undanfarin ár notið gífurlegra vinsælda hér á landi og víða um heim. Helga Nielsen gekk þó skrefinu lengra en að fara að safna slíkum bollum og málaði sína eigin bolla, sem barnabörn hennar og aðrir ættingjar hafa fengið að njóta undanfarin ár. Meira »

Opnar 2.500 fm trampólíngarð í haust

13.4. Í haust er stefnt að því að opna svokallaðan trampólíngarð hér á landi, en á bak við verkefnið stendur einn stærsti trampólínframleiðandi í heimi ásamt Torfa Jóhannssyni sem heillaðist af hugmyndinni fyrir um tveimur árum og hefur síðan unnið að því að koma henni á laggirnar hér á landi. Meira »

Setja upp 58 hleðslustöðvar í Reykjavík

9.3. Stefnt er að því að Reykjavíkurborg setji upp 58 hleðslustöðvar á 13 stöðum í miðborginni. Verður þetta fyrsta skref borgaryfirvalda í þá átt að ýta undir rafbílavæðingu hér á landi, en þegar hafa fyrirtæki eins og ON og N1 kynnt að þau ætli að setja upp fjölda hleðslustöðva víða um land. Meira »

Keypt skattagögn leiddu til 34 mála

7.3. Í kjölfar kaupa skattrannsóknarstjóra á gögnum um eignir Íslendinga á aflandssvæðum voru 34 mál tekin til rannsóknar. Undandreginn skattstofn í málunum er allt frá því að vera í milljónum talið upp í hundruð milljóna, en flest málanna lúta að tugum milljóna. Meira »

Hverjir ná að safna fyrir fyrstu íbúð?

21.2. Um helgina fór af stað umræða um fasteignamarkaðinn og hversu erfitt gæti verið fyrir ungt fólk að safna sér fyrir útborgun á fyrstu íbúð. Hófst umræðan í þættinum Silfrinu á RÚV þar sem þingmenn ræddu málefnið. En hverjir eiga í raun möguleika á að safna upp fyrir útborgun? mbl.is skoðaði málið. Meira »

Fjármálastefnan í takt við grunngildi

10.2. Fjármálaráð kynnti í dag sitt fyrsta álit við fjármálastefnu nýrrar ríkisstjórnar, en skipað var í ráðið í fyrra í samræmi við ný lög um opinber fjármál. Megin niðurstaða ráðsins er að fjármálastefnan eins og hún er lögð fram fylgi grunngildunum um stefnumörkun í opinberum fjármálum. Meira »

„Við erum komin að mörkunum“

6.2. Guðni A. Jóhannesson orkumálastjóri segir að komið sé að mörkunum varðandi raforkukerfið hér á landi og orkuöryggi. Staðan núna sé sú að ekki fáist einu sinni tilboð frá raforkuframleiðendum þegar boðið sé út svokallað tap í raforkuflutningi, en um sé að ræða 40 megavött sem tapist hjá Landsneti. Meira »

Tengjast beint og óbeint 270 félögum

2.2. Þeir einstaklingar hér á landi sem tengjast flestum félögum í gegnum beint eignarhald eða í gegnum eignarhald í móðurfélögum tengjast um 270 félögum. Sá einstaklingur sem á 10% eða meira í flestum félögum á í 43 félögum hér á landi. Þetta er meðal þess sem hægt er að sjá í gögnum Creditinfo. Meira »

Standa frammi fyrir 1.000 bita púsli

16.1. Lögreglan er áfram á fullu að greina gögn og feta sig áfram í gegnum þær mögulegu vísbendingar sem hafa borist um hvarf Birnu Brjánsdóttur, sem ekki hefur sést síðan aðfaranótt laugardags. Þetta segir Ágúst Svansson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni og yfirmaður leitar og björgunar. Meira »