Þorsteinn Ásgrímsson

Þorsteinn útskrifaðist með BA-próf í heimspeki, hagfræði og stjórnmálafræði frá Háskólanum á Bifröst 2007. Hann hefur starfað á mbl.is frá 2012.

Yfirlit greina

6 milljarða lánið samþykkt milli funda

í gær Millifundarsamþykktir voru algengar hjá áhættunefnd Glitnis þegar ákvarðanir voru teknar um lánveitingar, en nefndin tók ákvarðanir um stærri lán. Þá var venjan að slík samþykki kæmu með tölvupósti eftir að lánabeiðnir höfðu verið sendar á alla meðlimi áhættunefndarinnar. Meira »

Tengir saman Stím- og Aurum-málin

20.10. Saksóknari í Aurum-málinu hefur í skýrslutöku yfir Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og vitnaleiðslum yfir nokkrum fyrrverandi starfsmönnum eignarhaldsfélagsins Fons spurt um tengingar á milli Aurum-málsins og Stím-málsins. Meira »

Aurum-málið 2.0 hefst í dag

19.10. Í dag hefst aðalmeðferð í Aurum-málinu í annað skiptið. Áður hafði málið farið í gegnum héraðsdóm sem endaði með sýknu ákærðu. Seinna ógilti Hæstiréttur niðurstöðuna vegna ummæla meðdómanda. Í málinu eru ákærðir Lárus Welding, Jón Ásgeir Jóhannesson, Bjarni Jóhannesson og Magnús Ásgrímsson. Meira »

Nýr dómari í Glitnismáli

12.10. Nýr dómari hefur tekið við sem dómsformaður í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis, en það er Sigríður Hjaltested héraðsdómari. Áður hafði Arngrímur Ísberg verið settur sem dómari í málinu og setið þingfestingu og nokkrar fyrirtökur. Meira »

Hæstiréttur setur hámark í hrunmálum

6.10. „Það virðist vera fallist á sjónarmið ákæruvaldsins í öllum aðalatriðum. Þannig að ég er mjög sáttur með niðurstöðuna.“ Þetta segir Björn Þorvaldsson, saksóknari í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings, eftir að Hæstiréttur kvað upp dóm sinn í málinu í dag. Meira »

Bjartsýnn um mál 5 ára drengsins

6.10. Mál fimm ára íslensks drengs sem héraðsdómur dæmdi um að ætti að senda til norskra barnaverndaryfirvalda er mjög sérstakt og fá svona mál koma að jafnaði upp. Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, segist bjartsýnn á að einhver sameiginlegur flötur finnist í málinu. Meira »

Starfsöryggi falið í traustsinneign

5.10. Miðlun upplýsinga og auknar kröfur um upplýsingagjöf frá fjölmiðlum og einstaklingum er nýr veruleiki fyrir stofnanir sem þær þurfa að aðlaga sig að. Það getur kallað á nýtt fagfólk og nýjar verklagsreglur. Þetta segja Anna Baldursdóttir, aðstoðarmaður forstjóra LSH og Andrés Jónsson almannatengill. Meira »

Diskókúluduftker og blettatígurskistur

2.10. Útfararþjónusta er ekki öðruvísi en aðrar þjónustugreinar að því leyti að þar eru haldnar bransasýningar þar sem nýjungar eru sýndar og stefnur og straumar fyrir komandi misseri eru kynntir. Hvort sem um er að ræða diskókúluduftker, blettatígurskistur eða kistur úr vistvænum efnum. Meira »

Pálmi: Ekki lofað skaðleysi

20.10. Frumkvæðið að Aurum-viðskiptunum kom frá Pálma Haraldssyni, eiganda og framkvæmdastjóra fjárfestingafélagsins Fons, þar sem félagið vildi losa sig við hlut sinn í félaginu. Þetta kom fram í vitnaleiðslu yfir honum í héraðsdómi í dag, á öðrum degi aðalmeðferðar Aurum-málsins. Meira »

Setti málin upp „the Bonus way“

19.10. Saksóknari notaði tíma sinn við skýrslutöku yfir Lárusi Welding, fyrrverandi bankastjóra Glitnis, að miklu leyti til að fara yfir tölvupóstsamskipti í tengslum við lánveitingu Glitnis til félagsins FS38. Meðal annars var farið yfir póstsamskipti milli Lárusar og Jóns Ásgeirs vegna viðskiptanna. Meira »

Gera sér ekki grein fyrir möguleikunum

15.10. Frumkvöðullinn og listasafnarinn Oliver Luckett ætlaði að taka sér tveggja mánaða frí á Íslandi eftir að hann seldi fyrirtækið sitt. Þeir ílengdust, keyptu Kjarvalshúsið og eru nú stórtækir í íslensku listalífi. Hann segir Íslendinga ekki gera sér grein fyrir möguleikunum með vörumerkið Ísland. Meira »

„Eðli viðskiptanna“ hið sama frá 2005

7.10. Hæstiréttur endurmat niðurstöðu héraðsdóms í öllu markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings. Var sýknu ákærðu í fjölda liða með því snúið við. Í málinu er ákært fyrir brot á tímabilinu 1. nóvember 2007 til október árið 2008. Þrátt fyrir það skoðar Hæstiréttur samskipti ákærðu allt aftur til ársins 2005. Meira »

Hreiðar Már kominn í refsihámarkið

6.10. Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings banka, var í Hæstarétti dæmdur í sex mánaða refsiauka við dóm héraðsdóms í markaðsmisnotkunarmáli bankans sem kveðinn var upp í fyrra. Með því er heildarrefsing Hreiðars Más komin upp í sex ár, en það er hámarksrefsing í svokölluðum hrunmálum. Meira »

Rannsaka ný tilvik í Siglufjarðarmáli

6.10. Rannsókn embættis héraðssaksóknara á meintum fjárdrætti Magnúsar Jónassonar, fyrrverandi forseta bæjarstjórnar á Siglufirði og skrifstofustjóra AFLs Sparisjóðs á Siglufirði, er orðin umfangsmeiri en áður hafði verið áætlað eftir að ný tilvik bættust við rannsóknina. Meira »

Hver ber ábyrgð á ólöglegum viðskiptum?

4.10. Enn eru fjölmörg hrunmál ókláruð og tekist er á um ábyrgð manna, stofnana og eftirlitsaðila í þeim. Samskipti milli FME og Kauphallarinnar og bréfaskriftir verjanda ákærðs manns við Kauphöllina varpa ljósi á þann ágreining sem nú stendur yfir og tekist er á um á opinberum vettvangi. Meira »

„Nú er botninum náð“

1.10. „Það er sárt að horfa á þróunina í sjávarútvegi og fiskvinnslu til skamms og lengri tíma litið.“ Þetta segir Gunnsteinn Ómarsson, bæjarstjóri í Ölfusi, en á fjórða tug starfsmanna fiskvinnslu Frostfisks í Þorlákshöfn hefur verið sagt upp. Meira »