Þorsteinn Ásgrímsson

Þorsteinn útskrifaðist með BA-próf í heimspeki, hagfræði og stjórnmálafræði frá Háskólanum á Bifröst 2007. Hann hefur starfað á mbl.is frá 2012.

Yfirlit greina

Hjá öryggisfyrirtæki eftir spillingarmál

30.11. Lögreglumaðurinn sem ákærður hefur verið fyrir meinta spillingu í starfi var eftir að hann lét af störfum hjá lögreglunni ráðinn til Öryggismiðstöðvarinnar. Þar lét hann aftur á móti af störfum þegar ákæran var gefin út. Framkvæmdastjóri hjá félaginu er einnig ákærður í málinu. Meira »

Samskipti lögreglunnar hleruð

16.11. Hluti samskipta um Tetra-kerfi Neyðarlínunnar tvær vikur aftur í tímann hefur verið aðgengilegur almenningi á netinu um nokkurn tíma. Um er að ræða samskipti milli viðbragðsaðila og annarra sem notfæra sér Tetra-kerfið. Meðal þeirra sem það nota er lögreglan, björgunarsveitir og orkufyrirtæki. Meira »

Helmingi lengur að byggja en í Noregi

10.11. Á Íslandi þarf 35-60% fleiri vinnustundir en í Noregi til að byggja hvern fermetra íbúðareiningar í fjölbýlishúsi. Þannig þarf í Noregi aðeins 23 vinnustundir á hvern fermetra, en hér á landi 31-37 tíma. Þetta kemur fram í rannsókn Ævars Rafns Hafþórssonar og Þórólfs Matthíassonar. Meira »

„Allt í einu orðinn að aðalmanni“

29.10. Magnús Arnar Arngrímsson, einn hinna ákærðu í Aurum-málinu, var „allt í einu orðinn að aðalmanni þrátt fyrir takmarkaða aðkomu að málinu sem lánanefndarmaður“. Þetta sagði verjandi hans í málsvarnarræðu sinni við lok aðalmeðferðar á fimmtudaginn. Meira »

„Einfaldlega glórulaus lánveiting“

27.10. Tölvupóstsamskipti Jóns Ásgeirs Jóhannessonar við fyrrverandi bankastjóra Glitnis sýna að hann knúði áfram samþykki fyrir lánamálum innan bankans. „Hann hafði mikil, bein og óeðlileg afskipti af bankanum.“ Þetta kom fram í málflutningi saksóknara í Aurum-málinu sem fram fór í gær. Meira »

Átta voru með stöðu sakbornings

26.10. Í heild voru átta manns með stöðu sakbornings meðan rannsókn Aurum Holding málsins stóð yfir. Í lokin voru fjórir ákærðir í málinu, eða helmingur sakborninga. Þá voru 27 vitni í málinu. Þetta kom fram í inngangi Ólafs Haukssonar, saksóknara í málinu, við málflutning hans í héraðsdómi í dag. Meira »

6 milljarða lánið samþykkt milli funda

21.10. Millifundarsamþykktir voru algengar hjá áhættunefnd Glitnis þegar ákvarðanir voru teknar um lánveitingar, en nefndin tók ákvarðanir um stærri lán. Þá var venjan að slík samþykki kæmu með tölvupósti eftir að lánabeiðnir höfðu verið sendar á alla meðlimi áhættunefndarinnar. Meira »

Tengir saman Stím- og Aurum-málin

20.10. Saksóknari í Aurum-málinu hefur í skýrslutöku yfir Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og vitnaleiðslum yfir nokkrum fyrrverandi starfsmönnum eignarhaldsfélagsins Fons spurt um tengingar á milli Aurum-málsins og Stím-málsins. Meira »

Flóknar fléttur Glitnis

19.11. Þrátt fyrir að skulda 13 milljarða og eiga aðeins eina milljón hefur Gnúpur ekki enn verið lýstur gjaldþrota síðan félagið fór í gegnum fjárhagslega endurskipulagningu í janúar 2008. Félli Gnúpur var líklegt að bréf Glitnis myndu lækka. Félagið er eitt margra sem tengjast verðmyndun á bréfum Glitnis Meira »

Allt að helmingur áfram í verkfalli

14.11. Um helmingur sjómanna er áfram í verkfalli eftir að hluti sjómannafélaga skrifuðu undir samkomulag við SFS í nótt. Þetta mun væntanlega hafa áhrif á um helming skipa hér við land, en Sjómanna- og vélstjórafélag Grindavíkur og Sjómannafélag Íslands skrifuðu ekki undir samkomulagið. Meira »

Meðvindur með Clinton á lokadegi

8.11. Í dag hefjast forsetakosningar í Bandaríkjunum þar sem kosið er á milli þeirra Hillary Clinton, sem býður fram fyrir Demókrataflokkinn, og Donald Trump, sem býður fram fyrir Repúblikanaflokkinn. Meðvindurinn í baráttunni virðist vera með Clinton á síðustu metrunum og er henni spáð sigri. Meira »

Bættu í raun tryggingastöðu bankans

27.10. Ráðstöfun Glitnis á 6 milljörðum vegna viðskipta með Aurum bætti tryggingarstöðu bankans með því að fá betri veð fyrir ótryggðum útlánum sem tengdust félaginu Fons. Ekki er rétt hjá ákæruvaldinu að lánveitingin hafi aukið fjártjónshættu bankans. Þetta kom fram í málflutningi verjanda Lárusar Welding Meira »

Vill þunga dóma í Aurum-máli

26.10. Saksóknari í Aurum-málinu fór fram á Jón Ásgeir Jóhannesson verði dæmdur í 4 ára fangelsi fyrir þátt sinn í málinu, en hann var ákærður fyrir hlutdeild í umboðssvikum við 6 milljarða lánveitingu í tengslum við kaup á hlut í skartgripafyrirtækinu Aurum. Sagði hann Jón Ásgeir hafa brotið skilorð. Meira »

„Ertu ekki bara að segja ósatt?“

25.10. Rósant Már Torfason, fyrrverandi fjármálastjóri Glitnis og annar þeirra sem sömdu um friðhelgi í hrunmálunum, bar í dag vitni í Aurum-málinu svokallaða. Verjandi í málinu gekk nokkuð hart fram gegn honum og spurði hann miðað við málsatvik, friðhelgi og önnur gögn hvort hann væri að segja ósatt. Meira »

Pálmi: Ekki lofað skaðleysi

20.10. Frumkvæðið að Aurum-viðskiptunum kom frá Pálma Haraldssyni, eiganda og framkvæmdastjóra fjárfestingafélagsins Fons, þar sem félagið vildi losa sig við hlut sinn í félaginu. Þetta kom fram í vitnaleiðslu yfir honum í héraðsdómi í dag, á öðrum degi aðalmeðferðar Aurum-málsins. Meira »

Setti málin upp „the Bonus way“

19.10. Saksóknari notaði tíma sinn við skýrslutöku yfir Lárusi Welding, fyrrverandi bankastjóra Glitnis, að miklu leyti til að fara yfir tölvupóstsamskipti í tengslum við lánveitingu Glitnis til félagsins FS38. Meðal annars var farið yfir póstsamskipti milli Lárusar og Jóns Ásgeirs vegna viðskiptanna. Meira »