Þorsteinn Ásgrímsson

Þorsteinn útskrifaðist með BA-próf í heimspeki, hagfræði og stjórnmálafræði frá Háskólanum á Bifröst 2007. Hann hefur starfað á mbl.is frá 2012. Þorsteinn er aðstoðarfréttastjóri mbl.is.

Yfirlit greina

Hefja framleiðslu á íslenskum hjólum

10.8. Fyrir rúmlega fimm árum hófu tveir vinir að hann nýjan hjólagafal undir merkjum Lauf með það að markmiði að gera léttasta hágæða gaffal í heimi. Nú er hins vegar komið að nýjum kafla í sögu fyrirtækisins, því í dag kynnir það og hefur sölu á fyrsta hjólinu sem kemur á markað undir merkjum Lauf. Meira »

Fjallshlíð hleypur fram á Fjallabaki

11.7. Á fáförnum stað á Fjallabaki á sér nú stað stærðarinnar berghlaup þar sem heil fjallshlíð skríður fram og stórar bergfyllingar falla niður. Árni B. Stefánsson gekk um þessar slóðir um helgina ásamt gönguhóp og segir að magnað hafi verið að fylgjast með kröftum náttúrunnar þarna. Meira »

Mæta viljandi vanbúin á hálendið

7.7. Á næstu dögum nær umferð um Laugaveg hámarki þegar bæði innlendir og erlendir ferðamenn ganga frá Landamannalaugum niður í Þórsmörk eða öfuga leið. Þótt lang flestir göngumenn séu vel útbúnir með réttan búnað, mat og fatnað, þá eru alltaf nokkrir sem mæta vanbúnir og það jafnvel viljandi. Meira »

Ekki meira byggt í áratugi

4.7. Með hækkandi fasteignaverði er aftur byrjað að byggja íbúðarhús á Sauðárkróki, en slíkt hefur legið niðri síðan frá því fyrir hrun. Í fyrra var lóðum úthlutað syðst í Túnahverfinu og fóru þær allar, um 20 talsins. Í fyrra hófu tveir eigendur að byggja á lóðunum en í ár fór hrinan af stað. Meira »

Segir Icelandair vanta flugmenn í vetur

30.6. Miðað við flugáætlun Icelandair og uppsagnir 115 flugmanna sem greint var frá nýlega verður ekki nóg af flugmönnum hjá félaginu til að sinna flugi í vetur. Þetta segir Örnólfur Jónsson, formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna, en félagið gerir sjálft áhafnaútreikninga miðað við flugáætlun. Meira »

Hættir í mjólkinni og ætlar í guðfræði

13.6. Ólafur Magnússon hefur á 12 árum byggt upp tvö fyrirtæki í mjólkuriðnaði, Mjólku og KÚ. Nú hefur hann selt reksturinn og stefnir á ný mið. Í samtali við mbl.is fer hann yfir ferilinn, gagnrýnir afstöðu MS og segir áhyggjuefni að samþjöppun á smásölumarkaði sé talin eðlileg til að mæta komu Costco. Meira »

Verðmat sumarbústaða hækkar um 38,7%

2.6. Fasteignamat sumarbústaða á landinu hækkaði um 38,7% í nýju mati sem kynnt var í dag, en ástæða þessarar miklu hækkunar er ný matsaðferð. Algeng hækkun er um 40% en mikill fjöldi hækkar um 40-100% og þó nokkur dæmi um sumarhús sem hækka þrefalt, eða um yfir 200%. Meira »

Snældurnar tækifæri en ekki ógn

29.5. Þegar skólar banna hluti sem börn hafa áhuga á verður til gjá á milli nemenda og skólans og þá er nærtækara að nota áhugann til kennslu. Svokallaðar snældur eru ekki ógn heldur tækifæri til að nýta áhuga nemenda til kennslu. Þetta segir Ingvi Hrannar Ómarsson, sem starfar við skólaþróun. Meira »

Gæti hlaupið á næstu dögum eða vikum

12.7. „Af myndunum að dæma gæti þetta hlaupið fljótlega og ég væri ekki hissa ef þetta myndi hlaupa fram á næstu dögum eða vikum.“ Þetta segir Jón Kristinn Helgason hjá ofanflóðadeild Veðurstofu Íslands, en í gær birti mbl.is myndir frá miklu berghlaupi frá Litlahöfða á Fjallabaki. Meira »

Nýbreytni í merkingum á Laugavegi

8.7. Með uppsetningu nýrra vegvísa við Laugaveginn á Fjallabaki hefur Ferðafélag Íslands bryddað upp á þeirri nýbreytni að skera stafi og aðrar upplýsingar í gegnum málmplötu í stað þess að skrifa stafina á plötur. Með þessu eiga upplýsingar að vera sýnilegri og standast betur veður og vind. Meira »

„Maður hættir ekki að hjóla“

5.7. Á laugardaginn fer fram hjólakeppnin Kia Gullhringurinn í sjötta skiptið, en í ár verður kanadíski hjólakappinn Ryder Hesjedal meðal keppenda. Ferilskrá hans í hjólreiðunum er nokkuð tilkomumikil en hann hefur meðal annars unnið eina stærstu hjólakeppni heims, Giro d‘Italia, árið 2012. Meira »

Fyrstu íbúðirnar í meira en áratug

3.7. Eftir um 10 ára stopp í uppbyggingu íbúðahúsnæðis í Grundarfirði eru nú hafnar framkvæmdir á nokkrum lóðum og fleiri lóðum verið úthlutað til uppbyggingar. Bæjarstjóri segir að í nokkurn tíma hafi verið skortur á húsnæði, en það helgast meðal annars af góðu atvinnuástandi og vaxandi ferðaþjónustu. Meira »

Mosaviðgerðir heppnuðust mjög vel

28.6. Viðgerðir á skemmdarverkum í mosanum í Litlu-Svínahlíð við Nesjavelli lauk núna í vikunni og lítur út fyrir að þær hafi tekist mjög vel. Magnea Magnúsdóttir, umhverfis- og landgræðslustjóri Orku náttúrunnar, fór fyrir átta manna hópi sem fór til að laga skemmdirnar. Meira »

Meirihluti nýrra íbúða við borgarlínu

8.6. Fram til ársins 2040 er gert ráð fyrir að 66% af allri íbúðauppbyggingu á höfuðborgarsvæðinu verði í 400-600 metra radíus frá nýrri borgarlínu sem stefnt er að því að byggja. Auka þarf nýtingarhlutfall á svæðunum mikið og verða kröfur um bílastæði minnkaðar. Meira »

„Man ekki eftir svona mikilli hækkun“

2.6. Fasteignamat íbúðahúsnæðis á Húsavík hækkar um 42,2% fyrir árið 2018 samkvæmt nýju fasteignamati Þjóðskrár Íslands sem birt var í dag. Ingi Finnsson, sviðstjóri mats- og hagsviðs stofnunarinnar, segir að um sé að ræða raunhækkun verðs á svæðinu og að svona mikill hækkun sé einstök. Meira »

„Það var gríðarleg skelfing og öskur“

22.5. „Ég hugsaði bara að grípa í dóttur mína, 11 ára, og hlaupa í burtu. Hljóp út og yfir handriðið og út á einhverja götu.“ Þetta segir Linda Björk Hafþórsdóttir sem var stödd á tónleikum Ariana Grande í Manchester Arena í kvöld þar sem sprengja sprakk. Meira »