Þorsteinn Ásgrímsson

Þorsteinn útskrifaðist með BA-próf í heimspeki, hagfræði og stjórnmálafræði frá Háskólanum á Bifröst 2007. Hann hefur starfað á mbl.is frá 2012.

Yfirlit greina

„Óvíða jafntignarlegt víðerni“

16.7. Á ferð um gamla þjóðleið á grónum svæðum uppi á hálendi í skjóli Langjökuls með viðkomu í elsta skála Ferðafélags Íslands og í góðu náttúrubaði á Hveravöllum. Þetta er lýsing á einni af fjölmörgum áhugaverðum gönguleiðum um hálendið. Meira »

Íslenskt hugvit komið í meistaraflokk

11.7. Íslenska hugvits- og framleiðslufyrirtækið Lauf forks var nýlega tilnefnt til verðlauna á hjólasýningunni Interbike, en það er önnur af tveimur stærstu hjólasýningum heims ásamt Eurobike. Sýningin er viðskiptasýning þar sem allir stærstu hjólaframleiðendur heims flykkjast á. Meira »

Rýnt í skattalistann

30.6. Af tuttugu hæstu gjaldendum ársins í ár eru aðeins fjórar konur. Það er þrátt fyrir allt aukning frá því í fyrra, en þá voru aðeins þrjár konur á lista yfir hæstu gjaldendur. Aðeins tveir á listanum eru búsettir utan höfuðborgarsvæðisins, en í fyrra voru þeir sjö talsins. Meira »

Ekki alltaf tryggðir í hjólakeppnum

14.6. Hvernig er tryggingamálum háttað við hjólaæfingar og í keppni? Líklega gera margir sér ekki grein fyrir að þeir geta verið ótryggðir þegar kemur að slysatryggingu og tryggingu fyrir hjólið sjálft. mbl.is skoðaði tryggingaskilmála sem gilda um keppnir eins og WOW Cyclothon sem haldin er í vikunni. Meira »

Mínútuspursmál – var við það að deyja

14.6. Það var aðeins mínútuspursmál að maður sem stunginn var við Sæmundargötu í Reykjavík í mars létist ekki og honum til happs að þessa nótt voru skurðstofu- og svæfingarteymi þegar á spítalanum að gera sig tilbúin fyrir aðra skurðaðgerð. Meira »

„Það er lyf fyrir mig að hjóla“

10.6. Á sunnudaginn mun Snorri Már Snorrason hefja árlega hálfs mánaðar hjólaferð sína sem hann kallar skemmtiferðina. Ætlar hann að hjóla frá Blönduósi til Egilsstaða, um Sauðárkrók, Siglufjörð, Dalvík, Húsavík, Sléttu og Vopnafjörð. Undanfarin 12 ár hefur hann þjáðst af Parkinsons-sjúkdóminum. Meira »

Aukinn áhugi á stærri eignum

9.6. Aukinn áhugi er á sérbýlum og ljóst er að fólk hefur nú meiri fjárráð til að fjárfesta í dýrari eignum. Þetta veldur því að verð á sérbýlum mun áfram hækka á komandi misserum, jafnvel þótt stór hópur eldra fólks sé að horfa til hreyfingar eftir talsvert litla hreyfingu á þessum markaði frá hruni. Meira »

LÍN-frumvarp: Áhrif á lántaka

2.6. Á mánudaginn lagði Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra fram nýtt frumvarp um heildarendurskoðun á lögum um LÍN. Nemendur fá námsstyrk en vextir hækka. Hvað þýðir þetta fyrir nemendur? mbl.is kafaði í málið og skoðaði hvaða áhrif breytingin mun hafa fyrir útgreiðslu og endurgreiðslu lána. Meira »

Landeigendur fái eitthvað í sinn hlut

12.7. Landeigendur að Víðgelm­i í Hall­mund­ar­hrauni í Borg­ar­f­irði kynntu í vor uppbyggingaráform sín varðandi hellinn fyrir byggðarráði Borgarbyggðar og þar voru engar athugasemdir gerðar við að byggð væri upp þjónusta á svæðinu sem tekin væri greiðsla fyrir. Meira »

450–700 íbúða hverfi í Garðabæ

11.7. Arkitektastofan Batteríið, landslagsarkitektastofan Landslag og verkfræðistofan Mannvit sigruðu nýlega í samkeppni um nýtt rammaskipulag Lyngássvæðisins í Garðabæ, en þar er gert ráð fyrir um 450 til 700 íbúðaeiningum og um 1.000 til 1.600 íbúum. Meira »

Kaupþingsmál í Hæstarétti í haust

27.6. Markaðsmisnotkunarmál Kaupþings verður dómtekið í Hæstarétti 9. september næstkomandi, en dómur í héraðsdómi var kveðinn upp í málinu fyrir einu ári og einum degi. Voru þá sjö fyrrverandi starfsmenn bankans fundnir sekir um markaðsmisnotkun og umboðssvik. Meira »

Fer fram á fimm ára fangelsi

14.6. Saksóknari í máli þar sem karlmaður er ákærður fyrir tilraun til manndráps við Sæmundargötu í mars á þessu ári fór fram á að hann yrði dæmdur í fimm ára fangelsi. Sagði saksóknari að það lægi fyrir maðurinn hafi verið brotaþola mjög reiður, en að slíkt afsakaði ekki árásina. Meira »

Rétt sluppu við táragas í Marseille

12.6. Tómas Nielsen var ásamt fjölskyldu sinni í Marseille í gær þar sem mikil átök áttu sér stað milli stuðningsmanna Englands og Rússlands. Þegar þeir voru staddir í miðborg borgarinnar fyrir leikinn rétt sluppu þeir við stóran hóp rússneskra bulla sem franska lögreglan svældi í burtu með táragasi. Meira »

Gríðarlegur léttir eftir 11 ára baráttu

9.6. Dómur Hæstaréttar um að ríkinu beri að loka NA-SV-flugbrautinni á Reykjavíkurflugvelli er gríðarlegur léttir. „Þetta er búið að vera 11 ára barátta og nú ætti ekki að vera neitt í veginum fyrir því að uppbygging í Vatnsmýrinni hefjist.“ Þetta segir Brynjar Harðarson, formaður Valsmanna hf. Meira »

Mál gegn lögreglumanni fellt niður

8.6. Héraðssaksóknari hefur fellt niður mál lögreglumanns sem sakaður var um óeðlileg samskipti við brotamenn. Lögreglumaðurinn var leystur frá störfum um miðjan janúarmánuð vegna málsins, en hann hafði áður verið fluttur til í starfi innan lögreglunnar vegna ásakana um samskipti hans við brotamenn. Meira »

Miðbær númer tvö á höfuðborgarsvæðinu

31.5. Um næstu áramót verður hafist handa við nýtt 620 íbúða hverfi fyrir sunnan Smáralindina. Hefur verkefnið fengið heitið 201 Smári. Ingvi Jónasson hjá Klasa ehf, sem er þróunaraðili verkefnisins, segir að hugmyndin sé að gera nýtt miðsvæði sem verði í raun miðbær númer tvö á höfuðborgarsvæðinu. Meira »