Þorsteinn Ásgrímsson

Þorsteinn útskrifaðist með BA-próf í heimspeki, hagfræði og stjórnmálafræði frá Háskólanum á Bifröst 2007. Hann hefur starfað á mbl.is frá 2012.

Yfirlit greina

Þreföldun íbúðafjölda í nýrri Vogabyggð

í fyrradag Fjölga á íbúðum á aðalskipulagi í Vogabygg í Reykjavík úr 400 í 1.300 samkvæmt nýrri auglýsingu Reykjavíkurborgar. Gert er ráð fyrir að breytingum á húsa- og gatnafyrirkomulagi. Reisa á skóla, göngubrú og nýtt torg og hafa um fjórðung íbúða leigu­íbúðir, stúd­enta- og bú­setu­rétta­r­í­búðir. Meira »

Fullyrðingar um opnun landamæra rangar

16.8. Hópur fólks mætti fyrir utan Alþingishúsið í gær til að mótmæla nýjum útlendingalögum sem taka gildi næstu áramót. Ýmsar fullyrðingar flugu þar, m.a. um landamæri Íslands og óheftan aðgang að landinu. mbl.is skoðaði þessar fullyrðingar og hvað felst í nýju löggjöfinni. Meira »

Reiðhjólastandar spretta upp

14.8. Síðasta sumar var fyrsti viðgerðastandurinn fyrir reiðhjól sem ætlaður er fyrir almenning settur niður hér á landi, en það var Akureyri sem reið á vaðið. Síðan þá eru standar á höfuðborgarsvæðinu orðnir sex talsins og fimm aðrir eru væntanlegir í næstu viku. mbl.is skoðaði staðsetningu standanna. Meira »

„Óvíða jafntignarlegt víðerni“

16.7. Á ferð um gamla þjóðleið á grónum svæðum uppi á hálendi í skjóli Langjökuls með viðkomu í elsta skála Ferðafélags Íslands og í góðu náttúrubaði á Hveravöllum. Þetta er lýsing á einni af fjölmörgum áhugaverðum gönguleiðum um hálendið. Meira »

Íslenskt hugvit komið í meistaraflokk

11.7. Íslenska hugvits- og framleiðslufyrirtækið Lauf forks var nýlega tilnefnt til verðlauna á hjólasýningunni Interbike, en það er önnur af tveimur stærstu hjólasýningum heims ásamt Eurobike. Sýningin er viðskiptasýning þar sem allir stærstu hjólaframleiðendur heims flykkjast á. Meira »

Rýnt í skattalistann

30.6. Af tuttugu hæstu gjaldendum ársins í ár eru aðeins fjórar konur. Það er þrátt fyrir allt aukning frá því í fyrra, en þá voru aðeins þrjár konur á lista yfir hæstu gjaldendur. Aðeins tveir á listanum eru búsettir utan höfuðborgarsvæðisins, en í fyrra voru þeir sjö talsins. Meira »

Ekki alltaf tryggðir í hjólakeppnum

14.6. Hvernig er tryggingamálum háttað við hjólaæfingar og í keppni? Líklega gera margir sér ekki grein fyrir að þeir geta verið ótryggðir þegar kemur að slysatryggingu og tryggingu fyrir hjólið sjálft. mbl.is skoðaði tryggingaskilmála sem gilda um keppnir eins og WOW Cyclothon sem haldin er í vikunni. Meira »

Mínútuspursmál – var við það að deyja

14.6. Það var aðeins mínútuspursmál að maður sem stunginn var við Sæmundargötu í Reykjavík í mars létist ekki og honum til happs að þessa nótt voru skurðstofu- og svæfingarteymi þegar á spítalanum að gera sig tilbúin fyrir aðra skurðaðgerð. Meira »

„Fyrsta fasteign“ í hnotskurn

18.8. Á mánudaginn kynnti ríkisstjórnin nýtt úrræði fyrir ungt fólk sem á að auðvelda því að kaupa sínu fyrstu fasteign. Nota á viðbótarlífeyrissparnað til að spara fyrir útborgun, lækka lán eða greiðslubyrði. mbl.is skoðaði hvernig leiðirnar koma út og hversu langt þær ná upp í útborgun fyrir fasteign. Meira »

Hvað eru þessi stofnframlög?

15.8. Formenn stjórnarflokkanna munu eftir hádegi í dag kynna ný úrræði ríkisstjórnarinnar til aðstoðar nýjum kaupendum á húsnæðismarkaði. Komið hefur fram að koma eigi „myndarlega til móts við fyrstu kaupendur,“ og að breyta eigi Íbúðalánasjóði (ÍLS) þannig að hann sjái um svokölluð stofnframlög. Meira »

Hreiðar Már kærir héraðssaksóknara

7.8. Fyrr á þessu ári lagði Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings banka, fram kæru á hendur embætti sérstaks saksóknara til ríkissaksóknara. Óskað var eftir rannsókn á að gögn sem lutu að sakarefni í Chesterfield-málinu, sem einnig er þekkt sem CLN-málið, hafi ekki ratað í gögn málsins. Meira »

Landeigendur fái eitthvað í sinn hlut

12.7. Landeigendur að Víðgelm­i í Hall­mund­ar­hrauni í Borg­ar­f­irði kynntu í vor uppbyggingaráform sín varðandi hellinn fyrir byggðarráði Borgarbyggðar og þar voru engar athugasemdir gerðar við að byggð væri upp þjónusta á svæðinu sem tekin væri greiðsla fyrir. Meira »

450–700 íbúða hverfi í Garðabæ

11.7. Arkitektastofan Batteríið, landslagsarkitektastofan Landslag og verkfræðistofan Mannvit sigruðu nýlega í samkeppni um nýtt rammaskipulag Lyngássvæðisins í Garðabæ, en þar er gert ráð fyrir um 450 til 700 íbúðaeiningum og um 1.000 til 1.600 íbúum. Meira »

Kaupþingsmál í Hæstarétti í haust

27.6. Markaðsmisnotkunarmál Kaupþings verður dómtekið í Hæstarétti 9. september næstkomandi, en dómur í héraðsdómi var kveðinn upp í málinu fyrir einu ári og einum degi. Voru þá sjö fyrrverandi starfsmenn bankans fundnir sekir um markaðsmisnotkun og umboðssvik. Meira »

Fer fram á fimm ára fangelsi

14.6. Saksóknari í máli þar sem karlmaður er ákærður fyrir tilraun til manndráps við Sæmundargötu í mars á þessu ári fór fram á að hann yrði dæmdur í fimm ára fangelsi. Sagði saksóknari að það lægi fyrir maðurinn hafi verið brotaþola mjög reiður, en að slíkt afsakaði ekki árásina. Meira »

Rétt sluppu við táragas í Marseille

12.6. Tómas Nielsen var ásamt fjölskyldu sinni í Marseille í gær þar sem mikil átök áttu sér stað milli stuðningsmanna Englands og Rússlands. Þegar þeir voru staddir í miðborg borgarinnar fyrir leikinn rétt sluppu þeir við stóran hóp rússneskra bulla sem franska lögreglan svældi í burtu með táragasi. Meira »