Þorsteinn Ásgrímsson

Þorsteinn útskrifaðist með BA-próf í heimspeki, hagfræði og stjórnmálafræði frá Háskólanum á Bifröst 2007. Hann hefur starfað á mbl.is frá 2012. Fyrstu árin skrifaði Þorsteinn um viðskipti og efnahagsmál, en frá 2016 var hann á almennri fréttadeild. Hann hefur meðal annars skrifað um dómsmál og skipulagsmál. Aðstoðarfréttastjóri mbl.is frá 2016.

Yfirlit greina

Áfall í ferðaþjónustu vel viðráðanlegt

Í gær, 13:11 Í núverandi ástandi í efnahagslífi Íslands er ekki að finna atriði sem talin eru valda umtalsverðri kerfisáhættu. Aftur á móti eru bæði ferðaþjónustan og fasteignamarkaðurinn áhættuþættir sem Seðlabankinn fylgist með og hafa þarf gætur á í framtíðinni til að fyrirbyggja kerfisáhættu. Meira »

„Nú sjáum við ljósið“

5.10. Þrátt fyrir að lánardrottnar Reykjanesbæjar hafi ekki samþykkt niðurfærslu skulda eins og hafði meðal annars verið lagt upp með þegar viðræður við kröfuhafa hófust fyrir um þremur árum síðan, þá segir bæjarstjóri Reykjanesbæjar að niðurstaðan nú sé vel ásættanleg fyrir báða aðila. Meira »

Mjótt á munum seinni keppnisdag

10.9. Seinni keppnisdagur Tour of Reykjavík-götuhjólakeppninnar, sem fram fer í Reykjavík og nágrenni borgarinnar um helgina, hefst klukkan 8:00 frá Laugardal. Talsverð spenna er í bæði karla- og kvennaflokki sem og í liðakeppni kvenna, en sameiginlegur tími beggja daga gildir í heildarkeppninni. Meira »

Meðal þeirra bestu í ofurhlaupum

2.9. Í apríl fór ofurhlauparinn Þorbergur Ingi Jónsson í aðgerð á nára og segist ekki hafa náð að æfa eins og hann vildi eftir það. Engu að síður sigraði hann í Laugavegshlaupinu fyrr í sumar og í gær endaði hann í sjötta sæti í einu sterkasta ofurhlaupi ársins. Meira »

Skoða opnun fleiri verslana á Íslandi

26.8. Forsvarsmenn H&M ætla í framhaldi af opnun tveggja verslana undir merkjum H&M hér á landi í dag og í september að skoða möguleikann á að opna hér verslanir á borð við H&M Home, & Other stories, Cos, Monki og Arket. Þetta segir Karl-Johan Persson, forstjóri H&M samstæðunnar, í samtali við mbl.is. Meira »

Gæti hlaupið á næstu dögum eða vikum

12.7. „Af myndunum að dæma gæti þetta hlaupið fljótlega og ég væri ekki hissa ef þetta myndi hlaupa fram á næstu dögum eða vikum.“ Þetta segir Jón Kristinn Helgason hjá ofanflóðadeild Veðurstofu Íslands, en í gær birti mbl.is myndir frá miklu berghlaupi frá Litlahöfða á Fjallabaki. Meira »

Nýbreytni í merkingum á Laugavegi

8.7. Með uppsetningu nýrra vegvísa við Laugaveginn á Fjallabaki hefur Ferðafélag Íslands bryddað upp á þeirri nýbreytni að skera stafi og aðrar upplýsingar í gegnum málmplötu í stað þess að skrifa stafina á plötur. Með þessu eiga upplýsingar að vera sýnilegri og standast betur veður og vind. Meira »

„Maður hættir ekki að hjóla“

5.7. Á laugardaginn fer fram hjólakeppnin Kia Gullhringurinn í sjötta skiptið, en í ár verður kanadíski hjólakappinn Ryder Hesjedal meðal keppenda. Ferilskrá hans í hjólreiðunum er nokkuð tilkomumikil en hann hefur meðal annars unnið eina stærstu hjólakeppni heims, Giro d‘Italia, árið 2012. Meira »

Enginn séns og engin von hér á landi

16.10. „Eins mikið og mig langar að búa á Íslandi, ég elska Ísland og vil ekki fara frá mömmu sem er sjúklingur, þá erum við flutt til Danmerkur.“ Þetta sagði Guðný Ásta Tryggvadóttir, en hún var ein fjögurra kvenna sem fluttu erindi um upplifun sína af leigumarkaði á Húsnæðisþingi Íbúðalánasjóðs í dag. Meira »

„Ekki lengra gengið að sinni“

15.9. „Þetta er búið að vera ansi erfitt. Við upplifðum því miður fréttir í fjölmiðlum í kvöld, sérstaklega af dómsmálaráðherra, um að það hafi verið trúnaðarbrestur á milli stjórnarflokkanna.“ Þetta segir Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar. Meira »

Fáir góðir möguleikar í stöðunni

3.9. Þrátt fyrir hótanir Bandaríkjanna að þeir muni bregðast við allri hættu sem geti stafað frá Norður-Kóreu með „umfangsmiklum hernaði“ eru fáir góðir kostir í stöðunni til að fá þá til að slaka á eldflauga- og kjarnorkuvopnaáætlun sinni. Alþjóðlegar efnahagsþvinganir eru líklega besti kosturinn. Meira »

Asíuflugið sóknar- og varnarleikur

28.8. Helsta ógnin við íslenska ferðaþjónustu er aukin samkeppni í beinu flugi á milli Evrópu og Norður-Ameríku með langdrægari flugvélum. Þar með gæti Ísland misst stöðu sína sem tengistöð. Skúli Mogensen, forstjóri WOW, ræddi við mbl.is um stöðuna í dag og framtíðarhorfur í fluginu og ferðaþjónustu. Meira »

Hefja framleiðslu á íslenskum hjólum

10.8. Fyrir rúmlega fimm árum hófu tveir vinir að hann nýjan hjólagafal undir merkjum Lauf með það að markmiði að gera léttasta hágæða gaffal í heimi. Nú er hins vegar komið að nýjum kafla í sögu fyrirtækisins, því í dag kynnir það og hefur sölu á fyrsta hjólinu sem kemur á markað undir merkjum Lauf. Meira »

Fjallshlíð hleypur fram á Fjallabaki

11.7. Á fáförnum stað á Fjallabaki á sér nú stað stærðarinnar berghlaup þar sem heil fjallshlíð skríður fram og stórar bergfyllingar falla niður. Árni B. Stefánsson gekk um þessar slóðir um helgina ásamt gönguhóp og segir að magnað hafi verið að fylgjast með kröftum náttúrunnar þarna. Meira »

Mæta viljandi vanbúin á hálendið

7.7. Á næstu dögum nær umferð um Laugaveg hámarki þegar bæði innlendir og erlendir ferðamenn ganga frá Landamannalaugum niður í Þórsmörk eða öfuga leið. Þótt lang flestir göngumenn séu vel útbúnir með réttan búnað, mat og fatnað, þá eru alltaf nokkrir sem mæta vanbúnir og það jafnvel viljandi. Meira »

Ekki meira byggt í áratugi

4.7. Með hækkandi fasteignaverði er aftur byrjað að byggja íbúðarhús á Sauðárkróki, en slíkt hefur legið niðri síðan frá því fyrir hrun. Í fyrra var lóðum úthlutað syðst í Túnahverfinu og fóru þær allar, um 20 talsins. Í fyrra hófu tveir eigendur að byggja á lóðunum en í ár fór hrinan af stað. Meira »