Þorsteinn Ásgrímsson

Þorsteinn útskrifaðist með BA-próf í heimspeki, hagfræði og stjórnmálafræði frá Háskólanum á Bifröst 2007. Hann hefur starfað á mbl.is frá 2012. Þorsteinn er aðstoðarfréttastjóri mbl.is.

Yfirlit greina

Hættir í mjólkinni og ætlar í guðfræði

13.6. Ólafur Magnússon hefur á 12 árum byggt upp tvö fyrirtæki í mjólkuriðnaði, Mjólku og KÚ. Nú hefur hann selt reksturinn og stefnir á ný mið. Í samtali við mbl.is fer hann yfir ferilinn, gagnrýnir afstöðu MS og segir áhyggjuefni að samþjöppun á smásölumarkaði sé talin eðlileg til að mæta komu Costco. Meira »

Verðmat sumarbústaða hækkar um 38,7%

2.6. Fasteignamat sumarbústaða á landinu hækkaði um 38,7% í nýju mati sem kynnt var í dag, en ástæða þessarar miklu hækkunar er ný matsaðferð. Algeng hækkun er um 40% en mikill fjöldi hækkar um 40-100% og þó nokkur dæmi um sumarhús sem hækka þrefalt, eða um yfir 200%. Meira »

Snældurnar tækifæri en ekki ógn

29.5. Þegar skólar banna hluti sem börn hafa áhuga á verður til gjá á milli nemenda og skólans og þá er nærtækara að nota áhugann til kennslu. Svokallaðar snældur eru ekki ógn heldur tækifæri til að nýta áhuga nemenda til kennslu. Þetta segir Ingvi Hrannar Ómarsson, sem starfar við skólaþróun. Meira »

Stökk á tækifærið og er nú atvinnumaður

16.5. Fyrir tveimur árum flutti fjallahjólamaðurinn Ingvar Ómarsson til meginlands Evrópu til að eiga betri möguleika á að bæta sig og þróa sig áfram í íþróttinni, sem enn er meðal jaðaríþrótta hér á landi. Í dag er hann atvinnumaður í greininni og tekur þátt í tugum keppna í Evrópu á hverju ári. Meira »

„Óumdeilt að endurheimt votlendis gagnast“

5.5. Í nýundirritaðri samstarfsyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um aðgerðir í loftslagsmálum er nokkur áhersla lögð á áhrif af endurheimts lands og snúa við framræslu votlendis síðustu áratugina. Slíkar aðgerðir hafa þó verið umdeildar og áhrif þeirra á að binda kolefni sögð skorta vísindalegar sannanir. Meira »

Íslendingur á alþjóðlegri hjólamótaröð

28.4. Götuhjólreiðamaðurinn Anton Örn Elfarsson keppir þessa stundina á alþjóðlega hjólamóti í Danmörku, en um er að ræða þrjá aðskyldar keppnir frá föstudegi til sunnudags þar sem hjólað er um 200 kílómetra dagleiðir. Mótin eru hluti af UCI mótaröð sem veitir stig á alþjóðagrundvelli. Meira »

Níu í fullri vinnu við málþóf

27.4. Fundartími Alþingis er tæplega 50% lengri heldur en í nágrannalöndum okkar þó afgreiðsla þingmála sé svipað mikil. Í einföldu máli má því segja að málþóf taki um þriðjung af fundartíma Alþingis. Meira »

Opnar 2.500 fm trampólíngarð í haust

13.4. Í haust er stefnt að því að opna svokallaðan trampólíngarð hér á landi, en á bak við verkefnið stendur einn stærsti trampólínframleiðandi í heimi ásamt Torfa Jóhannssyni sem heillaðist af hugmyndinni fyrir um tveimur árum og hefur síðan unnið að því að koma henni á laggirnar hér á landi. Meira »

Meirihluti nýrra íbúða við borgarlínu

8.6. Fram til ársins 2040 er gert ráð fyrir að 66% af allri íbúðauppbyggingu á höfuðborgarsvæðinu verði í 400-600 metra radíus frá nýrri borgarlínu sem stefnt er að því að byggja. Auka þarf nýtingarhlutfall á svæðunum mikið og verða kröfur um bílastæði minnkaðar. Meira »

„Man ekki eftir svona mikilli hækkun“

2.6. Fasteignamat íbúðahúsnæðis á Húsavík hækkar um 42,2% fyrir árið 2018 samkvæmt nýju fasteignamati Þjóðskrár Íslands sem birt var í dag. Ingi Finnsson, sviðstjóri mats- og hagsviðs stofnunarinnar, segir að um sé að ræða raunhækkun verðs á svæðinu og að svona mikill hækkun sé einstök. Meira »

„Það var gríðarleg skelfing og öskur“

22.5. „Ég hugsaði bara að grípa í dóttur mína, 11 ára, og hlaupa í burtu. Hljóp út og yfir handriðið og út á einhverja götu.“ Þetta segir Linda Björk Hafþórsdóttir sem var stödd á tónleikum Ariana Grande í Manchester Arena í kvöld þar sem sprengja sprakk. Meira »

Segir andstæðing Gunnars öflugan

12.5. Þrátt fyrir að næsti andstæðingur Gunnars Nelson sé fyrir neðan hann á styrkleikalista UFC segir Haraldur Dean Nelson, faðir Gunnars, að hann sé sterkur bardagamaður með flotta ferilskrá í blönduðum bardagaíþróttum, sé nú á góðri siglingu í UFC og sé bæði sterkur standandi og í gólfinu. Meira »

„Snýst um að koma þessu upp í Hæstarétt“

3.5. Verjendur ákærðra í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis fóru í dag fram á að saksóknari myndi afhenda 10 skjöl sem vörnin telur mikilvæg fyrir rekstur málsins fyrir héraðsdómi. Meira »

Verklagið skilar sér í verri lögum

27.4. Því skemmri tíma sem lagafrumvarp er í þingnefnd og því hærra málanúmer sem það fær í þinginu þeim mun meiri líkur eru á að frumvarpið verði að lögum. Þetta er meðal annars vegna þess að mikill hluti lagafrumvarpa er drifinn í gegnum þingið á aðeins nokkrum lokadögum þess. Meira »

1 milljón óskráðar gistinætur í fyrra

17.4. Seldar gistinætur í fyrra voru ríflega 8,8 milljónir, en þar eru meðtaldar rúmlega 1 milljón óskráðar gistinætur sem voru seldar í gegnum Airbnb og sambærilegar vefsíður. Seldum gistinóttum hjá skráðum gististöðum fjölgaði um 20,1% milli ára og fór úr 6,47 milljónum upp í 7,81 milljónir milli ára. Meira »

Framboðið var vantraust á forystu ASÍ

14.3. Nýr formaður VR segir framboð sitt hafa verið vantraustsyfirlýsingu á forystu ASÍ og félagsmenn VR hafi sent skýr skilaboð með kosningunni að þeir væru honum sammála. Hann segir ekki ríkja traust í samfélaginu að byggja upp norrænt samningamódel á vinnumarkaðinum. Meira »