Þorsteinn Ásgrímsson

Þorsteinn útskrifaðist með BA-próf í heimspeki, hagfræði og stjórnmálafræði frá Háskólanum á Bifröst 2007. Hann hefur starfað á mbl.is frá 2012. Þorsteinn er aðstoðarfréttastjóri mbl.is.

Yfirlit greina

Ákvörðun um sæstreng fyrir næsta ár

09:39 Með uppfærslu núverandi raforkuvirkjana og með hagræðingu sem hægt er að ná fram í dreifikerfinu verður hægt að fá um 2/3 til ¾ hluta þess rafmagns sem þarf í 1,2 GW sæstreng milli Bretlands og Íslands. Ákvörðun um framkvæmdina þarf að liggja fyrir ekki síðar en á næsta ári. Meira »

Verður Marple-málið sent aftur í hérað?

8.2. Á morgun er Marple-málið svokallaða á dagskrá Hæstaréttar Íslands. Ekki er þó um að ræða eiginlega málsmeðferð þess fyrir dómstólnum, heldur verður einungis tekist á um eina málsástæðu, það er meint vanhæfi sérfróðs meðdómara málsins. Meira »

Orkuöryggi í hættu eftir 2020 án aðgerða

6.2. Haldi vöxtur raforkunotkunar áfram hér á landi á næstu árum án þess að fjárfest verði í frekari orkuframleiðslu munu Íslendingar standa frammi fyrir mögulegum vanda varðandi orkuöryggi á komandi árum. Þetta kemur fram í skýrslu sem unnin var af sérfræðingum frá háskólastofnunum MIT og IIT Comillas. Meira »

Býr til sína eigin múmínbolla

29.1. Múmínbollar og aðrar vörur tengdar múmínálfunum hafa undanfarin ár notið gífurlegra vinsælda hér á landi og víða um heim. Helga Nielsen gekk þó skrefinu lengra en að fara að safna slíkum bollum og málaði sína eigin bolla, sem barnabörn hennar og aðrir ættingjar hafa fengið að njóta undanfarin ár. Meira »

Líta mögulegan fund jákvæðum augum

14.1. Engar formlegar beiðnir eða erindi hafa borist íslenskum stjórnvöldum frá yfirvöldum í Bandaríkjunum eða Rússlandi varðandi mögulegan leiðtogafund Donald Trumps, verðandi forseta Bandaríkjanna, og Vladimir Putin Rússlandsforseta. Meira »

Verulega frábrugðið öðrum málum

11.1. Ekki er hægt að líkja SPRON-málinu svokallaða við önnur hrunmál þar sem bæði tilurð lánveitingarinnar sem ákært er fyrir og meint lánsáhætta eru allt annars eðlis en í þeim málum sem hefur verið sakfellt í hingað til. Þetta kom fram í málflutningi verjenda fyrir Hæstarétti í dag. Meira »

Novator fjárfestir í hjólaleiknum Zwift

28.12. Novator partners fjárfesti nýlega í fyrirtækinu Zwift sem gefur út samnefndan hjólatölvuleik. Fyrirtækið er leiðandi í þróun á tölvuumhverfi fyrir notendur hjólaþjálfara, eða innanhúsbúnaði fyrir hjólreiðar. Eigendur eru þeir Birgir Már Ragnarsson, Björgólfur Thor Björgólfsson og Andri Sveinsson. Meira »

Saksókn ólíkleg í erfðamálum

14.12. Afar ólíklegt er að farið yrði af stað með sakamál og refsimeðferð gegn erfingjum ef þeir gerðu grein fyrir fjármunum erlendis sem hefðu komið í þeirra hlut, en ekki hafi verið greiddur af skattur áður fyrr. Þetta segir Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri. Meira »

Fjármálastefnan í takt við grunngildi

10.2. Fjármálaráð kynnti í dag sitt fyrsta álit við fjármálastefnu nýrrar ríkisstjórnar, en skipað var í ráðið í fyrra í samræmi við ný lög um opinber fjármál. Megin niðurstaða ráðsins er að fjármálastefnan eins og hún er lögð fram fylgi grunngildunum um stefnumörkun í opinberum fjármálum. Meira »

„Við erum komin að mörkunum“

6.2. Guðni A. Jóhannesson orkumálastjóri segir að komið sé að mörkunum varðandi raforkukerfið hér á landi og orkuöryggi. Staðan núna sé sú að ekki fáist einu sinni tilboð frá raforkuframleiðendum þegar boðið sé út svokallað tap í raforkuflutningi, en um sé að ræða 40 megavött sem tapist hjá Landsneti. Meira »

Tengjast beint og óbeint 270 félögum

2.2. Þeir einstaklingar hér á landi sem tengjast flestum félögum í gegnum beint eignarhald eða í gegnum eignarhald í móðurfélögum tengjast um 270 félögum. Sá einstaklingur sem á 10% eða meira í flestum félögum á í 43 félögum hér á landi. Þetta er meðal þess sem hægt er að sjá í gögnum Creditinfo. Meira »

Standa frammi fyrir 1.000 bita púsli

16.1. Lögreglan er áfram á fullu að greina gögn og feta sig áfram í gegnum þær mögulegu vísbendingar sem hafa borist um hvarf Birnu Brjánsdóttur, sem ekki hefur sést síðan aðfaranótt laugardags. Þetta segir Ágúst Svansson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni og yfirmaður leitar og björgunar. Meira »

„Vona að það skapist friður“

14.1. „Ég tók þá ákvörðun að rétt væri að leyfa forystunni að endurnýja umboð sitt.“ Þetta segir Bragi Björnsson, skátahöfðingi BÍS, sem tilkynnti á fé­lags­for­ingja­fundi skáta í dag að hann myndi segja af sér þrátt fyrir að hafa aðeins setið í eitt ár af þremur sem hann var kosinn til. Meira »

Nýtt 300 herbergja hótel

5.1. Stefnt er að því að á þessu ári hefjist framkvæmdir við nýtt fjögurra stjörnu 300 herbergja hótel á horni Suðurlandsbrautar og Grensásvegar, en það yrði stærsta hótel landsins í fermetrum talið og næststærsta hótel landsins í herbergjum talið. Gert er ráð fyrir að hótelið opni fyrir sumarið 2019. Meira »

Hjóla frá Kaupmannahöfn til Parísar

25.12. Í júlí á næsta ári ætla um 34 íslenskir hjólarar að taka þátt í Rynkeby hjólamótinu þar sem hjólað er 1.300 kílómetra frá Kaupmannahöfn í Danmörku til Parísar í Frakklandi á átta dögum. Þetta er í fyrsta skiptið sem íslensk lið tekur þátt í mótinu sem nú er haldið í 16. skipti. Meira »

Ekki mansal vegna frís fæðis og húsnæðis

12.12. Það má vera með fólk í vinnu á eigin heimili ef fólkinu er boðið frítt fæði og húsnæði, jafnvel þótt greiðslur fari til þriðja aðila. Þrátt fyrir augljósar vísbendingar sem bendi til mansals þá er þetta ekki mansal. Þetta er niðurstaða ákvörðunar saksóknara að ákæra ekki í meintu mansalsmáli í Vík. Meira »