Þorsteinn Ásgrímsson

Þorsteinn útskrifaðist með BA-próf í heimspeki, hagfræði og stjórnmálafræði frá Háskólanum á Bifröst 2007. Hann hefur starfað á mbl.is frá 2012. Fyrstu árin skrifaði Þorsteinn um viðskipti og efnahagsmál, en frá 2016 var hann á almennri fréttadeild. Hann hefur meðal annars skrifað um dómsmál og skipulagsmál. Aðstoðarfréttastjóri mbl.is frá 2016.

Yfirlit greina

Handsamaði og hlúir að máttförnum haferni

2.12. Síðustu fjórar vikur höfðu Snorri Rafnsson, sem þekktur er sem Vargurinn, og faðir hans fylgst með haferni í nágrenni Ólafsvíkur sem virtist heldur máttfarinn. Nokkrum sinnum hafði Snorri reynt að nálgast fuglinn en aldrei orðið ágengt fyrr en á fimmtudaginn þegar honum tókst að handsama fuglinn. Meira »

Segist áfram lofa endurgreiðslu

30.11. Á morgun er viðmiðunardagur Þjóðskrár til að meta trúfélagsskráningu fyrir næsta ár. Það þýðir að fjármunir sem fylgja hverjum félagsmanni í formi sóknargjalda ráðstafast á það trúfélag sem viðkomandi er skráður í. Fyrir tveimur árum var fóru margir yfir í trúfélagið Zuism sem lofaði endurgreiðslu. Meira »

Hvaða menntun mun vanta í framtíðinni?

8.11. Hvar eru tækifærin á atvinnumarkaði á komandi árum, hvar stöndum við þegar kemur að því að mennta fólk í þær atvinnugreinar sem hér eru stundaðar og hvers konar stefna ætti að vera í gildi varðandi mismunandi nám þegar horft er til þessara atriða? Þetta eru atriði sem nú er unnið að því að skoða. Meira »

Nota tölfræði beint í stefnumótun

20.10. Á hverju ári berast um 80 þúsund slysaskýrslur til Neytenda- og öryggisstofnunar Hollands. Markvisst hefur verið unnið úr þeim og tölfræði gerð aðgengileg sem leiðir til þess að auðveldara er að taka stefnumótandi ákvarðanir í slysavörnum, en slíkt getur reynst erfitt hér vegna skorts á tölfræði. Meira »

Áfram tekist á um dómara í Stím-máli

20.10. Héraðsdómur hafnaði í dag kröfu verjenda í Stím-málinu svokallaða um að Hrefna Sigríður Briem, sérfróður meðdómari í málinu myndi víkja. Áður hafði Hæstiréttur hafnað kröfu um að dómsformaðurinn Símon Sigvaldason myndi víkja. Verjendur í málinu ætla allir að kæra úrskurðinn. Meira »

Enginn séns og engin von hér á landi

16.10. „Eins mikið og mig langar að búa á Íslandi, ég elska Ísland og vil ekki fara frá mömmu sem er sjúklingur, þá erum við flutt til Danmerkur.“ Þetta sagði Guðný Ásta Tryggvadóttir, en hún var ein fjögurra kvenna sem fluttu erindi um upplifun sína af leigumarkaði á Húsnæðisþingi Íbúðalánasjóðs í dag. Meira »

„Ekki lengra gengið að sinni“

15.9. „Þetta er búið að vera ansi erfitt. Við upplifðum því miður fréttir í fjölmiðlum í kvöld, sérstaklega af dómsmálaráðherra, um að það hafi verið trúnaðarbrestur á milli stjórnarflokkanna.“ Þetta segir Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar. Meira »

Fáir góðir möguleikar í stöðunni

3.9. Þrátt fyrir hótanir Bandaríkjanna að þeir muni bregðast við allri hættu sem geti stafað frá Norður-Kóreu með „umfangsmiklum hernaði“ eru fáir góðir kostir í stöðunni til að fá þá til að slaka á eldflauga- og kjarnorkuvopnaáætlun sinni. Alþjóðlegar efnahagsþvinganir eru líklega besti kosturinn. Meira »

Auglýsa stöðu fréttaritstjóra Vodafone

1.12. Stjórnendur Vodafone og 365 héldu nú í morgun fund með starfsfólki 365 vegna kaupa Vodafone á stórum einingum 365 sem gengu í gegn í dag. Staða nýs fréttaritstjóra verður auglýst á næstunni hjá Vodafone og nýr fréttavefur Fréttablaðsins settur í loftið fljótlega. Meira »

400-600 nýjar íbúðir á Kringlureit

8.11. Heildarbyggingarmagn á Kringlureitnum gæti aukist um 150%, eða sem nemur 150 þúsund fermetrum, á komandi árum gangi áform eftir í tengslum við vinningstillögu fyrir svæðið sem kynnt var í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag. Meira »

Sýndarveruleikinn settur á ís hjá CCP

30.10. Íslenska tölvuleikjafyrirtækið CCP ætlar að setja þróun sýndarveruleikja á hilluna næstu 2-3 árin, loka starfstöð sinni í Atlanta og selja starfstöðina í Newcastle. Í heild munu breytingar fyrirtækisins hafa áhrif á um 100 starfsmenn fyrirtækisins af rúmlega 370, þar af um 30 hér á landi. Meira »

„Við getum gert allt betur“

20.10. Kostnaður við slys á Íslandi er árlega allt að 100 milljarðar. Þrátt fyrir það hefur lítið verið gert til að uppfæra Slysaskráningu Íslands í 20 ár og eru skráningar þar að mestu handvirkar. Því reynist erfitt að sækja gögn í kerfið og greina hvar sækja megi fram í slysavörnum til að fækka slysum. Meira »

Áfall í ferðaþjónustu vel viðráðanlegt

18.10. Í núverandi ástandi í efnahagslífi Íslands er ekki að finna atriði sem talin eru valda umtalsverðri kerfisáhættu. Aftur á móti eru bæði ferðaþjónustan og fasteignamarkaðurinn áhættuþættir sem Seðlabankinn fylgist með og hafa þarf gætur á í framtíðinni til að fyrirbyggja kerfisáhættu. Meira »

„Nú sjáum við ljósið“

5.10. Þrátt fyrir að lánardrottnar Reykjanesbæjar hafi ekki samþykkt niðurfærslu skulda eins og hafði meðal annars verið lagt upp með þegar viðræður við kröfuhafa hófust fyrir um þremur árum síðan, þá segir bæjarstjóri Reykjanesbæjar að niðurstaðan nú sé vel ásættanleg fyrir báða aðila. Meira »

Mjótt á munum seinni keppnisdag

10.9. Seinni keppnisdagur Tour of Reykjavík-götuhjólakeppninnar, sem fram fer í Reykjavík og nágrenni borgarinnar um helgina, hefst klukkan 8:00 frá Laugardal. Talsverð spenna er í bæði karla- og kvennaflokki sem og í liðakeppni kvenna, en sameiginlegur tími beggja daga gildir í heildarkeppninni. Meira »

Meðal þeirra bestu í ofurhlaupum

2.9. Í apríl fór ofurhlauparinn Þorbergur Ingi Jónsson í aðgerð á nára og segist ekki hafa náð að æfa eins og hann vildi eftir það. Engu að síður sigraði hann í Laugavegshlaupinu fyrr í sumar og í gær endaði hann í sjötta sæti í einu sterkasta ofurhlaupi ársins. Meira »