Lára Halla Sigurðardóttir

Lára Halla hefur starfað sem blaðamaður á mbl.is og Morgunblaðinu frá árinu 2013. Hún er stúdent frá Flensborgarskólanum í Hafnarfirði og útskrifaðist með BA-próf í íslensku frá Háskóla Íslands árið 2013.

Yfirlit greina

Skaut Nadezdu með byssu föður síns

7.7. Guðmundur Valur Óskarsson skaut eiginkonu sína, Nadezdu Eddu Tarasovu, í hnakkann þar sem hún lá sofandi í hjónarúmi í íbúð þeirra á Akranesi aðfaranótt miðvikudagsins 13. apríl sl. Þetta kemur fram í niðurstöðu rannsóknar lögreglu á málinu. Meira »

Ekki undir lögaldri

28.6. Íraski hælisleitandinn Ali Nasi er ekki sextán ára, líkt og haldið hefur verið fram í fréttum Stundarinnar og Ríkisútvarpsins í dag, heldur yfir lögaldri. Þegar fjallað var um málið hér á landi var því aldrei haldið fram að hann væri barn að aldri. Meira »

Hjálmurinn bjargaði Sigmari

27.6. Sigmar Breki Sigurðsson, drengur á þrettánda ári, sæti líklega ekki brosandi í sjúkrarúmi sínu á Landspítalanum í dag ef hann hefði ekki verið með hjálm á höfðinu þegar hann lenti fyrir bíl í gær. Meira »

Þegar kominn biðlisti til Frakklands

23.6. Greinilegt er að margir hafa áhuga á að sjá leik Íslands og Englands í sextán liða úrslitum EM í knattspyrnu karla í Frakklandi á mánudaginn. Símalínur eru rauðglóandi og biðlistar hafa þegar myndast. Meira »

Erla hugsaði strax til Stefáns

17.6. Erlu Bolladóttur, einu þeirra sem hlutu dóm í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu, brá verulega þegar hún heyrði af handtöku mannanna tveggja í vikunni. Taldi hún fyrst að hvarf Guðmundar væri loks upplýst. Hún er ekki bjartsýn á að yfirheyrslurnar leiði til þess að málin tvö verði upplýst. Meira »

Teymdi manninn í gegnum reykinn

6.6. „Ég opna hurðina, hélt fyrir munninn og fór í gegnum reykinn. Hann stóð fyrir utan, sá sem býr í íbúðinni [þar sem eldurinn kom upp]. Ég teymi hann út,“ segir Gná Guðjónsdóttir, íbúi á Rauðarárstíg 38 í Reykjavík. Maðurinn er enn undir eftirliti á sjúkrahúsi. Meira »

Þurftu að telja kjark í parið

1.6. „Það var aldrei vafi á því að við næðum til þeirra en þetta voru lausar skriður og erfitt og leiðinlegt brölt. Það var kannski aðallega það; hætta á grjóthruni sem gerði þetta erfiðara en ella,“ segir Ólafur Tryggvi Ólafsson, undanfari í björgunarsveitinni Súlum á Akureyri, í samtali við mbl.is. Meira »

Oftast kvartað yfir hjólreiðafólki

31.5. Flestar kvartanirnar sem berast bæjarstjóranum í Kópavogi snúa að hjólreiðafólki sem fer of hratt á göngustígum. Meðal annars er kvartað yfir hjólreiðafólki sem fer um stígana á allt að 60 km/klst í hverfi þar sem aka má bílum eftir götunum á 30 km/klst. Meira »

Ekki vísun að fastri viðveru

30.6. Gunnari Braga Sveinssyni, fyrrverandi utanríkisráðherra, og íslenskum stjórnvöldum fannst mikilvægt að formgera aukin samskipti ríkjanna varðandi loftrýmisgæslu og kafbátaleitarvélarvélar og tók Lilja Alfreðsdóttir við keflinu þegar hún varð utanríkisráðherra fyrr á þessu ári. Meira »

Bjóða upp á bakkelsi í Varmahlíð

28.6. Sauðárkróksbakarí færði út kvíarnar í gær og hefur útibú verið opnað í Varmahlíð í Skagafirði. Eigandi þess, Róbert Óttarsson, sá tækifæri í húsnæði þar sem Arion banki var áður. Skortur á vinnuafli kom þó í veg fyrir að hægt væri að opna fyrr en í dag. Meira »

Kennari Huldu Bjarkar sýknaður

25.6. Leiðbeinandi Huldu Bjarkar Þóroddsdóttur, sem lést í svifvængjaflugi í Sviss fyrir þremur árum, var í vikunni sýknaður af ákæru um manndráp af gáleysi. Málaferlin hafa verið ekkli og fjölskyldu hennar erfið og var niðurstaðan áfall. Systir Huldu Bjarkar ræddi við blaðamann mbl.is um málið. Meira »

Hlupu úr kirkjunni til að horfa á EM

22.6. Spenntir aðdáendur íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu hlupu út úr Akureyrarkirkju á laugardaginn að lokinni fermingarathöfn, á undan prestinum og fermingarbörnunum. Leikur Íslands og Ungverjalands stóð yfir og vildu þeir gjarnan sjá lokamínúturnar. Meira »

Hefði getað farið mun verr

12.6. Ösp rifnaði upp með rótum þegar sautján ára stúlka ók bíl inn í húsagarð í Setbergi í Hafnarfirði í nótt. Stúlkan var undir áhrifum áfengis. Hún slapp án teljandi meiðsla sem og þrjú ungmenni sem voru farþegar í bílnum. Ljóst er að mun verr hefði getað farið. Meira »

Búnir að senda þýfi úr landi

2.6. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mun síðar í dag fara fram á gæsluvarðhald yfir tveimur erlendum ferðamönnum á grundvelli rannsóknarhagsmuna en þeir eru grunaðir um umfangsmikinn þjófnað. Þýfið er metið á margar milljónir króna en þegar er búið að senda hluta þýfisins úr landi með pósti. Meira »

Fari ekki sömu leið og útrásarvíkingar

31.5. Hjólreiðafólk á ekki að fara sömu leið og útrásarvíkingar; gera eitthvað, líta fram hjá siðferðinu og segja síðan að það hafi ekki verið gegn lögunum. Meira »

„Búið að leggja sálina í þetta“

19.5. „Þetta hefði verið svakalegt. Þetta eru ekki bara verðmæti, heldur hefði þetta líka verið tilfinningatjón. Það er búið að leggja sálina í þetta,“ segir Jón Sigursteinsson, bílasmiður og bílasafnari á Akureyri, í samtali við mbl.is. Hann geymir fjóra fornbíla í húsnæði þar sem eldur kom upp í nótt. Meira »