Lára Halla Sigurðardóttir

Lára Halla hefur starfað sem blaðamaður á mbl.is og Morgunblaðinu frá árinu 2013. Hún er stúdent frá Flensborgarskólanum í Hafnarfirði og útskrifaðist með BA-próf í íslensku frá Háskóla Íslands árið 2013.

Yfirlit greina

„Búið að leggja sálina í þetta“

19.5. „Þetta hefði verið svakalegt. Þetta eru ekki bara verðmæti, heldur hefði þetta líka verið tilfinningatjón. Það er búið að leggja sálina í þetta,“ segir Jón Sigursteinsson, bílasmiður og bílasafnari á Akureyri, í samtali við mbl.is. Hann geymir fjóra fornbíla í húsnæði þar sem eldur kom upp í nótt. Meira »

„Mannslíf meira virði en fótboltaleikur“

15.5. „Þarna er ákvörðun tekin af lögreglunni sem enginn ræður við, mannslíf eru meira virði en fótboltaleikur,“ segir Hafsteinn Valsson, stjórnarmaður í Manchester United-klúbbnum á Íslandi, í samtali við mbl.is. Hópur Íslendinga var á Old Trafford í dag þegar völlurinn var rýmdur. Meira »

Fundu þrjú skotvopn í íbúðinni

12.5. Þrjú skotvopn fundust í íbúð hjónanna Guðmundar Vals Óskarssonar og Nadezdu Eddu Tarasovu að Tindaflöt á Akranesi við rannsókn lögreglu í síðasta mánuði. Guðmundur var aðeins skráður fyrir tveimur skotvopnum en lögregla vill ekki greina frá því hvaða byssu hann notaði til að myrða eiginkonu sína. Meira »

Fyrsta generalprufan að baki

9.5. „Það gekk bara alveg ótrúlega vel, bara vonum framar,“ sagði Greta Salóme Stefánsdóttir, flytjandi framlags Íslands í Eurovision í ár, í samtali við mbl.is að lokinni fyrri generalprufu dagsins. Meira »

Tveir hafna kröfum mannanna

3.5. Tveir þeirra sem fengu kröfubréf vegna ummæla sinna í kjölfar frétta um Hlíðamálið svokallaða hafa hafnað kröfunum sem þar eru gerðar. Einn þeirra 2.383 manns sem deildi færslu á Facebook þar sem meintir gerendur voru nafngreindir og kallaðir nauðgarar fékk kröfubréf en um prófmál er að ræða. Meira »

Segir kominn tíma á betri sundlaug

29.4. Í drögum að hugmyndasamkeppni vegna hugsanlegra endurbóta á Sundhöll Ísafjarðarbæjar segir að þær séu hugsaðar til að bæta sundaðstöðu, aðgengi, aðbúnað fatlaðra, búningsklefa og útbúa útisvæði með pottum og stærri gufubaði. Meira »

Skráður fyrir tveimur skotvopnum

18.4. Guðmundur Valur Óskarsson, karlmaður á sjötugsaldri sem skaut eiginkonu sína til bana á heimili þeirra að Tindaflöt 3 á Akranesi á síðustu viku og svipti sig lífi í kjölfarið, var skráður fyrir tveimur skotvopnum. Lítil hlaupvídd var á byssunni sem hann hleypti af um nóttina. Meira »

Þekkir ekki innihald kæranna

15.4. Alda Hrönn Jóhannsdóttir, aðallögfræðingur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, hefur ekki séð kærurnar sem tveir sakborningar í LÖKE-málinu svokallaða hafa lagt fram á hendur henni. Hún þekkir ekki innihald þeirra nema að því leyti sem komið hefur fram í fjölmiðlum og getur því ekki brugðist við þeim. Meira »

Reif járnið af þakinu

19.5. Svo virðist sem eldurinn sem kom upp á bifreiðaverkstæði við Fjölnisgötu 6 á Akureyri skömmu eftir miðnætti í nótt hafi kviknað þegar verið var að rafsjóða vélarhlíf á bíl. Einn maður var í húsinu og komst hann út heill á húfi. Fljótlega var ljóst að ekki væru fleiri í húsinu. Meira »

Vill ekki að keppnin verði í Rússlandi

14.5. Reynir Þór Eggertsson, betur þekktur sem Euro-Reynir, spáir Ástralíu eða Armeníu sigrinum í Eurovision í kvöld. Hann heldur að að Måns Zelmerlöw hafi verið í nærbuxum þegar hann birtist „nakinn“ á sviðinu á fimmtudaginn og framlag Rússlands verði líkt og á síðasta ári fyrir neikvæðum áhrifum. Meira »

Taka því rólega og fagna í kvöld

10.5. „Í kvöld ætlum við að taka því rólega og fagna. Þó að við séum ekki sátt við úrslitin þá erum við 100% sátt við þennan flutning og þetta lag og hvernig þetta tókst allt saman,“ segir Greta Salóme Stefánsdóttir, í samtali við mbl.is. Meira »

Atvikið tilkynnt til lögreglu

3.5. Alvarlega atvikið sem varð á Landspítalanum um helgina hefur verið tilkynnt til lögreglu og embættis Landlæknis. Mikil áhersla verður lögð á að greina atburðarásina nákvæmlega. Þetta segir Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri lækninga á Landspítalanum, í samtali við mbl.is. Meira »

Einn stendur við ummælin

2.5. Nokkrir þeirra sem fengu kröfubréf frá Vilhjálmi H. Vilhjálmssyni, lögmanni tveggja karlmanna sem kærðir voru fyrir nauðgun en málum þeirra vísað frá, um helgina hafa haft samband við hann og beðist afsökunar á ummælum sínum. Meira »

Telur tillöguna byggða á misskilningi

20.4. Stjórnandi forleifauppgraftrar á bílastæði Landsímahússins telur tillögu borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, sem lögð var fram á fundi borgarstjórnar í gær, vera byggða á misskilningi og sér ekki ástæðu til að hverfa frá byggingaráformum á reitnum á þeim forsendum. Meira »

Sögðu upp vegna óánægju með ráðningu

15.4. Fjórir hjúkrunarfræðingar á bráðamóttöku Sjúkrahússins á Akureyri sögðu upp störfum vegna óánægju með ráðningarferli nýs forstöðuhjúkrunarfræðings. Verið er að ganga frá ráðningu í stöður þeirra og segir forstjóri sjúkrahússins að mikil eftirspurn hafi verið vegna starfanna. Meira »

Munu samþykkja fjárhaldsstjórn

14.4. Bæjarstjóri Reykjanesbæjar segir að ef engar stórkostlegar breytingar verði næstu daga muni meirihluti bæjarstjórnar samþykkja tillögu meirihluta bæjarráðs Reykjanesbæjar á fundi sínum á þriðjudag og leggja til við innanríkisráðuneytið að sveitarfélaginu verði skipuð fjárhaldsstjórn. Meira »