Lára Halla Sigurðardóttir

Lára Halla hefur starfað sem blaðamaður á mbl.is og Morgunblaðinu frá árinu 2013. Hún er stúdent frá Flensborgarskólanum í Hafnarfirði og útskrifaðist með BA-próf í íslensku frá Háskóla Íslands árið 2013.

Yfirlit greina

Vissi að konan var að berjast í sjónum

19.8. Hjónin Einar Magnússon og Bryndís Sævarsdóttir voru að aka um Vattarfjörð í gær þegar Einar kom auga á mann sem lá í fjörunni. Í fyrstu taldi hann að maðurinn hefði verið að baða sig í sjónum en sá síðan glitta í barn sem lá ofan á honum. Meira »

Reyndi ítrekað að stinga sérsveitarmann

12.8. „Lögreglumenn eru reiðir yfir því að líf þeirra skuli vera metið með þessum hætti, það virðist engu máli skipta þó að verið sé að ráðast á þá, stinga og hóta lífláti,“ segir Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, í samtali við mbl.is. Meira »

Annar maðurinn 28 ára, hinn 29 ára

10.8. Karlmennirnir tveir sem sæta gæsluvarðhaldi í tengslum við rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á skotárás í Breiðholti á föstudagskvöld eru 28 ára og 29 ára, eða fæddir árin 1988 og 1987. Þeir eru báðir íslenskir ríkisborgarar en af erlendu bergi brotnir. Meira »

Börnin sem foreldrarnir myrtu

7.8. Hann lá á sófa á heimili sínu í Danmörku á nærbuxunum einum fata þegar lögreglu bar að garði. Maðurinn hafði greinilega innbyrt nokkurt magn af áfengi. Það blæddi úr úlnliðum hans, hann hafði gert tilraun til að svipta sig lífi. Það var komið fram yfir hádegi. Um nóttina myrti hann dóttur sína. Meira »

Skaut Nadezdu með byssu föður síns

7.7. Guðmundur Valur Óskarsson skaut eiginkonu sína, Nadezdu Eddu Tarasovu, í hnakkann þar sem hún lá sofandi í hjónarúmi í íbúð þeirra á Akranesi aðfaranótt miðvikudagsins 13. apríl sl. Þetta kemur fram í niðurstöðu rannsóknar lögreglu á málinu. Meira »

Ekki undir lögaldri

28.6. Íraski hælisleitandinn Ali Nasi er ekki sextán ára, líkt og haldið hefur verið fram í fréttum Stundarinnar og Ríkisútvarpsins í dag, heldur yfir lögaldri. Þegar fjallað var um málið hér á landi var því aldrei haldið fram að hann væri barn að aldri. Meira »

Hjálmurinn bjargaði Sigmari

27.6. Sigmar Breki Sigurðsson, drengur á þrettánda ári, sæti líklega ekki brosandi í sjúkrarúmi sínu á Landspítalanum í dag ef hann hefði ekki verið með hjálm á höfðinu þegar hann lenti fyrir bíl í gær. Meira »

Þegar kominn biðlisti til Frakklands

23.6. Greinilegt er að margir hafa áhuga á að sjá leik Íslands og Englands í sextán liða úrslitum EM í knattspyrnu karla í Frakklandi á mánudaginn. Símalínur eru rauðglóandi og biðlistar hafa þegar myndast. Meira »

Ekki talin ástæða til gæsluvarðhalds

12.8. Maðurinn sem króaði sérsveitarmann af fyrr í vikunni, reyndi ítrekað að stinga hann með hnífi og hótaði honum lífláti var handtekinn og yfirheyrður vegna málsins. Var honum sleppt að loknum yfirheyrslum þar sem málið var metið þannig að ekki væri ástæða til þess að óska eftir gæsluvarðhaldi. Meira »

Mun færri koma í söluturninn

10.8. Mun færri hafa lagt leið sína í söluturninn í Iðufelli síðustu daga en vikurnar á undan. Annar eigenda hans segir að íbúar í hverfinu séu varir um sig eftir skotárásina sem gerð var fyrir framan húsnæðið á föstudagskvöld. Viðskiptavinir stoppi skemur en áður. Meira »

Vill bætur vegna morðsins á Nadezdu

8.8. Julia Tarasova, dóttir Nadezdu Eddu Tarasovu sem myrt var á heimili sínu á Akranesi fyrr á þessu ári, mun fara fram á bætur úr ríkissjóði til þolenda afbrota vegna andláts móður sinnar. Eiginmaður Nadezdu skaut hana til bana og svipti sig lífi í kjölfarið. Meira »

Vilja að pilturinn verði áfram í haldi

5.8. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mun fara fram á að gæsluvarðhald yfir nítján ára pilti, sem setið hefur í gæsluvarðhaldi á grundvelli rannsóknarhagsmuna frá því á sunnudag, verði framlengt um tæpan mánuð. Gæsluvarðhaldið rennur út í dag. Meira »

Ekki vísun að fastri viðveru

30.6. Gunnari Braga Sveinssyni, fyrrverandi utanríkisráðherra, og íslenskum stjórnvöldum fannst mikilvægt að formgera aukin samskipti ríkjanna varðandi loftrýmisgæslu og kafbátaleitarvélarvélar og tók Lilja Alfreðsdóttir við keflinu þegar hún varð utanríkisráðherra fyrr á þessu ári. Meira »

Bjóða upp á bakkelsi í Varmahlíð

28.6. Sauðárkróksbakarí færði út kvíarnar í gær og hefur útibú verið opnað í Varmahlíð í Skagafirði. Eigandi þess, Róbert Óttarsson, sá tækifæri í húsnæði þar sem Arion banki var áður. Skortur á vinnuafli kom þó í veg fyrir að hægt væri að opna fyrr en í dag. Meira »

Kennari Huldu Bjarkar sýknaður

25.6. Leiðbeinandi Huldu Bjarkar Þóroddsdóttur, sem lést í svifvængjaflugi í Sviss fyrir þremur árum, var í vikunni sýknaður af ákæru um manndráp af gáleysi. Málaferlin hafa verið ekkli og fjölskyldu hennar erfið og var niðurstaðan áfall. Systir Huldu Bjarkar ræddi við blaðamann mbl.is um málið. Meira »

Hlupu úr kirkjunni til að horfa á EM

22.6. Spenntir aðdáendur íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu hlupu út úr Akureyrarkirkju á laugardaginn að lokinni fermingarathöfn, á undan prestinum og fermingarbörnunum. Leikur Íslands og Ungverjalands stóð yfir og vildu þeir gjarnan sjá lokamínúturnar. Meira »