Lára Halla Sigurðardóttir

Lára Halla hefur starfað sem blaðamaður á mbl.is og Morgunblaðinu frá árinu 2013. Hún er stúdent frá Flensborgarskólanum í Hafnarfirði og útskrifaðist með BA-próf í íslensku frá Háskóla Íslands árið 2013.

Yfirlit greina

Hjálmurinn bjargaði Sigmari

16:55 Sigmar Breki Sigurðsson, drengur á þrettánda ári, sæti líklega ekki brosandi í sjúkrarúmi sínu á Landspítalanum í dag ef hann hefði ekki verið með hjálm á höfðinu þegar hann lenti fyrir bíl í gær. Meira »

Þegar kominn biðlisti til Frakklands

23.6. Greinilegt er að margir hafa áhuga á að sjá leik Íslands og Englands í sextán liða úrslitum EM í knattspyrnu karla í Frakklandi á mánudaginn. Símalínur eru rauðglóandi og biðlistar hafa þegar myndast. Meira »

Erla hugsaði strax til Stefáns

17.6. Erlu Bolladóttur, einu þeirra sem hlutu dóm í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu, brá verulega þegar hún heyrði af handtöku mannanna tveggja í vikunni. Taldi hún fyrst að hvarf Guðmundar væri loks upplýst. Hún er ekki bjartsýn á að yfirheyrslurnar leiði til þess að málin tvö verði upplýst. Meira »

Teymdi manninn í gegnum reykinn

6.6. „Ég opna hurðina, hélt fyrir munninn og fór í gegnum reykinn. Hann stóð fyrir utan, sá sem býr í íbúðinni [þar sem eldurinn kom upp]. Ég teymi hann út,“ segir Gná Guðjónsdóttir, íbúi á Rauðarárstíg 38 í Reykjavík. Maðurinn er enn undir eftirliti á sjúkrahúsi. Meira »

Þurftu að telja kjark í parið

1.6. „Það var aldrei vafi á því að við næðum til þeirra en þetta voru lausar skriður og erfitt og leiðinlegt brölt. Það var kannski aðallega það; hætta á grjóthruni sem gerði þetta erfiðara en ella,“ segir Ólafur Tryggvi Ólafsson, undanfari í björgunarsveitinni Súlum á Akureyri, í samtali við mbl.is. Meira »

Oftast kvartað yfir hjólreiðafólki

31.5. Flestar kvartanirnar sem berast bæjarstjóranum í Kópavogi snúa að hjólreiðafólki sem fer of hratt á göngustígum. Meðal annars er kvartað yfir hjólreiðafólki sem fer um stígana á allt að 60 km/klst í hverfi þar sem aka má bílum eftir götunum á 30 km/klst. Meira »

Reif járnið af þakinu

19.5. Svo virðist sem eldurinn sem kom upp á bifreiðaverkstæði við Fjölnisgötu 6 á Akureyri skömmu eftir miðnætti í nótt hafi kviknað þegar verið var að rafsjóða vélarhlíf á bíl. Einn maður var í húsinu og komst hann út heill á húfi. Fljótlega var ljóst að ekki væru fleiri í húsinu. Meira »

Vill ekki að keppnin verði í Rússlandi

14.5. Reynir Þór Eggertsson, betur þekktur sem Euro-Reynir, spáir Ástralíu eða Armeníu sigrinum í Eurovision í kvöld. Hann heldur að að Måns Zelmerlöw hafi verið í nærbuxum þegar hann birtist „nakinn“ á sviðinu á fimmtudaginn og framlag Rússlands verði líkt og á síðasta ári fyrir neikvæðum áhrifum. Meira »

Kennari Huldu Bjarkar sýknaður

25.6. Leiðbeinandi Huldu Bjarkar Þóroddsdóttur, sem lést í svifvængjaflugi í Sviss fyrir þremur árum, var í vikunni sýknaður af ákæru um manndráp af gáleysi. Málaferlin hafa verið ekkli og fjölskyldu hennar erfið og var niðurstaðan áfall. Systir Huldu Bjarkar ræddi við blaðamann mbl.is um málið. Meira »

Hlupu úr kirkjunni til að horfa á EM

22.6. Spenntir aðdáendur íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu hlupu út úr Akureyrarkirkju á laugardaginn að lokinni fermingarathöfn, á undan prestinum og fermingarbörnunum. Leikur Íslands og Ungverjalands stóð yfir og vildu þeir gjarnan sjá lokamínúturnar. Meira »

Hefði getað farið mun verr

12.6. Ösp rifnaði upp með rótum þegar sautján ára stúlka ók bíl inn í húsagarð í Setbergi í Hafnarfirði í nótt. Stúlkan var undir áhrifum áfengis. Hún slapp án teljandi meiðsla sem og þrjú ungmenni sem voru farþegar í bílnum. Ljóst er að mun verr hefði getað farið. Meira »

Búnir að senda þýfi úr landi

2.6. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mun síðar í dag fara fram á gæsluvarðhald yfir tveimur erlendum ferðamönnum á grundvelli rannsóknarhagsmuna en þeir eru grunaðir um umfangsmikinn þjófnað. Þýfið er metið á margar milljónir króna en þegar er búið að senda hluta þýfisins úr landi með pósti. Meira »

Fari ekki sömu leið og útrásarvíkingar

31.5. Hjólreiðafólk á ekki að fara sömu leið og útrásarvíkingar; gera eitthvað, líta fram hjá siðferðinu og segja síðan að það hafi ekki verið gegn lögunum. Meira »

„Búið að leggja sálina í þetta“

19.5. „Þetta hefði verið svakalegt. Þetta eru ekki bara verðmæti, heldur hefði þetta líka verið tilfinningatjón. Það er búið að leggja sálina í þetta,“ segir Jón Sigursteinsson, bílasmiður og bílasafnari á Akureyri, í samtali við mbl.is. Hann geymir fjóra fornbíla í húsnæði þar sem eldur kom upp í nótt. Meira »

„Mannslíf meira virði en fótboltaleikur“

15.5. „Þarna er ákvörðun tekin af lögreglunni sem enginn ræður við, mannslíf eru meira virði en fótboltaleikur,“ segir Hafsteinn Valsson, stjórnarmaður í Manchester United-klúbbnum á Íslandi, í samtali við mbl.is. Hópur Íslendinga var á Old Trafford í dag þegar völlurinn var rýmdur. Meira »

Fundu þrjú skotvopn í íbúðinni

12.5. Þrjú skotvopn fundust í íbúð hjónanna Guðmundar Vals Óskarssonar og Nadezdu Eddu Tarasovu að Tindaflöt á Akranesi við rannsókn lögreglu í síðasta mánuði. Guðmundur var aðeins skráður fyrir tveimur skotvopnum en lögregla vill ekki greina frá því hvaða byssu hann notaði til að myrða eiginkonu sína. Meira »