Sunna Sæmundsdóttir

Sunna Sæmundsdóttir hefur starfað sem blaðamaður á Morgunblaðinu og mbl.is síðan í maí 2013. Hún útskrifaðist með B.A gráðu í lögfræði frá Háskóla Íslands árið 2013 og vinnur nú að M.A. ritgerð í alþjóðlegum skattarétti við sama skóla. Sunna skrifar um viðskipti á mbl.is.

Yfirlit greina

Meirihluti nýrra bíla til almennings

10.4. Styrking krónunnar ratar yfirleitt beint út í verðlag á nýjum bílum vegna mikillar samkeppni á markaðnum. Hefur þetta haft mikil áhrif á sl. ári þar sem krónan styrktist um 18,4%. Þetta hefur leitt til vandræða við sölu á nýlegum bílum en almenningur keypti 67% nýrra bíla á fyrstu 3 mánuðum ársins. Meira »

5G á Íslandi á næstu árum

5.4. Íslensk fjarskiptafélög standa vel að vígi varðandi aðgengi á tíðni fyrir 5G þjónustu og ætti þjónustan að vera aðgengileg á árunum 2020 til 2025 hér á landi eða jafnvel fyrr. Þjónustan býður upp á mikla möguleika fyrir sparnað í heilbrigðisþjónustu, sjálfkeyrandi bíla, snjallheimili og snjallborgir. Meira »

Tíska ekki síður viðskipti en list

2.4. Íslenskir hönnuðir eru komnir með tengingar inn í stórar verslanir á borð við Saks Fifth Avenue eftir Reykjavík Fashion Festival sem var um síðustu helgi. Kolfinna Von Arnardóttir, framkvæmdastjóri hátíðarinnar, hefur háleit markmið og vill stuðla að stóraukinni sókn í útflutningi á íslenskri hönnun. Meira »

Tjón á veitingastað Gunnars Karls

31.3. Michel­in-stjörnu veitingastaðnum Agern á Grand Central Station í New York hefur verið lokað um óákveðinn tíma þar sem hann liggur undir vatnsskemmdum. Staðurinn er í eigu íslenska matreiðslumannsins Gunnars Karls Gíslasonar og danska sjónvarpskokksins Claus Meyer. Meira »

AGS: Góðir kaupendur umfram hraða

28.3. Ashok Bhatia, formaður sendinefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, segir kaupin á Arion banka vera lifandi dæmi um breytt fjármálaumhverfi hér á landi í kjölfar afléttingar gjaldeyrishafta. Hann segir nefndina ekki vera með sérstakar ráðleggingar um að vogunarsjóðir séu verri kaupendur en aðrir en ítrekar að eigendur fjármálafyrirtækja þurfi að fara í gegnum ítarlega skoðun. Meira »

„Þingvellir væru í rúst“

22.3. Náttúrupassi eða aðgangseyrir við einstaka staði eru tvær leiðir sem bæði stuðla að dreifingu ferðamanna og tekjuöflun. Komugjöld eða gistináttagjald leiða okkur ekki að báðum markmiðum. Þjóðgarðsvörður kvíðir því ef Þingvellir verða settir undir miðlægan sjóð og segir „glápgjaldsumræðuna“ úrelta. Meira »

„Ætti að vera bannað fyrir banka“

20.3. Pétur Einarsson, fyrrverandi forstjóri Straums, segir vogunarsjóði óheppilega eigendur banka. Þeir séu ekki langtímafjárfestar og hafi ekki áhuga á rekstri. Mikið eigið fé sé í íslensku bönkunum og það sé hægt að greiða út sem arð. Meira »

H&M framkvæmdir á undan áætlun

17.3. Framkvæmdir við verslun H&M í Kringlunni og Smáralind standa nú yfir og ganga samkvæmt og á undan áætlun að sögn framkvæmdastjóra. Stefnt er að opnun beggja verslana í september. Meira »

Upplifi ekki landið sem Disney-garð

8.4. Íslendingar ættu að efla lítil og meðalstór fyrirtæki í ferðaþjónustu. Bæði hefur það góð áhrif á nærumhverfið og bætir upplifun ferðamanna sem sækjast eftir því sem er ekta. Þetta segir Kosta Ríkabúinn Roberto Artavia Loria sem hefur tekið út ferðaþjónustu með vísitölu félagslegra framfara. Meira »

Benedikt: Fullvíðtækar ályktanir

3.4. Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra segir að fullvíðtækar ályktanir um að eitthvað væri yfirvofandi hafi verið dregnar af ummælum hans um peningastefnu Íslands í Financial Times. „Ég sagði að þetta væri eitt af því sem komið gæti til greina,“ segir Benedikt. Meira »

IKEA svarar Costco með eigin klúbbi

1.4. „Hérna er hart að mæta hörðu,“ segir Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA á Íslandi, en hann hefur stofnað IKEA-klúbb til að svara komu Costco til landsins. Þórarinn segir ósigur í harðri samkeppni ekki í boði en félagar klúbbsins munu njóta ýmissa fríðinda. Meira »

Sturla kaupir vörubíl og forðast lán

31.3. Sturla Jónsson, bílstjóri og fyrrverandi forsetaframbjóðandi, hefur selt húsið sitt og keypt sér vörubíl og land við Hveragerði. „Á meðan ég lifi mun ég forðast það að taka lán hjá bankanum,“ segir Sturla sem greiddi fyrir bílinn án lántöku í þetta skipti. Meira »

Next færist og ný verslun opnar

28.3. Vangaveltur hafa verið um verslunina sem verður opnuð í rýminu við hliðina á H&M í Kringlunni og rætt hefur verið um „leynibúðina“ í því samhengi. Sigurjón Örn Þórsson, framkvæmdastjóri Kringlunnar, segir að Next verði færð um set og opnuð þarna í minna rými. Meira »

Völdu frekar vogunarsjóðina

21.3. Íslenskir lífeyrissjóðir voru enn þá áhugasamir um kaup á hlut í Arion banka þegar ákveðið var að ganga til samninga við erlenda fjárfesta. Möguleg sameiginleg aðkoma sjóðanna að kaupum á hlut í bankanum er ekki lengur á borðinu og er hópurinn undrandi á niðurstöðunni. Meira »

Kostar 77.560 að skrá heimagistingu

18.3. Það kostar alls 77.560 krónur að fá leyfi til að leigja út heimili sitt á síðum á borð við Airbnb í skemmri tíma en níutíu daga á ári. Sá sem ætlar að leigja út heimili sitt á löglegan hátt á meðan hann er til dæmis sjálfur erlendis þarf fyrst að greiða þetta gjald. Meira »

Ekki 100% trygging fyrir inngripum

15.3. Már Guðmundsson seðlabankastjóri segir ljóst að markaðurinn sé að leita að nýju jafnvægi í kjölfar afnáms gjaldeyrishafta. Þrátt fyrir að bankinn muni draga úr skammtímasveiflum megi markaðurinn ekki líta svo á að 100% trygging sé fyrir því að Seðlabankinn grípi inn í allar aðstæður. Meira »