Sunna Sæmundsdóttir

Sunna Sæmundsdóttir hefur starfað sem blaðamaður á Morgunblaðinu og mbl.is síðan í maí 2013. Hún útskrifaðist með B.A gráðu í lögfræði frá Háskóla Íslands árið 2013 og vinnur nú að M.A. ritgerð í alþjóðlegum skattarétti við sama skóla. Sunna skrifar um viðskipti á mbl.is.

Yfirlit greina

„Þingvellir væru í rúst“

22.3. Náttúrupassi eða aðgangseyrir við einstaka staði eru tvær leiðir sem bæði stuðla að dreifingu ferðamanna og tekjuöflun. Komugjöld eða gistináttagjald leiða okkur ekki að báðum markmiðum. Þjóðgarðsvörður kvíðir því ef Þingvellir verða settir undir miðlægan sjóð og segir „glápgjaldsumræðuna“ úrelta. Meira »

„Ætti að vera bannað fyrir banka“

20.3. Pétur Einarsson, fyrrverandi forstjóri Straums, segir vogunarsjóði óheppilega eigendur banka. Þeir séu ekki langtímafjárfestar og hafi ekki áhuga á rekstri. Mikið eigið fé sé í íslensku bönkunum og það sé hægt að greiða út sem arð. Meira »

H&M framkvæmdir á undan áætlun

17.3. Framkvæmdir við verslun H&M í Kringlunni og Smáralind standa nú yfir og ganga samkvæmt og á undan áætlun að sögn framkvæmdastjóra. Stefnt er að opnun beggja verslana í september. Meira »

161 leyfi fyrir heimagistingu

14.3. Alls hafa 161 sótt um leyfi til að reka heimagistingu frá ársbyrjun þegar nýjar reglur tóku gildi. Þeir sem leigja út heimili sín á Airbnb í allt að 90 daga á ári geta sótt um leyfið. Sé ætlunin að leigja heimili sitt í lengri tíma þarf að sækja um rekstrarleyfi. Örfáir einstaklingar hafa gert það. Meira »

Margir keyptu gjaldeyri í dag

13.3. Ljóst er að sumir ætla að tryggja sig fyrir mögulegum gengisbreytingum á komandi misserum þar sem mikið hefur verið að gera í útibúum bankanna í dag og hefur þá verið meira um gjaldeyrisviðskipti en á venjulegum degi. Meira »

Langtímaleiga hagstæðari en Airbnb

12.3. Langtímaleiga íbúðar er hagstæðari kostur en skammtímaleiga til ferðamanna allt árið. Heildartekjur eru hærri í ferðamannaleigu en kostnaðurinn dregur verulega úr þeim. Þrátt fyrir þessa staðreynd virðist vera mikið um skammtímaleigu til ferðamanna og er meirihluti þeirrar starfsemi óskráður. Meira »

Íslendingur þróar nýja tækni Google

7.3. Þegar Guðmundur Hafsteinsson vann að því að koma Google Maps á markað þótti mörgum hugmyndin furðuleg. Hver myndi kjósa að horfa á pínulítið kort í símanum sínum? Í dag er hann verkefnastjóri hjá Google Assistant og segir marga horfa sömu undrunaraugum á tæknina. Meira »

Hlutabréf N1 og Nýherja hríðfalla

6.3. Gengi hlutabréfa í N1 og Nýherja hefur hríðlækkað í morgun en stjórnendur og innherjar beggja félaga hafa verið að losa sig við stóra hluti að undanförnu. Meira »

Völdu frekar vogunarsjóðina

21.3. Íslenskir lífeyrissjóðir voru enn þá áhugasamir um kaup á hlut í Arion banka þegar ákveðið var að ganga til samninga við erlenda fjárfesta. Möguleg sameiginleg aðkoma sjóðanna að kaupum á hlut í bankanum er ekki lengur á borðinu og er hópurinn undrandi á niðurstöðunni. Meira »

Kostar 77.560 að skrá heimagistingu

18.3. Það kostar alls 77.560 krónur að fá leyfi til að leigja út heimili sitt á síðum á borð við Airbnb í skemmri tíma en níutíu daga á ári. Sá sem ætlar að leigja út heimili sitt á löglegan hátt á meðan hann er til dæmis sjálfur erlendis þarf fyrst að greiða þetta gjald. Meira »

Ekki 100% trygging fyrir inngripum

15.3. Már Guðmundsson seðlabankastjóri segir ljóst að markaðurinn sé að leita að nýju jafnvægi í kjölfar afnáms gjaldeyrishafta. Þrátt fyrir að bankinn muni draga úr skammtímasveiflum megi markaðurinn ekki líta svo á að 100% trygging sé fyrir því að Seðlabankinn grípi inn í allar aðstæður. Meira »

Mörg hundruð eintök seld á Íslandi

14.3. Kynlífstækjaframleiðandinn We-vibe hefur fallist á að greiða viðskiptavinum 333 milljónir króna í skaðabætur vegna snjalltitrara er safnaði upplýsingum um notendur. Titrarinn hefur verið seldur í mörg hundruð eintökum hér á landi. Meira »

Gæti reynt á bindiskyldu fyrir dómi

13.3. Spurning er hversu langt er hægt að teygja sig í að hindra flæði fjármagns til og frá landinu án þess að brjóta í bága við skuldbindingar Íslands samkvæmt EES-samningnum, segir Gylfi Magnússon, dósent í viðskiptafræði við Háskóla Íslands. Meira »

Íslenskur auglýsingamarkaður einstakur

9.3. Þrátt fyrir að heimurinn í kringum auglýsingabransann sé að breytast með auknu vægi samfélagsmiðla er grunnurinn enn þá hinn sami. Hnyttni á samfélagsmiðlum dugir ekki bara til heldur þarf að huga að uppbyggingu vörumerkis og staðsetningu þess í huga neytenda. Meira »

24,5 milljarða gjaldþrot Magnúsar

7.3. Samþykktar kröfur í þrotabú Magnúsar Þorsteinssonar athafnamanns nema alls 24,5 milljörðum króna samkvæmt upplýsingum frá skiptastjóra búsins. Meira »

„Aðför að Útvarpi Sögu“

3.3. Arnþrúður Karlsdóttir útvarpsstjóri Útvarps Sögu telur nýlegan úrskurð þar sem stöðinni er gert að nota aðeins eina útvarpstíðni vera aðför að fyrirtækinu, tjáningarfrelsinu og hlustendum Útvarps Sögu. „Menn ætla að taka okkur úr umferð og ganga frá okkur,“ segir hún. Meira »