Andri Yrkill Valsson

Andri Yrkill var fréttaritari íþróttadeildar á Akureyri fyrstu árin og er lausamaður á deildinni frá haustinu 2013. Hann útskrifaðist með BA-próf í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands árið 2016. Twitter: @AndriYrkill

Yfirlit greina

„Hann vill bara losna við stjórnina og fá að ráða“

í fyrradag „Það gustar aðeins um okkur,“ segir Sigmundur Ófeigsson, formaður Golfklúbbs Akureyrar, þegar mbl.is leitaði viðbragða hans við brotthvarfi golfkennarans Sturlu Höskuldssonar hjá félaginu. Meira »

„Horfðum á boltann leka ofan í“

í fyrradag Keflavík, Njarðvík, Skallagrímur og Snæfell leika til úrslita í bikarkeppni kvenna í körfuknattleik þetta árið, Malt-bikarnum, en úrslitahelgin fer fram í Laugardalshöll 10.-14. janúar næstkomandi. Meira »

Teitur var heitur í dag

10.12. Teitur Örn Einarsson fór á kostum þegar Selfoss vann Fjölni, 32:30, í Olís-deild karla í handknattleik í dag. Teitur skoraði 14 mörk, en Selfoss komst fyrst yfir þegar fjórðungur var eftir af leiknum. Meira »

Teitur skoraði 14 og leikbönn í vændum

10.12. Selfoss vann seiglusigur á Fjölni þegar liðin mættust í Olís-deild karla í handknattleik í Dalhúsum í dag. Selfoss náði fyrst forskoti þegar fjórðungur var eftir af leiknum og uppskar að lokum sigur, 32:30, þar sem Teitur Örn Einarsson skoraði 14 mörk en einn leikmaður úr hvoru liði fékk að líta rautt spjald og blátt í kjölfarið sem þýðir að brot þeirra verða tekin sérstaklega fyrir hjá aganefnd. Meira »

Haukur sneri sig en hélt haltur áfram

28.11. „Þetta er svekkjandi. Mér fannst við vera með þá allan leikinn, en þeir settu risaskot í lokin og þá var þetta orðið erfitt,“ sagði Haukur Helgi Pálsson, landsliðsmaður í körfuknattleik, við Morgunblaðið eftir 77:74-tapið fyrir Búlgaríu í undankeppni HM í Laugardalshöll í gærkvöld. Meira »

„Þetta svíður rosalega“

27.11. „Þetta eru bara öll neikvæðu lýsingarorðin sem þú finnur,“ sagði Martin Hermannsson, landsliðsmaður í körfuknattleik, í samtali við mbl.is eftir grátlegt tap Íslands fyrir Búlgaríu í undankeppni HM í Laugardalshöll í kvöld, 77:74. Meira »

Fleiri möguleikar gegn villtari mönnum

27.11. „Við erum bara spenntir að koma heim og spila,“ sagði landsliðsfyrirliðinn Hlynur Bæringsson í samtali við Morgunblaðið eftir æfingu íslenska landsliðsins í körfuknattleik í Laugardalshöll í gær. Meira »

Einkaflugið venst eins og rútuferðirnar

26.11. Tryggvi Snær Hlinason, hinn tvítugi Bárðdælingur sem kom eins og stormsveipur inn í íslenskt körfuboltalíf fyrir örfáum árum, fluttist í haust til Spánar þar sem hann spilar nú með spænska meistaraliðinu Valencia. Mbl.is tók hann tali í Laugardalshöll í dag þar sem hann var að ljúka æfingu með íslenska landsliðinu sem mætir Búlgaríu á morgun. Meira »

„Ég er mjög spennt og get varla beðið“

í fyrradag „Þetta hefur verið í gangi síðustu vikuna og um leið og ég heyrði áhuga hjá þeim þá var ég mjög spennt,“ sagði Ingibjörg Sigurðardóttir, landsliðskona í knattspyrnu, í samtali við mbl.is en hún hefur yfirgefið Breiðablik og samið við sænska félagið Djurgården. Meira »

Titillinn í greipum City

í fyrradag Þrátt fyrir að aðeins sé búið að kveikja á fyrstu tveimur kertunum á aðventukransinum fyrir komandi jól er toppbaráttunni í ensku úrvalsdeildinni nánast lokið þetta tímabilið. Meira »

Fyrsta sinn sem ég væli yfir dómgæslu í fjölmiðlum

10.12. Arnar Gunnarsson, þjálfari Fjölnis, var hundfúll út í dómgæsluna eftir 32:30-tap fyrir Selfossi í Olís-deild karla í handknattleik í dag. Meira »

Var allt mjög spes en ég sé ekki eftir neinu

7.12. „Mér líst mjög vel á þetta og hlakka til að byrja,“ sagði Arnór Ingvi Traustason, landsliðsmaður í knattspyrnu, við mbl.is í dag eftir að hafa skrifað undir samning við sænska meistaraliðið Malmö. Meira »

Treysti þjálfaranum til þess að stjórna

27.11. Tryggvi Snær Hlinason átti góða innkomu í íslenska landsliðið í körfuknattleik í kvöld þegar liðið tapaði fyrir Búlgaríu, 77:74, í undankeppni heimsmeistaramótsins í Laugardalshöll. Ísland fór þar illa að ráði sínu undir lokin eftir að hafa verið í góðri stöðu lengst af. Meira »

Innkoma Tryggva mun breyta miklu

27.11. Martin Hermannsson, landsliðsmaður í körfuknattleik, var brattur fyrir leik Íslands og Búlgaríu í undankeppni HM sem fram fer í Laugardalshöll í kvöld þegar mbl.is tók hann tali eftir æfingu í gær. Meira »

Aftur fóru dómarar illa með FH-inga

27.11. „Það var hroki í þessu liði og við hefðum átt að vinna þennan leik,“ sagði Einar Rafn Eiðsson, leikmaður FH, í samtali við Morgunblaðið, en FH tapaði úti með þriggja marka mun, 24:21, fyrir slóvakíska meistaraliðinu Tatran Presov í fyrri viðureign liðanna í 32ja liða úrslitum EHF-bikarsins í handknattleik. Meira »

Fjolla snýr aftur í fyrsta landsleiknum – „Smá stress“

23.11. „Ég er ekki búin að spila í 14 mánuði, svo þetta verður fyrsti leikurinn,“ segir Fjolla Shala, leikmaður Breiðabliks í knattspyrnu, en eins og mbl.is greindi frá í morgun þá var hún valin í landslið Kósóvó í fyrsta sinn. Meira »