Andri Yrkill Valsson

Andri Yrkill var fréttaritari íþróttadeildar á Akureyri fyrstu árin og er lausamaður á deildinni frá haustinu 2013. Hann útskrifaðist með BA-próf í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands árið 2016. Twitter: @AndriYrkill

Yfirlit greina

Pirrandi að vita ekkert

17.10. „Það er ekki hægt að neita því að þetta er ótrúlega svekkjandi,“ segir Guðmundur Hólmar Helgason, landsliðsmaður í handknattleik og leikmaður Cesson-Rennes í Frakklandi, en hann verður frá í óákveðinn tíma eftir að hafa greinst með brjósklos í baki. Meira »

Stjarnan fór illa að ráði sínu

6.10. Það voru svekktar Stjörnukonur sem gengu af velli í Garðabænum í haustkuldanum í gærkvöldi, jafnvel þó að liðið hafi þá náð besta árangri sínum í Evrópukeppni. Meira »

Fjölnir er með símann opinn í þjálfaraleit

6.10. „Við kveðjum Gústa með söknuði, hann er búinn að vera hluti af Fjölnisfjölskyldunni í tíu ár en menn kveðjast sáttir,“ sagði Kristján Einarsson, formaður meistaraflokksráðs Fjölnis í knattspyrnu, í samtali við mbl.is en Ágúst Gylfason var í morgun kynntur sem nýr þjálfari Breiðabliks eftir að hafa stýrt Fjölni í rúm sex ár. Meira »

Harpa tekur með sér nesti til Rússlands

5.10. Harpa Þorsteinsdóttir, framherji Stjörnunnar, var svekkt í leikslok eftir 1:1 jafntefli við rússneska meistaraliðið Rossijanka í fyrri viðureign liðanna í 32ja liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu kvenna í kvöld. Meira »

Stjarnan þarf að sækja í Rússlandi

5.10. Stjarnan er í nokkuð erfiðri stöðu eftir fyrri viðureign sína gegn rússneska meistaraliðinu Rossijanka í 32ja liða úrslitum Meistaradeildar kvenna í knattspyrnu. Liðin skildu jöfn í Garðabænum í kvöld, 1:1, sem þýðir að Stjarnan þarf að sækja í það minnsta eitt mark í Rússlandi eftir viku. Meira »

Rúnar kominn heim í KR – „Þetta var sjokk“

3.10. „Það er erfitt að segja nei við KR og ég er ánægður að við höfum tekið þessa ákvörðun og ég hlakka til að byrja að vinna,“ sagði Rúnar Kristinsson við mbl.is í dag eftir að hafa skrifað undir þriggja ára samning við KR og er hann því tekinn við liðinu á ný, þremur árum eftir að hafa yfirgefið vesturbæinn og haldið erlendis til þjálfunar. Meira »

„Mér leið ekkert rosalega vel“

3.10. „Þetta er eitthvað sem við stefnum á, ekki spurning,“ sagði Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari karlaliðs KR í körfuknattleik, en liðinu er spáð sigri í Dominos-deildinni í körfuknattleik í vetur. Finnur á von á jafnri og spennandi deild. Meira »

KSÍ verður með tvo bikara til taks

26.9. Knattspyrnusamband Íslands verður með tvo bikara reiðubúna í lokaumferð Pepsi-deildar kvenna á fimmtudag þar sem Íslandsmeistaratitli verður fagnað annað hvort á Akureyri eða í Kópavogi. Meira »

HSÍ með leik KA og Akureyrar til skoðunar

16.10. Handknattleikssamband Íslands er með viðureign KA og Akureyrar í 1. deild karla í handknattleik, Grill 66-deildinni, til skoðunar en leikurinn fór fram á miðvikudaginn í síðustu viku. Meira »

Svæsin matareitrun hjá Þór og leik frestað

6.10. Búið er að fresta leik Grindavíkur og Þórs frá Þorlákshöfn í fyrstu umferð Dominos-deildar karla í körfuknattleik sem átti að fara fram í kvöld. Svæsin matareitrun herjar á lið Þórs. Meira »

Bauð rasismanum birginn á Íslandi

6.10. „Ég hef virkilega notið tímans á Íslandi og hér hef ég eignast vini fyrir lífstíð.“ Þetta segir Brentton Muhammad, landsliðsmarkvörður eyríkisins Antigua og Barbuda í Karabíahafi, í samtali við mbl.is en síðustu þrjú ár hefur Muhammad spilað hér á landi og líkað vel. Meira »

Þetta er bara hundfúlt

5.10. „Það er bara hundfúlt að missa þetta niður í jafntefli og vinna ekki sannfærandi sigur miðað við leikinn. Ég er mjög svekktur með það,“ sagði Ólafur Þór Guðbjörnsson, þjálfari Stjörnunnar, í samtali við mbl.is eftir 1:1 jafntefli liðsins við rússneska meistaraliðið Rossijanka í fyrri viðureign liðanna í 32ja liða úrslitum Meistaradeildar kvenna í knattspyrnu. Meira »

Klofningur í handboltanum eftir brotthvarf Heimis

4.10. Heimir Örn Árnason, sem valinn var annar besti handknattleiksdómari Íslandsmótsins í fyrra, hefur tekið sér frí frá dómgæslu vegna ósættis innan dómarastéttarinnar. Samkvæmt heimildum mbl.is er handknattleikshreyfingin klofin vegna málsins. Meira »

Þetta verður hörkukeppni í vetur

3.10. „Miðað við að vera Íslands- og bikarameistari í fyrra og nú með sama leikmannahóp fyrir utan nýjan Bandaríkjamann þá kemur spáin í sjálfu sér ekki á óvart,“ sagði Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Keflavíkur, í samtali við mbl.is en Keflavík er spáð sigri í Dominos-deild kvenna í körfuknattleik í vetur. Meira »

Söguleg viðureign Víkings í Meistaradeildinni

26.9. Í gær voru liðin 24 ár síðan fyrsti leikur Meistaradeildar Evrópu í handknattleik kvenna fór fram í núverandi mynd en þar voru þáverandi Íslandsmeistarar Víkings í eldlínunni. Meira »

Hættur með HK/Víking eftir sætið í efstu deild

21.9. Jóhannes Karl Sigursteinsson hefur látið af störfum sem þjálfari HK/Víkings í knattspyrnu, aðeins örfáum dögum eftir að hafa stýrt liðinu til sigurs í 1. deild kvenna og upp í efstu deild. Þetta staðfestir hann við mbl.is í dag. Meira »