Andri Yrkill Valsson

Andri Yrkill var fréttaritari íþróttadeildar á Akureyri fyrstu árin og er lausamaður á deildinni frá haustinu 2013. Hann útskrifaðist með BA-próf í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands árið 2016. Twitter: @AndriYrkill

Yfirlit greina

Stefna upp á afmælisárinu

Í gær, 08:27 „Þetta var mjög kærkomið. Í fyrsta skipti í sumar höfðum við spilað svona marga leiki án þess að vinna svo þetta var kærkomið,“ sagði Ásgeir Börkur Ásgeirsson, fyrirliði Fylkis, í samtali við Morgunblaðið en Fylkismenn komust aftur á sigurbraut um helgina með 4:1-sigri á Leikni Fáskrúðsfirði. Meira »

Sjaldan sem maður hittir hann svona vel

í fyrradag „Þetta var virkilega gott í dag, við lögðum leikinn mjög vel upp og fórum mjög vel eftir skipulaginu,“ sagði Gísli Eyjólfsson, leikmaður Breiðabliks, í samtali við mbl.is eftir 3:0-sigur liðsins á Víkingi í Ólafsvík í Pepsi-deild karla í knattspyrnu í kvöld. Meira »

Trúa því að draumurinn geti ræst

17.8. „Auðvitað er mikið í húfi en það er engin aukin pressa á okkur,“ sagði Davíð Þór Viðarsson, fyrirliði FH, í samtali við mbl.is í aðdraganda viðureignarinnar við Braga frá Portúgal í umspili um sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar í vetur. Liðin mætast í fyrri leiknum í Kaplakrika í kvöld. Meira »

„Það er alltaf séns í fótbolta“

15.8. „Það er stór slagur fram undan sem leggst mjög vel í okkur,“ sagði Bergsveinn Ólafsson, leikmaður FH, í samtali við mbl.is fyrir æfingu FH í dag. Á morgun mæta Hafnfirðingar liði Braga frá Portúgal í fyrri viðureign liðanna í umspili um sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar í vetur. Meira »

Ekki allt fengið með því að vera fleiri

14.8. „Það er alltaf gleði þegar þú vinnur leik, því þetta snýst allt um sigra og stig og það er það sem við þurftum,“ sagði Logi Ólafsson, þjálfari Víkings R., í samtali við mbl.is eftir 2:1-sigur á Blikum í Pepsi-deild karla í knattspyrnu í kvöld. Meira »

Víkingar unnu tíu Blika Milosar

14.8. Víkingur Reykjavík gerði góða ferð í Kópavoginn í kvöld og nældi í þrjú stig eftir 2:1-sigur á Breiðabliki í 15. umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu. Milos Milojevic, þjálfari Blika, var þarna að mæta sínu gamla liði í fyrsta sinn en lærisveinar hans spiluðu manni færri frá 38. mínútu eftir að Kristinn Jónsson fékk rautt spjald. Meira »

Langþráður úrslitaleikur FH

12.8. „Við erum að fara í þennan bikarúrslitaleik í fyrsta sinn frá árinu 2010 svo það er mikil tilhlökkun,“ segir Davíð Þór Viðarsson, fyrirliði FH, um bikarúrslitaleikinn við ÍBV á Laugardalsvelli í dag. Meira »

„Við vorum ekkert teknir í nefið“

12.8. „Þú veist að það eru 45 ár síðan,“ segir Viðar Halldórsson, núverandi formaður FH, þegar blaðamaður Morgunblaðsins biður hann um að rifja upp frægan bikarúrslitaleik ÍBV og FH í knattspyrnu á Melavellinum árið 1972. Meira »

Við látum þetta ekki gerast aftur

í fyrradag „Við vorum bara ekki tilbúnir í baráttuna,“ sagði Þorsteinn Már Ragnarsson, leikmaður Víkings Ólafsvíkur, í samtali við mbl.is eftir 3:0-tap liðsins fyrir Breiðabliki í Pepsi-deild karla í knattspyrnu í kvöld. Meira »

Öruggur sigur Breiðabliks í Ólafsvík

í fyrradag Breiðablik sótti þrjú stig vestur þegar liðið heimsótti Víking Ólafsvík í 16. umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu í kvöld. Blikar fóru með þægilegan 3:0-sigur af hólmi og komust með sigrinum upp fyrir Ólsara, sem eru nú þremur stigum frá falli. Meira »

Umræða um peninga ekki að trufla FH-inga

16.8. „Það er alltaf gaman að spila við sterk lið svo þetta verður bara gaman,“ sagði Atli Guðnason, leikmaður FH, í samtali við mbl.is en á morgun mæta FH-ingar liði Braga frá Portúgal í fyrri umspilsleik þeirra um sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar í vetur. Meira »

Milos virtist efst í huga beggja liða

15.8. Það er óhætt að segja að viðureign Breiðabliks og Víkings R. í 15. umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu hafi verið fjörug á Kópavogsvelli í gær. Meira »

„Eins og við höfum ekkert gert á æfingum“

14.8. „Þú getur ekki alltaf skorað þrjú mörk eða fleiri til þess að vinna leik og það hefur verið okkur að falli í sumar,“ sagði Milos Milojevic, þjálfari Breiðabliks, við mbl.is eftir 2:1-tap Blika fyrir Víkingi R. í Pepsi-deild karla í knattspyrnu í kvöld. Meira »

Taktískur þjálfaraslagur

12.8. „Miðað við hvernig deildin hefur spilast getur allt gerst og vonandi endurspeglast það í úrslitaleiknum,“ segir Gunnlaugur Jónsson, þjálfari ÍA, þegar hann spáir í spilin um bikarúrslitaleik ÍBV og FH á Laugardalsvelli í dag. Meira »

Draumur um frægðarför heim til Eyja

12.8. „Við erum spenntir, mjög spenntir,“ segir Sindri Snær Magnússon fyrir bikarúrslitaleik ÍBV og FH á Laugardalsvelli í dag, en hann hefur borið fyrirliðaband ÍBV í sumar. Eyjamenn eru á leið í sinn annan bikarúrslitaleik í röð, en í fyrra töpuðu þeir fyrir Valsmönnum. Meira »

Fyrsti titill Ásgeirs á glæstum ferli

12.8. Ásgeir Sigurvinsson, einn besti knattspyrnumaður Íslands frá upphafi, var í bikarmeistaraliði ÍBV í frægum leik gegn FH þegar liðin áttust við í úrslitaleiknum 1972. Meira »