Auður Albertsdóttir

Auður hefur starfað sem blaðamaður hjá Morgunblaðinu og mbl.is frá því í janúar 2014. Í júní 2014 útskrifaðist hún með B.A. gráðu í bókmenntafræði og sagnfræði frá Háskóla Íslands.

Yfirlit greina

„Við erum að skoða okkur um“

23.5. Fjölmargir voru mættir við opnun Costco í Kauptúni í morgun. Mbl.is var á staðnum og ræddi við viðskiptavini sem voru að skoða sig um í versluninni og velta fyrir sér verðinu. Meira »

Með stjörnur í augunum í Costco

22.5. Íslenskir áhugamenn um Costco létu sig svo sannarlega ekki vanta þegar verslunin var opnuð fyrir boðsgestum og meðlimum í tvo og hálfan tíma í kvöld. Það voru augljóslega margir spenntir fyrir því að fá loksins að skoða sig um í risastóru vöruhúsi Costco enda eru búnar að vera miklar vangaveltur um vöruúrvalið og verðið síðustu vikur og mánuði. Meira »

Costco-sagan endalausa

21.5. Það var 13. mars 2014 í Viðskiptablaði Morgunblaðsins sem fregnir bárust af því að smásölurisinn Costco hefði verulegan áhuga á að opna verslun hér á landi. Mörgum þóttu þetta ótrúlegar fréttir en staðreyndin er sú að verslun Costco opnar í Kauptúni á þriðjudaginn, rúmum þremur árum eftir að fyrstu fregnir af hugmyndinni bárust. Meira »

Selur lítrann af bensíni á 169,9 krónur

21.5. Costco hefur hafið sölu á bensíni fyrir utan verslun sína í Kauptúni sem verður opnuð á þriðjudaginn. Þar kostar lítrinn 169,9 krónur, sem er töluvert lægra verð en hjá íslensku olíufélögunum. Framkvæmdastjóri FÍB segir íslensku olíufélögin skulda neytendum skýringar á verðlagningu sinni. Meira »

Áhrifavaldar þurfa að passa sig

18.5. „Svona duldar auglýsingar eru að aukast, það er engin spurning,“ segir Ólafur Arnarson, formaður Neytendasamtakanna, en í gær greindi Neytendastofa frá því að Krónan og 17 sortir hefðu notað duldar auglýsingar í markaðssetningu í gegnum áhrifavalda á samfélagsmiðlum. Meira »

Loka Topshop á Íslandi

16.5. Topshop í Smáralind verður lokað seinna í þessum mánuði og sömu búð í Kringlunni í lok ágúst. Forstjóri Haga, sem reka búðirnar, segir að smásölumarkaður hafi verið erfiður hér á landi frá hruni. Meira »

Spáir sínum manni 4. eða 5. sætinu

13.5. „Ég held að Robin muni ganga nokkuð vel. Þetta er nútímalegt popplag og flutningurinn sker sig úr. Við erum líka heppin með uppröðunina, lagið er á milli tveggja ballaða sem verður mjög gott fyrir lagið,“ segir Torbjörn Ek, blaðamaður hjá hinu sænska Aftobladet, í samtali við blaðamann mbl.is í blaðamannahöllinni í Kænugarði. Meira »

Trúir á bjarta framtíð Úkraínu

12.5. Úkraínska söngkonan Ruslana hefur ekki komið fram á stórum opinberum viðburðum í nokkur ár vegna ástandsins í Úkraínu. Hún horfir nú bjartsýn fram á veginn og trúir því að framtíð Úkraínu sé björt. Meira »

Yfir 40 þúsund hafa skráð sig

23.5. Yfir 40 þúsund manns hafa sótt um aðild að vöruhúsi Costco sem opnar núna klukkan 9. Að sögn Brett Vig­elskas, fram­kvæmda­stjóra Costco á Íslandi hefur bæst ört í hópinn síðustu vikur og daga. Vigelskas segir 40.000 mjög stóran aðildarhóp og þann stærsta í Costco í Evrópu. Meira »

Skeljungur mun ekki keppa við Costco

22.5. „Við lítum þetta mjög jákvæðum augum. Opnunarverðið þeirra er á þeim nótum sem við höfðum ráðgert. Þeir eruð mjög nálægt kostnaðarverði og það er í takt við hvernig þeir hafa gert þetta annars staðar,“ segir Valgeir Baldursson, forstjóri Skeljungs um hvernig honum litist á verðið hjá Costco. Meira »

„Þetta sýnir hvað hún er öflug“

21.5. „Þetta sýnir bara hvað hún er öflug, gefst ekki upp og klárar það sem hún einsetur sér,“ segir Haraldur Örn Ólafsson, einnig þekktur sem Haraldur pólfari, um árangur Vilborgar Örnu Gissurardóttur, sem varð í nótt sjöundi Íslendingurinn til að komast á topp Everest. Fimmtán ár eru síðan Haraldur komst á topp Everest. Meira »

Aðeins 43% þiggja húsaleigubætur

18.5. 17% þjóðarinnar eru á leigumarkaði en 70% í eigin húsnæði. Leigumarkaðurinn hefur stækkað síðustu ár en árið 2008 voru 12% þjóðarinnar á leigumarkaði. Þetta er meðal þess sem fram kemur í niðurstöðum viðhorfskönnunar Íbúðalánasjóðs meðal almennings um stöðu húsnæðismála. Meira »

Íslenskt fyrirtæki selt til San Francisco

17.5. Bandaríska leitarfyrirtækið Lucidworks hefur fest kaup á fyrirtækinu Twigkit, sem stofnað var af Hirti Stefáni Ólafssyni og Bjarka Hólm. Twigkit framleiðir hugbúnað sem gerir mönnum kleift að byggja sérsniðnar lausnir og notendaviðmót til að leita í innri gögnum fyrirtækja og setja fram niðurstöðurnar á skýran og einfaldan hátt. Meira »

„Mjög góður dagur fyrir Portúgal“

13.5. „Ég held að þetta verði mjög góður dagur fyrir Portúgal,“ segir portúgalski blaðamaðurinn Filipe í samtali við blaðamann mbl.is í Eurovision-blaðamannahöllinni þegar rúmur hálftími er í að úrslit Eurovision hefjist. „Við munum skrifa okkur í sögubækurnar í kvöld,“ segir hann en Portúgal er spáð mjög góðu gengi í keppninni, jafnvel sigri. Meira »

Mílanó eða Lissabon á næsta ári?

13.5. Ég hef verið að söngla rúmenska jóðlið síðan á fimmtudaginn og lagið frá Hvíta-Rússlandi er nokkuð grípandi með góðu „hey-i og hó-i“ sem minnir eflaust suma á fyrstu lög íslensku sveitarinnar Of Monsters and Men. Meira »

Má ekki ritskoða sig of mikið

12.5. Sjónvarpsmaðurinn Gísli Marteinn Baldursson kynnir Eurovision í ár og gerir það í áttunda skiptið. Hann segir mikinn undirbúning felast í starfinu og að markmiðið sé að segja skemmtilega og sniðuga hluti án þess þó að særa neinn. Þó má ekki ritskoða sig of mikið. Meira »