Auður Albertsdóttir

Auður hefur starfað sem blaðamaður hjá Morgunblaðinu og mbl.is frá því í janúar 2014. Í júní 2014 útskrifaðist hún með B.A. gráðu í bókmenntafræði og sagnfræði frá Háskóla Íslands.

Yfirlit greina

Flestir geta tengt við unglingana í SKAM

í fyrradag Frásögnin í norsku unglingaþáttunum SKAM er hrein og bein án þess að ofbjóða og flestir geta tengt við sögurnar og það sem persónur þáttana eru að glíma við. Þetta segir markaðsstjóri Norræna hússins í samtali við mbl.is en síðar í vikunni hefst þar fjögurra daga SKAM-hátíð. Meira »

Hræðilegur missir fyrir foreldrið

26.3. Það vakti töluverða athygli í vikunni þegar faðir flugmanns, sem er sagður ábyrgur fyrir því þegar farþegaþota Germanwings hrapaði árið 2015, lýsti því yfir að sonur hans hefði ekki viljandi grandað vélinni. En hvernig geta foreldrar fjöldamorðingja sætt sig við gjörðir barna sinna? Meira »

Aðeins fimmtungur sveitarstjóra konur

22.3. Lítil sem engin hækkun hefur orðið á hlutfalli kvenna í stöðu sveitarstjóra hér á landi síðustu tólf árin. Rétt rúmur fimmtungur sveitarstjóra eru konur, eða 16 á móti 58 körlum. Hlutfallið hefur hækkað um rúm 10 prósentustig frá aldamótum. Meira »

Þrír með en 65 á móti

20.3. 69 umsagnir um nýtt áfengisfrumvarp má finna á vef Alþingis. Þrjár þeirra eru jákvæðar í garð frumvarpsins en restin er nokkuð neikvæð. Þeir sem leggjast gegn frumvarpinu eru af ýmsum toga en þar má m.a. finna Bruggverksmiðjuna Kalda og Stefán Pálsson, sagnfræðing og bjóráhugamann. Meira »

Daði gæti stolið senunni

11.3. Eurovision-sérfræðingar sem mbl.is ræddi við eru sammála um það að Söngvakeppni Sjónvarpsins sé sérstaklega sterk í ár. Þau telja bæði að Svala Björgvinsdóttir eigi góða möguleika á að vinna en segja að Daði Freyr Pétursson gæti vel stolið senunni. Meira »

Samdi lagið um hánótt

10.3. Lagið Nótt eft­ir Svein Rún­ar Sig­urðsson tek­ur þátt í úr­slit­um Söngv­akeppni Sjón­varps­ins á laug­ar­dag­inn. Sveinn seg­ir lagið hafa verið samið um hánótt vegna anna, rétt eins og flest önn­ur lög hans. Sveinn er sprenglærður tónlistarmaður en hann starfar einnig sem yf­ir­lækn­ir heilsu­gæslu Akra­ness. Meira »

„Aron hefur alltaf verið stjarna“

9.3. Lagið Þú hefur dáleitt mig var ekki endilega samið með Söngvakeppni Sjónvarpsins í huga heldur frekar sem sumargleðismellur. Þórunn Erna Clausen, einn höfundur lagsins, segir það hins vegar aldrei hafa verið vafaatriði að Voice-stjarnan Aron Brink myndi flytja lagið. Meira »

Bjóst ekki við þessum viðbrögðum

8.3. Daði Freyr Pétursson er flytjandi og lagahöfundur lagsins Hvað með það sem komst í úrslit Söngvakeppni Sjónvarpsins á laugardaginn. Í samtali við mbl.is segir Daði að Söngvakeppnin hafi verið eitthvað sem hann hélt að hann myndi aldrei gera og segist hafa fengið miklu meira út úr þátttökunni en hann bjóst við. Meira »

Óþolandi ástand fyrir íbúana

28.3. Gert er ráð fyrir mjög hertum takmörkunum á rútuumferð í miðborginni í tillögum stýrihóps borgarinnar sem birtar voru fyrr í mánuðinum. Takmarkanirnar ná til stórra og lítilla rúta og breyttra jeppa. Meira »

Ekki í lagi að vera eina konan á fundum

23.3. Núverandi og fyrrverandi kvenkyns bæjarstjórar sem mbl.is ræddi við í dag eru sammála um að hlutfall kvenna í stöðum sveitar- og bæjarstjóra eigi að vera miklu hærra og hvetja þær konur til að gefa kost á sér. Í dag er aðeins 16 sveitarfélögum af 74 stjórnað af konum. Meira »

Hrædd um að þekkingin sé að glatast

22.3. Slysavarnir þurfa að vera stöðugt í gangi og ekki er hægt að horfa á þær sem tímabundið verkefni. Þeir sem þeim sinna þurfa alltaf að sjá inn í framtíðina og fylgjast með hvaða þróun er í gangi hverju sinni. Herdís Storgaard, framkvæmdastjóri Miðstöðvar slysavarna barna, óttast að þekkingin glatist. Meira »

Hélt í sér í átta tíma

15.3. „Ég var bara beðin um að gera þetta. Ég er alltaf til í eitthvert flipp þannig að ég sagði bara já,“ segir Monika Rögnvaldsdóttir, nemandi í Menntaskólanum á Akureyri, sem hélt sig í kassa í skólanum í átta tíma í gær til styrktar góðu málefni. Meira »

„Ég var alveg rosalega ánægð“

11.3. Svala Björgvinsdóttir flytur lagið Paper í úrslitum Söngvakeppni Sjónvarpsins á laugardaginn. Hún segir það hafa verið ótrúlega gaman að komast áfram í úrslit keppninnar og sjá hvernig fólk tengir við lagið. Meira »

Frábært að fá annað tækifæri

10.3. „Það var svolítið fyndið að fara aftur í Eurovision-gallann en mjög gleðilegt.[...] Ég lít á þetta sem annan séns,“ segir Hildur Kristín Stefánsdóttir en lag hennar Bammbaramm, komst ekki áfram í undanúrslitunum eftir símakosningu í Söngvakeppni Sjónvarpsins en var valið áfram í úrslitin af dómnefnd sem svokallaður Svarti Pétur. Meira »

Ólýsanleg tilfinning að komast í úrslit

9.3. „Við erum ósköp róleg í þessu. Við erum öll að vinna okkar vinnu og með lítil börn og svona þannig að okkar plan er aðallega að halda okkur frá flensu og njóta laugardagsins.“ Þetta segir Hólmfríður Ósk Samúelsdóttir, laga- og textahöfundur lagsins Til mín, sem tekur þátt í úrslitum Söngvakeppni Sjónvarpsins sem fram fer á laugardaginn. Meira »

Nett grín á bak við lagið fyrst

7.3. Tónlistarmaðurinn Rúnar Freyr Rúnarsson eða Rúnar Eff eins og hann kallar sig er Akureyringur í húð og hár. Hann tekur þátt í úrslitakvöldi Söngvakeppni Sjónvarpsins á laugardaginn og er fimmti á svið. Meira »