Auður Albertsdóttir

Auður hefur starfað sem blaðamaður hjá Morgunblaðinu og mbl.is frá því í janúar 2014. Í júní 2014 útskrifaðist hún með B.A. gráðu í bókmenntafræði og sagnfræði frá Háskóla Íslands.

Yfirlit greina

Opnuðu íslenska ísbúð í Stavanger

20.7. Íslensk ísbúð var opnuð í norsku borginni Stavanger í gær. Viðbrögðin hafa ekki látið á sér standa og var röð út úr dyrum bæði í gær og í dag. Eigendur ísbúðarinnar, sem heitir Moogoo, eru tvö íslensk pör, þau Elín Jónsdóttir, Daníel Sigurgeirsson, Guðrún Eyjólfsdóttir og Sigurður Rúnar Ragnarsson. Meira »

Hagar muni svara fyrir sig

7.7. Það er ekki óeðlilegt að sala Haga hafi minnkað fyrstu vikurnar eftir opnun Costco, að sögn Bjarka Péturssonar, sölu- og markaðsstjóra Zenter, og segir hann það sama eflaust eiga við aðra íslenska aðila á smávörumarkaðinum. Íslensku keðjurnar eigi að vissu leyti eftir að svara fyrir sig. Meira »

Airbnb hefur innheimt 30 milljarða

4.7. Airbnb hefur innheimt meira en 300 milljónir dala í skatta og gjöld fyrir yfirvöld í 310 umdæmum þar sem starfsemi fyrirtækisins fer fram. Þetta kemur fram í skriflegu svari Airbnb við fyrirspurn mbl.is þar sem spurt var út í samstarf fyrirtækisins við yfirvöld vegna innheimtu gjalda og skatta. Meira »

Vilja breyta hugsunarhætti fólks

22.6. Elísabet Gunnarsdóttir bloggari og eigandi Trendnets og fatahönnuðurinn Andrea Magnúsdóttir hafa nú tekið höndum saman til styrktar Kvennaathvarfsins með sölu á stuttermabolum með áletruninni KONUR ERU KONUM BESTAR. Elísabet segir í samtali við mbl.is að áletrunin sé lítil breyting á gamallri línu en mikil breyting á hugafari. Meira »

Ástæða til að hafa miklar áhyggjur

19.6. Ferðaþjónusta á Íslandi er að tapa samkeppnishæfni og staða atvinnugreinarinnar er að mörgu leyti mjög erfið að sögn Helgu Árnadóttur, framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar. Helga segir neyslumynstur ferðamannsins að breytast og að skýr merki séu um að bókunum fram í tímann sé að fækka. Meira »

Verið að búa til nýja möguleika

15.6. Bæjarstjóri Akranesskaupstaðar telur að ný ferja á milli Reykjavíkur og Akraness sem hefur áætlunarsiglingar eftir helgi verði mikil samgöngubót, bæði fyrir Skagamenn og Reykvíkinga. Ferjan fer í sína fyrstu áætlunarferð á mánudaginn. Ferðin mun taka 25 mínútur og tekur ferjan 110 manns í sæti. Meira »

Ferðin mun taka 25 mínútur

13.6. Áætlunarsiglingar milli Reykjavíkur og Akraness hefjast á mánudaginn. Farið verður þrisvar á dag í ferju sem tekur 110 manns í sæti og er keypt frá Noregi „Ferjan mun heita Akranes og er frá árinu 2007 sem er mjög nýtt í skipageiranum,“ segir Ólafur William Hand, markaðsstjóri Eimskipa. Meira »

Sest í helgan stein eftir 50 ára starf

9.6. Um mánaðamótin verður Skóvinnustofu Hafþórs við Garðastræti lokað og eigandinn sest í helgan stein eftir fimmtíu ára starf. „Ég er kominn á aldur og búinn að vera í þessu í 50 ár þannig mér fannst kominn tími til að breyta til,“ segir eigandi stofunnar, Hafþór Edmond Byrd í samtali við mbl.is. Meira »

Miða sig alltaf við karlana

9.7. Karlaklíka stendur í vegi kvenkyns millistjórnenda þegar kemur að myndun eðlilegs tengslanets og konur eiga það til að álasa sér fyrir að skorta karllæga eiginleika. Störf yfirstjórnenda eru sköpuð af karlmönnum fyrir karlmenn þar sem hröð ákvarðanataka og að fórna sér fyrir starfið er í fyrirrúmi. Meira »

Má helst rekja til komu Costco

6.7. Verri afkomu Haga og lækkanir á bréfum félagsins í Kauphöllinni má helst rekja til komu Costco hingað til lands. Þetta er mat hagfræðinga hjá Arion banka og Landsbankanum sem mbl.is ræddi við í dag. Meira »

Hefur veikst um rúm 4% gagnvart evru

22.6. Síðustu 30 daga hefur krónan veikst um rúmlega 4% gagnvart evru og 4,5% gagnvart Bandaríkjadal. Þá hefur gengisvísitalan hækkað um 6,5% frá 9. júní. Forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans segir þetta talsvert miklar sveiflur en alls ekki óeðlilegar. Meira »

Bretum fækkaði um 28%

20.6. Bretar voru 7,8% erlendra ferðamanna hér á landi í maí og fækkaði þeim talsvert á milli ára eða um 28% samkvæmt tölum Ferðamálastofu sem birtar voru í gær. Hagfræðingur hjá Arion banka segir þetta mikla breytingu en að þó sé of snemmt að draga miklar ályktanir af fækkuninni. Meira »

Sér um leið og einhver missir athyglina

18.6. Sprota­fyr­ir­tækið Costner vinn­ur að ís­lensk­um hug­búnaðarlausn­um sem styðja við ein­stak­lings­miðaða kennslu. Sala á for­rit­um fyr­ir­tæk­is­ins hefst í haust en hug­mynda­vinn­an bak við lausn­irn­ar fór af stað fyr­ir þrem­ur árum. Þró­un­in hef­ur verið í gangi síðan í janú­ar 2016. Meira »

Brauð&Co færir út kvíarnar

14.6. Brauð&Co ætlar að færa út kvíarnar en á næstu dögum opnar bakaríið í húsnæði Gló í Fákafeni. Síðan verður bakaríið með útibú í Mathöllinni við Hlemm sem á að opna í sumar og í dag var skrifað undir samning um fjórða útibúið, sem verður við Hofsvallagötu, við hliðina á Kaffihúsi Vesturbæjar. Meira »

Allt annað bankaumhverfi en 2008

13.6. Aðskilnaður viðskiptabanka- og fjárfestingarbankastarfsemi er mögulega ekki eins nauðsynlegur og hann hefði verið fyrir hrun að sögn fjármálaráðherra. Hann segir að nú þurfi að skoða ítarlega kosti og galla blandaðrar leiðar en í morgun var kynnt skýrsla starfshóps ráðherra um málið. Meira »

Viðbrögð við aukinni samkeppni

9.6. Með kaupum á smásölufélögum síðustu vikur eru olíufélögin N1 og Skeljungur að bregðast við breyttu landslagi á markaðinum. Hagar leika síðan sama leik með kaupum sínum á Olís. Sérfræðingur hjá Landsbankanum segir breytingar síðustu vikna ekki koma á óvart. Meira »