Andri Steinn Hilmarsson

Andri Steinn Hilmarsson er blaðamaður á mbl.is og hefur verið hjá Árvakri sem blaðamaður síðan 2014, bæði á mbl.is og Morgunblaðinu. Hann leggur stund á hagfræði við Háskóla Íslands.

Yfirlit greina

Hækkun veiðigjalda mönnum löngu ljós

13:30 „Þetta er búið að vera ljóst lengi. Þetta er engin staða sem er að koma upp núna,“ segir Þorsteinn Pálsson, formaður sáttanefndar um sjávarútveg, en Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegsráðherra skipaði nefndina í vor. Meira »

Milljón rúmmetrar af skólpi í sjóinn

í fyrradag Tæplega milljón rúmmetrar af skólpi fóru í sjóinn á þeim átján dögum sem neyðarloka dælustöðvarinnar í Faxaskjóli var opin, en frá þessu greindi Inga Dóra Hrólfsdóttir, framkvæmdastjóri Veitna, á blaðamannafundi í Félagsheimilinu Elliðaárdal í dag. Meira »

Byggðu upp netveldi sem byrjaði á fikti

10.7. Vinirnir Snæþór Guðjónsson og Guðmundur Guðmundsson áttu ekki von á því að aðeins nokkrum árum eftir smá fikt á Facebook yrðu þeir komnir með stórt netfyrirtæki, með nokkra starfsmenn í vinnu og góðar, stöðugar tekjur. Meira »

Ný matsskylduákvörðun í lok sumars

7.7. Skipulagsstofnun hefur ákveðið að hefja undirbúning að töku nýrrar matsskylduákvörðunar vegna hótels Fosshótela við Mývatn samkvæmt lögum um mat á umhverfisáhrifum. Ákvörðunin mun liggja fyrir í lok sumars. Meira »

Horfi á gæði náms, ekki einstaka skóla

6.7. Verðandi skólameistari Fjölbrautaskólans við Ármúla fagnar heildstæðri endurskoðun á menntakerfinu og hefur skilning á því að stjórnvöld skoði sameiningu námsbrauta. Honum þótti vinnubrögð menntamálaráðuneytisins við athugun á kostum og göllum sameiningar FÁ og Tækniskólans óvönduð. Meira »

Aftur dæmdir í fangelsi í Marple-máli

4.7. Helstu sakborningar í Marple-málinu svokallaða voru aftur dæmdir í fangelsi í dag fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur en fyrri dómur héraðsdóms var ómerktur því einn dómenda var úrskurðaður vanhæfur vegna ummæla hans og athafna á samfélagsmiðlum. Málið snýst um átta milljarða færslu til félagsins Marple. Meira »

Norðmenn annist tilraunaverkefnið

3.7. Yfirmaður sjúkraflutninga á Suðurlandi leggur til að farin verði sama leið hér á landi í sjúkraflutningum í lofti og Danir fóru með því að taka norskar þyrlur til reynslu til styttri tíma. Danir enduðu á að semja við Norðmenn um rekstur á þremur sjúkraþyrlum. Meira »

Segir galið að taka flugið frá Gæslunni

27.6. Landhelgisgæslan er mótfallin hugmyndum fagráðs um sjúkraflutninga um að færa flugrekstur ríkisins undir sérstaka flugrekstrarstofnun. Í gær var skýrsla ráðsins kynnt um sjúkraflutninga þar sem lagt var til að fengin yrði ný sérstök sjúkraþyrla til þess að sinna útköllum á Suðurlandi og Vesturlandi. Meira »

Ingibjörg Sólrún tekin til starfa

08:05 Ingibjörg Sólrún Gísladóttir skrifaði í gær undir samning til þriggja ára sem framkvæmdastjóri Lýðræðis- og mannréttindastofnunar ÖSE. Stofnunin er lítt þekkt almenningi þar sem hún er meira að beita sér gegn aðildarríkjum en ekki opinberlega. Hún tók formlega við stöðunni í gær. Meira »

Kvartmilljarðstjón vegna Perlu

12.7. Stálsmiðjunni, sem rekur Reykjavíkurslipp og tryggingafélagi félagsins, Tryggingamiðstöðinni, var í dag gert að greiða Sjóvá um 113 milljónir króna vegna tjónsins sem hlaust þegar sanddæluskipið Perla sökk í Reykjavíkurhöfn í lok árs 2015. Perla hafði verið í slipp hjá Stálsmiðjunni. Meira »

Í miðju ófriðarins í Hamborg

7.7. Á annað hundrað lögregluþjónar hafa særst í átökum við mótmælendur í Hamborg í Þýskalandi síðan í gær en ófriðarástand ríkir í borginni þar sem leiðtogafundur G20-ríkjanna fer fram um helgina. mbl.is komst í samband við Lárus Pál Ólafsson sem lenti í borginni í dag. Meira »

Umhverfi framhaldsskólanna breytt

6.7. Menntamálaráðuneytisins bíður það verkefni að greina framhaldsskólakerfið í ljósi þeirra breytinga sem eru að verða í umhverfi framhaldsskólanna. Þetta segir menntamálaráðherra sem var gagnrýndur fyrir að setja af stað vinnu við athugun á kostum og göllum hugsanlegrar sameiningar FÁ og Tækniskólans. Meira »

Hreiðar Már áfrýjar í Marple-máli

5.7. Hörður Felix Harðarson, lögmaður Hreiðars Más Sigurðssonar, fyrrverandi forstjóra Kaupþings og eins sakborninga í Marple-málinu svonefnda, segir að dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem féll í gær verði áfrýjað. Hann segir efnislega niðurstöðu dómsins ranga í öllum atriðum. Meira »

Ræða sjúkraþyrlu á breiðari grunni

3.7. Sigríður Andersen dómsmálaráðherra telur einboðið að skoða frekar kosti þess að taka í notkun sjúkraþyrlu hér á landi. Fagráð um sjúkraflutninga kynnti í síðustu viku skýrslu þar sem lagt er til að fengin verði til reynslu sjúkraþyrla sem þjónusti Suðurland og Vesturland. Meira »

Minni þyrlur koma ekki í stað stærri

27.6. Ekki ert gert ráð fyrir sjúkraþyrlu í kaupum Landhelgisgæslunnar á þremur nýjum þyrlum á árunum 2019 til 2021 en þyrlurnar þrjár koma í stað núverandi vélakosts Landhelgisgæslunnar sem á eina af þremur þyrlunum sem stofnunin hefur til umráða. Sú sem er í eigu Gæslunnar er yfir 30 ára en hinar tvær eru leigðar. Meira »

Ástandið orðið betra en fyrir hrun

27.6. Ísland kemur mjög vel út í nýrri skýrslu OECD. Gildir einu hvort miðað sé við önnur OECD-ríki eða Norðurlöndin. Hagvöxtur mælist hvergi meiri innan OECD-ríkjanna en á Íslandi, jöfnuður er hér mestur sé litið til tekna einstaklinga, jöfnuður milli kynjanna mestur og fátækt hvergi minni en á Íslandi. Meira »