Ingileif Friðriksdóttir

Ingileif Friðriksdóttir hefur starfað sem blaðamaður á Morgunblaðinu og á mbl.is frá því í júní 2014. Hún útskrifaðist sem stúdent frá Verzlunarskóla Íslands árið 2013 og stundar nú laganám við Háskóla Íslands.

Yfirlit greina

Svanapar „ættleiddi“ gæsaunga

19:51 Svanapar sem hefur komið á hverju ári á sama stað í Mýrdal og komið upp 5-6 ungum virðist nú hafa breytt til í barneignarmálum. Nú eru ungarnir þeirra tveir, en auk þess virðast þau hafa „ættleitt“ tvo gæsaunga. Meira »

Sagan af Sölku Sól sem varð að Sögu

í gær Foreldrar Sölku Sólar Eyfeld, söngkonu, bjuggust líklega ekki við því að eignast nokkurn tímann aðra Sölku Sól, en það gerðist á dögunum þegar þau tóku að sér munaðarlausan hvolp. Salka Sól deildi fallegri sögu af atvikinu á samfélagsmiðla í dag, en mbl.is sló á þráðinn til hennar til að heyra meira Meira »

Mistök ollu biluninni

19.5. Mistök við viðgerð á farþegaferjunni Baldri í morgun ollu því að ferjan varð vélarvana á milli lands og Vestmannaeyja á öðrum tímanum í dag. Þetta segir Gunnlaugur Grettisson, rekstrarstjóri Herjólfs. Skipið er nú komið aftur í gang og er á leið til Eyja. Meira »

Þriðja skipverjanum sleppt

19.1. Ekki verður farið fram á gæsluvarðhald yfir þriðja skipverjanum af græn­lenska tog­ar­an­um Pol­ar Nanoq, sem var handtekinn í gærkvöldi um borð í skipinu. Unnið er nú í því að sleppa honum úr haldi. Þetta segir Grímur Grímsson, yf­ir­lög­regluþjónn hjá lög­regl­unni á höfuðborg­ar­svæðinu. Meira »

Málið í algjörum forgangi hjá lögreglu

15.1. Lög­reglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir enn eftir Birnu Brjáns­dótt­ur, sem er fædd árið 1996, en síðast er vitað um ferðir hennar í miðborg Reykja­vík­ur um kl. 5 aðfaranótt laugardags. Málið er í algjörum forgangi hjá lögreglu og unnið er úr öllum vísbendingum sem berast. Meira »

Allir geti tekið þátt í leitinni

15.1. Enn hefur ekkert spurst til Birnu Brjánsdóttur sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsti eftir í gærkvöldi. Ættingjar og vinir Birnu leita nú að henni í Flatahrauni í Hafnarfirði þar sem síðast var kveikt á síma hennar, en að sögn móður Birnu geta allir sem vilja tekið þátt í leitinni. Meira »

Páll segir Bjarna hafa gert mistök

14.1. „Ég lít á þetta sem mistök en formaður flokksins er skynsamur maður og ég held að hann muni leiðrétta þetta,“ sagði Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í Vikulokunum á Rás 1 um ráðherraval Bjarna Benediktssonar, formanns flokksins. Meira »

Gat ekki hafnað tækifærinu

30.10. „Mér líst ákaflega vel á þetta,“ segir Ari Trausti Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur, rithöfundur og fyrrverandi forsetaframbjóðandi, sem kemur inn sem nýr þingflokksmaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs. Ari er sá elsti sem mun setjast á þing á kjörtímabilinu. Meira »

„Mjög mikið að gera“ í Costco

17:22 „Þetta hefur gengið mjög vel í dag,“ segir Brett Vigelskas, framkvæmdastjóri Costco á Íslandi, um opnun verslunarinnar í dag. Segir hann fjölda fólks hafa lagt leið sína þangað í dag og fjöldinn hafi aukist eftir því sem liðið hafi á daginn. Meira »

„Ég hafna þessu alfarið“

19.5. „Ég hafna því alfarið að ákvarðanir sem ég hef tekið hafi veikt stöðu Neytendasamtakanna,“ segir Ólafur Arnarson, formaður Neytendasamtakanna, en stjórn samtakanna samþykkti vantraustsyfirlýsingu á formanninn á síðasta stjórnarfundi sem haldinn var 6. maí. Meira »

Aukning á kynsjúkdómum áhyggjuefni

19.5. „Þessi aukning á kynsjúkdómum er áhyggjuefni og við erum að fylgjast vel með henni,“ segir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Í farsóttaskýrslu sóttvarnalæknis sem birt var í gær kom m.a. fram að á síðasta ári hafi orðið marktæk aukning á fjölda einstaklinga með HIV-sýkingu, lekanda og sárasótt. Meira »

Ýmsar vísbendingar fundist í skipinu

19.1. Ýmsar vísbendingar hafa fundist um borð í grænlenska togaranum Polar Nanoq við leit lögreglu þar í nótt og í dag sem nýtast í rannsókninni um hvarf Birnu Brjánsdóttur. Þetta segir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Meira »

„Gerum allt sem hægt er“

15.1. „Við erum að skoða alla möguleika og gerum allt sem hægt er til að hún finnist.“ Þetta segir lögreglan á höfuðborgarsvæðinu á Facebook-síðu sinni um leitina að Birnu Brjánsdóttur, en fjölmargir kalla nú eftir því að gerð verði allsherjarleit að Birnu. Meira »

„Enn ákveðin stjórnarkreppa“

14.1. „Það mætti segja að það sé enn ákveðin stjórn­ar­kreppa,“ sagði Svandís Svavarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, í Vikulokunum á Rás 1 í morgun. Sagði hún ríkisstjórnarflokkana augljóslega ekki hafa náð að koma sér saman um mörg stór mál, sem sýni sig í því hversu almennt orðaður stjórnarsáttmálinn sé. Meira »

Vaknaði sem þingmaður

30.10. „Þetta var óneitanlega svolítið sérkennilegt,“ segir Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, sem í morgun vaknaði við skilaboð þess efnis að hann væri orðinn þingmaður. Þegar Jón hafði farið að sofa um klukkan hálffjögur í nótt taldi hann nánast útilokað að hann kæmist inn á þing. Meira »

Stórsigur Bjarna Benediktssonar

30.10. „Við erum að hittast í kjölfar kosninganna til að bera saman bækur okkar og fallast í faðma og fagna árangrinum líka,“ segir Bjarni Bene­dikts­son, formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, en þingflokkurinn fundar nú í Valhöll. Meira »