Ingileif Friðriksdóttir

Ingileif Friðriksdóttir hefur starfað sem blaðamaður á Morgunblaðinu og á mbl.is frá því í júní 2014. Hún útskrifaðist sem stúdent frá Verzlunarskóla Íslands árið 2013 og stundar nú laganám við Háskóla Íslands.

Yfirlit greina

Barnaníð í skjóli kirkjunnar

18.7. Ásakanir um kynferðisofbeldi innan kaþólsku kirkjunnar hafa víða komið upp á undanförnum árum, meðal annars hér á landi. Hér eftir verður farið yfir nokkur stór mál sem snúa að kynferðisofbeldi innan kirkjunnar, hér á landi og víðar. Meira »

Lífsbarátta fyrir dómstólum

11.7. Hann er ellefu mánaða gamall og berst fyrir lífi sínu. Foreldrar hans hafa safnað rúmri milljón punda til að koma honum til Bandaríkjanna í tilraunameðferð en dómstólar segja nei. Lífsbarátta Charlie Gard hefur vakið athygli heimsbyggðarinnar síðustu mánuði, en mbl.is skoðaði málið ítarlega. Meira »

Fleiri fjölkærir en marga grunar

7.7. „Þetta er mjög jákvætt,“ segir Jökull Veigarsson, tvítugur fjölkær (e. polyamorous) maður, um ný kólumbísk lög sem heimila samband þriggja. Um sé að ræða skref fram á við, sem íslenski löggjafinn megi taka til fyrirmyndar. Meira »

Skólpið hætt að flæða í bili

6.7. Búið er að loka neyðarlúgu í skólpdælustöð við Faxaskjól þar sem 750 lítrar af skólpi hafa flætt út í hafið á sekúndu seinustu daga. Er skólpið því hætt að renna út í sjó, en um er að ræða bráðabirgðalausn. Á mánudag verður reynt að koma stöðinni í rétt horf. Meira »

Ekki standi til að lögleiða fjölsambönd

5.7. „Það hafa ekki verið neinar vangaveltur hér á landi um að breyta lögum í þessa veru,“ segir Hrefna Friðriksdóttir, prófessor í fjölskyldu- og erfðarétti við lagadeild Háskóla Íslands, um sambönd fleiri en tveggja einstaklinga. Meira »

„Þetta er risastórt dæmi“

3.7. „Ég er mjög spenntur. Það er ótrúlega gaman að fá að vera partur af þessum heimi,“ segir Ólafur Darri Ólafsson, en eins og mbl.is greindi frá munu hann og Ingvar E. Sigurðsson fara með hlutverk í nýrri Fantastic Beasts mynd sem kemur út í nóvember 2018. Meira »

Ekki standi til að sameina MR og Kvennó

27.6. Ekki stendur til að sameina Menntaskólann í Reykjavík og Kvennaskólann í Reykjavík, eins og fyrrverandi rektor MR segist óttast á forsíðu Fréttablaðsins í dag. Þetta staðfestir Kristján Þór Júlíusson, mennta- og menningarmálaráðherra í samtali við mbl.is. Meira »

Lést á 10 ára afmælisdaginn

26.6. Ragnar Emil Hallgrímsson lést í gær á 10 ára afmælisdeginum sínum. Ragnar þjáðist af sjaldgæfum taugahrörnunarsjúkdómi, SMA-1. Móðir hans sagði frá fráfalli hans á Facebook-síðu sinni í gær. Meira »

Fengu nóg og vildu gera eitthvað

13.7. „Við erum tveir samstarfsfélagar sem eigum fjórar dætur sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi. Það er fáránlegt,“ segir Bergur Þór Ingólfsson sem ásamt Þresti Leó Gunnarssyni skrifaði pistil í Fréttablaðið í dag. Þar gagnrýna leikararnir stjórnvöld fyrir að hafa veitt Robert Downey uppreist æru. Meira »

Fengu nóg af kulda og fluttu til Kanarí

9.7. Fyrir tveimur árum fengu hjónin Hulda Magnúsdóttir og Sigurður Páll Sigurðsson nóg af kuldanum á Íslandi og fluttu til Kanaríeyja með syni sína þrjá. Þau settu líf sitt á Íslandi á pásu í eitt ár og flugu út á nýjar slóðir, hvert með eina ferðatösku. Meira »

Lýtalæknar neita að veita upplýsingar

6.7. Hér á landi liggja hvorki fyrir upplýsingar um algengi aðgerða sem gerðar eru á kynfærum kvenna né um aldur kvenna sem fara í aðgerðirnar. Persónuvernd telur landlækni óska eftir of ítarlegum upplýsingum sem brjóti gegn persónuverndarlögum. Meira »

„Þetta er mjög bagalegt“

6.7. Umhverfisstjóri Orkuveitu Reykjavíkur segir það mjög bagalegt að óhreinsað skólp renni út í sjó við Faxaskjól í Reykjavík. Hart sé hins vegar unnið að viðgerð við erfiðar aðstæður. Fulltrúar frá heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur eru nú á leið niður að fjörunni til að taka sýni og meta aðstæður. Meira »

„Er ég með óeðlilega píku?“

4.7. Óskir um skapabarmaaðgerðir hafa færst mikið í aukana á síðustu árum, og sumir kenna klámvæðingu um. Lýtalæknar benda hins vegar á að um nauðsynlegt úrræði sé að ræða fyrir konur sem finna fyrir óþægindum vegna síðra skapabarma. mbl.is fór ofan í saumana á málinu og ræddi við sérfræðinga. Meira »

Bílstóllinn hafi bjargað lífi barnsins

3.7. Bílstóll með baki varð sjö ára gamalli stúlku til happs þegar hún slapp nánast ómeidd eftir harða aftanákeyrslu á Snæfellsnesi síðastliðinn miðvikudag. Þetta segir faðir stúlkunnar í samtali við mbl.is, en móðir hennar birti myndir af bílnum á Facebook í gær. Meira »

Ferð um Hörpu á 1.500 krónur

27.6. „Þetta snýst um að taka hófstillt gjald fyrir góða þjónustu,“ segir Svanhildur Konráðsdóttir, forstjóri Hörpu, um ákvörðun þess efnis að rukka fyrir ferðir um tónlistarhúsið og notkun á snyrtingum fyrir aðra en þá sem eiga erindi á viðburði, fundi, ráðstefnur eða veitingastaði í húsinu. Meira »

Gert til að tryggja framkvæmd

25.6. „Það fá allir að tala við þá sem þeir þurfa að tala við hér á landi og hann fékk líka að gera það,“ segir Guðbrandur Guðbrandsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn sem fer fyrir stoðdeild ríkislögreglustjóra. Þar vísar hann í mál nígerísks manns sem vísað var úr landi fyrir helgi. Meira »