Skúli Halldórsson

Skúli hefur starfað sem blaðamaður á Morgunblaðinu og mbl.is frá árinu 2014. Hann stundar nám við lagadeild Háskóla Íslands.

Yfirlit greina

„Drifu sig samstundis í burtu“

2.9. „Þetta voru þó nokkuð margir steinar sem féllu þarna niður. Þeim var illa brugðið og sýndist fyrst að steinarnir hefðu lent á einhverjum. Allir sem urðu vitni að þessu drifu sig samstundis í burtu.“ Þetta segir leiðsögumaður sem var við Seljalandsfoss í dag þegar skyndilegt grjóthrun varð. Meira »

Senda nýsmíðaða báta austur og vestur um höf

1.9. „Við höfum fundið fyrir miklum áhuga, en flestar fyrirspurnir sem við fáum koma að utan. Þessi grein staðfestir fyrir þeim sem áður hafa heyrt um okkur að bátarnir og skrokkurinn okkar búi yfir mjög sérstökum eiginleikum sem ekki er hægt að finna í öðrum bátum.“ Meira »

Mikilvæg niðurstaða um framtíðina

24.8. Ekki verður af áformum um sjókvíaeldi í Ísafjarðardjúpi að sinni, verði farið eftir tillögum starfshóps um stefnumótun í fiskeldi. Meira »

Eldisfyrirtæki greiði auðlindagjald

23.8. „Mér finnst ánægjulegt að það hafi náðst niðurstaða á milli ólíkra hagsmunaaðila. Það er ljóst að stefnan er að skapa bestu mögulegu skilyrði til uppbyggingar fiskeldis hér á landi.“ Þetta segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegsráðherra. Meira »

Hvort kom á undan, laxinn eða fólkið?

9.8. Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, segir að hugsanleg neikvæð áhrif á laxastofna í Djúpinu hafi ekki í för með sér óafturkræft tjón á náttúru svæðisins. Heldur þurfi að hugsa um hagsmuni þeirra Vestfirðinga sem svæðið byggja. Meira »

„Alltaf mikið þjóðarstolt eftir leikana“

7.8. „Það er gaman að sjá hvað fólk á Íslandi er búið að fylgjast mikið með og hversu mikill stuðningurinn er á bak við okkur allar stelpurnar. Ég er alltaf svo stolt þegar ég er að keppa fyrir Ísland og eins þegar ég sé hvað stelpurnar frá Íslandi standa sig vel.“ Meira »

Slökktu á netinu og lugu um vélarbilun

18.7. Fyrsti stýrimaður á Polar Nanoq, sá fimmti sem kallaður var til vitnisburðar í dómsmálinu um andlát Birnu Brjánsdóttur í dag, sagði ákærða Thomas Olsen hafa sagt að tvær stúlkur hefðu verið með honum og Nikolaj í bílnum aðfaranótt laugardagsins 14. janúar. Meira »

„Ætli þeir séu komnir til að sækja mig?“

18.7. Vitnaleiðslur eru hafnar í dómsmálinu sem höfðað var vegna andláts Birnu Brjánsdóttur í janúar síðastliðnum. Teknar verða skýrslur af sjö skipverjum grænlenska togarans Polar Nanoq, en Thomas Møller Olsen, sem ákærður er í málinu, var í áhöfn togarans. Meira »

Loka Vegamótum vegna framkvæmda

2.9. „Reksturinn hefur gengið illa síðan í maí þegar framkvæmdirnar hófust. Þá strax fundum við fyrir því að salan minnkaði hjá okkur og við það bætist að þeir sjá fram á að vera að kraninn verði fyrir framan okkur í meira en ár í viðbót. Eftir að hafa skoðað stöðuna þá ætlum við ekki inn í veturinn með þetta svona.“ Meira »

Harmar ákvörðun Háafells

24.8. „Ég harma þessa ákvörðun og það er mikill söknuður að þessum góðu vinum okkar og öflugu félagsmönnum. Með sama hætti virði ég þessa niðurstöðu þeirra á þeim forsendum sem þeir hafa gert prýðilega grein fyrir.“ Meira »

Mega flytja mjaldra til Eyja

23.8. Vestmannaeyjabær hefur fengið heimild Umhverfisstofnunar til innflutnings á mjöldrum frá Kína til Eyja. Þetta segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri Vestmannaeyja, í samtali við mbl.is, en um er að ræða samstarfsverkefni með fyrirtækinu Merlin Entertainment. Meira »

Nýr togari í stað tveggja skipa?

10.8. Framundan er vinna við að athuga áhuga skipverja Þerneyjar RE-1 á plássum í öðrum skipum HB Granda og í framhaldinu reyna að útvega þau. Þetta segir Vilhjálmur Vilhjálmsson, forstjóri HB Granda, í samtali við mbl.is. Meira »

Lítil sátt yrði um lokun Djúpsins

8.8. „Þetta er með stærri atvinnuuppbyggingarverkefnum sem komið hafa fram á landsbyggðinni á síðustu áratugum. Og þá er ég bara að tala um í Ísafjarðardjúpi. Hagsmunirnir eru það miklir að ég tel að við skuldum samfélaginu að leita allra leiða til að vinna þetta í sátt við náttúruna.“ Meira »

Nýr viti mun rísa við Sæbraut

24.7. Um tíu ár eru síðan innsiglingarvitinn í turni Sjómannaskólans við Háteigsveg hvarf nánast úr augsýn sjómanna, eftir að ýmsar turnbyggingar voru reistar við Höfðatorg. Nú horfir til breytinga, en í bígerð er nýr viti sem staðsettur verður á landfyllingu við Sæbraut. Meira »

Brotnaði saman eftir skilaboð blaðamanns

18.7. Eiðfinnur Jóhannessen, fyrsti vélstjóri Polar Nanoq, var annar til að bera vitni í dómsmálinu sem höfðað var vegna andláts Birnu Brjánsdóttur. Sagðist hann hafa verið í áhöfninni síðan árið 2009. Hann hefði þá þekkt Thomas Olsen, sem ákærður er í málinu, frá því fyrir um tveimur árum. Meira »

Uppboðsleiðin vekur ótal spurningar

3.7. Þegar bera á saman mismunandi fiskveiðistjórnunarkerfi ýmissa landa þarf fyrst og fremst að líta til þeirra markmiða sem þeim er ætlað að ná. Þetta segir Óli Samró, færeyskur viðskiptafræðingur og sjálfstæður ráðgjafi í sjávarútvegsmálum. Meira »