Skúli Halldórsson

Skúli hefur starfað sem blaðamaður á Morgunblaðinu og mbl.is frá árinu 2014. Hann stundar nám við lagadeild Háskóla Íslands.

Yfirlit greina

Bretar segja nei við May

9.6. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands og leiðtogi Íhaldsflokksins, hefur misst hreinan þingmeirihluta flokksins úr greipum sér samkvæmt nýjustu tölum og spám helstu fjölmiðla þar í landi. Meira »

Telur Costco leggja 15 kr. á lítrann

30.5. „Ég ætla ekki að gera lítið úr því að hugsanlega er inni í þessu einhvers konar dreifingargjald, en það er ljóst að verðið er ekki laust við álagningu.“ Þetta segir Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda. Meira »

Heimild í fjárlögum dugar ekki til

25.4. Heimild þarf í settum lögum til að ríkið megi selja fasteignir sínar. Heimild í fjárlögum dugar þar ekki til. Þetta segir Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmaður og fyrrverandi hæstaréttardómari. Vakið hefur umræðu í samfélaginu og á þingi sala rík­is­ins á jörð Víf­ilsstaða til Garðabæj­ar. Meira »

Ungir brotamenn veiti samfélagsþjónustu

3.4. Þingmenn Samfylkingarinnar hafa lagt fram frumvarp þess efnis að sakborningar á aldrinum 15 til 21 árs fái að veita samfélagsþjónustu í stað þess að afplána fangelsisdóma. Fullyrt er að núverandi fyrirkomulag uppfylli mögulega ekki skilyrði stjórnarskrár um þrískiptingu ríkisvaldsins. Meira »

Fátæktargildra að veikjast á Íslandi

31.3. „Þetta lýsir því hvernig þjóðin er. Hvað við erum ótrúlega samhuga og stöndum saman þegar virkilega á reynir. En það er ekki ríkisstjórnin sem er að hjálpa okkur, heldur þessi samhugur í fólki sem gefur manni sérstakan kraft.“ Meira »

Ládeyða án fordæma á lýðveldistímanum

12.3. Á síðustu átta árum hefur verið lokið við smíði 2.068 íbúða í Reykjavík. Ekki hafa verið reistar jafnfáar íbúðir í borginni í fleiri áratugi. Raunar þarf að leita aftur til stríðsáranna til að finna sambærilegt átta ára tímabil. Meira »

Kaupgetan „hreinlega ekki til staðar“

8.3. Langvarandi lóðaskortur, hátt lóðaverð og mikill fjármagnskostnaður undanfarin ár hefur valdið því að aðilar hafa fram til þessa ekki séð ávinning af því að hefja byggingu íbúðarhúsnæðis. „Kaupgeta almennings, og einkum þeirra sem vilja kaupa sína fyrstu íbúð – hún er hreinlega ekki til staðar.“ Meira »

Ábyrgð sveitarfélaga mikil

6.3. Ábyrgð sveitarfélaganna er mikil þegar kemur að því að tryggja nægt framboð á húsnæðismarkaði. Þau mega ekki láta það koma sér á óvart þegar stórir árgangar ungs fólks koma inn á markaðinn, enda er á því áratuga fyrirvari. Þetta segir Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra. Meira »

Arnarlax sjósetur nýjan fóðurpramma

31.5. Fiskieldisfyrirtækið Arnarlax hefur tekið í notkun nýjan og öflugan fóðurpramma sem borið getur 650 tonn af fóðri. Til samanburðar geta hinir tveir prammarnir í eldinu, sem fyrir voru, aðeins borið 300 tonn hvor um sig. Meira »

„Gott að vinna með Ögmundi“

29.5. „Ég ætla ekki að fjalla um það núna hvað við erum góð í meirihlutanum og hvað þið eruð slöpp í minnihlutanum.“ Á þessum orðum hófst ræða Brynjars Níelssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, í Eldhúsdagsumræðum á Alþingi í kvöld. Meira »

Starfsskilyrði lögmanna forkastanleg

9.4. Starfsskilyrði lögmanna eru forkastanleg þegar kemur að meðferð innflytjendamála. Þetta sagði Reimar Pétursson, formaður Lögmannafélags Íslands, á fundi félagsins á föstudag. Benti hann á að þegar lögmenn fái mál hælisleitenda í hendur sé kærunefnd yfirleitt þegar búin að úrskurða í málum þeirra. Meira »

Finnur: „Ég á ekki þetta félag“

31.3. „Ég á ekki þetta félag, hef aldrei átt, og enginn sem mér tengist.“ Þetta segir Finnur Ingólfsson, fyrrverandi ráðherra og seðlabankastjóri, í samtali við mbl.is. Meira »

Svaraði með tárin í augunum

18.3. Sandra Soløy Kjartansfru og eiginmaður hennar, Kjartan Ólafsson, hafa fengið íbúð til leigu á sömu kjörum og þau búa við núna. Maður, sem vildi ekki láta nafns síns getið, bauð þeim íbúðina í kjölfar fréttar mbl.is sem vakti mikla athygli um síðustu helgi. Meira »

Missa íbúðina eftir tuttugu daga

12.3. Sandra Soløy Kjartansfru hefur síðustu ár leigt 90 fermetra íbúð í Kópavogi ásamt eiginmanni sínum. Hjónin eiga tvo syni, einn fjögurra ára og annan níu mánaða. Í nóvember fengu þau boð frá leigusalanum um að þau þyrftu að flytja út fyrir lok febrúar, þar sem hann þurfti sjálfur að flytja inn. Meira »

Ríkið skildi unga fólkið eftir

7.3. „Í mínum huga þá hefur ungt fólk, sérstaklega það sem er að reyna að kaupa sér húsnæði – það hefur algjörlega verið skilið eftir.“ Þetta segir Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur. Ríkið segir hann hafa þrengt að möguleikum ungs fólks á húsnæðismarkaði og telur Dagur upp dæmi þess efnis. Meira »

Ekki hægt að grípa næsta mann og ákæra

1.3. Þegar atvik máls eru ekki upplýst, er ekki hægt að grípa næsta mann, ákæra hann og sakfella. Þetta sagði Þórhallur Haukur Þorvaldsson, verjandi Annþórs Karlssonar, fyrir Hæstarétti í dag. „Ákærði verður ekki sakfelldur fyrir það eitt að hafa áður komist í kast við lögin,“ bætti hann við. Meira »