Skúli Halldórsson

Skúli hefur starfað sem blaðamaður á Morgunblaðinu og mbl.is frá árinu 2014. Hann stundar nám við lagadeild Háskóla Íslands.

Yfirlit greina

Svaraði með tárin í augunum

18.3. Sandra Soløy Kjartansfru og eiginmaður hennar, Kjartan Ólafsson, hafa fengið íbúð til leigu á sömu kjörum og þau búa við núna. Maður, sem vildi ekki láta nafns síns getið, bauð þeim íbúðina í kjölfar fréttar mbl.is sem vakti mikla athygli um síðustu helgi. Meira »

Missa íbúðina eftir tuttugu daga

12.3. Sandra Soløy Kjartansfru hefur síðustu ár leigt 90 fermetra íbúð í Kópavogi ásamt eiginmanni sínum. Hjónin eiga tvo syni, einn fjögurra ára og annan níu mánaða. Í nóvember fengu þau boð frá leigusalanum um að þau þyrftu að flytja út fyrir lok febrúar, þar sem hann þurfti sjálfur að flytja inn. Meira »

Ríkið skildi unga fólkið eftir

7.3. „Í mínum huga þá hefur ungt fólk, sérstaklega það sem er að reyna að kaupa sér húsnæði – það hefur algjörlega verið skilið eftir.“ Þetta segir Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur. Ríkið segir hann hafa þrengt að möguleikum ungs fólks á húsnæðismarkaði og telur Dagur upp dæmi þess efnis. Meira »

Ekki hægt að grípa næsta mann og ákæra

1.3. Þegar atvik máls eru ekki upplýst, er ekki hægt að grípa næsta mann, ákæra hann og sakfella. Þetta sagði Þórhallur Haukur Þorvaldsson, verjandi Annþórs Karlssonar, fyrir Hæstarétti í dag. „Ákærði verður ekki sakfelldur fyrir það eitt að hafa áður komist í kast við lögin,“ bætti hann við. Meira »

„Lítur ekki vel út“

9.2. Sigurjón Þ. Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, krefst þess að tvö dómsmál hans verði tekin að nýju upp fyrir dómi. „Ég held svona að hlutrænt séð, þegar þú tapar einhverjum milljónum á falli Landsbankans, þá sértu vanhæfur. Þetta eru miklar fjárhæðir,“ segir lögmaður Sigurjóns. Meira »

„Einhver undarleg söguskýring“

3.2. „Það gerist því miður af og til, að mál eru of lengi í vinnslu, og mér sýnist þetta mál hafa tekið of langan tíma,“ segir Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, spurður af hverju skýrsla um áhrif leiðréttingarinnar hafi ekki verið birt fyrr en í janúar, þegar vinnu við hana lauk um miðjan október. Meira »

Raki, mygla og yfirgefin hús

1.1. Heilar álmur og byggingar standa yfirgefnar. Húsnæði, sem upphaflega var reist til bráðabirgða fyrir bráðum hálfri öld, hýsir ennþá skrifstofur starfsfólks. Rakaskemmdir, mygla og óværa. Vonandi lýsir þetta ekki mörgum vinnustöðum hér á landi, en í tilfelli þess stærsta er þetta raunveruleikinn. Meira »

Hryllingur mætir börnum á Netflix

17.12. Áskrifendur efnisveitunnar Netflix gætu þurft að halda börnum sínum frá því að horfa á myndina um Hans og Grétu, sem þar er að finna. „Þegar norninni brá fyrst fyrir, þá ýtti ég á pásu og hugsaði með mér: nei, þetta getur ekki verið,“ segir faðir fjögurra ára drengs í samtali við mbl.is. Meira »

Ládeyða án fordæma á lýðveldistímanum

12.3. Á síðustu átta árum hefur verið lokið við smíði 2.068 íbúða í Reykjavík. Ekki hafa verið reistar jafnfáar íbúðir í borginni í fleiri áratugi. Raunar þarf að leita aftur til stríðsáranna til að finna sambærilegt átta ára tímabil. Meira »

Kaupgetan „hreinlega ekki til staðar“

8.3. Langvarandi lóðaskortur, hátt lóðaverð og mikill fjármagnskostnaður undanfarin ár hefur valdið því að aðilar hafa fram til þessa ekki séð ávinning af því að hefja byggingu íbúðarhúsnæðis. „Kaupgeta almennings, og einkum þeirra sem vilja kaupa sína fyrstu íbúð – hún er hreinlega ekki til staðar.“ Meira »

Ábyrgð sveitarfélaga mikil

6.3. Ábyrgð sveitarfélaganna er mikil þegar kemur að því að tryggja nægt framboð á húsnæðismarkaði. Þau mega ekki láta það koma sér á óvart þegar stórir árgangar ungs fólks koma inn á markaðinn, enda er á því áratuga fyrirvari. Þetta segir Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra. Meira »

Gætu lagt úrskurðinn fyrir dómstóla

24.2. Til greina kemur að leggja fyrir dómstóla hvort ógilda skuli úrskurð endurupptökunefndar í máli Erlu Bolladóttur. Þetta segir Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður hennar, í samtali við mbl.is. Honum finnst megináhersla nefndarinnar sérkennileg. Meira »

Ásýnd dómara öðlast meira vægi

9.2. Ásýnd dómara í íslensku réttarkerfi hefur öðlast meira vægi, og gerðar eru meiri kröfur um að þeir séu trausts síns verðugir. Þetta sagði Hörður Felix Harðarson, verjandi Hreiðars Más Sigurðssonar, fyrir Hæstarétti í morgun. Meira »

Ríkisstjórnin stýrir öllum nefndunum

26.1. Enginn stjórnarandstöðuflokkur fer með formennsku í átta fastanefndum Alþingis. Þetta er ljóst eftir formannskjör innan nefndanna í morgun og gærmorgun. Þvert á móti eru sex formenn úr röðum Sjálfstæðisflokks, einn úr röðum Viðreisnar og einn frá Bjartri framtíð. Meira »

Ratcliffe fékk en Nubo ekki

20.12. Breski millj­arðamær­ing­ur­inn Jim Ratclif­fe hef­ur keypt meiri­hlut­ann í jörðinni Gríms­stöðum á Fjöll­um, að eigin sögn með það að markmiði að vernda laxveiðiár á Norðausturlandi. Kaup Ratcliffe áttu sér ekki langan aðdraganda í fjölmiðlum, en annað gilti um tilraunir fjárfestisins Huang Nubo. Meira »

Orwell skorti framtíðarsýn

23.11. Frumvarp, sem veitir breskum stjórnvöldum nær fordæmalausar heimildir til eftirlits með borgurum sínum, var leitt í lög á þingi landsins á fimmtudag. Fregnir af lögunum hafa ekki farið hátt, enda var frumvarpið samþykkt næstum án nokkurra mótmæla stjórnarandstöðunnar. Meira »