Jóhann Ólafsson

Jóhann Ólafsson er blaðamaður á mbl.is og hefur verið hjá Árvakri sem blaðamaður síðan 2015, bæði á mbl.is og íþróttadeild Morgunblaðsins. Jóhann útskrifaðist með MA-próf í blaða- og fréttamennsku frá Háskóla Íslands árið 2016 og BA-próf í sagnfræði árið 2013.

Yfirlit greina

„Það var ekkert stress“

16.11. „Við erum að smella vel,“ sagði sigurreifur Haukur Óskarsson eftir 81:66-sigur Hauka á Íslandsmeisturum KR í Dominos-deild karla í körfuknattleik í Vesturbænum í kvöld. Haukar eru með átta stig að sjö leikjum loknum. Meira »

Haukar skelltu KR í Vesturbænum

16.11. Haukar sigruðu KR, 81:66, í Vesturbænum í 7. umferð Dominos-deildar karla í körfuknattleik í kvöld. Liðin eru bæði með átta stig eftir leik kvöldsins í 4. – 7. sæti deildarinnar. Meira »

Vildu bæta fyrir drulluna í síðasta leik

12.11. „Ég er mjög sáttur,“ sagði stórskyttan Egill Magnússon eftir að hann og samherjar hans í Stjörnunni sigruðu ÍR, 31:21, á útivelli í 9. umferð Olís-deildar karla í handknattleik síðdegis. Stjarnan er eftir leikinn í 5. sæti með 11 stig. Meira »

Telur að Bjarni hljóti að fá umboðið

6.11. „Fréttir af þessum viðræðuslitum komu mér frekar á óvart,“ segir Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í samtali við mbl.is. Framsóknarflokkurinn sleit stjórnarmyndunarviðræðum VG, Samfylkingar, Framsóknarflokks og Pírata í hádeginu. Meira »

„Boltinn er hjá formanni VG“

6.11. „Við höfðum of miklar áhyggjur af því að þessi tæpi meirihluti myndi ná því fram að búa til pólitískan, félagslegan og efnahagslegan stöðugleika,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, í samtali við mbl.is. Meira »

Villtustu draumar Gunnars Braga rættust

29.10. „Við erum gríðarlega vel stemmd og þetta er alveg frábært,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson, oddviti Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi, í samtali við mbl.is. Miðflokkurinn fékk 10,9% atkvæða í kosningunum í gær og verður með sjö menn á þingi. Meira »

Langar að verða forsætisráðherra

29.10. „Við erum sátt við baráttuna sem við háðum og teljum að sú hóflega fylgisaukning sem við sáum snúist um að fólk sé að standa með og sýna okkar gildum og stefnu stuðning,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, í samtali við mbl.is. Meira »

Inga Sæland er til í allt

29.10. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, er ánægð og þakklát með að vera á leiðinni á þing. Flokkur hennar hlaut 6,9% í alþingiskosningunum og fjóra þingmenn. Inga telur að flokkurinn eigi fullt erindi í ríkisstjórn en átta flokkar verða á Alþingi. Meira »

„Við erum bara glataðir “

16.11. Brynjar Þór Björnsson, fyrirliði KR í körfuknattleik, var hundsvekktur eftir 81:66-tap Íslandsmeistaranna á heimavelli gegn Haukum í Dominos-deildinni í kvöld. KR hefur nú tapað tveimur deildarleikjum í röð. Meira »

Enn að meðtaka þetta

13.11. Kvennalið Stjörnunnar varð um helgina Norðurlandameistari í hópfimleikum í annað skiptið í sögunni en liðið sigraði með miklum glæsibrag á Norðurlandamótinu sem haldið var í Lundi í Svíþjóð. Liðið vann einnig titilinn árið 2015 er mótið fór fram hér á landi. Meira »

Stjarnan hefndi fyrir bikartapið

12.11. Stjarnan sigraði ÍR, 30:21, í 9. umferð Olís-deildar karla í handknattleik í Austurbergi í dag. Stjarnan er að leik loknum með 11 stig í fimmta sæti en ÍR er með sex stig í áttunda sæti. Meira »

Býst við því að Bjarni fái umboðið

6.11. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segist taka fregnum af viðræðuslitum í stjórnarmyndun Framsóknarflokks, Pírata, Samfylkingar og VG af miklu æðruleysi. Þetta komi henni ekki alveg í opna skjöldu. Meira »

„Samantekin ráð“ gegn Alþýðufylkingunni

1.11. „Við fengum fullt af nýjum félögum og erum ánægð með glæsilegan málflutning,“ segir Þorvaldur Þorvaldsson, formaður Alþýðufylkingarinnar. 375 kusu flokkinn í alþingiskosningunum en Þorvaldur segir samt margt jákvætt eftir kosningarnar. Meira »

Vonbrigði að detta út í morgun

29.10. „Vonbrigðatilfinningin er í mér enn, sérstaklega þar sem undir morgun leit út fyrir að ég yrði jöfnunarþingmaður,“ segir Hildur Sverrisdóttir, fráfarandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í samtali við mbl.is. Hildur féll út af þingi í nýafstöðnum þingkosningum. Meira »

„Haa, nei! Ég var að skoða þetta“

29.10. Litlu mátti muna að Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, þyrfti að leita sér að nýrri vinnu í kjölfar þingkosninga. Björn, sem er þingmaður í Reykjavík suður, „datt inn“ á níunda tímanum í morgun á kostnað flokkssystur sinnar, Evu Pandoru Baldursdóttur. Meira »

„Eina vonin sem hann hefur“

28.10. Hulda Björk Svansdóttir, móðir Ægis Þórs Sæv­ars­sonar, sem er fimm ára gam­all strákur, er niðurbrotin eftir að hafa fengið neitun frá lyfjanefnd Landspítalans. Ægir er með Duchenne-sjúk­dóm­inn, afar sjald­gæf­an og ólækn­andi vöðvarýrn­un­ar­sjúk­dóm sem yf­ir­leitt leggst á drengi. Meira »