Freyr Bjarnason

Freyr Bjarnason hefur starfað sem blaðamaður frá árinu 2000. Hann hóf feril sinn á mbl.is en gekk til liðs við Fréttablaðið 2001 og starfaði þar til ársins 2015. Í desember 2015 sneri hann aftur til mbl.is eftir stutta viðkomu á DV. Freyr útskrifaðist með BA-próf í félagsfræði og ensku frá Háskóla Íslands árið 2000. Hann skrifar innlendar og erlendar fréttir á mbl.is.

Yfirlit greina

Fjölmiðlaskýrsla væntanleg fyrir áramót

Í gær, 14:40 Stefnt er á að skila skýrslu með tillögum um bætt rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla fyrir áramót. Að sögn Björgvins Guðmundssonar, formanns fimm manna nefndar sem annast skýrslugerðina, liggja tillögur nefndarinnar fyrir en ekki er búið að ganga frá skýrslunni. Meira »

„Ætluðum að vera komin lengra“

í fyrradag „Þetta er verk sem tekur nokkra daga, kannski aðeins lengri tíma en við höfðum gert ráð fyrir en það hefur ekkert komið upp á sem veldur manni áhyggjum. Þetta er bara þannig að allir vilja vanda sig,“ sagði Bjarni Benediktsson fyrir fund sinn með formönnum VG og Framsóknarflokksins í ráðherrabústaðnum í morgun. Meira »

Framtíð Bláfjallasvæðis ræðst af skýrslu

17.11. Skýrsla um vatnsvernd á Bláfjallasvæðinu sem starfshópur á vegum Kópavogsbæjar er að vinna er væntanleg á næstunni. Frekari uppbygging til lengri framtíðar á skíðasvæðinu í Bláfjöllum og í Þríhnjúkagígum ræðst af því hver niðurstaða skýrslunnar verður. Unnið hefur verið að henni í um eitt ár. Meira »

Málefnasamningur náist um helgina

16.11. Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, vonast til að hægt verði að ljúka við málefnasamning í stjórnarmyndunarviðræðum Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins og Vinstri grænna um helgina. Stjórnarsáttmáli yrði þá kynntur eftir helgi. Meira »

Vilja breyta vinnubrögðum á Alþingi

16.11. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir að gangurinn í stjórnarmyndunarviðræðum við Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn sé ágætur. Meira »

18 af 74 styrktu Stígamót í fyrra

15.11. Félagsmálaráð Dalvíkurbyggðar hefur hafnað beiðni Stígamóta um rekstarstyrk með þeim rökum að þau veiti ekki þjónustu á svæðinu. Þetta kemur fram í fundargerð ráðsins. Formaður Stígamóta segir að þetta hafi ekki komið á óvart því flest sveitarfélög ákveði að styrkja samtökin ekki. Meira »

Langflestir fengið tvær milljónir

14.11. Tvær milljónir króna hafa verið greiddar til langflestra þeirra sem hafa fengið sáttabeiðni samþykkta vegna slæmrar meðferðar á Kópavogshæli. Enginn hefur vísað sáttaboði sýslumanns til úrskurðarnefndar en frestur til þess er þrír mánuðir frá móttöku sáttaboðsins eða bréfi um synjun greiðslu. Meira »

Atkvæðin komu Katrínu ekki á óvart

13.11. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri-grænna, segir það ekki hafa komið sér á óvart að þau Andrés Ingi Jónsson og Rósa Björk Brynjólfsdóttur greiddu atkvæði gegn því að flokkurinn færi í formlegar viðræður við Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk. Meira »

„Betra að vanda sig í upphafi“

í fyrradag „Við erum að vanda okkur, þetta skiptir máli. Við ætlum að láta þetta standa út kjörtímabilið og þá er betra að vanda sig í upphafi,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, fyrir fund sinn með formönnum Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokksins í ráðherrabústaðnum í morgun. Meira »

Þurfa að finna lendingu í mörgum málum

í fyrradag Formenn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins sitja nú á fundi í ráðherrabústaðnum þar sem þau reyna að mynda nýja ríkisstjórn. „Það liggur fyrir fyrirfram að hér eru þrír ólíkir flokkar og það eru mörg mál sem þarf að finna lendingu í,“ sagði Katrín Jakobsdóttir fyrir fundinn. Meira »

Tryggingastofnun flytur vegna myglu

16.11. Tekin hefur verið ákvörðun um að flytja Tryggingastofnun ríkisins úr húsnæði sínu við Laugaveg þar sem hún hefur verið í áratugi, vegna myglu. Ekki hefur verið ákveðið hvert stofnunin flytur en Sigríður Lillý Baldursdóttir forstjóri vonast til að það verði gert á næsta ári. Meira »

Sigurður Ingi: „Klókt útspil“

16.11. „Þetta gengur bara ágætlega en þetta er auðvitað heilmikil vinna,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, fyrir utan ráðherrabústaðinn þar sem hann fundar nú með formönnum Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokksins vegna stjórnarmyndunar. Meira »

Sér eftir að hafa tekið að sér starfið

16.11. Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, sagðist í yfirlýsingu sem hann las upp við skýrslutöku í Stím-málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur vonast til að dómarar noti tækifærið við endurupptöku málsins og taki til baka ákvörðun sína um að dæma hann í fangelsi. Meira »

Skýrsla Hannesar væntanleg á mánudag

14.11. Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, ætlar að skila af sér skýrslu um erlenda áhrifaþætti bankahrunsins næstkomandi mánudag. Skýrslan er í kringum 315 blaðsíður og er á ensku. Meira »

Sáttur við vikulangar viðræður

13.11. „Við vorum að fara yfir þessar óformlegu viðræður og staðfesta ásetning okkar um að vilja fara í þessar viðræður og breyta þeim í formlegar,“ sagði Sigurður Ingi Jóhansson, formaður Framsóknarflokksins, á Alþingi að loknum þingflokksfundi flokksins. Meira »

VG samþykkti formlegar viðræður

13.11. Vinstri-græn samþykktu á þingflokksfundi sínum að fara í formlegar stjórnarmyndunarviðræður við Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn. Meira »