Freyr Bjarnason

Freyr Bjarnason hefur starfað sem blaðamaður frá árinu 2000. Hann hóf feril sinn á mbl.is en gekk til liðs við Fréttablaðið 2001 og starfaði þar til ársins 2015. Í desember 2015 sneri hann aftur til mbl.is eftir stutta viðkomu á DV. Freyr útskrifaðist með BA-próf í félagsfræði og ensku frá Háskóla Íslands árið 2000. Hann skrifar innlendar og erlendar fréttir á mbl.is.

Yfirlit greina

Ráðþrota, þreytt, sár og reið

Í gær, 17:58 Steinunn Hannesdóttir og maðurinn hennar sitja uppi með einbýlishús sem þau keyptu fyrir þremur árum og kostaði 71 milljón króna. Þau hafa þó aldrei búið þar, en myglusveppur greindist í húsinu eftir undirritun kaupsamnings. Dómstóll hefur þó gert þeim að standa skil á öllum greiðslum. Meira »

Köfurum í Silfru fækkað um 40%

24.5. Fjöldi þeirra ferðamanna sem stundar djúpköfun í ánni Silfru á vegum fyrirtækisins Dive.is hefur fækkað um í kringum 40 prósent síðan nýjar reglur voru kynntar í mars síðastliðnum en reglurnar voru settar eftir að síðast varð dauðsfall í ánni. Meira »

„Óásættanleg“ byrjun

14.5. „Miðað við fyrstu tvo leikina þá var margt jákvætt í þessum leik. Leikurinn er heilsteyptari hjá okkur. Við erum kannski ekki að skapa rosalega mikið en varnarleikurinn er aðeins þéttari,“ sagði Gunnlaugur Jónsson, þjálfari Skagamanna, eftir 2:1 tap gegn KR-ingum í Frostaskjóli í 3. umferð Pepsi-deildarinnar. Meira »

Verðskuldaður sigur KR-inga

14.5. KR-ingar báru sigurorð af Skagamönnum með tveimur mörkum gegn einu á Alvogen-vellinum í Pepsi-deild karla í knattspyrnu í dag. Sigurinn var verðskuldaður. Heimamenn voru mun meira með boltann í leiknum, byggðu upp hverja sóknina á fætur annarri og hefðu með heppni getað skorað eitt til tvö mörk í viðbót. Meira »

Starfsfólk „sárt og dasað“

12.5. Skúlína Hlíf Guðmundsdóttir, trúnaðarmaður starfsmanna hjá HB Granda á Akranesi, segir að flestir starfsmenn séu sárir yfir þeim uppsögnum sem eru yfirvofandi. „Fólkið er hálfdasað enn þá. Það er rosalega erfitt að vera í vinnunni,“ segir hún í samtali við mbl.is. Meira »

„Miður“ að ótímabær umræða hafi hafist

9.5. Menntamálaráðherra gerði grein fyrir ástæðum að baki hugsanlegrar sameiningar Tækniskólans og FÁ á fundi allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis. Hann segir að vinnan hafi hafist í febrúar en endanleg ákvörðun um sameiningu hafi ekki verið tekin. Meira »

Stjörnumenn burstuðu Eyjamenn

7.5. Stjörnumenn burstuðu Eyjamenn með fimm mörkum gegn engu á heimavelli sínum í annarri umferð Pepsi-deildar karla. Þetta var sjöundi sigur Stjörnumanna á ÍBV í deildinni í röð. Meira »

Ýttu úr vör áætlun í loftslagsmálum

5.5. Ráðherrar í ríkisstjórn Íslands skrifuðu í dag undir samstarfsyfirlýsingu um gerð aðgerðaáætlunar í loftslagsmálum sem liggja skal fyrir í lok ársins. Meira »

„Húsbók“ fylgi með seldu húsnæði

Í gær, 14:46 Á ráðstefnu um veggjatítlur og myglusveppi sem var haldin á Nauthól í morgun lagði Katrín Júlíusdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja, til að eins konar húsbók fylgdi með hverju húsnæði sem keypt væri þannig að nýir eigendur geti séð þær endurbætur sem hafi verið gerðar á húsnæðinu. Meira »

Rök fyrir hækkun skatts ekki hrakin

21.5. Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir að rökin sem sett voru fram vegna hækkunar virðisaukaskatts ferðaþjónustunnar ekki hafa verið hrakin. Hann segr að komugjöld þyrftu að nema um sex þúsund krónum ef ákveðið verður að taka þau upp. Meira »

Stjórnuðum ferðinni allan tímann

14.5. „Það sem maður segir núna litast kannski af síðustu fimm mínútum, þar sem þetta var erfitt í lokin. Fram að því að þeir minnka muninn úr víti fannst mér við stjórna ferðinni allan tímann,“ sagði Willum Þór Þórsson, þjálfari KR-inga, eftir 2:1 sigur liðsins á Skagamönnum í Frostaskjóli. Meira »

Starfsemin við Silfru undir smásjánni

13.5. Þjóðgarðurinn á Þingvöllum ætlar á næstunni að fara í verkefni ásamt eftirlitsaðilum þar sem fylgst verður mjög náið með starfsemi ferðaþjónustuaðila í kringum Silfru. Tveir mánuðir eru liðnir síðan banaslys varð þar. Meira »

„Vilborg tekur alltaf réttar ákvarðanir“

10.5. Þrjár vikur eru liðnar síðan Tomasz Þór Veruson, kærasti Vilborgar Örnu Gissurardóttur, kom heim til Íslands eftir að þau tvö voru leiðsögumenn hóps Íslendinga sem gekk upp í grunnbúðir Mount Everest, hæsta fjalls heims. Meira »

Með tár í augum og þakklæti í huga

8.5. Hátt í ein milljón króna hefur safnast handa fjölskyldu sem sér fram á að missa aleiguna eftir að upp komst um veggjatítlu í gömlu húsi þeirra í Hafnarfirði. Meira »

Stóriðja og flugfélög sinni landgræðslu

5.5. Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, hefur rætt við fulltrúa stóriðjufyrirtækja og flugfélaga um að þau komi að landgræðslu- og skógræktarverkefnum sem mótvægi við þeirri losun gróðurhúsalofttegunda sem fer frá þeim út í andrúmsloftið. Meira »

Stóraukinn áhugi á spænskum fasteignum

25.4. Áhugi Íslendinga á því að kaupa fasteignir á Spáni hefur aukist verulega. Þetta segir Grétar Jónasson, framkvæmdastjóri Félags fasteignasala. „Maður sér það á fasteignavefjunum að það er talsvert mikið framboð af eignum þarna og margir eru að auglýsa áhugaverð kauptækifæri í þessu,“ segir Grétar. Meira »