Freyr Bjarnason

Freyr Bjarnason hefur starfað sem blaðamaður frá árinu 2000. Hann hóf feril sinn á mbl.is en gekk til liðs við Fréttablaðið 2001 og starfaði þar til ársins 2015. Í desember 2015 sneri hann aftur til mbl.is eftir stutta viðkomu á DV. Freyr útskrifaðist með BA-próf í félagsfræði og ensku frá Háskóla Íslands árið 2000. Hann skrifar innlendar og erlendar fréttir á mbl.is.

Yfirlit greina

Verði knúnir til að segja sannleikann

Í gær, 16:02 Draga má þann lærdóm af sölu ríkisins á 45,8% eignarhlut ríkisins í Búnaðarbanka Íslands árið 2003 að ákvæði séu til í íslenskum lögum sem geti knúið þá aðila sem komi að slíkum kaupum til að segja sannleikann. Þetta sagði Kjartan Bjarni Björgvinsson, formaður rannsóknarnefndar Alþingis, sem rannsakaði þátttöku þýska bankans Hauck & Aufhäuser í kaupum á eignarhlutnum. Meira »

Ásetningurinn kemur á óvart

Í gær, 15:12 Vilhjálmur Bjarnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er ánægður með að skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis vegna sölunnar á 45,8% eignarhlut ríkisins í Búnaðarbanka Íslands árið 2003 sé komin fram. Meira »

Fléttan stærri en nefndin bjóst við

Í gær, 11:45 Kjartan Bjarni Björgvinsson, formaður rannsóknarnefndar Alþingis, segir að fléttan sem var notuð í aðdraganda sölunnar á 45,8% eignarhaldi ríkisins í Búnaðarbankanum árið 2003 hafi verið stærri en nefndin bjóst við í upphafi. Meira »

Vonast eftir lagabreytingu í haust

17.3. Lagabreytingu þarf til að færa Grindavíkurveg framar í röðinni varðandi þau verkefni sem ráðast þarf í í samgöngumálum. Bæjarstjóri Grindavíkur ásamt samráðshópi frá bænum fundaði með ráðherrum samgöngu- og fjármála í vikunni vegna málsins. Eftir helgi munu þau funda með þingmönnum úr fjárlaganefnd. Meira »

Gunnar fann 80 ára gömul ástarbréf

16.3. Ungur athafnamaður á Reyðarfirði fann tvö gömul ástarbréf inni í húsvegg á húsi sem hann er að gera upp í bænum. Í bréfunum biður maður konu fyrirgefningar en bréfin voru skrifuð með þriggja ára millibili árin 1938 og 1941, eða fyrir tæplega 80 árum. Meira »

Ástandið verra en fyrir hrun

14.3. Ríkisskattstjóri hefur aldrei haft jafnmarga anga úti í baráttunni gegn svartri atvinnustarfsemi og í fyrra og það sem af er þessu ári. Í fyrra voru tæplega 3.500 fyrirtæki heimsótt, auk þess sem tekin voru niður nöfn og kennitölur um 9.000 starfsmanna. Ástandið er sagt verra en fyrir hrun bankanna. Meira »

Allur Grindavíkurvegur hættulegur

9.3. Á fundi Grindavíkurbæjar og Vegagerðarinnar í morgun vegna Grindavíkurvegar og slysanna sem þar hafa orðið kom fram að vegurinn er hættulegur í heild sinni, ekki bara á ákveðnum stöðum. Meira »

Sætaframboð jókst um 54%

7.3. Ein helsta ástæðan fyrir fjölgun erlendra ferðamanna á Íslandi um 47% í síðasta mánuði er aukið sætaframboð á Keflavíkurflugvelli. Þannig jókst fjöldi flugsæta um 54% í febrúar á flugvellinum frá því í sama mánuði í fyrra. Sætin voru 591.544 talsins en í fyrra voru þau 383.612. Meira »

Kanna verklag ráðherra vegna sölu

Í gær, 15:25 Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, segir lykilatriðið að Íslendingar læri af skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um söluna á 45,8% hlut í Búnaðarbankanum árið 2003. Meira »

„Sláandi upplýsingar“

Í gær, 14:43 „Þetta eru sláandi upplýsingar um hvernig farið var að þegar var verið að sýsla með eigur almennings,“ sagði Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, eftir fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis. Þar var fjallað um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis vegna sölunnar á 45,8% hlut ríkisins í Búnaðarbanka Íslands árið 2003. Meira »

Símanúmer víxluðust vegna framkvæmda

18.3. Vegna framkvæmda við ofanflóðavarnir í Ljósá á Eskifirði datt símasamband út í nokkrum götum í bænum í fyrradag með þeim afleiðingum að númer á heimasímum víxluðust í einhverjum húsum. Meira »

Safnar fyrir veika vinkonu

16.3. Pauline McCarthy, sem býr á Akranesi, hefur hrundið af stað söfnun fyrir vinkonu sína Anítu Gunnarsdóttur, sem er sex barna móðir og á við alvarleg veikindi að stríða. Meira »

„Erum að vinna á fullu að lausnum“

16.3. „Við erum að vinna á fullu að lausnum á þessum vandamálum. Það er í sjálfu sér ekkert sem breytist við þetta,“ segir Kristleifur Andrésson stjórnandi öryggis- og umhverfismála hjá United Silicon. Verksmiðjan hefur leitað aðstoðar frá innlendum- og erlendum aðilum. Meira »

Vestfirðingar bíða eftir „dómsdegi“

14.3. Undirskriftasöfnun til að mótmæla frestun á vegaframkvæmdum í Gufudalssveit á Vestfjörðum hefur gengið vonum framar. Um 6.200 undirskriftir hafa safnast. Markmiðið var að ná 6.000 undirskriftum, sem er álíka mikið og íbúatala Vestfjarða. Meira »

Ferðast 334 km til að þrífa kamra

8.3. Þjóðgarðsvörður Vatnajökulsþjóðgarðs segir að ákvörðun samgönguráðherra um að fresta framkvæmdum á Dettifossvegi geri starfsfólki erfitt fyrir. 349 þúsund manns heimsóttu Dettifoss á síðasta ári, þar af fóru 250 þúsund leiðina að fossinum vestan megin þar sem fara átti í vegaframkvæmdirnar. Meira »

Mótmæla við Hornafjarðarfljót

7.3. Yfir fimmtíu manns hafa skráð sig á viðburð á Facebook þar sem þjóðvegi 1 við Hornafjarðarfljót verður lokað í tvær klukkustundir á sunnudaginn af íbúum á nærliggjandi svæðum. Ein þeirra sem stendur á bak við mótmælin er Marie-Louise Mathiasson, sænsk kona sem flutti í Suðursveit árið 2010. Meira »