Freyr Bjarnason

Freyr Bjarnason hefur starfað sem blaðamaður frá árinu 2000. Hann hóf feril sinn á mbl.is en gekk til liðs við Fréttablaðið 2001 og starfaði þar til ársins 2015. Í desember 2015 sneri hann aftur til mbl.is eftir stutta viðkomu á DV. Freyr útskrifaðist með BA-próf í félagsfræði og ensku frá Háskóla Íslands árið 2000. Hann skrifar innlendar og erlendar fréttir á mbl.is.

Yfirlit greina

„Okkar markmiði er náð“

10:28 „Það er búið að leiðrétta þennan áburð bæjarstjórans opinberlega með þeim hætti að við teljum ekki ástæðu til að vera að eltast við þetta lengur. Okkar markmiði er náð,” segir Óðinn Sigþórsson, nefndarmaður í starfshópi sjávar- og landbúnaðarráðherra um stefnumörkun í fiskeldi. Meira »

Bjarni sendir boltann til kjósenda

18.9. „Við munum rjúfa þing 28. október og senda boltann þannig til kjósenda. Ég hef frá því að þessar aðstæður sköpuðust lagt áherslu á það að bregðast hratt við, leggja áherslu á að koma aftur skipulagi á hlutina,“ sagði Bjarni Benediktsson forsætisráðherra eftir fund sinn með forseta Íslands. Meira »

Framsókn ekki inn í núverandi stjórn

15.9. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segir það ekki koma til greina að ganga inn í núverandi ríkisstjórn.  Meira »

Kosið verði um miðjan október

15.9. Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna, segir að hægt sé að kjósa á þremur til fjórum vikum frá því að kjördagur er ákveðinn og þing er rofið. Framboðsfrestur sé fimmtán dagar. Meira »

Draumur að vinna fyrir Gervais

14.9. „Þetta er fáránlegur draumur sem er að rætast,” segir Lilja Katrín Gunnarsdóttir sem hefur starfað með breska grínistanum Ricky Gervais að undanförnu ásamt vinkonu sinni og tökumanninum Helgu Einarsdóttur. Meira »

Vegabréfsáritanir hugsanlegt úrræði

13.9. Ekki er útilokað að fólk fái ekki að koma til Íslands nema það hafi vegabréfsáritanir. Þetta sagði Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, á fundi Samtaka eldri sjálfstæðismanna í Valhöll í dag, þar sem hann var spurður út í málefni hælisleitenda. Meira »

Konan opnaði fyrir ræningjunum

13.9. Eldri kona sem varð fyrir líkamsárás á heimili sínu síðdegis á mánudag hleypti árásarmönnunum inn í fjölbýlishúsið þar sem hún býr og opnaði dyrnar á íbúðinni sinni fyrir þeim. Meira »

„Bæjarstjóranum til skammar“

7.9. „Þessi framganga er ekki bara að mínu mati bæjarstjóranum til skammar heldur bæjarfélaginu líka ef það ætlar að standa við bakið á svona málflutningi,“ segir Óðinn Sigþórsson, nefndarmaður í starfshópi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um stefnumörkun í fiskeldi. Meira »

Erfitt að flýta landsfundi

í fyrradag Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, telur að erfitt gæti reynst að flýta landsfundi flokksins. Breyttar aðstæður ríkja í stjórnmálum í landinu eftir að slitnaði upp úr ríkisstjórnarsamstarfinu. Meira »

Samstaða um næstu skref lykilatriði

18.9. Formenn allra flokka sem eiga fulltrúa á Alþingi hafa verið boðaðir á fund Unnar Brár Konráðsdóttur, forseta Alþingis, klukkan 12.30 í dag til að ræða framhaldið á þinginu. Meira »

Styðja ekki starfsstjórn með Bjarna

15.9. „Eftir að hafa farið yfir þær yfirlýsingar sem komið hafa fram er ljóst að það er enginn flötur á því að búa til einhvers konar fimm flokka stjórn. Það er stjórnmálakreppa og það þurfa allir að ná sér í nýtt umboð til þjóðarinnar,“ sagði Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, eftir að flokkurinn fundaði í Alþingishúsinu. Meira »

Eðlilegt að horfa til kosninga

15.9. Benedikt Jóhannesson, fjármálaráðherra og formaður Viðreisnar, segir að eðlilegt sé að horfa til kosninga.  Meira »

Enn stærstir þrátt fyrir grjótkastið

14.9. „Eftir allt sem gekk hér á, allt grjótkastið og tómatkastið í þinghúsið, eftir landsdómsmálið..., eftir allt þetta er Sjálfstæðisflokkurinn enn stærsti flokkurinn. Við erum kannski ekki með sama styrk og við áður höfðum en það voru aðrir tímar,“ sagði Bjarni Benediktsson forsætisráðherra. Meira »

Hækkun í 300.000 „stórkostlegt afrek“

13.9. Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði á hádegisfundi Samtaka eldri sjálfstæðismanna í Valhöll það vera stórkostlegt afrek að geta hækkað greiðslur til ellilífeyrisþega í 300 þúsund krónur á mánuði. Meira »

Björn Ingi: „Umtalsvert afrek“

7.9. Björn Ingi Hrafnsson, stofnandi Vefpressunnar, segir að viðskiptin með fyrirtækið séu umtalsvert afrek en Sigurður G. Guðjónsson lögmaður bjargaði Vefpressunni frá gjaldþroti með kaupum á félaginu. Björn Ingi telur jafnframt að unnið hafi verið úr stöðunni með glæsibrag. Meira »

„Fyrst og fremst kjánalegt“

7.9. Bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar ætlar ekki að biðja nefndarmenn í starfshópi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um stefnumörkun í fiskeldi afsökunar vegna ummæla sem hann lét falla á bæjarstjórnarfundi 24. ágúst. Hann segir að viðbrögð nefndarmannanna hafi komið sér á mjög á óvart. Meira »