Erla María Markúsdóttir

Erla María hefur starfað sem blaðamaður frá árinu 2014. Hún starfaði hjá Fréttatímanum í tvö ár áður en hún hóf störf hjá Árvakri í janúar 2016, fyrst á Morgunblaðinu en starfar nú sem blaðamaður á mbl.is. Erla María lauk BA-prófi í stjórnmálafræði með fjölmiðlafræði sem aukagrein frá Háskóla Íslands árið 2014.

Yfirlit greina

Óttast ekki hið ókomna

19.11. „Það eru allir afskaplega rólegir fyrir þessu,“ segir Sigrún Sigurgeirsdóttir, landvörður í Vatnajökulsþjóðgarði, um aukna virkni sem verið hefur í Öræfajökli. Sigrún hefur lifað góðu samlífi við jökulinn alla sína ævi og býst ekki við að það muni breytast í bráð. Hún fylgist þó grannt með gangi mála. Meira »

Þýðingarmikil afsökunarbeiðni forsetans

9.11. Baráttukonurnar Glódís Tara Fannarsdóttir, Anna Katrín Snorradóttir og Halla Ólöf Jónsdóttir mættu til fundar við Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands, á Bessastöðum í dag. Tilefni fundarins var afsökunarbeiðni forsetans á aðkomu sinni í því að veita Roberti Downey uppreist æru fyrr á árinu. Meira »

90% vilja ríkisrekna heilbrigðisþjónustu

3.11. Heilbrigðismál virðast brenna meira á fólki en mörg önnur mál og Íslendingar vilja öflugt heilbrigðiskerfi sem er fjármagnað og rekið af ríkinu. Þetta er meðal þess sem kom fram í erindi Sigrúnar Ólafsdóttur, prófessors í félagsfræði, á Þjóðarspeglinum sem fram fór í Háskóla Íslands í dag. Meira »

Fjöldi barnaverndarnefnda skapar vanda

2.11. Fjöldi starfandi barnaverndarnefnda getur leitt til þess að mál týnast í kerfinu þegar einstaklingar sem barnaverndarnefnd hefur haft afskipti af flytja milli sveitarfélaga. Forstjóri Barnaverndarstofu segir að vert sé að endurskoða samstarf þeirra 27 barnaverndarnefnda sem starfa hér á landi. Meira »

„Ég veit ekkert hvar mitt mál stendur“

26.10. Anna Katrín Snorradóttir, ein af baráttukonum #höfum hátt, lagði fram kæru í júlí gegn Robert Downey fyrir kynferðisbrot. Nú, tæpum fjórum mánuðum síðar, hefur hún enga hugmynd um hvar kæran er stödd í kerfinu. Meira »

Ríkið efli flugsamgöngur til Eyja

23.10. „Við höfum áhyggjur af þessari stöðu eins og við höfum margoft áður lýst yfir. Herjólfur er orðinn gamall og eftir því sem skip verða eldri aukast líkur á alvarlegum bilunum, eins og nú hafa komið upp í Herjólfi,“ segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, í samtali við mbl.is. Meira »

Fimm Esjugöngur á fimm dögum

15.10. Grínistinn Þórhallur Þórhallsson leggur upp í geggjaða göngu í vikunni þegar hann ætlar að ganga einu sinni á dag upp á Esjuna næstu fimm daga. Tilgangurinn? Að vekja athygli á geðheilbrigðismálum á Íslandi. Meira »

Samvinna hefur bjargað mannslífi

4.10. Samvinna þvert á kerfi er lykilatriði ef á að nást góður árangur í meðferð heimilisofbeldismála. Þá á heimilisofbeldi og ofbeldi gegn börnum að vera hafið yfir allt dægurþras pólitíkusa. Þetta er meðal þess sem kom fram á ráðstefnu um samvinnu gegn heimilisofbeldi sem fram fór í dag. Meira »

„Þessu miðar hægt en örugglega“

19.11. Formenn og þingmenn Sjálfstæðisflokksins, Vinstri grænna og Framsóknarflokks, sem vinna að myndun nýrrar ríkisstjórnar, hafa ekki komið saman til fundar í dag. „Flokkarnir eru ekki að funda sjálfir í dag heldur erum við meira að vinna heimavinnu,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna. Meira »

Stormasamt fyrsta ár forsetans

8.11. Ár er liðið frá því að Donald Trump var kjörinn forseti Bandaríkjanna og varla hefur liðið dagur án þess að forsetinn hafi valdið töluverðum usla í fjölmiðlum. En hverju hefur Trump áorkað á þessu fyrsta ári sínu í embætti og hvað finnst kjósendum um störf hans? Meira »

Æskuvinurinn frá Máritíus fundinn

2.11. „Það passar, það passar. Ég sá fréttina í gær [á mánudag], þetta er svolítið merkilegt og ég er nokkuð viss um að ég sé umræddur „Ratner“.“ Þetta segir Ragnar Magnús Guðmundsson, sem bjó ásamt fjölskyldu sinni í Máritíus á árunum 1971 til 1974. Meira »

Leitar að íslenskum æskuvini

30.10. Þekkir þú mann að nafni Ragnar sem bjó ásamt fjölskyldu sinni á Máritíus á 7. og 8. áratugnum? Ef svo er gætir þú komið breskri konu til aðstoðar sem langar að koma kærasta sínum á óvart á sextugsafmælinu á næsta ári með því að hafa uppi á íslenskum æskuvini hans. Meira »

Vilja takmarka aðgengi að rafrettum

24.10. Félagar í Læknafélagi Íslands hafa skorað á heilbrigðisráðherra og heilbrigðisyfirvöld að tryggja með lögum og/eða reglugerðum að aðgengi að rafrettum (veipum) sé takmarkað. Meira »

Þögnin rofin um allan heim

17.10. „Það sem er að gerast núna er að þetta er að vissu leyti endurtekning á byltingunni sem átti sér stað hér 2015,“ segir Helga Lind Mar, talsmaður Druslugöngunnar. Að hennar mati má segja að #metoo byltingin sé í raun hnattvæðing þöggunarbyltingarinnar sem varð hér á landi árið 2015. Meira »

Vill ráðast í kerfisbreytingar

15.10. Kerfisbreytingar á fjármálakerfinu, atvinnulíf og nýsköpun, menntun og vísindi, heilbrigðiskerfið og réttindi eldri borgara verða megin áherslur Miðflokksins í alþingiskosningunum 28. október. Meira »

„Við verðum að muna eftir börnunum“

4.10. „Hvernig eigum við að koma fram við börn sem hafa séð foreldra sína rífast og slást?“ Að þessu spurði Páll Ólafsson, sviðstjóri Barnaverndarstofu, á ráðstefnu um samvinnu gegn heimilisofbeldi sem fram fór í dag á vegum Jafnréttisstofu. Meira »