Anna Sigríður Einarsdóttir

Anna Sigríður hóf fyrst störf á Morgunblaðinu vorið 1999. Hún starfaði við hinar ýmsu deildir blaðsins fram í ágúst 2010, er hún fór yfir til ORF Líftækni. Anna Sigríður hóf aftur störf sem blaðamaður á mbl.is í mars 2016. Hún er með M.A. gráðu í listasögu frá Courtauld Institute í London og próf í Hagnýtri fjölmiðlun frá Háskóla Íslands.

Yfirlit greina

Verður að koma böndum yfir æðið

28.5. Skólar í Bandaríkjunum, Bretlandi og Frakklandi hafa gripið til þess ráðs að banna notkun á þyrilsnældum [e. fidget spinners] og í síðustu viku bættist Háaleitisskóli í þann hóp. Hanna Guðbjörg Birgisdóttir, skólastjóri Háaleitisskóla, segir æðið hafa verið farið að valda truflun í kennslustundum. Meira »

Höllin full af börnum og unglingum

23.5. „Það versta við þetta er að hugsa til þess að höllin var full af börnum og unglingum. Þetta er ung stjarna og þarna hafa verið börn niður í 5-6 ára. Það gerir þetta enn meira sjokkerandi og sorglegt,“ segir Ágústa M. Þórarinsdóttir, ræðismaður Íslands í Manchester. Meira »

Skothelda vestið staðalbúnaður hjá Unu

21.5. Skothelt vesti og hjálmur er staðalbúnaður hjá Unu Sighvatsdóttur sem starfar sem upplýsingafulltrúi hjá NATO í Afganistan. Una kom til Kabúl í desember í fyrra og segir að mesta menningarsjokkið við að koma til Afganistan hafi ekki verið framandi menningarheimur múslima, heldur að búa í herstöð. Meira »

Fara yfir allar ráðstafanir United Silicon

11.5. Umhverfisstofnun fer nú yfir þær tvær stöðuskýrslur sem stofnunin hefur fengið sendar varðandi kísilmálmverksmiðju United Silicon í Helguvík. Sviðstjóri hjá Umhverfisstofnun segir sérfræðinga stofnunarinnar vera að fara yfir skýrslurnar í samstarfi við norska ráðgjafafyrirtækið Norconsult. Meira »

Fá að nota LED-skiltið sem flettiskilti

6.5. LED-ljósaskiltið við Grensásveg fær væntanlega að vera áfram notað sem flettiskilti út sumarið. Reykjavíkurborg hafa þó borist kvartanir frá íbúum vegna skiltisins. Mikillar óánægju gætir nú einnig hjá íbúum í Kópavogi með sambærilegt skilti í Fífunni. Meira »

Hefðu þurft að fara út um rennuna

2.5. Flugbrautin á Keflavíkurflugvelli var um 800 metrum styttri en venjulega þegar flugvél Primera Air fór út af brautinni sl. föstudag. Upplýsingafulltrúi Isavia, segir þetta þó ekki eiga að vera orsök erfiðleikanna sem vélin lenti í. Ástæða sé þó til að æfa atvik þar sem engin slys verða á fólki. Meira »

Jafngildir útblæstri bílanna í 12 ár

1.5. Endurvinnsluhlutfall ÁTVR er 92%, 52% starfsmanna fyrirtækisins koma „grænir“ til vinnu yfir sumartímann og starfsmenn hafa meira að segja komið upp matjurtagarði við höfuðstöðvarnar á Stuðlahálsi og eru farnir að ræða flokkunarmál í fríum sínum erlendis. Meira »

„Mikill pirringur þarna“

26.4. 82% þeirra starfsmanna Keflavíkurflugvallar sem eru í stéttarfélagi SFR felldu í gær kjarasamning félagsins og Isavia. Árni Stefán Jónsson, formaður SFR, segir úrslit atkvæðagreiðslunnar endurspegla mikinn pirring hjá starfsmönnum vegna álags á Keflavíkurflugvelli. Meira »

Ólýsanlegt að standa á toppnum

24.5. Langþráð markmið Vilborgar Örnu Gissurardóttur rættist um helgina er hún stóð á toppi Everest, hæsta fjalls jarðar, í þriðju tilraun. Hún segir tilfinninguna hafa verið ólýsanlega og að í huga sínum risti þessi sigur mun dýpra en að ljúka sjö tinda áskoruninni. Meira »

Breytti hraðbankanum í leikjatölvu

22.5. Það má svo sannarlega segja að tæknin leiki í höndum Guðrúnar Ólafsdóttur, kerfisstjóra á upplýsingatæknisviði Landsbankans. Hún dundaði sér við það í frítíma sínum eftir áramót að breyta gömlum hraðbanka í leikjatölvu. Hinn umbreytti hraðbanki nýtur vinsælda á kaffistofu starfsmanna. Meira »

„Þar stóðum við og börðum eldinn“

12.5. Eldtungurnar stóðu hátt upp í loftið á tímabili og stórt svæði er nú brunnið eftir mikinn sinueld sem kviknaði við Vegamót á Snæfellsnesi síðdegis í gær. Eldurinn fór nærri ræktunarstöðinni Lágafelli og kunna húsráðendur slökkviliðsmönnum og bændum af næstu bæjum bestu þakkir fyrir skjót viðbrögð. Meira »

Fyrsta fæðing á fæðingarheimili frá 1996

6.5. Lítil stúlka fæddist í nótt á fæðingarstofu Bjarkarinnar og er það fyrsta barn sem fæðist á fæðingarheimili á Íslandi, frá því að fæðingarheimilinu á Eiríksgötu var lokað 1996. Fæðingin gekk ljómandi vel að sögn Hrafnhildar Halldórsdóttur ljósmóður og annars eiganda Bjarkarinnar. Meira »

Ofninn ekki ræstur í þessari viku

4.5. Enn liggur ekki fyrir hvenær ljós­boga­ofn kís­il­málmsmiðju United Silicon verður ræst­ur aft­ur. Stjórn­andi ör­ygg­is- og um­hverf­is­mála hjá United Silicon, segir það þó örugglega ekki verða í þesari viku. Unnið hefur verið að miklum lagfæringum og breytingum frá því að slökkt var á ofninum. Meira »

Enn ekki komin með farangurinn

1.5. Sá hluti farangurs íslenska Eurovision hópsins sem týndist á leiðinni til Kænugarðs í Úkraínu hefur enn ekki skilað sér. Þeirra á meðal eru þó nokkuð af þeim fatnaði sem Svala Björgvinsdóttir ætlar að klæðast á opnunarhátíðinni og blaðamannafundum næstu daga. Meira »

13 metrum hærri en deiliskipulag leyfir

28.4. Byggingar sem bætt var inn á lóð United Silicon eftir að skýrsla um umhverfismat var gerð eru ekki í samræmi við þær deiliskipulagsbreytingar sem bæjaryfirvöld Reykjanesbæjar halda fram að jafngildi tilkynningu um breytingar á umhverfismati. Hærri byggingin er 13 metrum hærri en deiliskipulag leyfir. Meira »

Í biðstöðu þar til lykt verður lágmörkuð

26.4. Ekki er enn komin nein dagsetning á það hvenær regnbogaofn kísilmálmsmiðju United Silicon verður ræstur aftur, en það verður þó örugglega ekki í þessari viku. Þetta segir Kristleifur Andrésson, stjórnandi öryggis- og umhverfismála hjá United Silicon. Meira »