Anna Sigríður Einarsdóttir

Anna Sigríður hóf fyrst störf á Morgunblaðinu vorið 1999. Hún starfaði við hinar ýmsu deildir blaðsins fram í ágúst 2010, er hún fór yfir til ORF Líftækni. Anna Sigríður hóf aftur störf sem blaðamaður á mbl.is í mars 2016. Hún er með M.A. gráðu í listasögu frá Courtauld Institute í London og próf í Hagnýtri fjölmiðlun frá Háskóla Íslands.

Yfirlit greina

17 ára í gæsluvarðhald eftir hnífstungu

4.4. Héraðsdómur hefur fallist á fjögurra vikna gæsluvarðhald yfir 17 ára árásarmanni, sem grunaður er um að hafa veitt manni lífs­hættu­leg­an áverka á veitingastað á Smáratorgi í gær­kvöldi. Öðrum manni var sleppt úr haldi, en lögregla telur mennina hafa verið undir áhrifum efna er árásin var gerð. Meira »

Áhrif loftslagsbreytinga verða víðtæk

30.3. „Það er enginn vafi á því að afleiðingar loftslagsbreytinga fyrir náttúru og þjóðlíf verða víðtækar. Það er mjög einföld fullyrðing sem er auðvelt að verja og þær eru nú þegar orðnar nokkrar,“ segir Halldór Björnsson, sérfræðingur og formaður vísindanefndar um Loftslagsbreytingar. Meira »

„Helmingurinn hérna inni vill ríða þér“

28.3. „Ég er búin að vera í tónlistarbransanum frá því að ég byrjaði að spila með Stuðmönnum 16 ára og get eiginlega talið á fingrum mér hversu oft ég hef fengið einhver komment sem stinga mig,“ segir tónlistarkonan Stefanía Svavarsdóttir. Hún lenti þó nýlega í uppákomu sem hún er ekki til í að leiða hjá sér. Meira »

Skólahundurinn vinsæll hjá nemendum

18.3. Í Tjarnarskóla er að finna nokkuð óvenjulegan skólaliða sem er bæði loðinn og ferfættur. Skólahundurinn Moli er átta ára cavalier sem nýtur mikilla vinsælda hjá bæði nemendum og starfsfólki. Moli gegnir m.a. hlutverki fyrirsætu í textílmennt og þá gefst ekki síður vel að lesa fyrir hann. Meira »

Óttast synjun en halda samt í vonina

3.3. Þau börn sem hingað koma sem hælisleitendur hafa mörg verið á flótta í langan tíma og Ísland er jafnvel þriðja eða fjórða viðkomulandið, eftir að hafa fengið synjun annars staðar. Börnin eru líka oft meðvituð um að þeim verður líklega einnig synjað um vernd hér á landi, en halda samt í vonina. Meira »

Áhætta samfara skjánotkun ungra barna

24.2. Hvorki snjallsíminn né spjaldtölvan eru heppileg leiktæki fyrir börn undir sex ár aldri, því of mikil skjánotkun getur hindrað börn í að öðlast fullan þroska, segir sálfræðingurinn dr. Catherine Steiner-Adair. Leikur í raunheimum er hins vegar besta leiðin fyrir að börn að þroska öll skynsvæði heilans. Meira »

Alltaf mælanlegur kynbundinn munur

13.2. Þrátt fyrir mismunandi aðferðafræði og mismunandi tölulega útreikninga er svarið samt alltaf já, það er mælanlegur kynbundinn launamunur. Þetta segir Kristín Ástgeirsdóttir, framkvæmdastýra Jafnréttisstofu, en athygli vakti í síðustu viku að dómsmálaráðherra efaðist um tilvist kynbundins launamunar. Meira »

Bakvörðum fjölgar eftir leitina að Birnu

2.2. Bakvörðum Landsbjargar hefur fjölgað um meira en 10% frá því að leitin að Birnu Brjánsdóttur stóð sem hæst. Meira en 700 björgunarsveitarmenn tóku þátt í leitinni að Birnu þá helgi og segir framkvæmdastjóri Landsbjargar björgunarsveitirnar hafa fundið fyrir gríðarlegum stuðningi samfélagsins alls. Meira »

Láti vita að sér misbjóði áreitið

1.4. Sálfræðingurinn Einar Gylfi Jónsson er bjartsýnn á að frásagnir Sölku Sólar og annarra tónlistarkvenna af kynferðislegu áreiti sem þær sæta í starfi leiði til vitundarvakningar. Kannanir hafa sýnt að sumar stéttir verða fyrir meira áreiti en aðrar og segir hann það mannlega skyldu að skipta sér af. Meira »

Ótvíræð hætta á sjávarflóðum fyrir byggð

30.3. Öll eiga sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu það sameiginlegt að gera lítið af því að horfa til hækkunar yfirborðs sjávars af völdum loftslagsbreytinga við skipulag sitt, að sögn Auðar Magnúsdóttur hjá VSÓ ráðgjöf. Ótvíræð hætta sé þó á sjávarflóðum við ströndina sem geti haft áhrif á byggð. Meira »

Strákarnir eru spólgraðir í þig

28.3. „Það er eiginlega algengara frekar en ekki að einhver sé að atast í þér og kommenta á það hvernig þú lítur út á þeim skemmtunum þar sem áfengi er haft um hönd,“ segir tónlistarkonan Elísabet Ormslev. Hún segir verstu upplifun sína af slíku áreiti hafa átt sér stað í litlum bæ úti á landi. Meira »

Geta orðið skotmörk vegna vinnu sinnar

8.3. Flestir þeirra 30 sem létust í árás vígamanna Ríkis íslams á stærsta hersjúkrahús Afganistan í morgun voru úr hópi sérsveita afganska hersins. Þetta segir Una Sighvatsdóttir sem starfar fyrir NATO í Afganistan. Hún kveðst döpur yfir þessum atburðum og bíður fregna af læknum sem hún tók viðtöl við. Meira »

Snjallsíminn ekki góð barnfóstra

25.2. Töluvert er um að foreldrar nýti spjaldtölvur og snjallsíma sem barnfóstru til að hafa ofan af fyrir börnum og jafnvel dæmi um að börnum sé réttur snjallsími til að hafa ofan af fyrir þeim á meðan skipt er um bleyju. Sálfræðingurinn Catherine Steiner-Adair telur slíka skjánotkun ekki af hinu góða. Meira »

Umhverfismálin eins og krem á köku

14.2. Íslendingar eru sinnulausir í umhverfismálum og gera sjálfkrafa ráð fyrir að hér sé allt hreint og gott, en gera lítið til að hafa það þannig. Þetta segir umhverfisstjórnunarfræðingurinn Stefán Gíslason. Stjórnvöld og landsmenn líti á umhverfismálin sem hliðarverkefni, sem sinna megi í hjáverkum. Meira »

Jarðarmörk staðfest í 13% tilvika

12.2. Ekki eru til staðfestar upplýsingar um jarðarmörk nema um 13% íslenskra jarða og byggja upplýsingarnar í flestum tilfellum á handskrifuðum lýsingum frá aldamótunum 1900. Lítil breyting virðist eiga sér stað á þessum málum og eru mýmörg dæmi um að ágreiningsmál vegna jarðarmarka endi fyrir dómstólum. Meira »

Hvatt til að tilkynna ofnæmi

1.2. Verði dýrum leyft að ferðast með strætisvögnum í tilraunaskyni í eitt ár, þá verður að hvetja þá sem finna fyrir ofnæmiseinkennum vegna þessara ferfættu ferðafélaga til að láta vita ef þeir finna fyrir ofnæmiseinkennum, segir Davíð Gíslason ofnæmislæknir hjá Læknasetrinu. Meira »