Anna Sigríður Einarsdóttir

Anna Sigríður hóf fyrst störf á Morgunblaðinu vorið 1999. Hún starfaði við hinar ýmsu deildir blaðsins fram í ágúst 2010, er hún fór yfir til ORF Líftækni. Anna Sigríður hóf aftur störf sem blaðamaður á mbl.is í mars 2016. Hún er með M.A. gráðu í listasögu frá Courtauld Institute í London og próf í Hagnýtri fjölmiðlun frá Háskóla Íslands.

Yfirlit greina

„Ég stóð varla í fæturna“

20.9. Fjölskylda Signýjar Bergsdóttur þurfti að flýja heimili sitt eftir að jarðskjálfti upp á 7,1 reið yfir Mexíkóborg í gær og eru sprungur í húsi þeirra. Hún stóð varla í fæturna er skjálftinn reið yfir og sá fjölda hruninna og skemmdra húsa á leið sinni heim. Signý segir hús enn vera að falla saman. Meira »

Dómsmálaráðherra horfi til eigin ábyrgðar

15.9. Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra segir það vissulega blendnar tilfinningar að slíta stjórnarsamstarfinu, ekkert annað hafi hins vegar verið í stöðunni. Dómsmálaráðherra þurfi líka að líta í eigin barm og velta fyrir sér sinni ábyrgð í málinu. Meira »

Áfram launamunur á þessu tímabili

14.9. Þriggja dómara kerfi verður í öllum leikjum Dominos-deildar kvenna í körfubolta á þessu keppnistímabili. Sá munur sem er á greiðslu fyrir dómgæslu á leikjum karla og kvenna verður hins vegar ekki lagfærður fyrir en í fyrsta lagi næsta haust, þegar nýir samningar taka gildi. Meira »

„Myndum aldrei kaupa kol í þessu magni“

10.9. Ef þungaiðnaður á Íslandi væri knúinn áfram með kolabrennslu, þá þyrfti landið að kaupa viðlíka magn af kolum og Kólumbía gerir og kostnaðurinn við slíkt myndi nema um 500 milljón dollurum á ári. Reynir Smári Atlason segir Orkustofnun ofmeta sparnað Íslendinga af útblæstri gróðurhúsalofttegunda. Meira »

Skoði hvort örplast sé í vatninu

8.9. Orkuveita Reykjavíkur hefur hug á að láta kanna hvort örplast leynist í neysluvatni á höfuðborgarsvæðinu. Þetta staðfestir upplýsingafulltrúi Orkuveitunnar. Greint hefur verið frá að örplast hafi fund­ist í neyslu­vatni í 83% til­vika í stórri rann­sókn sem m.a. náði til ríkja Evr­ópu og Am­er­íku. Meira »

Merkel klettur í hafsjó vitleysinga

6.9. Í Bandaríkjunum getur frambjóðandi unnið kosningar með loforði um breytingar. Í Þýskalandi tapar hann með slíkum loforðum, segir þýski fjölmiðlamaðurinn Ali Aslan. Þjóðverjar vita að Merkel haldi stefnu sinni hvað sem á gengur og því þurfi Schulz að vera töframaður til að hafa af henni embættið. Meira »

Þarf að ná fólki úr svartholi með lagni

29.8. „Maður upplifir alveg ofboðslega einmanakennd og það versta er að vera einmana innan um börnin sín, eiginkonu og alla. Þessi tilfinning verður svo sterk að manni finnst maður vera fyrir öllum,“ segir Steindór J. Erlingsson sem hefur glímt við sjálfsvígshugsanir í tæp 30 ár. Meira »

Best að tína sveppina unga

25.8. Þeim fer stöðugt fjölgandi sem njóta þess að tína sína eigin matarsveppi, en þá skiptir líka miklu að þekkja matarsveppi frá þeim sem eru eitraðir. Á morgun standa Háskóli Íslands og Ferðafélag barnanna fyrir árlegri sveppaleit í Heiðmörk, þar sem fá má fræðslu um hvaða sveppi er gott að tína. Meira »

Aldrei fundið fyrir neinu svona sterku

19.9. Elín Emilsson Ingvarsdóttir sem er búsett í Mexíkóborg, segir jarðskjálftann í kvöld hafa verið hryllilega upplifun. Vitað er til að rúmlega 100 manns hafi látið lífið í jarðskjálftanum sem mældist 7,1. Hún segir vera í góðu lagi með þá Íslendinga sem hún þekki í borginni þó þeir séu í áfalli. Meira »

Stangast ekki á við græna skatta

14.9. Það er eðlilegt að kallað sé eftir mótvægisaðgerðum vegna hækkunar eldsneytis- og þungaskatt. Þetta segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri hreyfingarinnar – Græns framboðs, það breytir því hins vegar ekki að stefna VG sé sú að umhverfisskattar séu æskilegir. Meira »

Brottvísun frestað í máli Haniye

12.9. Brottvísun afgönsku feðginanna, Abra­him og Hanyie Maleki, verður væntanlega frestað frameftir septembermánuði. Þetta segir Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra. Málsaðilar séu að nýta sér lögbundna heimild í lögum til að óska eftir frestun með það í huga að fara með málið fyrir dómstóla. Meira »

Mældu sótspor tegundanna í Vínbúðunum

10.9. Eldsneytisbrennsla og loftslagsbreytingar eru þeir mengunarþættir sem vega þyngst við framleiðslu á áfengum drykkjum. Notkun á glerumbúðum undir veigarnar er heldur ekki jákvæð, þó að þyngd flöskunar hafi áhrif þar á. Nýi heimurinn stendur sig þó betur en sá gamli í þessum efnum. Meira »

Þarf að skoða örplast í vatni

7.9. Engin rannsókn hefur verið gerð þar sem skoðað er hvort að plastagnir sé að finna í neysluvatni hér á landi. Þetta segir umhverfisefnafræðingur hjá Matís sem telur fulla ástæðu til að skoða málið. Greint var frá því á vef Guardian að örplast fannst í 83% tilvika í neysluvatni í stórri rannsókn. Meira »

„Hættulegt fyrir fólk að vera hér“

6.9. Jón Eggert Guðmundsson, sem búsettur er í Miami í Flórída, var á fullu við að undirbúa heimili sitt fyrir komu Irmu þegar mbl.is ræddi við hann, en gert er ráð fyrir að Irma verði 4. stigs fellibylur er hún kemur á land þar. „Við fáum hana mjög stóra og það er því hættulegt fyrir fólk að vera hér.“ Meira »

Ein flottasta sánan í eigu Íslendings

27.8. Ein flottasta sánan í Helsinki og þótt víðar væri leitað er í eigu þingmannsins Antero Vartia, sem er hálfur Íslendingur. Hann segir Íslendinga stundum reka þar inn nefið og hefur fengið fyrirspurnir um hvort ekki væri góð hugmynd að opna sambærilegt gufubað á Íslandi. Meira »

Telja upptök ólyktar á Gufunesi fundna

14.8. Súrt hey í hrossaskít á vinnslusvæði Íslenska gámafélagsins kann að reynast ástæða sorplyktar sem íbúar í Grafarvogi hafa ítrekað fundið leggja yfir vissa hluta hverfisins nú í sumar. Unnið er nú að því að fjarlægja hrossaskítinn sem menn telja mögulega orsök lyktarinnar. Meira »