Anna Sigríður Einarsdóttir

Anna Sigríður hóf fyrst störf á Morgunblaðinu vorið 1999. Hún starfaði við hinar ýmsu deildir blaðsins fram í ágúst 2010, er hún fór yfir til ORF Líftækni. Anna Sigríður hóf aftur störf sem blaðamaður á mbl.is í mars 2016. Hún er með M.A. gráðu í listasögu frá Courtauld Institute í London og próf í Hagnýtri fjölmiðlun frá Háskóla Íslands.

Yfirlit greina

Mikið til í gagnrýninni

15.11. Sjúkratryggingar munu fara yfir verkferla sína í framhaldi af bloggfærslu Ágústs H. Bjarna­son grasa­fræðings, sem sagði farir sínar af samskiptum við stofnunina ekki slétt­ar. Ágúst var m.a. ósáttur við að sækja átti sjúkrarúm Sólveigar konu hans daginn sem hún lést. Meira »

Meti hvort moltan þurfi í umhverfismat

11.11. Verið getur að moltugerð tveggja fyrirtækja í Gufunesi þurfi að fara í gegnum umhverfismat. Fyrirtækin tvö, Íslenska gamafélagið og Gæðamold, eru þegar með moltugerð þar í gangi og hafa íbúar í Grafarvogi ítrekað kvartað frá því í sumar yfir óþef sem berist frá svæðinu í ákveðinni vindátt. Meira »

Þörf á að dreifa raforkuframleiðslunni

9.11. Í frummatsskýrslu um virkj­un­ í Hverf­is­fljóti við Hnútu er hvergi minnst á aðrar virkj­ana­hug­mynd­ir í ánni, þó lagt hafi verið til að tvær virkj­ana­hug­mynd­ir fari í biðflokk. Slík samlegðaráhrif eru ástæða þess að Orkustofnun vill að sem flestir virkjanakostir fari í gegnum rammaáætlun. Meira »

Ótrúlega margt gott fólk á Akureyri

8.11. Akureyri er líklega besti staður á jörðinni. Það er ótrúlegt hversu margir hafa komið og boðið okkur aðstoð,“ segir Dario Schwo­erer, sviss­neskur lofts­lags­fræðing­ur­ og skíða- og fjalla­leiðsögumaður­ sem var hætt komin í ofsaveðri í Akureyrarhöfn þar sem hann býr í skútu ásamt fjölskyldu sinni. Meira »

„Ljóst að traustið var ekki fyrir hendi“

6.11. „Það er alveg ljóst að traustið var ekki fyrir hendi og það er náttúrlega undirstaðan að þessu,“ segir Grétar Þór Eyþórsson stjórn­mála­fræðipró­fess­or. Sigurður Ingi hafi ekki gefið upp neinar málefnalegar ástæður fyrir viðræðuslitunum og sé því mögulega ekki ósáttur við það sem lá á borðinu. Meira »

Hópur sem við höfum áhyggjur af

31.10. Aukning í neyslu og húsnæðisleysi eru meðal ástæðna fyrir fjölgun utangarðsfólks í Reykjavík. Þetta segir framkvæmdastjóri Þjónustumiðstöðvar Vesturbæjar, Miðborgar og Hlíða. Reykjavíkurborg birti skýrslu fyrir helgi þar sem fram kom að utangarðsfólki hafi fjölgað um 95% frá 2012. Meira »

Fleiri leita til transteymisins en áður

15.10. Tveir einstaklingar leita að meðaltali til transteymis Landspítalans í hverjum mánuði og hefur nýgengi verið að aukast sl. 3-4 ár að sögn Elsu Báru Traustadóttur sálfræðings í transteyminu. Mikill meirihluti þeirra sem þangað leita vilja í hormónameðferð en fáir fara í kynleiðréttingaaðgerð. Meira »

„Svo varð bara allt vitlaust“

12.10. Þær Kristín Júlla Kristjánsdóttir og Eva Vala Guðjónsdóttir urðu illilega varar við spennuna sem ríkir í Katalóníu í morgun. Þær áttu fótum sínum fjör að launa er til átaka kom þar sem þær voru staddar á kaffihúsi við Katalóníutorg í Barcelona. Meira »

Moltan það fyrsta sem flyst á Esjumela

12.11. Íslenska gámafélagið hefur skilað inn tilkynningu um moltugerð fyrirtækisins til Skipulagsstofnunnar og fyrirtækið tekur athugasemdir um öll umhverfisáhrif, þar með talið lykt, mjög alvarlega. Moltuvinnsla fyrirtækisins verður sá hluti framleiðslunnar sem flyst úr Gufunesi upp á Esjumela. Meira »

Dagur einhleypra kominn til að vera

10.11. Singles Day, tilboðsdagur fyrir netsölu, mun eflaust reynast einhverjum hér á landi ástæða til að draga fram greiðslukortið og ganga frá kaupum með nokkrum músarsmellum. Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ, telur daginn kominn til að vera. Meira »

Skiptar skoðanir á virkjun Hverfisfljóts

8.11. Mismunandi sjónarhorn eru innan sveitastjórnar og skipulagsnefndar Skaftárhrepps á fyr­ir­hugaða 9,3 mega­vatta (MW) virkj­un­ar í Hverf­is­fljóti við Hnútu í Skaft­ár­hreppi. Þetta segir Sandra Brá Jóhannsdóttir, sveitastjóri Skaftárhrepps. Meira »

Aldrei lent í viðlíka aðstæðum

6.11. Dario Schwoerer og fjölskylda voru hætt komin í óveðrinu í gær, en skúta þeirra var við festar í Torfunefsbryggju á Akureyri. Dario var á fullu við að dæla vatni úr skútunni er mbl.is hringdi. „Geturðu hringt eftir klukkutíma, við erum að reyna að koma í veg fyrir að skútan sökkvi,“ sagði hann. Meira »

Seinkun á öllu flugi í dag

6.11. Búast má við seinkunum á öllu flugi Icelandair í dag. Þetta segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, en Icelandair aflýsti eða frestaði 55 flugferðum flugfélagsins í gær vegna veðurofsans. Sólarhrings seinkun verður þá á flugi frá Dublin vegna bilunar. Meira »

Hrundi úr hillum og brotnaði

20.10. Jarðfræðingurinn Sigurjón Valgeir Hafsteinsson, sem er yfir neyðarvörnum hjá Rauða krossinum á Suðurlandi, varð vel var við jarðskjálftana nú í kvöld. „Þá drundi í öllu og hristist allt og það hrundi hér úr hillum og brotnaði aðeins,“ segir Sigurjón sem á von á fleiri skjálftum. Meira »

Innlögn á að vera bráðaaðstoð

14.10. „Það er vont þegar það vantar svona stóran hlekk í þjónustukeðjuna. Við höfum annars vegar heilsugæsluna og hins vegar sjúkrahús og það er himinn og haf þarna á milli,“ segir María Einisdóttir, framkvæmdastjóri geðsviðs Landspítala. Meira »

Ekki stóra svarið við lyktarvandanum

11.10. Rannsókn á lyktarvanda kísilverksmiðju United Silicon í Helguvík er hvergi nærri lokið og skýrsla NILU, norsku loftgæðastofnunarinnar, er aðeins fyrsta skrefið í því ferli segir Þorsteinn Jóhannsson, sérfræðingur í loftgæðamálum hjá Umhverfisstofnun. Meira »