Þorsteinn Friðrik Halldórsson

Þorsteinn er hagfræðingur og hefur starfað á mbl.is og Morgunblaðinu frá því vorið 2017. Hann hefur ritstýrt Hjálmum, tímariti hagfræðinema, og setið í ritstjórn Stúdentablaðs Háskóla Íslands.

Yfirlit greina

Draga úr áhættu í fiskeldi

í fyrradag Ísland gæti orðið brautryðjandi í sjálfbærri og vistvænni fiskeldistækni að sögn Rögnvaldar Guðmundssonar, framkvæmdastjóra AkvaFuture, sem hannar og framleiðir lokaðar kvíar. Meira »

365 flytji úr Skaftahlíð með tímanum

11.10. Kaup Fjarskipta á tilteknum rekstri 365 miðla eru í samræmi við þróun fjarskiptageirans á heimsvísu að sögn Stefáns Sigurðssonar forstjóra. Hann segir engar hópuppsagnir vera í vændum vegna samrunans og að stefnt sé að því að flytja rekstur 365 úr Skaftahlíð með tímanum. Meira »

Endurheimtu stöðu á Bretlandsmarkaði

8.10. Sjómannaverkfallið á Íslandi skapaði tækifæri fyrir Norðmenn og aðrar fiskveiðiþjóðir að styrkja stöðu sína í Bretlandi en helstu kaupendur tóku upp þráðinn við íslenskan sjávarútveg eftir að því lauk. Þetta segir forstjóri Grimsby fish market. Meira »

Dökk mynd af framtíðarhorfum hafna

5.10. Flestar hafnirnar eiga erfitt með að standa undir viðhaldi og þeim framkvæmdum sem nauðsynlegar eru á næstu árum en uppsöfnuð viðhaldsþörf nemur sex milljörðum króna. Lagt er til að hagkvæmni vegna sameiningar hafna verði könnuð. Meira »

Neysla ferðamanna tekið stakkaskiptum

3.10. Neyslumynstur ferðamanna hefur tekið skörpum breytingum á síðustu árum en í stað minjagripa, fatnaðar og annarra vara sækja þeir æ meir í upplifanir. Þá eru vísbendingar um að ágætlega hafi tekist að fá betur borgandi ferðamenn til landsins. Meira »

Opna nýja sælkerabúð í Vesturbæ

2.10. „Það snýst allt um fisk hjá okkur,“ segir Elías Guðmundsson, annar eigandi ferðaþjónustufyrirtækisins Fisherman, sem opnaði í dag sælkerabúð með sjávarfang á Hagamel 67 þar sem bókabúðin Úlfarsfell var áður til húsa. Meira »

Einstök þversögn í ferðaþjónustunni

27.9. Ísland sker sig frá öðrum þjóð hvað varðar samband gengisbreytinga og fjölda ferðamanna en greining hagfræðideildar Landsbankans á 39 ríkjum sýnir að Ísland er eina landið þar sem marktæk jákvæð fylgni hefur verið milli gengisstyrkingar og fjölgunar ferðamanna á liðnu ári. Meira »

Vilja breyta eignarhaldi á flugvellinum

26.9. Forstjórar Icelandair og WOW air sammæltust um að breyta þyrfti eignarhaldi á Keflavíkurflugvelli svo að unnt væri að flýta ákvarðanatöku í tengslum við stóraukin umsvif á flugvellinum. Meira »

Stóriðjan beri kostnaðinn

í fyrradag Álver og önnur stóriðja á Íslandi þurfa að taka þátt í kostnaðinum sem hlýst af því að tengja saman raforkuflutningskerfin á landinu þar sem þörfin á uppbyggingunni er tilkomin vegna þeirra. Meira »

Ferðaþjónustan mun skapa 7.000 störf

11.10. Gangi spár um fjölgun ferðamanna eftir gæti störfum í ferðaþjónustu fjölgað um tæplega 7 þúsund á fjórum árum. Það þýðir að tæpur helmingur fólks sem kemur inn á vinnumarkaðinn á þessu tímabili geti fengið störf í ferðþjónustu. Meira »

Vegakerfið fær falleinkunn

5.10. Uppsöfnuð viðhaldsþörf á þjóðvegum og á vegum í eigu sveitarfélaga er metin á bilinu 110-130 milljarðar. Áætlað er að viðhaldsþörfin sé um 70 milljarðar króna á þjóðvegum eingöngu og á næstu 10 árum þurfti til viðbótar 80 milljarða í reglubundið viðhald á þjóðvegum. Í samgönguáætlun fram til 2026 er einungis áformað að verja 86 milljörðum króna til viðhalds á tímabilinu. Meira »

372 milljarða þarf í innviðina

5.10. Meiri háttar hindranir koma í veg fyrir að hafnir og innanlandsflugvellir geti uppfyllt kröfur eftir 10 ár. Uppsöfnuð þörf innviða er metin 372 milljarðar króna og krefst aðkomu einkaaðila. Meira »

Stórtækur vogunarsjóður horfir til Íslands

3.10. Stjórnarformaður breska vogunarsjóðsins Landsowne Partners segist ætla að fjárfesta í eignum á Íslandi vegna þess hversu opið landið er fyrir hátækniþróun í Evrópu og vegna mikillar uppsveiflu í ferðaþjónustu. Meira »

Hótel og þúsund fermetra lón í bígerð

27.9. Áformað er að reisa nýtt 150 herbergja lúxushótel og heilsulind á landi Eiðhúsa á sunnanverðu Snæfellsnesi. Við hótelið verður myndað 1000 fermetra jarðhitalón sem verður hannað eins og það sé frá náttúrunnar hendi. Meira »

Weetabix mestu vonbrigðin í Costco

26.9. Weetabix er sú vara sem hefur valdið Costco á Íslandi mestum vonbrigðum en jarðaberin hafa verið feykivinsæl. Þetta segir Steve Pappas, framkvæmdastjóri Costco í Evrópu, sem sat fyrir svörum á fjármálaþingi Íslandsbanka í dag. Meira »

Flugfélögin orðin hlekkur í stöðugleika

26.9. Ekkert annað þróað ríki reiðir sig í jafnmiklum mæli á tekjur af farþegaflutningum og Ísland. Vekur sú staðreynd spurningu um hvort flugfélögin séu orðin kerfislega mikilvæg fyrirtæki fyrir efnahagslegan stöðugleika í svipuðum skilningi og stóru viðskiptabankarnir þrír eru fyrir fjármálastöðugleika. Meira »