Sólrún Lilja Ragnarsdóttir

Sólrún hefur starfað sem blaðamaður frá árinu 2010. Hún hóf feril sinn á DV, fór þaðan yfir á Fréttatímann, en hefur starfað sem blaðamaður hjá mbl.is frá því í maí 2017. Sólrún er með stúdentspróf af fjölmiðlabraut Fjölbrautaskólans í Breiðholti og BA-gráðu í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands. Hún skrifar bæði innlendar og erlendar fréttir á mbl.is.

Yfirlit greina

Spá í að „hengja upp skíthælana“

í gær Fjölgun tilfella þar sem brotið er á vinnuverndarlöggjöf og kjarasamningum hefur haldist í hendur við þann uppgang átt hefur sér stað í íslensku samfélagi síðustu misseri. Á þetta sérstaklega við í bygginga- og mannvirkjagerð þar sem oft er brotið á réttindum starfsfólks með víðtækum hætti. Meira »

Krafa um refsingu lækkuð um tvö ár

22.11. Ákæruvaldið fer fram á tveggja ára fangelsisrefsingu í máli Geirmundar Kristinssonar, fyrrverandi sparisjóðsstjóra Sparisjóðsins í Keflavík, sem ákærður var fyrir umboðssvik. Þetta kom fram í málflutningi Helga Magnúsar Gunnarssonar vararíkissaksóknara, sem flutti málið fyrir hönd ákæruvaldsins. Meira »

„Mjög alvarlegt brot“ á Grensásvegi 12

20.11. „Við höfum fengið viðbrögð en þau hafa verið algjörlega ófullnægjandi. Við gerum bara ráð fyrir því að þeir séu að vinna í sínum málum og vinna að úrbótum. Bannið nær ekki yfir að úrbætur séu gerðar á vinnustað,“ segir Björn Þór Rögnvaldsson, lögfræðingur hjá Vinnueftirlitinu. Meira »

Ræddu við aðila vinnumarkaðarins í dag

15.11. Formenn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins, sem nú eiga í stjórnarmyndunarviðræðum, áttu í dag samtöl við aðila vinnumarkaðarins. Þau samtöl munu halda áfram á morgun. Þetta segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna. Meira »

Þeirra hugmyndir greinilega nær mínum

13.11. „Ég tel að þetta sé ekki svar við þeim atburðum sem hafa leitt til falls síðustu tveggja ríkisstjórna. Ég óttast að þó svo að ríkisstjórnin geti eflaust unnið mörg góð verk þá muni ekki takast að koma á neinum pólitískum stöðugleika í landinu,“ segir Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar. Meira »

Ekki gott veganesti inn í viðræðurnar

13.11. „Það er ekkert sérstaklega gott að fara með það veganesti inn í viðræðurnar að það séu tveir þingmenn af ellefu sem vilja það ekki. Auðvitað getur flokkurinn þetta án þeirra. Þetta er ekkert útilokað, en auðvitað er það engin óskastaða að fara svona inn,“ segir Grétar Þór Eyþórsson. Meira »

Óformlegum viðræðum haldið áfram

10.11. Fundi þingflokks Vinstri grænna í Alþingishúsinu var að ljúka. Samkvæmt heimildum mbl.is var á fundinum farið yfir þau samtöl sem hafa átt sér stað í tengslum við stjórnarmyndunarviðræður. Óformlegar viðræður á milli formanna Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks halda áfram í dag. Meira »

Rangt að Píratar hafi gefið eftir öll mál

9.11. „Að gefnu tilefni er vert að taka fram að Píratar voru aldeilis ekki búnir að gefa eftir sín helstu mál í VSPB-viðræðunum,“ skrifaði Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, fulltrúi Pírata, á Facebook-síðu sína gær. Á hún þar við stjórnarmyndunarviðræður Vinstri grænna, Samfylkingar, Framsóknarflokks og Pírata. Meira »

„Fólk vill oft gleymast“

22.11. „Er ættingi þinn eða vinur á sjúkrahúsi, hjúkrunarheimili, fangelsi, sambýli eða býr einn? Skipulegðu heimsóknir til hans, þjöppum fjölskyldu og vinum saman og dreifum ábyrgðinni, Enginn vill vera einn og yfirgefinn. Veitum ást hlýju og umhyggju.“ Þannig hljómar kynning á nýrri vefsíðu. Meira »

Grensásvegur 12 skoðaður enn frekar

22.11. Byggingarvinnustaðurinn við Grensásveg 12 er til skoðunar hjá Samiðn, sambandi iðnfélaga, vegna gruns um að brotið hafi verið á starfsmönnum hvað launakjör og önnur kjarasamningsbundin réttindi varðar. Um er að ræða erlenda starfsmenn. Meira »

„Gleði kom til mín eins og elding“

15.11. „Hugmyndin er ekki sú að stofna stærstu Costco-síðu landsins heldur skemmtilegustu Costco-facebooksíðu landsins,“ segir Engilbert Arnar Friðþjófsson sem margir kannast eflaust við úr facebookhópnum Keypt í Costco Ísl. myndir og verð. Meira »

„Ekkert í lögum sem bannar þetta“

14.11. Jón Steinar Gunnlaugsson, hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi dómari við Hæstarétt, viðurkennir að hafa reynt að að hafa áhrif á niðurstöðu dómsins yfir Baldri Guðlaugssyni, með því að afhenda dómurum sem dæmdu í málinu í Hæstarétti minnisblað með lögfræðilegum upplýsingum. Meira »

Hefðu þurft að sýna skýrari forystu VG

13.11. „Mér fannst bara ekki vera nógu margt fast í hendi eftir þessar óformlegu viðræður til að ég treysti mér til að styðja áframhaldandi formlegar viðræður. Það er stórt skref að fara inn í þær,“ segir Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Vinstri grænna, sem greiddi atkvæði gegn því að fara í formlegar viðræður. Meira »

Ríkisstjórn stöðnunar blasi við

10.11. „Við vorum að glöggva okkur betur á því hvar flokkarnir fjórir voru staddir í viðræðunum um síðustu helgi, ef sú staða kæmi upp að það samtal yrði eitthvað breikkað,“ segir Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar og félags- og jafnréttismálaráðherra í fráfarandi ríkisstjórn. Meira »

Hefur ekki heyrt í neinum í vikunni

9.11. Enginn formaður þeirra flokka sem sitja á þingi hefur verið í sambandi við Ingu Sæland, formann Flokks fólksins, frá því að viðræðum Vinstri grænna, Framsóknarflokks, Samfylkingar og Pírata var slitið á mánudag. Meira »

Sjálfstæðisflokkur sér tvo vænlega kosti

7.11. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, hefur ekki heyrt í neinum formanni hinna flokkanna á Alþingi í dag, en hún er eini formaðurinn sem mbl.is hefur náð tali af. „Nei, nei, við erum bara spök og höfum það huggulegt,“ segir Inga í samtali við mbl.is. Meira »