Sólrún Lilja Ragnarsdóttir

Sólrún hefur starfað sem blaðamaður frá árinu 2010. Hún hóf feril sinn á DV, fór þaðan yfir á Fréttatímann, en hefur starfað sem blaðamaður hjá mbl.is frá því í maí 2017. Sólrún er með stúdentspróf af fjölmiðlabraut Fjölbrautaskólans í Breiðholti og BA-gráðu í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands. Hún skrifar bæði innlendar og erlendar fréttir á mbl.is.

Yfirlit greina

Þarf ekki að afhenda „óleyfishana“

09:05 Hæstiréttur staðfesti í gær úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem kröfu lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu um húsleit á heimili í Mosfellsbæ og að íbúa yrði gert að afhenda óskráðar hænur og tvo „óleyfishana“ sem hann héldi þar, væri hafnað. Meira »

Sigurður Ingi ekki á fundi formanna

Í gær, 15:45 Formenn allra flokka sem eiga sæti á þingi funda nú með forseta Alþingis í þeirri von um að ná samkomulagi um með hvað hætti verður hægt að ljúka þingstörfum. Þórunn Egilsdóttir, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, situr fundinn í fjarveru Sigurður Inga Jóhannssonar, formanns flokksins. Meira »

Elsa Lára stígur til hliðar í Norðvestur

23.9. Elsa Lára Arnardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi, hefur ákveðið að stíga til hliðar og gefa ekki kost á sér á tvöföldu kjördæmisþingi Framsóknarflokksins í kjördæminu þar sem kosið verður um fimm efstu sæti á lista. Meira »

„Mikill stormur í vatnsglasi“

21.9. „Í mínum huga skiptir þetta verulegu máli. Það hefur miklu moldviðri verið þyrlað upp síðustu daga út af þessu máli. Mér finnst hinar greinargóðu skýringar umboðsmanns sýna að þarna hefur verið mikill stormur í vatnsglasi.“ Meira »

Eina vitið að ljúka þingi sem fyrst

20.9. „Þetta samtal er aðeins að þróast. Við erum undir góðri stjórn forseta þingsins að reyna að afmarka örfá mál sem við myndum funda um á þinginu,“ sagði Bjarni Benediktsson forsætisráðherra að loknum fundi flokksformanna með forseta Alþingis. Meira »

Óljóst hvort niðurstaða fáist á fundinum

20.9. Formenn allra þingflokka sem eiga sæti á Alþingi funda nú með forseta Alþingis um með hvaða hætti verður hægt að ljúka störfum fyrir kosningar. Tilgangur fundarins er að reyna að ná sameiginlegri niðurstöðu um einhver mál eða gera málamiðlanir. Meira »

Hefðu líklega slitið samstarfinu í dag

15.9. Miklar líkur eru á því að Viðreisn hefði tekið ákvörðun um að slíta stjórnarsamstarfinu í dag, ef Björt framtíð hefði ekki gert það í gær. Þetta segir Hanna Katrín Friðriksson, formaður þingflokks Viðreisnar, en blaðamaður mbl.is náði tali af henni eftir fund ráðgjafaráðs flokksins. Meira »

Primera stefnir Flugfreyjufélaginu

14.9. Ótímabundnu verkfalli flugliða um borð í flugvélum Primera Air, sem átti að hefjast á morgun, 15. September, hefur verið frestað til 2. október næstkomandi. Primera Air hefur stefnt Flugfreyjufélagi Íslands vegna verkfallsboðunarinnar og gerir kröfu um að hún verði úrskurðuð ólögmæt. Meira »

Allir flokkar nema tveir náðu samkomulagi

Í gær, 18:39 Samkomulag liggur fyrir á milli allra flokka nema Samfylkingar og Pírata um lok þingstarfa á Alþingi. Þeir tveir flokkar setja sig hins vegar ekki upp á móti þeim málum sem verða sett á dagskrá á þingfundi sem boðaður verður á morgun. Meira »

Ásmundur Einar fer á móti Gunnari Braga

23.9. Ásmundur Einar Daðason hefur ákveðið að gefa kost á sér í fyrsta sæti á lista Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi. Hann greindi frá ákvörðun sinni á aukakjördæmaþingi flokksins sem fór fram fyrr í dag. Áður hafði Gunnar Bragi Sveinsson, oddviti flokksins, gefið kost á sér. Meira »

Stíga til baka og óska frekari gagna

21.9. „Þetta var gagnlegur fundur með umboðsmanni Alþingis og svaraði mörgum spurningum. Samt sem áður liggja eftir spurningar sem við vildum gjarnan fá svör við. Hvort það er enn þá tilefni til formlegrar rannsóknar eigum við eftir að meta.“ Meira »

Telur ekki tilefni til athugunar

21.9. Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, telur ekki tilefni til þess að embætti hans taki embættisfærslur ráðherra í tengslum við að dómsmálaráðherra tjáði forsætisráðherra að faðir hans hefði skrifað undir meðmæli fyrir einstakling sem sótti um uppreist æru, til athugunar að eigin frumkvæði. Meira »

„Nei, það var engin niðurstaða“

20.9. Engin niðurstaða varð á nýafstöðnum fundi formanna flokka sem eiga sæti á Alþingi um hvernig hægt verði að ljúka þingstörfum fyrir kosningar. Formennirnir funduðu með forseta Alþingis í þinghúsinu og stóð fundurinn í einn og hálfan tíma. Ekki náðist samstaða um þau mál sem talið er einna brýnast að ljúka. Meira »

Vilja rannsaka málið fyrir kosningar

15.9. Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismála, segir almenning og þolendur kynferðisbrota eiga það skilið að fá allar upplýsingar upp á borð í málum Roberts Downey og Hjalta Sigurjóns Haukssonar, dæmdra barnaníðinga sem fengu uppreist æru á síðasta ári. Meira »

Engar yfirhylmingar hjá nefndinni

14.9. „Manni flýgur í hug að nú skuli einhver halda að allt virðist vera að ganga upp, að við höfum staðið í óskaplegum yfirhylmingum, sem er alls ekki raunin,“ segir Haraldur Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks og einn fulltrúi flokksins í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. Meira »

Tekjur skertar hjá þeim sem vilja vinna

13.9. Lilja Alfreðsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, telur vel hægt að hagræða enn frekar í ríkisrekstri, til að mynda með sameiningu stofnanna og frekari ábyrgð ríkissjóðs. Hún segir mikilvægt að lækka áfram skuldir til að draga úr vaxtakostnaði, því það gefi meira svigrúm í velferðarmálum. Meira »