Guðrún Hálfdánardóttir

Guðrún hefur starfað sem blaðamaður og fréttastjóri á Morgunblaðinu og mbl.is frá árinu 1996. Guðrún útskrifaðist með MA-próf í blaða- og fréttamennsku frá Háskóla Íslands árið 2011 og BA-próf í íslensku og fjölmiðlafræði frá sama skóla árið 1995. Árið 2003 lauk hún námi í rekstrar- og viðskiptafræði frá EHÍ.

Yfirlit greina

Hægri og vinstri að líða undir lok

17.3. Frakkar kjósa sér nýjan forseta eftir rúman mánuð og er sitjandi forseti, sósíalistinn François Hollande, ekki í framboði. Þetta er í fyrsta skipti frá stríðslokum sem Frakklandsforseti býður sig ekki fram til endurkjörs. Ákvörðun Hollande kemur ekki á óvart enda með eindæmum óvinsæll í embætti. Meira »

Ömurlegt afmæli

15.3. Stríðið í Sýrlandi hefur geisað í sex ár í dag. Ömurlegur afmælisdagur, segir Anna Shea, lögfræðingur hjá Amnesty International. Hún segir að samningur Evrópusambandsins við Tyrkland sé brot á lögum og ef afstaða ESB breytist ekki mun flóttamannasáttmáli SÞ líða undir lok. Meira »

Lífshættulegar aðstæður skapast

14.3. Stella leikur Bandaríkjamenn væntanlega grátt í dag og á morgun því neyðarástandi hefur verið lýst yfir í tveimur ríkjum auk þess sem óveðrið mun bíta víðar. Stormurinn Stella kemur á slæmum tíma fyrir gróður og er búist við að 90% blóma kirsuberjatrjáa Washingtonborgar muni fjúka út í veður og vind. Meira »

Mátti ekki tæpara standa

10.3. Ung kona og karl sluppu naumlega út úr brennandi íbúð í Reykjanesbæ í nótt. Konunni var bjargað út af lögreglu en reykkafarar komu manninum til bjargar þar sem lögregla þurfti frá að hverfa vegna reyks og hita. Þau voru bæði flutt á Landspítalann og að sögn lögreglu mátti engu muna að enn verr færi. Meira »

Svöruðu ekki könnun vegna ótta

27.2. Aðeins 15% flóttafólks sem hér hafa sest að svöruðu nýrri könnun sem gerð var á högum stöðu flóttamanns/alþjóðlega vernd á Íslandi á árunum 2004-2015. Helsta ástæðan fyrir lélegu svarhlutfalli var ótti fólks við að svör þeirra færu lengra eða væru notuð gegn þeim. Meira »

Leiðir smátt og smátt að lokast

24.2. Ferðafólki sem hefur lent í vandræðum á Suðurlandi hefur verið komið í skjól á nærliggjandi hótelum og Vegagerðin er búin að loka fjölmörgum leiðum á landinu enda ekki hundi út sigandi. Ekkert er flogið innanlands og útlit fyrir tafir á millilandaflugi þar sem Reykjanesbrautinni hefur verið lokað. Meira »

Viðvaranir sendar á ferðaþjónustuna

24.2. Björgunarsveitir hafa verið kallaðar út á Reykjanesi vegna foks á lausamunum og eins eru björgunarsveitarmenn að aðstoða starfsmenn Vegagerðarinnar við lokanir á vegum. Sendar voru út viðvaranir til tæplega þrjú þúsund ferðaþjónustufyrirtækja í gær þar sem varað var við veðrinu sem væri í vændum. Meira »

„Við höfum reynt allt“

19.2. Er ástralski sundmaðurinn Grant Hackett búinn að brenna allar brýr að baki sér? Þetta er spurning sem ýmsir spyrja sig þessa dagana eftir að hann var handtekinn dauðadrukkinn og viðskotaillur á heimili foreldra sinna og lét sig síðan hverfa þannig að lýst var eftir honum. Meira »

Lömbin komu öllum á óvart

16.3. Ær á bænum Vindheimum í Skagafirði kom eigendum sínum heldur betur í opna skjöldu þegar þeir fóru að gefa fénu í gær því hjá henni voru tvö nýborin lömb. Hafði ærin verið lambfull án þess að nokkur hefði hugmynd um. Um sex vikur eru þar til sauðburður hefst. Meira »

Pyntingarklefinn Sýrland

15.3. Sýrland er orðið að einum stórum pyntingarklefa, staður sem hrottafengið ofbeldi og algjört óréttlæti ræður ríkjum, segir mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna, Zeid Ra’ad al-Hussein. Í dag eru sex ár síðan stríðið í Sýrlandi hófst og er þess meðal annars minnst með samstöðufundi á Austurvelli í dag. Meira »

Þau vilja bara deyja

10.3. Börnin eru farin að óska þess að fá að deyja því þá fari þau upp til himna og þar er nóg að borða og þar geta þau leikið sér. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri skýrslu Save the Children um andlega líðan barna sem enn eru í Sýrlandi. Þau sár eru ósýnileg en valda ólýsanlegum skaða. Meira »

Mæðgurnar fá hæli á Íslandi

2.3. Af­gönsku mæðgurn­ar Torpikey Farrash og Mariam Raísi, fengu í gær hæli og vernd á Íslandi. Þær hafa verið á flótta í fjölmörg ár en þeim var neitað um hæli hér á landi af Útlendingastofnun í ágúst í fyrra. Konur úr ólíkum áttum hafa frá því í fyrra barist fyrir því að mæðgurnar fengju vernd hér. Meira »

Fáir á ferli á Reykjanesi

24.2. Veðrið er orðið mjög slæmt á Suðurnesjum og afar fáir að ferli, að sögn lögreglunnar á Suðurnesjum. Búið er að loka öllum helstu leiðum og virðist sem fólk sé að fara að óskum viðbragðsaðila um að halda kyrru fyrir. Meira »

Viðbúnaður á Kjalarnesi

24.2. Björgunaraðilar eru að aðstoða farþega úr tveimur rútum sem fóru út af veginum á Kjalarnesi. Verðið er að flytja fólk í fjöldahjálparmiðstöð sem Rauði krossinn hefur opnað. Yfir 100 manns hefur leitað skjóls í miðstöðinni. Meira »

Farið að bæta í vind og úrkomu

24.2. Byrjað er að bæta í vind og úrkomu og ljóst að óveðrið sem búið var að spá er komið til landsins. Veðrið nær hámarki á suðvesturhluta landsins um hádegi og verður mjög slæmt þar til síðdegis. Búið að er að aflýsa innanlandsflugi í dag og eins verður fjölmörgum leiðum væntanlega lokað. Meira »

Talsverðar skemmdir í Bláfjöllum

9.2. Talsverðar skemmdir urðu í Bláfjöllum í óveðrinu í gær. Meðal annars brotnuðu rúður, færiband rifnaði upp þrátt fyrir að vera fest niður og hurð fór af hjörum. Meira »