Guðrún Hálfdánardóttir

Guðrún hefur starfað sem blaðamaður og fréttastjóri á Morgunblaðinu og mbl.is frá árinu 1996. Guðrún útskrifaðist með MA-próf í blaða- og fréttamennsku frá Háskóla Íslands árið 2011 og BA-próf í íslensku og fjölmiðlafræði frá sama skóla árið 1995. Árið 2003 lauk hún námi í rekstrar- og viðskiptafræði frá EHÍ.

Yfirlit greina

Nauðgunarmálið sem ekki hverfur

í gær Fyrir tveimur vikum benti allt til þess að kvikmyndagerðarmaðurinn Nate Parker væri að leggja heiminn að fótum sér með kvikmynd sinni Birth of a Nation en frétt Variety-tímaritsins um afdrif ungrar konu sem kærði hann fyrir nauðgun getur breytt því. Parker var sýknaður fyrir 15 árum. Meira »

Íslendingar bjarga mannslífum

17.8. Á aðeins nokkrum dögum var hundruðum flóttamanna bjargað um borð í tvö skip sem eru á Miðjarðarhafi við eftirlit á sjóleiðinni milli Lýbíu og Ítalíu. Rauði krossinn tekur þátt í björgunarstarfinu en íslenskur hjúkrunarfræðingur fer fljótlega til starfa um borð í öðru þeirra. Meira »

Leita manns í tengslum við morðið

4.8. Engar nýjar vísbendingar hafa komið fram í rannsókn á morði á Íslending í Akalla-hverfinu í Stokkhólmi, að sögn lögreglunnar. Einn er í gæsluvarðhaldi vegna málsins og annars er leitað. Lögreglan hefur vísbendingar hver sá maður er en hefur ekki haft upp á honum. Meira »

Íslendingur særðist í árásinni

19.3. Íslendingur er meðal þeirra sem særðust í hryðjuverkaárásinni í Istanbúl í morgun. Þetta fékk utanríkisráðuneytið staðfest fyrir skömmu hjá tyrkneskum yfirvöldum. Meira »

40 gistu á hótelinu

14.3. Alls gistu 40 af þeim 49 íbúum Patreksfjarðar sem þurftu að rýma hús sín í gær á Fosshóteli bæjarins. Helga Gísladóttir, formaður Rauða krossins á Patreksfirði, segir að vel hafi farið um fólkið þar í nótt. Meira »

Átök milli vors og vetrar

10.3. Það var mjög hvasst á sunnan- og vestanverðu landinu í nótt og stormur víða. Undir Hafnarfjalli hefur farið í 45 metra á sekúndu í hviðum og mjög hvasst á Snæfellsnesi. Rokið er að færast austur og norður en segja má að um átök milli vors og vetrar sé að ræða og verður svo næstu daga. Meira »

Clinton sjö - Trump sjö

2.3. Hillary Clinton fór með sigur af hólmi í sjö ríkjum af þeim ellefu sem forval demókrata fór fram í gærkvöldi og nótt. Bernie Sanders fór með sigur af hólmi í fjórum. Donald Trump hafði betur en mótframbjóðendur sínir í sjö af ellefu ríkjum. Meira »

Snjóflóðahætta og glórulaust veður

16.2. Ekkert ferðaveður er á Vestfjörðum og biður lögreglan fólk um að vera ekki á ferðinni í veðurofsanum. Allar heiðar eru ófærar og óvissustig er í Súðavíkurhlíð vegna snjóflóðahættu. Rafmagn hefur víða farið af og björgunarsveitarmenn voru að koma í hús eftir að hafa bjargað tveimur af Hálfdáni. Meira »

Hann lifði af ólíkt fjölda barna

19.8. Omran bar gæfu til að breiða út sögu sína í fjölmiðlum um allt en á hverjum degi tökum við á móti fjölda barna sem eru með verri áverka og skelfilega sögu að segja, segir læknirinn í Aleppo sem tók á móti drengnum eftir að honum var bjargað úr húsarústum eftir loftárásir Rússa. Meira »

Áttu fótum sínum fjör að launa

9.8. Starfsmenn vélsmiðjunnar Jötunstáls á Akranesi áttu fótum sínum fjör að launa er eldur kom upp í bifreið á verkstæðinu í morgun. Að sögn Ólafs Guðmundssonar, yfirlögregluþjóns á Akranesi, reyndu starfsmenn að slökkva eldinn en urðu að forða sér út. Meira »

Níðingsverk í skjóli kirkjunnar

24.3. Með hryllilegustu barnaníðum sem framin hafa verið í Ástralíu gerðust innan veggja kaþólsku kirkjunnar. Brot þar sem börn voru bráð hrotta sem störfuðu í nafni trúarinnar. Svipað er uppi á teningnum í Frakklandi en þar baðst kardínáli fórnarlömb níðings innan kirkjunnar afsökunar í messu í gær. Meira »

Hættustigi aflýst á Patreksfirði

14.3. Hættustigi hefur verið aflýst á Patreksfirði en í gær var 21 hús rýmt í bænum vegna krapaflóðahættu. Það þýðir að þeir 49 sem búa í húsunum geta snúið aftur til síns heima. Meira »

Veðrið heldur að ganga niður

14.3. Veðrið er heldur að ganga niður fyrir norðan og annars staðar er orðið skaplegt veður. Ofsarok var fyrir norðan í nótt og fárviðri á einhverjum stöðum. Mestallt millilandaflug er á áætlun en farþegar þurftu að bíða í vélum við flugstöðina um tíma í nótt vegna veðurs. Meira »

Fá ekki að koma til Íslands í gegnum Kanada

3.3. Kúbönsk kona, sem er með varanlegt dvalarleyfi á Íslandi, og sonur hennar og íslensks eiginmanns hennar, fær ekki að koma til Íslands þar sem kanadísk yfirvöld hafa hafnað beiðni hennar um að millilenda í Toronto. Meira »

Hélt að þetta væri hans síðasta

21.2. Ökumaður sem átti leið um Hvalfjarðargöngin nýverið varð fyrir því að blindast af sól í rykmekki með þeim afleiðingum að hann ók yfir á rangan vegarhelming óaðvitandi. Skömmu eftir að hann náði að koma sér fyrir á réttan vegarhelming kom vöruflutningabifreið á fullri ferð inn í göngin. Meira »

„Ástandið er skelfilegt“

5.2. Tugir þúsunda Sýrlendinga eru að flýja frá Aleppo og nágrenni í átt að Tyrklandi eftir loftárásir Rússa á borgina. Það er fátt sem minnir á íbúðabyggð í borginni en fjölmörg hús hafa verið sprengd upp. Um 300 þúsund borgarbúar eru innikróaðir en sótt er að þeim úr þremur áttum. Meira »