Guðrún Hálfdánardóttir

Guðrún hefur starfað sem blaðamaður og fréttastjóri á Morgunblaðinu og mbl.is frá árinu 1996. Guðrún útskrifaðist með MA-próf í blaða- og fréttamennsku frá Háskóla Íslands árið 2011 og BA-próf í íslensku og fjölmiðlafræði frá sama skóla árið 1995. Árið 2003 lauk hún námi í rekstrar- og viðskiptafræði frá EHÍ.

Yfirlit greina

Sagði ekki orð í tvö ár

27.11. Áður en stríðið hófst voru þau hamingjusöm fjölskylda í Damaskus en stríðið hefur eyðilagt allt, segir Hiba Al Jarki, sem kom hingað til lands í janúar. Fjölskyldan missti allt og upplifði hluti sem eru eiginlega of skelfilegir til þess að hægt sé að tala um þá. Enda hætti dóttir hennar að tala. Meira »

Líkfundur við Grandagarð

16.11. Maður fannst látinn í skurði við Grandagarð í morgun. Ekki er talið að dauða hans hafi borið að með saknæmum hætti heldur hafi verið um slys að ræða. Meira »

Börn fari ekki ein í skólann

11.11. Mjög hvasst er og mikil úrkoma og er mikilvægt að foreldrar gæti þess að börn, 12 ára og yngri fari ekki án fylgdar í skólann á höfuðborgarsvæðinu. Spáð er mjög snörpum vindhviðum við fjöll, allt að 35-40 metrum á sekúndu, og er víða mjög hvasst á Suður- og Vesturlandi. Óveður er á Reykjanesbraut. Meira »

„Hvað gerðum við?“

2.11. Hvað gerðum við? Er spurning sem sýrlensk börn spyrja. Hvað gerðu þau sem olli því að þau standa uppi án foreldra – allslaus? Khatt­ab al-Mohammad er flóttamaður frá Sýrlandi. Hann sagði frá sögu Sýrlands í átakanlegum fyrirlestri í dag. Fyrirlesturinn lét engan ósnortinn. Meira »

Mikill viðbúnaður í Bryggjuhverfi

27.10. Mikill viðbúnaður var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og sérsveit ríkislögreglustjóra í Bryggjuhverfi í gærkvöldi vegna tilkynningar um vopnaðan mann í hverfinu. Meira »

Hafa náð hámarki

14.10. Flestar ár á Suðurlandi náðu hámarki seint í gærkvöldi en Ölfusá við Selfoss mun væntanlega ekki ná hámarki fyrr en í kvöld eða í fyrramálið. Gott veður er um allt land, að vísu frekar hvasst á norðanverðu Snæfellsnesi en úrkomulaust. Spáin er góð fyrir helgina. Meira »

Snýst um fólk ekki vandamál

12.10. „Þetta snýst um fólk ekki vandamál,“ segir Kolbeinn Óttarsson Proppé, frambjóðandi VG, á fundi með frambjóðendum tíu stjórnmálaflokka í morgun þar sem umræðuefnið voru innflytjendur og málefni þeim tengd. Vísaði Kolbeinn til þess að stundum sé talað um innflytjendavandamál. Meira »

„Heyrði hann taka í húninn“

11.10. Júlíus Ármann Júlíusson íþróttaþjálfari vaknaði í nótt og fór fram til þess að sækja sér vatnsglas. Fyrir tilviljun sér hann mann taka í hurðarhúna húsa í götunni og á bifreiðum. Þegar Júlíus sér hann taka í húninn á íbúðinni á neðri hæðinni og stökk hann út og handtók manninn borgaralega. Meira »

Eitt stærsta utanríkismálið

21.11. Útganga Breta úr Evrópusambandinu er eitt mikilvægasta utanríkismálið sem Ísland stendur frammi fyrir næstu misserin enda Bretland okkar stærsta viðskiptaland, segir Lilja Alfreðsdóttir, utanríkisráðherra. Meira »

Grunaður um annað vopnað rán

14.11. Lögreglan á Vesturlandi mun óska eftir því að maður sem setið hefur í gæsluvarðhaldi undanfarna daga vegna ráns í lyfjaverslun í Ólafsvík verði úrskurðaður í farbann. Verið er að rannsaka hvort hann hafi rænt lyfjaverslun í Suðurveri nokkru áður. Meira »

Slökkvið á símum og ekki gefast upp

9.11. Slökkvið á símum barnanna ykkar áður en þau fara í háttinn og gætið þess að þau fái nægan svefn. Ekki byrja að setja boð og bönn þegar þau komast á unglingsár því uppeldið þarf að byrja strax við fæðingu og ekki gefast upp. Þetta er meðal þess sem rætt var á foreldradegi Heimilis og skóla. Meira »

„Ekki hægt annað en að velta“

28.10. Mikil mildi er að ekki fór verr þegar jeppabifreið valt við Fremstaver á Kjalvegi í gærkvöldi. Mjög slæmt veður var á þessum slóðum og skyggni lítið sem ekkert. Ökumaðurinn missti jeppann útaf í krappri beygju á veginum en engar merkingar eru um beygjuna. „Það var ekki annað hægt en að velta.“ Meira »

Nýi strákurinn í hverfinu

18.10. Martin Eyjólfsson sendiherra Íslands í Berlín fékk skemmtilegan póst í póstkassann heima hjá sér nýverið en bréfið var frá átta ára gömlum Íslandsaðdáanda. Sá heitir Caspar og eru hann og Martin orðnir hinir mestu mátar. Meira »

Enn bætir í ár á Suðurlandi

13.10. Hækkað hefur í ám á Suðurlandi og eins Vesturlandi í nótt en dregið hefur úr úrkomunni fyrir vestan. Búast má við mikilli úrkomu við Mýrdalsjökul og annars staðar á Suðurlandi í dag þannig að það má búast við því að það bæti enn frekar í ár þar. Ekki er hætt að rigna og vatnsveðrið heldur áfram. Meira »

Sleitulaus úrkoma í 36 tíma

12.10. Ágætlega hvasst og vel blautt er rétt lýsing á veðrinu sunnan- og vestanlands, að sögn Óla Þórs Árnasonar, vakthafandi veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. Víða hefur rignt mjög mikið í tæpan sólarhring og ekkert lát virðist ætla að verða á rigningunni næsta sólarhringinn. Meira »

Gæti eyðilagt viðkvæm verk

4.10. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur staðfest ákvörðun stjórnar listamannalauna um að synja blaðamanni, sem ekki er nafngreindur, um að fá upplýsingar um starfslaunaumsóknir Andra Snæs Magnasonar, rithöfundar, allt frá árinu 1997. Meira »