Guðrún Hálfdánardóttir

Guðrún hefur starfað sem blaðamaður og fréttastjóri á Morgunblaðinu og mbl.is frá árinu 1996. Guðrún útskrifaðist með MA-próf í blaða- og fréttamennsku frá Háskóla Íslands árið 2011 og BA-próf í íslensku og fjölmiðlafræði frá sama skóla árið 1995. Árið 2003 lauk hún námi í rekstrar- og viðskiptafræði frá EHÍ.

Yfirlit greina

Röð byrjuð að myndast á vellinum

07:55 Biðröð er byrjuð að myndast fyrir utan söluskrifstofu Icelandair við innritunarborðin í flugstöð Leifs Eiríkssonar, segir Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia. Upp úr viðræðum flugvirkja og Icelandair slitnaði um fjögurleytið í nótt og ekki hefur verið boðað til nýs fundar milli deiluaðila. Meira »

Velferð alls samfélagsins í húfi

11.12. Velferð barna er eitthvað sem við getum öll verið sammála um og er eitthvað sem Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, ætlar að leggja mjög mikla áherslu á í embætti ráðherra. Miklar breytingar hafi orðið á íslensku samfélagi og velferðarkerfið þurfi að laða sig að breyttum aðstæðum. Meira »

Börnin sem kerfið týndi

3.12. Snemma í barnæsku var hann farinn að sýna erfiða hegðun, skapofsa, átti erfitt með fínhreyfingar, skilning, takmörk og tjáningu. Samt var hann glaðlyndur, opinn og félagslyndur. Nokkrum árum síðar var gleðin farin og reiðin tók völdin. Meira »

Þjóðin greinda

2.12. Hvergi í Evrópu er jafnhátt hlutfall barna skilgreint með sérþarfir eins og á Íslandi. Framkvæmdastjóri Evrópumiðstöðvar um nám án aðgreiningar og sérþarfir segir að taka verði á þessu vandamáli. Þetta er meðal þess sem kom fram í alþjóðlegri úttekt sem kynnt var fyrr á árinu. Meira »

Slátrarinn frá Bosníu hetja margra

16.11. Radko Mladić, fyrrverandi hershöfðingi sem stjórnaði hersveitum Bosníu-Serba, betur þekktur undir heitinu „Slátrarinn frá Bosníu“, bíður enn niðurstöðu stríðsglæpadómstólsins í Haag en hann er ákærður fyrir þjóðarmorð og glæpi gegn mannkyninu. Ýmsir í heimalandi hans eru sannfærðir um sakleysi hans. Meira »

Stjörnur deyja ekki í Liverpool

15.11. Hún var óskarsverðlaunahafi og kona sem menn voru reiðubúnir að fórna öllu fyrir. Meðal mótleikara hennar voru þeir James Stewart, Robert Mitchum og Frank Sinatra. Hann var breskur sviðsleikari og 29 árum yngri en hún. Meira »

Sveigjanleiki hefur kosti og galla

5.11. Sveigjanleiki á vinnumarkaði getur bæði haft jákvæð og neikvæð áhrif á ungmenni sem hafa flúið hingað. Erfiður húsnæðismarkaður getur að sama skapi komi í veg fyrir að þau mennti sig. Mörg þeirra hætta námi til þess að veita aðstoð við framfærslu fjölskyldunnar. Meira »

Ódæðismaðurinn er frá Úsbekistan

1.11. Úsbeki, sem var búsettur í Flórída, drap átta manns og særða 11 alvarlega þegar hann ók yfir hjólreiðafólk og gangandi vegfarendur á Manhattan í New York í gær. Flestir þeirra sem létust eru útlendingar. Bandaríkjaforseti boðar hertara eftirlit með útlendingum sem koma til Bandaríkjanna. Meira »

Þeir brugðust börnunum fullkomlega

15.12. Ástralskar stofnanir brugðust algjörlega börnum sem þær áttu að hafa umsjón með. Tugir þúsunda barna voru beitt kynferðislegu ofbeldi á meðan þau voru í umsjón þeirra, þar á meðal stofnana á vegum kaþólsku kirkjunnar. Meira »

Hvar eru konurnar?

9.12. Tölfræði Nóbelsverðlaunahafa er ekki skemmtilestur fyrir konur því af hverjum 20 fær kona ein. Þrátt fyrir að staða kvenna sé aðeins að vænkast í þessu samhengi er það ekki að sjá á þeim sem munu taka við verðlaununum í ár – aðeins karlar – líkt og í fyrra. Meira »

Við erum að tala um börnin okkar

3.12. Hann er ljúfastur, alltaf ljúfastur allra, en þessi skipti sem hann missir stjórn á skapinu eru hrikalega erfið fyrir alla í fjölskyldunni. Hvort heldur sem það eru foreldrar, yngri eða eldri systkini. Hann er sautján ára og glímir við ADHD, lesblindu, þunglyndi og kvíðaraskanir. Meira »

Líf heillar fjölskyldu í húfi

2.12. Fleiri þúsund börn á Íslandi þurfa á sérhæfðri heilbrigðisþjónustu vegna geðheilsuvanda að halda. Á hverju ári fæðast 100 til 200 börn sem þurfa á verulegum stuðningi að halda vegna geðræns vanda og eða þroskaskerðingar. Meira »

Eldur í álverinu á Reyðarfirði

16.11. Slökkvilið Fjarðabyggðar var kallað út á sjötta tímanum í nótt vegna elds í steypuskála álversins á Reyðarfirði.  Meira »

Fín færð fyrir vel útbúna bíla

10.11. Verið er að hreinsa snjó af götum og stígum í Reykjavík samkvæmt upplýsingum frá framkvæmdasviði Reykjavíkurborgar. Snjóruðningstæki hafa verið að störfum frá því klukkan fjögur í morgun og ætti fólk ekki að lenda í vandræðum vegna færðar í morgunumferðinni. Meira »

Búa við ótta og óöryggi

3.11. Þær hafa áhyggjur af því að vera vísað úr landi og þær búa við lítið húsnæðisöryggi. Ein þeirra hefur þurft að flytja tíu sinnum á fimm árum með börn sín. Þær hafa lítið aðgengi að heilsugæslu og hafa upplifað að seint er gripið inn í veikindi. Meira »

Úrslitin ljós: 39-24

29.10. Þegar öll atkvæði hafa verið talin er orðið ljóst að konum fækkar um sex á þingi. Alls voru 24 konur kjörnar á þing í gær í stað 30 í fyrra. Framsóknarflokkurinn og VG standa best að vígi þegar niðurstöður kosninganna eru skoðaðar með kynjagleraugum. Meira »