Guðrún Hálfdánardóttir

Guðrún hefur starfað sem blaðamaður og fréttastjóri á Morgunblaðinu og mbl.is frá árinu 1996. Guðrún útskrifaðist með MA-próf í blaða- og fréttamennsku frá Háskóla Íslands árið 2011 og BA-próf í íslensku og fjölmiðlafræði frá sama skóla árið 1995. Árið 2003 lauk hún námi í rekstrar- og viðskiptafræði frá EHÍ.

Yfirlit greina

Er lestrarhestur á leið í höllina?

Í gær, 17:30 Ef Emmanuel Macron verður kjörinn forseti Frakklands þá verður hann yngstur til þess að gegna því embætti og sá fyrsti sem ekki kemur úr röðum sósíalista eða repúblikana. Hugsjónir hans voru aftur á móti ekki á sviði stjórnmála hér áður heldur dreymdi hann um að verða rithöfundur. Meira »

„Nú hækkar hitastigið til muna“

7.4. Magnús Þorkell Bern­h­arðsson, pró­fess­or í sögu Mið-Aust­ur­landa við Williams Col­l­e­ge, segir stóru spurninguna sem nú blasi við eftir loftárás Bandaríkjahers á herstöð Sýrlandshers vera hvaða áhrif þetta á samskipti Rússa og Bandaríkjamanna. „Nú hækkar hitastigið til muna,“ segir hann. Meira »

Bandaríkin gerðu árás í Sýrlandi

7.4. Bandaríkjaher gerði loftárás á herstöð Sýrlandshers í nótt. Árásin var gerð í kjölfar efnavopnaárásar sem Sýrlandsher er grunaður um að hafa gert á bæ í Idlib-héraði. Að minnsta kosti fjórir létust í árás Bandaríkjahers og var herstöðin gjöreyðilögð í árásinni. Meira »

Óásættanlegt fjöldamorð segir páfi

5.4. Frans páfi fordæmir efnavopnaárásina í Idlib-héraði í gær og segir hana óásættanlegt fjöldamorð. Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðina, segir árásina stríðsglæp en rússnesk og sýrlensk yfirvöld segja að árásin hafi beinst að vöruhúsi hryðjuverkamanna sem hýsti eiturefni. Meira »

Tilefnislaus lífshættuleg árás

4.4. Tekin verður ákvörðun síðar í dag hvort farið verður fram á gæsluvarðhald yfir tveimur mönnum sem grunaðir eru um að hafa veitt manni lífshættulegan áverka í Kópavogi í gærkvöldi. Engin tengsl eru á milli árásarmannanna og fjórnarlambsins og árásin virðist vera tilefnislaus. Meira »

Lömbin komu öllum á óvart

16.3. Ær á bænum Vindheimum í Skagafirði kom eigendum sínum heldur betur í opna skjöldu þegar þeir fóru að gefa fénu í gær því hjá henni voru tvö nýborin lömb. Hafði ærin verið lambfull án þess að nokkur hefði hugmynd um. Um sex vikur eru þar til sauðburður hefst. Meira »

Pyntingarklefinn Sýrland

15.3. Sýrland er orðið að einum stórum pyntingarklefa, staður sem hrottafengið ofbeldi og algjört óréttlæti ræður ríkjum, segir mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna, Zeid Ra’ad al-Hussein. Í dag eru sex ár síðan stríðið í Sýrlandi hófst og er þess meðal annars minnst með samstöðufundi á Austurvelli í dag. Meira »

Þau vilja bara deyja

10.3. Börnin eru farin að óska þess að fá að deyja því þá fari þau upp til himna og þar er nóg að borða og þar geta þau leikið sér. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri skýrslu Save the Children um andlega líðan barna sem enn eru í Sýrlandi. Þau sár eru ósýnileg en valda ólýsanlegum skaða. Meira »

„Verst að geta ekki hjálpað þeim“

16.4. Á annað hundrað almennir borgarar voru drepnir í einni árás í Sýrlandi í gær. Á hverjum degi deyja þar börn og fullorðnir sem enga sök eiga á stríðinu. Khatt­ab al-Mohammad flúði ásamt fjölskyldu sinni heimalandið fyrir fimm árum og hélt að þau myndu snúa fljótlega heim til Aleppo. Raunin er önnur. Meira »

Er sagan að endurtaka sig?

7.4. Rússar ætla að veita Sýrlandsstjórn aðstoð við að styrkja loftvarnir sínar í kjölfar árásar Bandaríkjahers á herstöð í Homs í nótt. Ástæða árásarinnar er efnavopnaárás sem gerð var á bæ í Idlib-héraði. Er sagan frá 2003 í Írak að endurtaka sig í Sýrlandi spyrja ýmsir? Meira »

„Þegar þú drepur saklaus börn“

6.4. Myndir af Abdul Hamid Youssef með börn sín, tvíburana Ahmed og Aiya, lætur engan ósnortin. Ekkert frekar en myndir af öðrum börnum sem köfnuðu í efnavopnaárás Sýrlandshers á bæinn Khan Sheikhun í Idlib-héraði á þriðjudagsmorgun. Donald Trump hótar einhliða aðgerðum Bandaríkjanna í Sýrlandi. Meira »

Drápu tugi barna

5.4. Af þeim 72 almennu borgurum sem létust í efnavopnaárás á þorp í Idlib-héraði í Sýrlandi í gærmorgun voru 20 börn. Stjórnvöld í Rússlandi segja sýrlenska herinn hafa gert árásina. Hún hafi beinst gegn „hryðjuverkavöruhúsi“. Meira »

Hægri og vinstri að líða undir lok

17.3. Frakkar kjósa sér nýjan forseta eftir rúman mánuð og er sitjandi forseti, sósíalistinn François Hollande, ekki í framboði. Þetta er í fyrsta skipti frá stríðslokum sem Frakklandsforseti býður sig ekki fram til endurkjörs. Ákvörðun Hollande kemur ekki á óvart enda með eindæmum óvinsæll í embætti. Meira »

Ömurlegt afmæli

15.3. Stríðið í Sýrlandi hefur geisað í sex ár í dag. Ömurlegur afmælisdagur, segir Anna Shea, lögfræðingur hjá Amnesty International. Hún segir að samningur Evrópusambandsins við Tyrkland sé brot á lögum og ef afstaða ESB breytist ekki mun flóttamannasáttmáli SÞ líða undir lok. Meira »

Lífshættulegar aðstæður skapast

14.3. Stella leikur Bandaríkjamenn væntanlega grátt í dag og á morgun því neyðarástandi hefur verið lýst yfir í tveimur ríkjum auk þess sem óveðrið mun bíta víðar. Stormurinn Stella kemur á slæmum tíma fyrir gróður og er búist við að 90% blóma kirsuberjatrjáa Washingtonborgar muni fjúka út í veður og vind. Meira »

Mátti ekki tæpara standa

10.3. Ung kona og karl sluppu naumlega út úr brennandi íbúð í Reykjanesbæ í nótt. Konunni var bjargað út af lögreglu en reykkafarar komu manninum til bjargar þar sem lögregla þurfti frá að hverfa vegna reyks og hita. Þau voru bæði flutt á Landspítalann og að sögn lögreglu mátti engu muna að enn verr færi. Meira »