Guðrún Hálfdánardóttir

Guðrún hefur starfað sem blaðamaður og fréttastjóri á Morgunblaðinu og mbl.is frá árinu 1996. Guðrún útskrifaðist með MA-próf í blaða- og fréttamennsku frá Háskóla Íslands árið 2011 og BA-próf í íslensku og fjölmiðlafræði frá sama skóla árið 1995. Árið 2003 lauk hún námi í rekstrar- og viðskiptafræði frá EHÍ.

Yfirlit greina

Ekki gleyma aðstæðum fólks

18.10. Stuðningsfjölskyldur og hvernig Akureyri hefur tekið á móti flóttafólki er til mikillar fyrirmyndar, segir Angelea Panos, doktor í sálfræði, sem hefur unnið með stjórnvöldum undanfarinn mánuð við að fræða þá sem koma að móttöku flóttafólks á Íslandi. Meira »

Sendiherra Svía veldur fjaðrafoki

17.10. Nýr sendiherra Svía á Íslandi hefur valdið nokkru fjaðrafoki eftir að hann varaði við því að lýðræði væri smátt og smátt að liðast í sundur í Svíþjóð og tækniveldi eða ofríki að taka völdin. Hann segir að þetta sé ekki rétt haft eftir sér og hann telji alls ekki að Svíþjóð verði einræðisríki. Meira »

Ekki stórtjón á Siglufirði

14.10. Slökkviliðið í Fjallabyggð hefur haft í nægu að snúast í nótt en mjög mikil úrkoma var þar í gærkvöldi og nótt. Há sjávarstaða skipti þar miklu og flæddi inn í kjallara 3-4 húsa á Siglufirði. Meira »

Við erum að tala um fólk

11.10. Fólk á flótta er ekki eitthvað sem bara Evrópa stendur frammi fyrir heldur allur heimurinn og við megum ekki horfa á flóttafólk sem vandamál eða óskilgreindan sæg fólks heldur sem manneskjur sem þurfa á aðstoð að halda. Meira »

Orð eru sterkari en ofbeldi

10.10. Ungt fólk gegnir lykilhlutverki í baráttunni fyrir friði í heiminum. „Orð eru sterkari en ofbeldi,“ segir Tawakkol Karman en hún er aðgerðarsinni og blaðamaður frá Jemen. Hún hlaut friðarverðlaun Nóbels árið 2011 meðal annars fyrir baráttu sína fyrir réttindum kvenna í heimalandinu. Meira »

„Tíminn er núna“

6.10. Tíminn til þess að banna kjarnorkuvopn er núna,“ segir í yfirlýsingu frá ICAN, samtakanna Alþjóðleg barátta um afnám kjarnorkuvopna, en samtökin eru handhafar friðarverðlauna Nóbels í ár. Meira »

Hvers vegna?

3.10. Hvers vegna? Spurning sem margir velta fyrir sér í kjölfar skotárásarinnar í Las Vegas fyrir sólarhring. Ekki bara almenningur heldur einnig lögreglan sem leitar í örvæntingu eftir skýringu á því hvers vegna Stephen Craig Paddock, 64 ára, ákveður að skjóta á allt sem fyrir verður. Meira »

Fólkið gerði líf okkar bærilegt

1.10. Rosemary Atieno Odhiambo og Paul Ramses Oduor búa í Hafnarfirði ásamt börnum sínum, Fidel Smára og Rebekkah Chelsea sem eru 9 og 7 ára. Börnin eru bæði fædd hér en Rosemary og Paul eru bæði frá Kenýa Sú velvild sem þau fundu hjá Íslendingum gerði líf þeirra bærilegt á dimmum dögum í þeirra lífi. Meira »

Þöggun blaðamanna fer með frelsið

17.10. Sonur maltnesku blaðakonunnar Daphne Caruana Galizia segir að hún hafi verið ráðin af dögum vegna skrifa sinna. Hann hljóp í örvæntingu í kringum bílinn sem stóð í ljósum logum í gær og líkamsleifar móður hans útum allt. Dóra Mezzi hefur þekkt Daphne lengi og segir hana einstaka manneskju. Meira »

Viðbrögðin minna á snjóflóð

14.10. Bandaríski kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein verður jafnvel rekinn úr bandarísku kvikmyndaakademíunni í dag en neyðarfundur verður haldinn í stjórn akademíunnar í dag. Frásagnir af valdamiklum níðingum hafa færst í aukanna og sífellt fleiri stíga fram og lýsa ofbeldinu. Meira »

Dóttir drepin og konu nauðgað

14.10. Barn okkar var drepið og eiginkonu minni var nauðgað, segir Joshua Boyle sem var rænt ásamt eiginkonu sinni, Caitlan Colemanm þegar þau voru á bakpokaferðalagi í Afganistan árið 2012. Fjölskyldan var látin laus í vikunni og kom heim til Kanada í gærkvöldi. Meira »

Af hverju er hatrið svona mikið?

10.10. Faten Mahdi Al-Hussaini er norsk og írösk og hún er múslimi í Noregi. Hún hefur mætt fordómum úr ýmsum áttum. En hún lætur það ekki stöðva sig þrátt fyrir að hafa þurft á lögregluvernd að halda þar sem lífi hennar var ógnað. Meira »

Hvers vegna þögðu allir?

10.10. Leikkonurnar Meryl Streep og Judi Dench eru meðal þeirra fjölmörgu sem hafa tjáð sig vegna frétta um kynferðislega áreitni af hálfu kvikmyndaframleiðandans Harvey Weinstein. Framferði Weinstein er ekki bara gagnrýnt heldur það hvernig Hollywood leyfði þessu að viðgangast áratugum saman. Hvers vegna þögðu allir? Meira »

Unnusta árásarmannsins yfirheyrð

4.10. Unnusta Stephen Paddock, sem skaut 58 til bana í Las Vegas, Marilou Danley, kom til Bandaríkjanna í nótt frá Filippseyjum. Paddock lagði 100 þúsund Bandaríkjadali, 10,6 milljónir króna, inn á reikning hennar áður en hann framdi ódæðið. Lögreglan hefur birt myndskeið af árásinni. Meira »

Flest afbrot tengd vímuefnaneyslu

2.10. Rannsóknir benda til þess að á Íslandi séu 15-20 þúsund fullorðnir einstaklingar virkir kannabisneytendur. Um 40% fanga höfðu neytt fíkniefna daglega áður en þeir hófu afplánun. Flest afbrot sem framin eru á Íslandi tengjast vímuefnaneyslu. Þetta er meðal þess sem fram kom á ráðstefnu SÁÁ í morgun. Meira »

Íslenskan er hans mál

30.9. Halldór Nguyen var 25 ára gamall þegar hann kom hingað til lands fyrir 38 árum. Hann er farinn að hugsa á íslensku enda hefur hann búið lengur á Íslandi en í Víetnam. „Þetta gerist ósjálfrátt,“ segir Halldór. Meira »