Guðrún Hálfdánardóttir

Guðrún hefur starfað sem blaðamaður og fréttastjóri á Morgunblaðinu og mbl.is frá árinu 1996. Guðrún útskrifaðist með MA-próf í blaða- og fréttamennsku frá Háskóla Íslands árið 2011 og BA-próf í íslensku og fjölmiðlafræði frá sama skóla árið 1995. Hún skrifar meðal annars um viðskipti og efnahagsmál á mbl.is.

Yfirlit greina

Níðingsverk í skjóli kirkjunnar

24.3. Með hryllilegustu barnaníðum sem framin hafa verið í Ástralíu gerðust innan veggja kaþólsku kirkjunnar. Brot þar sem börn voru bráð hrotta sem störfuðu í nafni trúarinnar. Svipað er uppi á teningnum í Frakklandi en þar baðst kardínáli fórnarlömb níðings innan kirkjunnar afsökunar í messu í gær. Meira »

Hættustigi aflýst á Patreksfirði

14.3. Hættustigi hefur verið aflýst á Patreksfirði en í gær var 21 hús rýmt í bænum vegna krapaflóðahættu. Það þýðir að þeir 49 sem búa í húsunum geta snúið aftur til síns heima. Meira »

Veðrið heldur að ganga niður

14.3. Veðrið er heldur að ganga niður fyrir norðan og annars staðar er orðið skaplegt veður. Ofsarok var fyrir norðan í nótt og fárviðri á einhverjum stöðum. Mestallt millilandaflug er á áætlun en farþegar þurftu að bíða í vélum við flugstöðina um tíma í nótt vegna veðurs. Meira »

Fá ekki að koma til Íslands í gegnum Kanada

3.3. Kúbönsk kona, sem er með varanlegt dvalarleyfi á Íslandi, og sonur hennar og íslensks eiginmanns hennar, fær ekki að koma til Íslands þar sem kanadísk yfirvöld hafa hafnað beiðni hennar um að millilenda í Toronto. Meira »

Hélt að þetta væri hans síðasta

21.2. Ökumaður sem átti leið um Hvalfjarðargöngin nýverið varð fyrir því að blindast af sól í rykmekki með þeim afleiðingum að hann ók yfir á rangan vegarhelming óaðvitandi. Skömmu eftir að hann náði að koma sér fyrir á réttan vegarhelming kom vöruflutningabifreið á fullri ferð inn í göngin. Meira »

„Ástandið er skelfilegt“

5.2. Tugir þúsunda Sýrlendinga eru að flýja frá Aleppo og nágrenni í átt að Tyrklandi eftir loftárásir Rússa á borgina. Það er fátt sem minnir á íbúðabyggð í borginni en fjölmörg hús hafa verið sprengd upp. Um 300 þúsund borgarbúar eru innikróaðir en sótt er að þeim úr þremur áttum. Meira »

Veðrið verður verst milli 18 og 20

4.2. Það er farið að snjóa víða en búast má við því að það fari að hvessa uppúr hádeginu á Suður- og Vesturlandi með rigningu og slyddu. Veðrið verður verst á höfuðborgarsvæðinu á milli 18 og 20 í kvöld en fer að ganga niður upp úr níu. Spáin er slæm fyrir Vestfirði allt fram á annað kvöld. Meira »

617 heimilisofbeldismál á einu ári

20.1. Heimilisofbeldismálum hefur fjölgað verulega á höfuðborgarsvæðinu á milli ára eftir að sérstök áhersla var lögð á þann málaflokk hjá lögreglunni. En það er svipuð þróun og annars staðar sem áhersla er lögð á að bregðast við heimilisofbeldi. Því málin eru ekkert fleiri heldur er upplýst um þau. Meira »

Íslendingur særðist í árásinni

19.3. Íslendingur er meðal þeirra sem særðust í hryðjuverkaárásinni í Istanbúl í morgun. Þetta fékk utanríkisráðuneytið staðfest fyrir skömmu hjá tyrkneskum yfirvöldum. Meira »

40 gistu á hótelinu

14.3. Alls gistu 40 af þeim 49 íbúum Patreksfjarðar sem þurftu að rýma hús sín í gær á Fosshóteli bæjarins. Helga Gísladóttir, formaður Rauða krossins á Patreksfirði, segir að vel hafi farið um fólkið þar í nótt. Meira »

Átök milli vors og vetrar

10.3. Það var mjög hvasst á sunnan- og vestanverðu landinu í nótt og stormur víða. Undir Hafnarfjalli hefur farið í 45 metra á sekúndu í hviðum og mjög hvasst á Snæfellsnesi. Rokið er að færast austur og norður en segja má að um átök milli vors og vetrar sé að ræða og verður svo næstu daga. Meira »

Clinton sjö - Trump sjö

2.3. Hillary Clinton fór með sigur af hólmi í sjö ríkjum af þeim ellefu sem forval demókrata fór fram í gærkvöldi og nótt. Bernie Sanders fór með sigur af hólmi í fjórum. Donald Trump hafði betur en mótframbjóðendur sínir í sjö af ellefu ríkjum. Meira »

Snjóflóðahætta og glórulaust veður

16.2. Ekkert ferðaveður er á Vestfjörðum og biður lögreglan fólk um að vera ekki á ferðinni í veðurofsanum. Allar heiðar eru ófærar og óvissustig er í Súðavíkurhlíð vegna snjóflóðahættu. Rafmagn hefur víða farið af og björgunarsveitarmenn voru að koma í hús eftir að hafa bjargað tveimur af Hálfdáni. Meira »

Óvissustig áfram á Vestfjörðum

5.2. Óvissustig er í gildi á Vestfjörðum vegna snjóflóðahættu og sex hús voru rýmd síðdegis í gær á Patreksfirði. Þar eru nánast allar leiðir ófærar og svipaða sögu er að segja víðar á landinu. Lögreglan á Ísafirði og Akureyri segja að allt hafi gengið vel í nótt en þokkalegt veður er innanbæjar. Meira »

Björguðu 150 þúsund mannslífum

23.1. Hugo Brady, ráðgjafi Donald Tusk forseta leiðtogaráðs Evrópusambandsins, segir að það sé ekki hægt að halda því fram að ESB hafi ekki gert neitt til þess að bregðast við flóttamannastraumnum. Á síðasta ári hafi 150 þúsund mannslífum verið bjargað og tekið á móti yfir 1,1 milljón flóttamanna Meira »

31 handtekinn í Köln

8.1. Lögreglan í Köln hefur handtekið 31 grunaðan um aðild að árásum í borginni á nýársnótt. Af þeim eru 18 hælisleitendur, segir í tilkynningu sem var að berast frá stjórnvöldum í Þýskalandi. Meira »