Guðrún Hálfdánardóttir

Guðrún hefur starfað sem blaðamaður og fréttastjóri á Morgunblaðinu og mbl.is frá árinu 1996. Guðrún útskrifaðist með MA-próf í blaða- og fréttamennsku frá Háskóla Íslands árið 2011 og BA-próf í íslensku og fjölmiðlafræði frá sama skóla árið 1995. Árið 2003 lauk hún námi í rekstrar- og viðskiptafræði frá EHÍ.

Yfirlit greina

Enn dýpka sár stríðshrjáðs lands

22.6. Eyðilegging vígamanna á bænaturni í Mosúl dýpkar enn sár stríðshrjáðs lands, segir yfirmaður UNESCO, Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna, Irina Bokova. Meira »

Þetta eru bara börn

31.5. Hún er ellefu ára gömul og kemur frá Sýrlandi. Vegna stríðsins í heimalandinu gat hún ekki gengið í skóla í fjögur ár þrátt fyrir að þrá fátt jafn heitt og það að læra. Meira »

Ekki hægt að horfa á fólk deyja

25.5. Yfir ein milljón flóttamanna kom til Lesbos á rúmu ári. Örvæntingarfullt fólk, einkum Sýrlendingar, sem hafði lagt allt í sölurnar til þess að komast í burtu frá stríðinu. Í dag er Lesbos biðsalur fólks eftir betra lífi þar sem margir bíða í meira en ár eftir því að komast til meginlandsins. Meira »

Bannið hefði mikil áhrif hér

12.5. Fréttir um mögulegt bann á fartölvum og spjaldtölvum um borð í flugvélum sem fljúga á milli Bandaríkjanna og Evrópu hefur vakið mikinn ugg meðal framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Íslensku flugfélögin og Isavia fylgjast grannt með málinu enda hefði þetta mikil áhrif hér sem víðar. Meira »

Er Watergate að endurtaka sig?

10.5. Enn einu sinni tekst Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, að koma á óvart. Nú með því að reka forstjóra alríkislögreglunnar, James Comey, úr starfi. Manninn sem stýrir rannsókninni á því hvort aðstoðarmenn Trumps hafi brotið af sér. Er Watergate að endurtaka sig? Meira »

Land móður minnar

6.5. Forsetakosningarnar í Frakklandi hafa mikið snúist um sjálfsmynd þjóðar og hverjir séu Frakkar og hverjir ekki. „Hvers vegna telja sumir að múslimar sem fæddir eru í Frakklandið séu ekki Frakkar og geti ekki elskað landið sitt?“ spyr höfundur bókarinnar Land móður minnar, Ma mère patrie. Meira »

Fjórða aftakan á viku

28.4. Fjórði fanginn á aðeins viku var tekinn af lífi í Arkansas í nótt en yfirvöldum í ríkinu er mikið í mun að ljúka af sem flestum aftökum áður en lyfið sem notað er til þess að drepa fangana rennur út. Meira »

„Verst að geta ekki hjálpað þeim“

16.4. Á annað hundrað almennir borgarar voru drepnir í einni árás í Sýrlandi í gær. Á hverjum degi deyja þar börn og fullorðnir sem enga sök eiga á stríðinu. Khatt­ab al-Mohammad flúði ásamt fjölskyldu sinni heimalandið fyrir fimm árum og hélt að þau myndu snúa fljótlega heim til Aleppo. Raunin er önnur. Meira »

Smyglararnir selja fólki von

1.6. Þrátt fyrir að hægt hafi á flóttamannastraumnum til Evrópu hafa yfir 50 þúsund manns komið sjóleiðina til Evrópu það sem af er ári. Flestir koma til Ítalíu en nokkur þúsund hafa komið til Grikklands. Meira »

Hélt að það væri farið að gjósa

31.5. Slökkvistarfi er að ljúka á Akureyri en eldur hefur logað í bátasmiðjunni Seigum við Goðanes í alla nótt. Mikinn svartan og eitraðan reyk lagði yfir bæinn og taldi einn slökkviliðsmaður sem býr þar skammt frá að farið væri að gjósa í miðjum bænum. Meira »

„Í fyrramálið byrjar ballið fyrst“

14.5. Nokkrar tilkynningar hafa borist um mögulegar tölvuárásir á fyrirtæki á Íslandi en engin þeirra er staðfest, segir Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar. Allt starfsfólk stofnunarinnar er að störfum vegna gagnagíslatökuárása sem ganga nú yfir heiminn. Meira »

Tekst honum það ómögulega?

12.5. Fyrir nokkrum vikum þekkti enginn Salvador Sobral en nú er nafn hans á allra vörum, að minnsta kosti þeirra sem fylgjast með Eurovision. Verður það Sobral sem rýfur hefðina fyrir því að Portúgal sé ekki í efstu fimm sætum keppninnar? Meira »

Unga gáfnaljósið tekur völdin

7.5. Emm­anu­el Macron, nýkjörinn forseti Frakklands, er yngst­ur til þess að gegna því embætti. Hann er einnig sá fyrsti sem ekki kem­ur úr röðum sósí­al­ista eða re­públi­kana frá stofn­un fimmta lýðveld­is­ins árið 1958. Fyrstu tölur benda til þess að hann hafi hlotið yfir 65% atkvæða. Meira »

Erfitt en gott að losna við fordóma

4.5. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur í vetur unnið verkefni með innflytjendum á Íslandi sem miðar að því að mynda tengsl og auka traust þeirra á lögreglunni. Verkefnið hefur tekist vel og horfa Frakkar nú til þess að innleiða svipað verkefni. Erfitt en gott að losna við fordóma segir þátttandi. Meira »

Er lestrarhestur á leið í höllina?

24.4. Ef Emmanuel Macron verður kjörinn forseti Frakklands þá verður hann yngstur til þess að gegna því embætti og sá fyrsti sem ekki kemur úr röðum sósíalista eða repúblikana. Hugsjónir hans voru aftur á móti ekki á sviði stjórnmála hér áður heldur dreymdi hann um að verða rithöfundur. Meira »

„Nú hækkar hitastigið til muna“

7.4. Magnús Þorkell Bern­h­arðsson, pró­fess­or í sögu Mið-Aust­ur­landa við Williams Col­l­e­ge, segir stóru spurninguna sem nú blasi við eftir loftárás Bandaríkjahers á herstöð Sýrlandshers vera hvaða áhrif þetta á samskipti Rússa og Bandaríkjamanna. „Nú hækkar hitastigið til muna,“ segir hann. Meira »