Guðrún Hálfdánardóttir

Guðrún hefur starfað sem blaðamaður og fréttastjóri á Morgunblaðinu og mbl.is frá árinu 1996. Guðrún útskrifaðist með MA-próf í blaða- og fréttamennsku frá Háskóla Íslands árið 2011 og BA-próf í íslensku og fjölmiðlafræði frá sama skóla árið 1995. Árið 2003 lauk hún námi í rekstrar- og viðskiptafræði frá EHÍ.

Yfirlit greina

Tugir skáta veiktust hastarlega

11.8. Magakveisa hefur herjað á erlenda skáta sem hafa dvalið í Útilífsmiðstöð skáta á Úlfljótsvatni undanfarna daga. Alls hafa 62 skátar veikst. Orsakir eru ókunnar en talið er að um nóróveiru sé að ræða. Yfir 170 skátar voru fluttir í fjöldahjálparmiðstöð í Hveragerði en skátarnir eru 10-25 ára. Meira »

Konur gerðar að skiptimynt

7.8. Nauðgun á unglingsstúlku sem hefnd við glæp sem bróðir hennar framdi hefur slegið marga óhug ekki síst íbúa í bænum Raja Ram í Pakistan. Þar efast margir um réttarkerfið sem ríkir í landinu og rétt þorpsráða til þess að taka lögin í sínar hendur. Meira »

„Mesta mildi að ekki fór verr“

4.8. Ökumenn tveggja bifreiða sluppu ótrúlega vel frá slysi á Vesturlandsvegi í morgun. „Mesta mildi að ekki fór verr,“ segir varðstjóri í lögreglunni á Vesturlandi en annar bíllinn er gjörónýtur eftir að hafa oltið. Slysið má rekja til þess að annarri bifreiðinni var ekið yfir á rangan vegarhelming. Meira »

Enn dýpka sár stríðshrjáðs lands

22.6. Eyðilegging vígamanna á bænaturni í Mosúl dýpkar enn sár stríðshrjáðs lands, segir yfirmaður UNESCO, Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna, Irina Bokova. Meira »

Þetta eru bara börn

31.5. Hún er ellefu ára gömul og kemur frá Sýrlandi. Vegna stríðsins í heimalandinu gat hún ekki gengið í skóla í fjögur ár þrátt fyrir að þrá fátt jafn heitt og það að læra. Meira »

Ekki hægt að horfa á fólk deyja

25.5. Yfir ein milljón flóttamanna kom til Lesbos á rúmu ári. Örvæntingarfullt fólk, einkum Sýrlendingar, sem hafði lagt allt í sölurnar til þess að komast í burtu frá stríðinu. Í dag er Lesbos biðsalur fólks eftir betra lífi þar sem margir bíða í meira en ár eftir því að komast til meginlandsins. Meira »

Bannið hefði mikil áhrif hér

12.5. Fréttir um mögulegt bann á fartölvum og spjaldtölvum um borð í flugvélum sem fljúga á milli Bandaríkjanna og Evrópu hefur vakið mikinn ugg meðal framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Íslensku flugfélögin og Isavia fylgjast grannt með málinu enda hefði þetta mikil áhrif hér sem víðar. Meira »

Er Watergate að endurtaka sig?

10.5. Enn einu sinni tekst Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, að koma á óvart. Nú með því að reka forstjóra alríkislögreglunnar, James Comey, úr starfi. Manninn sem stýrir rannsókninni á því hvort aðstoðarmenn Trumps hafi brotið af sér. Er Watergate að endurtaka sig? Meira »

Skjólið reynist eitrað

10.8. Rómafólk hefur verið ofsótt öldum saman og Kosovo er þar engin undantekning. Í stríðinu var hverfi þeirra jafnað við jörðu og margir teknir af lífi. Þeir sem lifðu fengu skjól í búðum á vegum SÞ. En skjólið var napurt því búðirnar voru byggðar á menguðu svæði og börnin þar eru mörg hver fötluð. Meira »

Fórnað fyrir heiður fjölskyldunnar

6.8. Þegar Lubna var fjórtán ára var hún með hæstu einkunnirnar í bekknum sínum og foreldrar hennar vonuðu að hún yrði læknir í framtíðinni. Þess í stað var henni nauðgað af frænda sínum og hún neydd til þess að giftast honum. Meira »

John Snorri náði á K3 í nótt

4.8. John Snorri Sigurjónsson stóð á toppi Broad Peak, sem yfirleitt gengur undir heitinu K3, klukkan fjögur í nótt. Hann er nú á leið í grunnbúðir en fjallið er þriðja fjallið sem er meira en átta þúsund metrar að hæð sem John Snorri toppar á fjórum mánuðum. Meira »

Smyglararnir selja fólki von

1.6. Þrátt fyrir að hægt hafi á flóttamannastraumnum til Evrópu hafa yfir 50 þúsund manns komið sjóleiðina til Evrópu það sem af er ári. Flestir koma til Ítalíu en nokkur þúsund hafa komið til Grikklands. Meira »

Hélt að það væri farið að gjósa

31.5. Slökkvistarfi er að ljúka á Akureyri en eldur hefur logað í bátasmiðjunni Seigum við Goðanes í alla nótt. Mikinn svartan og eitraðan reyk lagði yfir bæinn og taldi einn slökkviliðsmaður sem býr þar skammt frá að farið væri að gjósa í miðjum bænum. Meira »

„Í fyrramálið byrjar ballið fyrst“

14.5. Nokkrar tilkynningar hafa borist um mögulegar tölvuárásir á fyrirtæki á Íslandi en engin þeirra er staðfest, segir Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar. Allt starfsfólk stofnunarinnar er að störfum vegna gagnagíslatökuárása sem ganga nú yfir heiminn. Meira »

Tekst honum það ómögulega?

12.5. Fyrir nokkrum vikum þekkti enginn Salvador Sobral en nú er nafn hans á allra vörum, að minnsta kosti þeirra sem fylgjast með Eurovision. Verður það Sobral sem rýfur hefðina fyrir því að Portúgal sé ekki í efstu fimm sætum keppninnar? Meira »

Unga gáfnaljósið tekur völdin

7.5. Emm­anu­el Macron, nýkjörinn forseti Frakklands, er yngst­ur til þess að gegna því embætti. Hann er einnig sá fyrsti sem ekki kem­ur úr röðum sósí­al­ista eða re­públi­kana frá stofn­un fimmta lýðveld­is­ins árið 1958. Fyrstu tölur benda til þess að hann hafi hlotið yfir 65% atkvæða. Meira »