Guðrún Hálfdánardóttir

Guðrún hefur starfað sem blaðamaður og fréttastjóri á Morgunblaðinu og mbl.is frá árinu 1996. Guðrún útskrifaðist með MA-próf í blaða- og fréttamennsku frá Háskóla Íslands árið 2011 og BA-próf í íslensku og fjölmiðlafræði frá sama skóla árið 1995. Árið 2003 lauk hún námi í rekstrar- og viðskiptafræði frá EHÍ.

Yfirlit greina

„Ekki hægt annað en að velta“

12:22 Mikil mildi er að ekki fór verr þegar jeppabifreið valt við Fremstaver á Kjalvegi í gærkvöldi. Mjög slæmt veður var á þessum slóðum og skyggni lítið sem ekkert. Ökumaðurinn missti jeppann útaf í krappri beygju á veginum en engar merkingar eru um beygjuna. „Það var ekki annað hægt en að velta.“ Meira »

Nýi strákurinn í hverfinu

18.10. Martin Eyjólfsson sendiherra Íslands í Berlín fékk skemmtilegan póst í póstkassann heima hjá sér nýverið en bréfið var frá átta ára gömlum Íslandsaðdáanda. Sá heitir Caspar og eru hann og Martin orðnir hinir mestu mátar. Meira »

Enn bætir í ár á Suðurlandi

13.10. Hækkað hefur í ám á Suðurlandi og eins Vesturlandi í nótt en dregið hefur úr úrkomunni fyrir vestan. Búast má við mikilli úrkomu við Mýrdalsjökul og annars staðar á Suðurlandi í dag þannig að það má búast við því að það bæti enn frekar í ár þar. Ekki er hætt að rigna og vatnsveðrið heldur áfram. Meira »

Sleitulaus úrkoma í 36 tíma

12.10. Ágætlega hvasst og vel blautt er rétt lýsing á veðrinu sunnan- og vestanlands, að sögn Óla Þórs Árnasonar, vakthafandi veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. Víða hefur rignt mjög mikið í tæpan sólarhring og ekkert lát virðist ætla að verða á rigningunni næsta sólarhringinn. Meira »

Gæti eyðilagt viðkvæm verk

4.10. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur staðfest ákvörðun stjórnar listamannalauna um að synja blaðamanni, sem ekki er nafngreindur, um að fá upplýsingar um starfslaunaumsóknir Andra Snæs Magnasonar, rithöfundar, allt frá árinu 1997. Meira »

Ótrúlegt sjónarspil

3.10. Mikið gjörningaveður gekk yfir Reykjanesið á áttunda tímanum í morgun með eldingum og hagléli. Eldingar hafa sést víða á Suðvesturlandinu og TF-GAY, vél WOW air, flaug í gegnum eldingarnar. Meira »

„Leyfi til að drepa“

1.10. Frá því árás var gerð á sjúkrahús Lækna án landamæra í Kunduz í Afganistan fyrir ári síðan hafa verið gerðar árásir á 66 sjúkrahús sem samtökin taka þátt í að starfrækja, þar af sex í Jemen. Meira »

Fyrsta alvöru haustlægðin

22.9. Fyrsta alvöru haustlægðin herjar á hluta landsmanna en það hefur verið stormur í alla nótt á Vestfjörðum og fór vindurinn í 28 metra á sekúndu í Æðey um tíma. Mjög mikil úrkoma hefur verið á Austurlandi og í gær mældist úrkoman 60 mm í Neskaupstað og 53 mm á Fáskrúðsfirði. Meira »

Mikill viðbúnaður í Bryggjuhverfi

í gær Mikill viðbúnaður var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og sérsveit ríkislögreglustjóra í Bryggjuhverfi í gærkvöldi vegna tilkynningar um vopnaðan mann í hverfinu. Meira »

Hafa náð hámarki

14.10. Flestar ár á Suðurlandi náðu hámarki seint í gærkvöldi en Ölfusá við Selfoss mun væntanlega ekki ná hámarki fyrr en í kvöld eða í fyrramálið. Gott veður er um allt land, að vísu frekar hvasst á norðanverðu Snæfellsnesi en úrkomulaust. Spáin er góð fyrir helgina. Meira »

Snýst um fólk ekki vandamál

12.10. „Þetta snýst um fólk ekki vandamál,“ segir Kolbeinn Óttarsson Proppé, frambjóðandi VG, á fundi með frambjóðendum tíu stjórnmálaflokka í morgun þar sem umræðuefnið voru innflytjendur og málefni þeim tengd. Vísaði Kolbeinn til þess að stundum sé talað um innflytjendavandamál. Meira »

„Heyrði hann taka í húninn“

11.10. Júlíus Ármann Júlíusson íþróttaþjálfari vaknaði í nótt og fór fram til þess að sækja sér vatnsglas. Fyrir tilviljun sér hann mann taka í hurðarhúna húsa í götunni og á bifreiðum. Þegar Júlíus sér hann taka í húninn á íbúðinni á neðri hæðinni og stökk hann út og handtók manninn borgaralega. Meira »

Grunur um dýraníð í Hörgársveit

4.10. Grunur er um dýraníð í Hörgárdal í síðasta mánuði er lambi var misþyrmt hrottalega við smalamennsku aðra helgina í september. Meira »

Fundu mannabein skammt frá sverðinu

1.10. Gæsaveiðimenn gengu fram á mannabein í landi Ytri-Ása í Skaftártungu í dag. Beinin fundust 20-30 metrum frá þeim stað sem gæsaveiðimenn fundu sverð frá tíundu öld í síðasta mánuði. Meira »

54 kg af bókum

22.9. Krist­ín Rós Kristjáns­dótt­ir fór nýverið með 54 kg af bókum í flóttamannabúðir í Þessalón­íku í Grikklandi. Verkefni sem hún stendur að „Books 4 Refugees“ er komið úrslit verðlaunasamkeppni en til þess að það eigi möguleika á sigri þá þurfa sem flestir að taka þátt og kjósa verkefnið. Meira »

Með mannúð að leiðarljósi

14.9. Flestir þeirra stjórnmálaflokka, sem eiga fulltrúa á þingi eða mælast með yfir 5% fylgi í skoðanakönnunum, telja að leggja eigi aukið fé í að taka á móti flóttafólki. Stytta eigi meðferðartíma í kerfinu og Ísland eigi, líkt og önnur ríki í Evrópu, að axla sameiginlega ábyrgð og taka við flóttafólki. Meira »