Guðrún Hálfdánardóttir

Guðrún hefur starfað sem blaðamaður og fréttastjóri á Morgunblaðinu og mbl.is frá árinu 1996. Guðrún útskrifaðist með MA-próf í blaða- og fréttamennsku frá Háskóla Íslands árið 2011 og BA-próf í íslensku og fjölmiðlafræði frá sama skóla árið 1995. Árið 2003 lauk hún námi í rekstrar- og viðskiptafræði frá EHÍ.

Yfirlit greina

„Við höfum reynt allt“

19.2. Er ástralski sundmaðurinn Grant Hackett búinn að brenna allar brýr að baki sér? Þetta er spurning sem ýmsir spyrja sig þessa dagana eftir að hann var handtekinn dauðadrukkinn og viðskotaillur á heimili foreldra sinna og lét sig síðan hverfa þannig að lýst var eftir honum. Meira »

„Saydnaya eru endalok lífsins“

7.2. Saydnaya fangelsið er staðurinn þar sem sýrlensk stjórnvöld slátra eigin þjóð hljóðlega. Flest fórnarlambanna eru venjulegt fólk sem talið er að tilheyri stjórnarandstöðunni. Fangelsi þar sem föngum er synjað um lyf, mat og drykk. Þar sem fólk er pyntað og tekið af lífi að næturlagi. Meira »

Öðrum sleppt úr gæsluvarðhaldi

2.2. Embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu mun óska eftir því annar skipverjinn á Polar Nanoq sem er grunaður um að hafa orðið valdur að dauða Birnu Brjánsdóttur verði áfram í gæsluvarðhaldi. Hinn hefur áfram stöðu sakbornings en verið er að sleppa honum úr haldi. Meira »

Áherslan var öll á að finna Birnu

23.1. Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn segir að með þessari dapurlegu niðurstöðu sem varð í rannsókn á hvarfi Birnu Brjánsdóttur í gær hafi málið breyst í hefðbundna rannsókn á manndrápi þrátt fyrir að auðvitað hafi það verið hluti af rannsókninni áður. En aðaláherslan hafi alltaf verið að finna Birnu. Meira »

Staðfest að Birna var í bílnum

22.1. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur fengið það staðfest að lífsýni sem fannst í rauðri Kia Rio-bifreið, sem tvímenningarnir sem sitja í gæsluvarðhaldi höfðu á leigu, er úr Birnu Brjánsdóttur sem leitað hefur verið að frá því um síðustu helgi. Það er því staðfest að Birna var í bifreiðinni. Meira »

Engar nýjar upplýsingar um hvarfið

22.1. Leit er að hefjast að Birnu Brjánsdóttur en leitarsvæðið er enn sem fyrr nágrenni höfuðborgarsvæðisins. Leitin í gær skilaði engum árangri og engar nýjar vísbendingar hafa komið fram sem geta veitt aðstoð við leitina, að sögn Ásgeirs Þórs Ásgeirssonar yfirlögregluþjóns. Meira »

Lítil framvinda í leitinni að Birnu

21.1. Lítil framvinda hefur verið í leitinni að Birnu Brjánsdóttur í dag, segir Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn. „Það hefur ekki verið framvinda í þessu máli í dag því miður,“ segir Grímur, vinna lögreglunnar hafi aðallega falist í því að þétta þau gögn sem eru til staðar.  Meira »

Sex sólarhringar frá hvarfi Birnu

20.1. Mennirnir sem eru í gæsluvarðhaldi vegna hvarfs Birnu Brjánsdóttur verða áfram yfirheyrðir í dag, en lögreglan hefur sent rannsóknargögn úr rauðu Kia Rio-bifreiðinni til útlanda til frekari rannsóknar. Björgunarsveitarmenn voru við leit á Strandarheiði langt fram eftir kvöldi í gær. Meira »

Talsverðar skemmdir í Bláfjöllum

9.2. Talsverðar skemmdir urðu í Bláfjöllum í óveðrinu í gær. Meðal annars brotnuðu rúður, færiband rifnaði upp þrátt fyrir að vera fest niður og hurð fór af hjörum. Meira »

Hver er þessi Chazelle?

5.2. Sennilega vissu fáir hver Damien Chazelle var fyrir örfáum árum. Kannski þekkja ekki svo margir nafnið en um leið og kvikmyndin La La Land er nefnd á nafn þá kviknar ljós en Chazelle leikstýrir og samdi handrit myndarinnar. La La Land hefur sópað að sér verðlaunum en hver er þessi Chazelle? Meira »

Fátt nýtt komið fram í rannsókninni

24.1. Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn á von á því að tvímenningarnir, sem sitja í gæsluvarðhaldi grunaðir um að eiga aðild að andláti Birnu Brjánsdóttur, verði yfirheyrðir síðar í dag. Lítið hefur breyst hvað varðar rannsókn málsins frá því í gærkvöldi en áfram er unnið úr þeim gögnum sem fyrir liggja Meira »

Voru nálægt fundarstað skónna

23.1. Mennirnir tveir, sem sitja í gæsluvarðhaldi grunaðir um að hafa myrt Birnu Brjánsdóttur, verða væntanlega yfirheyrðir síðar í dag. Þeir hafa ekki verið upplýstir um að hún hafi fundist í gær. Staðfest hefur verið að rauða Kia Rio-bifreiðin sást í nágrenni þess staðar sem skór Birnu fundust. Meira »

Einn látinn laus úr gæsluvarðhaldi

22.1. Vonir eru um að eitthvað geti skýrst varðandi ferðir rauða Kia Rio-bílsins laugardagsmorguninn 14. janúar, daginn sem Birna Brjánsdóttir hvarf. Enn vantar upplýsingar um ferðir bifreiðarinnar á milli 7 og 11. Tveir skipverjar eru enn í gæsluvarðhaldi en sá þriðji hefur verið látinn laus. Meira »

Ökumaðurinn enn ófundinn

21.1. Lögreglunni hafa borist ábendingar varðandi hvíta bílinn sem sást keyra vest­ur Óseyr­ar­braut í Hafnar­f­irði laug­ar­dag­inn 14. janú­ar klukk­an 12:24 en engin þeirra hefur leitt til þess að ökumaðurinn hafi fundist, segir Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn. Meira »

Koma alls staðar að af landinu

20.1. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur sent beiðni á allar björgunarsveitir landsins um að taka þátt í allsherjarleit að Birnu Brjánsdóttur um helgina. Þyrla Landhelgisgæslunnar fer til leitar eftir hádegi í dag. Meira »

Engar nýjar vísbendingar

19.1. Engar nýjar vísbendingar hafa komið fram varðandi hvar Birnu Brjánsdóttur er að finna og að sögn Ásgeirs Þórs Ásgeirssonar yfirlögregluþjóns verður haldið áfram að leita á sömu svæðum og undanfarna daga. Ef það skilar ekki árangri fyrir helgi verður farið í viðamiklar aðgerðir þá. Meira »