Guðrún Hálfdánardóttir

Guðrún hefur starfað sem blaðamaður og fréttastjóri á Morgunblaðinu og mbl.is frá árinu 1996. Guðrún útskrifaðist með MA-próf í blaða- og fréttamennsku frá Háskóla Íslands árið 2011 og BA-próf í íslensku og fjölmiðlafræði frá sama skóla árið 1995. Árið 2003 lauk hún námi í rekstrar- og viðskiptafræði frá EHÍ.

Yfirlit greina

54 kg af bókum

22.9. Krist­ín Rós Kristjáns­dótt­ir fór nýverið með 54 kg af bókum í flóttamannabúðir í Þessalón­íku í Grikklandi. Verkefni sem hún stendur að „Books 4 Refugees“ er komið úrslit verðlaunasamkeppni en til þess að það eigi möguleika á sigri þá þurfa sem flestir að taka þátt og kjósa verkefnið. Meira »

Með mannúð að leiðarljósi

14.9. Flestir þeirra stjórnmálaflokka, sem eiga fulltrúa á þingi eða mælast með yfir 5% fylgi í skoðanakönnunum, telja að leggja eigi aukið fé í að taka á móti flóttafólki. Stytta eigi meðferðartíma í kerfinu og Ísland eigi, líkt og önnur ríki í Evrópu, að axla sameiginlega ábyrgð og taka við flóttafólki. Meira »

„Þú ert dauður”

4.9. Samúðarbylgja gekk yfir Evrópu fyrir ári síðan. Fréttir bárust af tugum flóttamanna sem köfnuðu í kæligámi flutningabifreiðar. Svo birtust myndir af líki Aylan litla á tyrkneskri strönd. Landamæri Evrópu voru opnuð í fulla gátt tímabundið. Nú er búið að skella í lás og vandamálið horfið eða hvað? Meira »

Jarðskjálftahrina í Kötluöskjunni

29.8. Jarðskjálftahrina hófst í Kötluöskjunni í nótt og hafa tveir jarðskjálftar mælst yfir fjórum stigum, samkvæmt upplýsingum frá jarðvársviði Veðurstofu Íslands. Þessir skjálftar eru þeir stærstu í Mýrdalsjökli frá því nútíma mælingar hófust. Meira »

Hann lifði af ólíkt fjölda barna

19.8. Omran bar gæfu til að breiða út sögu sína í fjölmiðlum um allt en á hverjum degi tökum við á móti fjölda barna sem eru með verri áverka og skelfilega sögu að segja, segir læknirinn í Aleppo sem tók á móti drengnum eftir að honum var bjargað úr húsarústum eftir loftárásir Rússa. Meira »

Áttu fótum sínum fjör að launa

9.8. Starfsmenn vélsmiðjunnar Jötunstáls á Akranesi áttu fótum sínum fjör að launa er eldur kom upp í bifreið á verkstæðinu í morgun. Að sögn Ólafs Guðmundssonar, yfirlögregluþjóns á Akranesi, reyndu starfsmenn að slökkva eldinn en urðu að forða sér út. Meira »

Níðingsverk í skjóli kirkjunnar

24.3. Með hryllilegustu barnaníðum sem framin hafa verið í Ástralíu gerðust innan veggja kaþólsku kirkjunnar. Brot þar sem börn voru bráð hrotta sem störfuðu í nafni trúarinnar. Svipað er uppi á teningnum í Frakklandi en þar baðst kardínáli fórnarlömb níðings innan kirkjunnar afsökunar í messu í gær. Meira »

Hættustigi aflýst á Patreksfirði

14.3. Hættustigi hefur verið aflýst á Patreksfirði en í gær var 21 hús rýmt í bænum vegna krapaflóðahættu. Það þýðir að þeir 49 sem búa í húsunum geta snúið aftur til síns heima. Meira »

Fyrsta alvöru haustlægðin

22.9. Fyrsta alvöru haustlægðin herjar á hluta landsmanna en það hefur verið stormur í alla nótt á Vestfjörðum og fór vindurinn í 28 metra á sekúndu í Æðey um tíma. Mjög mikil úrkoma hefur verið á Austurlandi og í gær mældist úrkoman 60 mm í Neskaupstað og 53 mm á Fáskrúðsfirði. Meira »

„Farið heim til ykkar“

4.9. „Landamærin verða ekki varin með blómum og krúttlegum leikföngum. Landamæri þarf að verja með lögreglu, hermönnum og vopnum,“ segir Viktor Orban, forsætisráðherra Ungverjalands. Múslimum sem eru fæddir og uppaldir í álfunni er sagt að fara heim til sín þó svo heima hafi alltaf verið í Evrópu. Meira »

Í upphafi var orðið svo kom blóðið

3.9. Stríðið í Sýrlandi hefur kostað hundruð þúsunda almennra borgara lífið og hrakið milljónir af heimilum sínum. Þetta byrjaði allt með saklausu veggjakroti unglingspilta sem væntanlega hafa ekki búist við því að orð þeirra um að vilja losna við valdhafanna hefði þessi skelfilegu áhrif. Meira »

Nauðgunarmálið sem ekki hverfur

25.8. Fyrir tveimur vikum benti allt til þess að kvikmyndagerðarmaðurinn Nate Parker væri að leggja heiminn að fótum sér með kvikmynd sinni Birth of a Nation en frétt Variety-tímaritsins um afdrif ungrar konu sem kærði hann fyrir nauðgun getur breytt því. Parker var sýknaður fyrir 15 árum. Meira »

Íslendingar bjarga mannslífum

17.8. Á aðeins nokkrum dögum var hundruðum flóttamanna bjargað um borð í tvö skip sem eru á Miðjarðarhafi við eftirlit á sjóleiðinni milli Lýbíu og Ítalíu. Rauði krossinn tekur þátt í björgunarstarfinu en íslenskur hjúkrunarfræðingur fer fljótlega til starfa um borð í öðru þeirra. Meira »

Leita manns í tengslum við morðið

4.8. Engar nýjar vísbendingar hafa komið fram í rannsókn á morði á Íslending í Akalla-hverfinu í Stokkhólmi, að sögn lögreglunnar. Einn er í gæsluvarðhaldi vegna málsins og annars er leitað. Lögreglan hefur vísbendingar hver sá maður er en hefur ekki haft upp á honum. Meira »

Íslendingur særðist í árásinni

19.3. Íslendingur er meðal þeirra sem særðust í hryðjuverkaárásinni í Istanbúl í morgun. Þetta fékk utanríkisráðuneytið staðfest fyrir skömmu hjá tyrkneskum yfirvöldum. Meira »

40 gistu á hótelinu

14.3. Alls gistu 40 af þeim 49 íbúum Patreksfjarðar sem þurftu að rýma hús sín í gær á Fosshóteli bæjarins. Helga Gísladóttir, formaður Rauða krossins á Patreksfirði, segir að vel hafi farið um fólkið þar í nótt. Meira »