Guðrún Hálfdánardóttir

Guðrún hefur starfað sem blaðamaður og fréttastjóri á Morgunblaðinu og mbl.is frá árinu 1996. Guðrún útskrifaðist með MA-próf í blaða- og fréttamennsku frá Háskóla Íslands árið 2011 og BA-próf í íslensku og fjölmiðlafræði frá sama skóla árið 1995. Árið 2003 lauk hún námi í rekstrar- og viðskiptafræði frá EHÍ.

Yfirlit greina

Margoft á sjúkrahús vegna ofneyslu

20.8. Hér á landi er fjöldi einstaklinga lagður inn á bráðadeildir á hverju ári vegna ofneyslu lyfja. Margir þeirra sem deyja vegna ofneyslu eiga margar innlagnir að baki áður en kemur að andláti. Það sem af er ári hafa 14 andlát verið til skoðunar hjá lyfjateymi embættis landlæknis. Meira »

Skjólið reynist eitrað

10.8. Rómafólk hefur verið ofsótt öldum saman og Kosovo er þar engin undantekning. Í stríðinu var hverfi þeirra jafnað við jörðu og margir teknir af lífi. Þeir sem lifðu fengu skjól í búðum á vegum SÞ. En skjólið var napurt því búðirnar voru byggðar á menguðu svæði og börnin þar eru mörg hver fötluð. Meira »

Fórnað fyrir heiður fjölskyldunnar

6.8. Þegar Lubna var fjórtán ára var hún með hæstu einkunnirnar í bekknum sínum og foreldrar hennar vonuðu að hún yrði læknir í framtíðinni. Þess í stað var henni nauðgað af frænda sínum og hún neydd til þess að giftast honum. Meira »

John Snorri náði á K3 í nótt

4.8. John Snorri Sigurjónsson stóð á toppi Broad Peak, sem yfirleitt gengur undir heitinu K3, klukkan fjögur í nótt. Hann er nú á leið í grunnbúðir en fjallið er þriðja fjallið sem er meira en átta þúsund metrar að hæð sem John Snorri toppar á fjórum mánuðum. Meira »

Smyglararnir selja fólki von

1.6. Þrátt fyrir að hægt hafi á flóttamannastraumnum til Evrópu hafa yfir 50 þúsund manns komið sjóleiðina til Evrópu það sem af er ári. Flestir koma til Ítalíu en nokkur þúsund hafa komið til Grikklands. Meira »

Hélt að það væri farið að gjósa

31.5. Slökkvistarfi er að ljúka á Akureyri en eldur hefur logað í bátasmiðjunni Seigum við Goðanes í alla nótt. Mikinn svartan og eitraðan reyk lagði yfir bæinn og taldi einn slökkviliðsmaður sem býr þar skammt frá að farið væri að gjósa í miðjum bænum. Meira »

„Í fyrramálið byrjar ballið fyrst“

14.5. Nokkrar tilkynningar hafa borist um mögulegar tölvuárásir á fyrirtæki á Íslandi en engin þeirra er staðfest, segir Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar. Allt starfsfólk stofnunarinnar er að störfum vegna gagnagíslatökuárása sem ganga nú yfir heiminn. Meira »

Tekst honum það ómögulega?

12.5. Fyrir nokkrum vikum þekkti enginn Salvador Sobral en nú er nafn hans á allra vörum, að minnsta kosti þeirra sem fylgjast með Eurovision. Verður það Sobral sem rýfur hefðina fyrir því að Portúgal sé ekki í efstu fimm sætum keppninnar? Meira »

Tugir skáta veiktust hastarlega

11.8. Magakveisa hefur herjað á erlenda skáta sem hafa dvalið í Útilífsmiðstöð skáta á Úlfljótsvatni undanfarna daga. Alls hafa 62 skátar veikst. Orsakir eru ókunnar en talið er að um nóróveiru sé að ræða. Yfir 170 skátar voru fluttir í fjöldahjálparmiðstöð í Hveragerði en skátarnir eru 10-25 ára. Meira »

Konur gerðar að skiptimynt

7.8. Nauðgun á unglingsstúlku sem hefnd við glæp sem bróðir hennar framdi hefur slegið marga óhug ekki síst íbúa í bænum Raja Ram í Pakistan. Þar efast margir um réttarkerfið sem ríkir í landinu og rétt þorpsráða til þess að taka lögin í sínar hendur. Meira »

„Mesta mildi að ekki fór verr“

4.8. Ökumenn tveggja bifreiða sluppu ótrúlega vel frá slysi á Vesturlandsvegi í morgun. „Mesta mildi að ekki fór verr,“ segir varðstjóri í lögreglunni á Vesturlandi en annar bíllinn er gjörónýtur eftir að hafa oltið. Slysið má rekja til þess að annarri bifreiðinni var ekið yfir á rangan vegarhelming. Meira »

Enn dýpka sár stríðshrjáðs lands

22.6. Eyðilegging vígamanna á bænaturni í Mosúl dýpkar enn sár stríðshrjáðs lands, segir yfirmaður UNESCO, Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna, Irina Bokova. Meira »

Þetta eru bara börn

31.5. Hún er ellefu ára gömul og kemur frá Sýrlandi. Vegna stríðsins í heimalandinu gat hún ekki gengið í skóla í fjögur ár þrátt fyrir að þrá fátt jafn heitt og það að læra. Meira »

Ekki hægt að horfa á fólk deyja

25.5. Yfir ein milljón flóttamanna kom til Lesbos á rúmu ári. Örvæntingarfullt fólk, einkum Sýrlendingar, sem hafði lagt allt í sölurnar til þess að komast í burtu frá stríðinu. Í dag er Lesbos biðsalur fólks eftir betra lífi þar sem margir bíða í meira en ár eftir því að komast til meginlandsins. Meira »

Bannið hefði mikil áhrif hér

12.5. Fréttir um mögulegt bann á fartölvum og spjaldtölvum um borð í flugvélum sem fljúga á milli Bandaríkjanna og Evrópu hefur vakið mikinn ugg meðal framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Íslensku flugfélögin og Isavia fylgjast grannt með málinu enda hefði þetta mikil áhrif hér sem víðar. Meira »

Er Watergate að endurtaka sig?

10.5. Enn einu sinni tekst Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, að koma á óvart. Nú með því að reka forstjóra alríkislögreglunnar, James Comey, úr starfi. Manninn sem stýrir rannsókninni á því hvort aðstoðarmenn Trumps hafi brotið af sér. Er Watergate að endurtaka sig? Meira »