Guðrún Hálfdánardóttir

Guðrún hefur starfað sem blaðamaður og fréttastjóri á Morgunblaðinu og mbl.is frá árinu 1996. Guðrún útskrifaðist með MA-próf í blaða- og fréttamennsku frá Háskóla Íslands árið 2011 og BA-próf í íslensku og fjölmiðlafræði frá sama skóla árið 1995. Árið 2003 lauk hún námi í rekstrar- og viðskiptafræði frá EHÍ.

Yfirlit greina

Staðfest að Birna var í bílnum

11:45 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur fengið það staðfest að lífsýni sem fannst í rauðri Kia Rio-bifreið, sem tvímenningarnir sem sitja í gæsluvarðhaldi höfðu á leigu, er úr Birnu Brjánsdóttur sem leitað hefur verið að frá því um síðustu helgi. Það er því staðfest að Birna var í bifreiðinni. Meira »

Engar nýjar upplýsingar um hvarfið

08:33 Leit er að hefjast að Birnu Brjánsdóttur en leitarsvæðið er enn sem fyrr nágrenni höfuðborgarsvæðisins. Leitin í gær skilaði engum árangri og engar nýjar vísbendingar hafa komið fram sem geta veitt aðstoð við leitina, að sögn Ásgeirs Þórs Ásgeirssonar yfirlögregluþjóns. Meira »

Lítil framvinda í leitinni að Birnu

Í gær, 18:00 Lítil framvinda hefur verið í leitinni að Birnu Brjánsdóttur í dag, segir Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn. „Það hefur ekki verið framvinda í þessu máli í dag því miður,“ segir Grímur, vinna lögreglunnar hafi aðallega falist í því að þétta þau gögn sem eru til staðar.  Meira »

Sex sólarhringar frá hvarfi Birnu

20.1. Mennirnir sem eru í gæsluvarðhaldi vegna hvarfs Birnu Brjánsdóttur verða áfram yfirheyrðir í dag, en lögreglan hefur sent rannsóknargögn úr rauðu Kia Rio-bifreiðinni til útlanda til frekari rannsóknar. Björgunarsveitarmenn voru við leit á Strandarheiði langt fram eftir kvöldi í gær. Meira »

Fjárfesting sem skilar árangri

19.1. Félagslegar framfarir og verg landsframleiðsla er kannski ekki eitthvað sem fólk tengir saman við fyrstu sýn en svo er raunin. Fjölmargar aðferðir eru til að meta árangur af fjárfestingu í félagslegum framförum og dæmin sýna að þær skila árangri. Meira »

Rannsókn í skipinu lokið

19.1. Rannsókn um borð í grænlenska togaranum Polar Nanoq var að ljúka en yfirheyrslur standa enn yfir þremur skipverjum sem handteknir voru í tengslum við rannsókn á hvarfi Birnu Brjánsdóttur, að sögn Gríms Grímssonar yfirlögregluþjóns. Ákvörðun um gæsluvarðhald liggur ekki fyrir. Meira »

Allsherjarútkall í birtingu

17.1. Allt tiltækt lið björgunarsveita, lögreglu og Landhelgisgæslunnar verður kallað út til leitar í birtingu en ekkert nýtt hefur komið fram varðandi hvarf Birnu Brjánsdóttur frá því skópar, sem talið er að geti verið skór hennar, fannst við Hafnarfjarðarhöfn seint í gærkvöldi. Meira »

Flúðu flóðbylgju á Fídji

4.1. Jarðskjálfti sem mældist 7,2 stig reið yfir strönd Fídji-eyja í gærkvöldi og var gefin út flóðbylgjuviðvörun í kjölfarið. Íslensk fjölskylda, sem er í heimsreisu, er meðal þeirra sem þurftu að forða sér hærra upp í land. Engan sakaði í skjálftanum og búið er að aflétta viðvöruninni. Meira »

Einn látinn laus úr gæsluvarðhaldi

09:57 Vonir eru um að eitthvað geti skýrst varðandi ferðir rauða Kia Rio-bílsins laugardagsmorguninn 14. janúar, daginn sem Birna Brjánsdóttir hvarf. Enn vantar upplýsingar um ferðir bifreiðarinnar á milli 7 og 11. Tveir skipverjar eru enn í gæsluvarðhaldi en sá þriðji hefur verið látinn laus. Meira »

Ökumaðurinn enn ófundinn

Í gær, 22:51 Lögreglunni hafa borist ábendingar varðandi hvíta bílinn sem sást keyra vest­ur Óseyr­ar­braut í Hafnar­f­irði laug­ar­dag­inn 14. janú­ar klukk­an 12:24 en engin þeirra hefur leitt til þess að ökumaðurinn hafi fundist, segir Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn. Meira »

Koma alls staðar að af landinu

20.1. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur sent beiðni á allar björgunarsveitir landsins um að taka þátt í allsherjarleit að Birnu Brjánsdóttur um helgina. Þyrla Landhelgisgæslunnar fer til leitar eftir hádegi í dag. Meira »

Engar nýjar vísbendingar

19.1. Engar nýjar vísbendingar hafa komið fram varðandi hvar Birnu Brjánsdóttur er að finna og að sögn Ásgeirs Þórs Ásgeirssonar yfirlögregluþjóns verður haldið áfram að leita á sömu svæðum og undanfarna daga. Ef það skilar ekki árangri fyrir helgi verður farið í viðamiklar aðgerðir þá. Meira »

Yfirheyrslum lokið á Hverfisgötu

19.1. Yfirheyrslum yfir tveimur skipverjum af togaranum Polar Nanoq er lokið, að sögn Gríms Grímssonar yfirlögregluþjóns. Hann segir að rannsókninni miði áfram en lögreglan hefur fengið gríðarlegan fjölda ábendinga í tengslum við rannsókn á hvarfi Birnu Brjánsdóttur. Meira »

Kemur til hafnar í kvöld

18.1. Grænlenski togarinn Polar Nanoq, sem sigldi út frá Hafnarfirði á laugardag, kemur væntanlega ekki til hafnar fyrr en í kvöld en honum var snúið við djúpt vestur af landinu undir kvöld í gær. Meira »

Lægðagangur fram í næstu viku

5.1. Landsmenn ættu að búa sig undir lægðagang næstu daga og í dag viðrar lítt fyrir ferðalög. Helga Ívarsdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir að það kólni hratt á landinu en í Reykjavík er hitinn kominn niður í 3 stig en í morgun var 8 stiga hiti. Meira »

Eiga ekki í nein hús að venda

24.12. Allir sem búa á Íslandi geta orðið skjólstæðingar Rauða krossins á Íslandi, segir Kristín S. Hjálmtýsdóttir, framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi. Sorglega margir eigi ekki í nein hús að venda á jólum. „Allir sem eru berskjaldaðir, einmana, veikir eða minni máttar eru okkar skjólstæðingar.“ Meira »