Jón Pétur Jónsson

Jón Pétur hefur starfað sem blaðamaður á Morgunblaðinu og mbl.is frá árinu 2004. Hann útskrifaðist með BA-próf í bókmennta- og fjölmiðlafræði frá Háskóla Íslands árið 2003 og lauk námi í hagnýtri fjölmiðlafræði ári síðar. Jón Pétur er fréttastjóri mbl.is.

Yfirlit greina

Skipun héraðsdómara á borði utanríkisráðherra

6.10. Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun tillögu til forseta Íslands að utanríkisráðherra verði settur til að fara með mál er varðar skipun í embætti héraðsdómara. Dómsmálaráðherra hafði ákveðið að víkja sæti í málinu vegna umsóknar Ástráðs Haraldssonar sem hefur staðið í málaferlum við ríkið. Meira »

Alþingi slitið

27.9. Fundum Alþingis, 147. löggjafarþings, var frestað rétt fyrir klukkan eitt í nótt. Þingkosningar munu fara fram 28. október, en þetta er í annað sinn sem landsmenn ganga til kosninga á innan við ári. „Þetta verður í sögubókunum meðal stystu löggjafarþinga, þó ekki það stysta,“ sagði forseti Alþingis. Meira »

Lögregla skaut mann við Notre Dame

6.6. Lögreglan í París var kölluð út við Notre Dame-dómkirkjuna nú síðdegis. Þar skaut og særði franskur lögreglumaður karlmann sem hafði ráðist á annan lögreglumann með hamri. Búið er að rýma svæðið og girða það af. Lögreglan er með mikinn viðbúnað. Meira »

Árásarmennirnir felldir

4.6. Breska lögreglan skaut þrjá karlmenn til bana sem eru grunaðir um að hafa staðið á bak við árásir við London-brú og Borough-markaðinn í kvöld. Breska lögreglan segir að mennirnir hafi myrt sex og hafa um 30 verið fluttir á sjúkrahús. Meira »

Vilborg „gífurlega glöð“

21.5. Vilborg Arna Gissurardóttir, sem varð í nótt sjöundi Íslendingurinn til að komast á topp Everest, er nú komin niður í fjórðu búðir fjallsins, sem eru í 8.000 metra hæð. Þar munu hún og sjerpinn Tenji hvílast eftir átök næturinnar. Meira »

Vilborg sneri við vegna veðurs

20.5. Vilborg Arna Gissurardóttir hefur þurft að snúa við á leið sinni upp á tind Everest-fjalls. Hún er nú aftur komin í fjórðu búðir fjallsins en hún varð frá að hverfa sökum veðurs. Meira »

Brást trausti sem lögreglumaður

7.4. Héraðsdómur Reykjavíkur segir að fyrrverandi lögreglumaður sem var í morgun sakfelldur fyrir mörg brot í opinberu starfi hafi brugðist því trausti sem honum var falið með starfi sínu sem lögreglumaður. Meira »

Lögreglan heldur blaðamannafund

16.1. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur boðað til blaðamannafundar vegna leitarinnar að Birnu Brjánsdóttur.   Meira »

Gunnar Bragi hættir í Framsókn

29.9. Gunnar Bragi Sveinsson hefur sagt sig úr Framsóknarflokknum. Gunnar Bragi greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni. „Eftir að hafa ráðfært mig við fjölskyldu og vini hef ég ákveðið að draga framboð mitt til baka. Ég hef jafnframt ákveðið að segja mig úr Framsóknarflokknum.“ Meira »

Yfir 500 skjálftar í hrinunni

27.7. Mjög hefur dregið úr jarðskjálftahrinunni sem hófst austan við Fagradalsfjall á Reykjanesskaga í gærmorgun. Smá hrina var í morgun en annars hefur hún verið í rénun samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. Yfir 500 skjálftar hafa mælst í hrinunni. Meira »

Fjölmenni á Sveinstind og skíðað niður lengstu brekkuna

6.6. Fjörutíu og fimm fjallagarpar gengu á Sveinstind í stórri ferð sem var farin síðari hluta maí. „Þarna gerðum við eitthvað sem er nú ekki oft gert á fjallaskíðum, en við þveruðum Öræfajökulsöskjuna,“ segir Ólafur Már Björnsson sem hefur birt glæsilegt myndskeið frá leiðangrinum. Meira »

Það sem við vitum um árásirnar í London

4.6. Nokkrir eru sagðir hafa látist í hryðjuverkaárásum sem voru gerðar í kvöld í London, höfuðborg Bretlands. Önnur við London-brú og hin við Borough-markaðinn í miðborg Lundúna. Enginn hefur verið handtekinn í tengslum við málið en þriggja manna er leitað. Um 20 hafa verið fluttir á sjúkrahús. Meira »

Vilborg á toppi veraldar

21.5. Vilborg Arna Gissurardóttir komst í nótt á topp Everest-fjalls og varð þar með sjöundi Íslendingurinn sem nær þessum merka áfanga. Hún komst á tindinn um klukkan 03:15 í nótt að íslenskum tíma en gangan frá fjórðu búðum á tindinn tók ellefu klukkustundir. Meira »

Þögn sló á hljómgarðinn

18.5. Einn af risum rokksins er fallinn frá. Tónlistarmaðurinn Chris Cornell lést í gær aðeins 52 ára að aldri. Hann fór fyrir Seattle-gruggrokksveitinni Soundgarden en sveitin hélt tónleika í Fox Theatre í Detroit í gærkvöldi. Cornell lést eftir tónleikana en dánarorsök liggur ekki fyrir. En verið er að rannsaka hvort hann hafi framið sjálfsvíg. Meira »

Börn sættu ofbeldi á Kópavogshæli

7.2. Vistheimilanefnd telur ljóst að börn sem vistuð voru á fullorðinsdeildum Kópavogshælis hafi í verulegum mæli þurft að sæta líkamlegu og andlegu ofbeldi meðan á vistun stóð. Þá hafi stjórnvöld í verulegum mæli vanrækt að skapa skilyrði þar sem unnt hefði verið að mæta lögbundnum kröfum um aðbúnað barna. Meira »

Búin að pakka og ganga frá

10.1. „Þetta eru ákveðin tímamót. Ég er búin að pakka og ganga frá á skrifstofunni, og hlakka til að takast á við ný verkefni í stjórnarandstöðu. Mér sýnist að það verði nóg að gera fyrir okkur í stjórnarandstöðu,“ segir Eygló Harðardóttir, fráfarandi félags- og húsnæðismálaráðherra, í samtali við mbl.is. Meira »