Skapti Hallgrímsson

Skapti Hallgrímsson hefur verið blaðamaður við Morgunblaðið síðan 1982. Hann var í rúman áratug umsjónarmaður og fréttastjóri íþrótta og formaður Samtaka íþróttafréttamanna um nokkurra ára skeið.

Yfirlit greina

„Golf er frábær fjölskylduíþrótt“

14.8. Íslendingar kynntust golfíþróttinni á fyrri hluta síðustu aldar á ferðalögum erlendis, líklega einkum í Bretlandi. Golfsamband Íslands var stofnað 14. ágúst 1942 og verður því 75 ára í dag. Tvöfalt fleiri eru skráðir félagsmenn í golfklúbbum nú en fyrir hálfum öðrum áratug, alls um 17.000 manns. Meira »

Stúlkur á Ísafirði brutu ísinn 1914

9.7. Unglingsstúlkur á Ísafirði stofnuðu Kvennaknattspyrnufélagið Hvöt árið 1914 sakir þess að þær fengu ekki að vera með í Fótboltafélagi Ísafjarðar. Hvöt er eina knattspyrnufélagið eingöngu fyrir konur sem starfrækt hefur verið á Íslandi. Meira »

Gekk einfættur á Hvannadalshnjúk

25.6. Ragnar Hjörleifsson er einn fjölmargra sem undanfarið hafa gengið á hæsta tind landsins, sjálfan Hvannadalshnjúk í Vatnajökli. Það væri varla í frásögur færandi nema vegna þess að Ragnar notast við gervifót. Hann missti hægri fótinn fyrir neðan hné í slysi fyrir 40 árum. Meira »

2.000 tré fyrir skemmtiferðaskipin

13.5. Fyrsta skemmtiferðaskip sumarsins, Celebrity Eclipse, kom til Akureyrar í morgun. Forstjóri skipafélagsins gaf þá fyrstur allra í söfnunarbauk á bryggjunni, en Hafnasamlagið mun í haust planta 2.000 trjám, hið minnsta, til að kolefnisjafna vegna þeirra skemmtiferðaskipa sem koma til bæjarins í sumar. Meira »

Aldarafmæli Leikfélags Akureyrar

20.4. Haldið var upp á aldarafmæli Leikfélags Akureyrar, sem var í gær, með hátíðardagskrá í Samkomuhúsinu síðdegis að viðstöddu fjölmenni. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, hélt erindi og meðal þeirra sem skemmtu voru nokkrir af fyrstu fastráðnu leikurunum í sögu LA, sem allir eru heiðursfélagar. Meira »

Viltu vinna eina og hálfa milljón?

28.3. Lumar þú á snjallri hugmynd um hvernig hægt er að nýta lághitavatn á Norðurlandi eystra? Þá gætirðu eignast eina og hálfa milljón króna. Blásið hefur verið til hugmyndasamkeppni, með áherslu á nýtingu heita vatnsins í Vaðlaheiðargöngunum. Meira »

Neyðarbraut eða ekki, þar er efinn

11.11. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir borgina tilbúna að tryggja rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar lengur en nú er ráðgert, sé „alvöru vilji“ til þess að byggja upp nýjan völl í Hvassahrauni. Þriðju brautina sé þó ekki hægt að opna á ný en lítið mál að opna sambærilega braut í Keflavík. Meira »

Einar Pírati: Súrsæt niðurstaða

30.10. Einar Brynjólfsson Pírati verður nýr þingmaður, ef svo fer sem horfir og segist vitaskuld ánægður með það. „Tilfinningarnar eru samt blendnar. Við gerðum okkur vissulega von um að ná tveimur manneskjum inn hér í kjördæminu en litlar líkur eru á því héðan af,“ sagði Einar við mbl.is eftir miðnætti. Meira »

Börnin eru mín besta lyfjagjöf

23.7. Arnrún Magnúsdóttir hefur gengið í gegnum miklar hremmingar síðustu misseri. Rúmt ár er síðan hún fékk tvívegis blóðtappa í höfuðið með stuttu millibili. Hún og eiginmaður hennar, Friðrik V. Karlsson, ráku árum saman veitingastaðinn Friðrik V við góðan orðstír. Þau lokuðu staðnum er hún veiktist. Meira »

Stærsta Akureyrarpóstkortasafnið

30.6. Þórhallur Ottesen hefur í 40 ár safnað póstkortum með myndum frá Akureyri og nágrenni. Hann hefur keypt kort úr einkasöfnum víða um heim, dánarbúum og það síðasta kom alla leið frá Nýja-Sjálandi. Hann á um 500 kort, frá 1880 til 1950, en flest eru frá því um 1900. Meira »

Látið renna í bjórbað fyrir norðan

1.6. Fyrstu bjórböðin hérlendis voru tekin í notkun í dag á Árskógssandi við Eyjafjörð. Það eru eigendur bruggsmiðjunnar Kalda sem standa að rekstrinum og margir gestir lögðu leið sína í nýtt húsnæði þar sem starfsemin fer fram, þáðu veitingar og skoðaði sig um. Meira »

Hvernig í fj... fer maðurinn að?

7.5. Lior Suchard er ísraelskur skemmtikraftur sem treður upp í Hörpu á þriðjudaginn. Hann er stundum kallaður meistari hugans en les hann virkilega hugsanir? Varla. En gaman hefur verið að fylgjast með Suchard í sjónvarpi síðustu ár og enn skemmtilegra er að lenda í klóm hans, eins og blaðamaður reyndi. Meira »

Glæsileg tilþrif í stökkkeppninni myndasyrpa

9.4. Mikil stemning var á Eimskips gámastökkinu efst í Gilinu á Akureyri í gærkvöldi, en sú keppni er jafnan hápunktur árlegrar fjögurra daga bretta- og tónlistarhátíðar, AK Extreme. Nokkur þúsund fylgdust með í ár. Það var Slóvakinn Zoltan Strcula sem vann brettakeppnina en Hákon Birkir Gunnarsson sigraði í stökkkepppni á vélsleðum. Meira »

Iceland Airwaves loks „á heimleið“

1.12. Tónlistarhátíðin Iceland Airwaves verður haldin á Akureyri, auk Reykjavíkur, á næsta ári. Stefnt er því að tónleikar verði á tveimur til þremur stöðum nyrðra, m.a. á Græna hattinum þar sem ákvörðunin var kynnt á fundi með blaðamönnum í morgun. Alls verða á þriðja tug tónlistaratriða fyrir norðan. Meira »

Hangi vonandi inni - á horriminni

30.10. „Ég hangi vonandi inni - á horriminni, það verður varla meira en það,“ sagði Logi Már Einarsson, varaformaður Samfylkingarinnar og oddviti flokksins í Norðausturkjördæmi, við mbl.is í nótt. Logi sagði ótal þætti án efa skýra slakan árangur flokksins og nú verði menn að taka sig saman í andlitinu. Meira »

Einboðið að Bjarni fái umboðið

30.10. „Ég tek þessu fagnandi og er mjög þakklátur fyrir það traust sem okkur er sýnt og mjög þakklátur fólkinu sem hefur unnið með okkur. En ég legg áherslu á að þetta eru fyrstu tölur,“ sagði Kristján Þór Júlíusson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi, við mbl.is um klukkan hálfeitt í nótt. Meira »