Íraski herinn og öryggismálaráðuneytið leyst upp

Íraski framfaraflokkurinn hefur opnað skrifstofu í fyrrum höfuðstöðvum veiðiklúbbsins í …
Íraski framfaraflokkurinn hefur opnað skrifstofu í fyrrum höfuðstöðvum veiðiklúbbsins í Bagdad. AP

Yfirstjórn bandamanna í Írak tilkynnti í morgun að íraski herinn, öryggismálaráðuneytið og aðrar öryggisstofnanir Saddams Husseins, fyrrum Íraksforseta, verði leystar upp og að nýjum stjórnarher Íraka verði komið á fót í þeirra stað. „Yfirstjórn bandamanna hyggst í náinni framtíð koma á fót nýjum Íraksher. Þetta mun verða fyrsta skrefið í myndun varnarhers hins frjálsa Íraks,” segir í yfirlýsingunni. Þá segir að herinn verði undir borgaralegri stjórn og að hann verði faglegur, ópólitískur her allra Íraka.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert