Vínbændur í Bordeaux-héraði setja sölubann á rauðvínsframleiðslu sína

Vínbændur í franska vínræktarhéraðinu Bordeaux hafa sett sölubann á framleiðslu sína. Með þessu eru bændurnir að mótmæla verðlækkunum á rauðvíni sem ógnar lífviðurværi þeirra.

Félagar í samtökum vínframleiðenda í Bordeaux-héraði, sem um 6.700 af 10 þúsund vínframleiðendum í Bordeaux eru félagar í samþykktu að selja ekki tunnuna af Bordeaux rauðvíni fyrir minna en eitt þúsund evrur, 74.750 krónur. Í dag er tunnan seld á 700 evrur.

Sölubannið er einungis fyrir rauðvín frá Bordeaux-héraði ekki hvítvín og rósavín þar sem framleiðendur eru sáttir við það verð sem þeir fá fyrir það.

Vínframleiðendur í Bordeaux-héraði óttast mjög það ástand sem er að skapast á vínmarkaðnum vegna offramleiðslu á nýja heims vínum. Til að mynda frá Ástralíu, Chile og Kaliforníu.

Útflutningur á rauðvínum frá Bordeaux-héraði dróst saman um 17,7% á síðasta ári.

mbl.is

Skoðanakannanir

[ Nánar | Allar kannanir í CSV-skrá ]

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

2ja daga ljósmyndanámskeið 23. + 24. okt
2ja DAGA LJÓSMYNDANÁMSKEIÐ 23. og 24. okt. 2ja daga byrjenda ljósmyndanámskei...
Stórkostlegar Nuddoliur komnar tilboð 2000 kr flaskan, 6 mismunandi tegundir
Stórkostlegar Nuddoliur komnar tilboð 2000 kr flaskan, 6 mismunandi tegundir ...
 
L edda 6017101719 iii
Félagsstarf
? EDDA 6017101719 III Mynd af auglýsi...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Hjá okkur er opin vinnusto...
Niðurstaða sveitarstjórnar
Tilkynningar
Samþykkt breyting á deiliskipulagi S...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Við byrjum daginn á opnu v...