Átján barna móðir í Litháen

Íslendingar standa sig vel í barneignunum þó að 18 barna …
Íslendingar standa sig vel í barneignunum þó að 18 barna mæður á fimmtugsaldri séu ekki á hverju strái. mbl.is/Ásdís

Danute Bagocienes er 44 ára gömul kona frá vesturhluta Litháen og hefur hún eignast sitt átjánda barn og mun það vera seinni tíma met í því landi. Lietuvos Zinios dagblaðið skýrði frá því að sonurinn sem hún eignaðist nú síðast er sjöunda sveinbarnið hennar, vó hann 3,7 kíló og er 28 árum yngri en fyrsta barn hennar sem einnig var drengur.

Nýburinn er sex árum yngri en annað af tveimur barnabörnum Bagocienes sem var sjálf ein af níu systkinum og segir hún að það sé ekki ætlunin að eignast fleiri börn.

Þó að Bacocienes hafi eignast allan þennan fjölda afkvæma þá er Litháen í neðarlega í barneignum meðal 25 landa Evrópusambandsins. Samkvæmt upplýsingum frá Eurostat fæddust 8,9 börn á eitt þúsund íbúa í Litháen árið 2004. sem er örlítið ofar en Lettland þar sem 8,8 börn á hverja þúsund íbúa fæddust lifandi en allra neðst var Þýskaland með 8,6.

Írar voru í fyrsta sæti, en þar fæddust 15,2 lifandi börn fyrir hverja þúsund íbúa og þess má geta að samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands þá fæddust 14,5 lifandi börn fyrir hverja þúsund íbúa á Íslandi árið 2004.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert