Norska ríkið selur hlut sinn í Wal-Mart af siðferðisástæðum

Norsk stjórnvöld greindu frá því í dag að ríkissjóður hefði af siðferðisástæðum losað sig við rúmlega 430 milljóna dollara fjárfestingu í bandarísku verslanakeðjunni Wal-Mart og kopar- og gullvinnslufyrirtækinu Freeport McMoRan, sem einnig er bandarískt.

Í tilkynningu frá norska fjármálaráðuneytinu sagði að hlutabréf að verðmæti 2,5 milljarðar norskra króna í Wal-Mart hefðu verið seld vegna „alvarlegra og kerfisbundinna brota [fyrirtækisins] á mannréttindum og atvinnulöggjöf“.

Hlutur norska ríkisins í Freeport, sem nam allst um 116 milljónum norskra króna, var seldur vegna „alvarlegra umhverfisspjalla“ sem fyrirtækið hafi valdið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert