Bandaríkjamenn vara stjórnvöld í Norður-Kóreu við

AP

Sendiherra Bandaríkjamanna í Japan, Thomas Scheiffer, varar N-Kóreubúa við því að Bandaríkjamenn búi yfir nýjum leiðum til að svara tilraunum þeirra með langdrægar skotflaugar. Scheiffer hvatti einnig N-Kóresk stjórnvöld til að snúa aftur að samningaborðinu.

Scheiffer sagði Bandaríkjamenn hafa betri tækni til að rekja skotflaugar en áður og aðra möguleika, sem áður hefðu ekki verið til staðar. Þá bætti hann við að „allir möguleikar væru opnir”.

Sendiherrann neitaði hins vegar að segja nákvæmlega hvaða möguleika hann ætti við. Bandaríkjamenn eru hins vegar sagðir hafa sett eldflaugavarnakerfi sitt í viðbragðsstöðu og vera að íhuga að skjóta flaugum í veg fyrir kóresku skotflaugina.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert