Finnar vilja að stjórnarskrá ESB verði kölluð eitthvað annað

Erkki Tuomioja á fréttamannafundi í Brussel í dag.
Erkki Tuomioja á fréttamannafundi í Brussel í dag. Reuters

Erkki Tuomioja, utanríkisráðherra Finnlands, sagði í dag að æskilegt væri að haldið yrði í eins mikið af textanum af drögum að stjórnarskrá sambandsins og hægt væri, en sleppa mætti nafninu. Finnar taka við forsætinu í ESB á laugardaginn.

Fyrr í þessum mánuði gáfu leiðtogar ESB sér frest fram á mitt ár 2008 til að ákveða hvað gera skuli við stjórnarskrárdrögin, sem kjósendur í Hollandi og Frakklandi höfnuðu í fyrra. Til að skráin öðlaðist gildi þurftu öll aðildarríkin að samþykkja drögin.

Tuomioja sagði að Finnar teldu æskilegt að haldið yrði í eins mikið af texta draganna og hæft væri, því textinn væri afrakstur margra ára erfiðra samningaviðræðna. Það sem einfaldast væri að varpa fyrir róða væri nafnið: "Við værum hæstánægð með að kalla þetta eitthvað annað en stjórnarskrá," sagði Tuomioja.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert