Tugþúsund manns plataðir til þess að kaupa ,,galdraost"

Lögregluyfirvöld í Chile hafa beðið lögregluna í París um að framselja franska konu sem ber ábyrgð á miklu píramída-svindli í Chile, sem þúsundir manna voru ginntir til að taka þátt í. Fólkið keypti duft sem átti að vera hægt að breyta í ,,galdraost", sem myndi gera húðina unglegri og hraustlegri og væri því afar verðmætur.

Duftið heitir Yo Flex og kostar allt að 500 pund, en er í raun verðlítið fæðubótarefni. Um 20.000 Perúmenn og 6.000 Chilemenn féllu fyrir bragðinu og eyddu sumir hverjir öllu sparifé sínu í duftið. Konan sem talin er bera ábyrgð á þessu, Madame Gilberte van Erpe, sagði fólkinu að galdraosturinn væri það allra vinsælasta í Frakklandi. Hún sagði að fólkið gæti þrefaldað þann pening sem það lagði í píramídann. BBC segir frá þessu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert