Jórdaníukonungur segir stöðu hófsamra múslíma hafa veikst

Abdullah Jórdaníukonungur varaði Ísraela og Bandaríkjamenn við því í dag að hernaður Ísraela í Líbanon hafi veikt stöðu hófsamra múslíma í Miðausturlöndum og að jafnvel þótt Ísraelum takist að ráða niðurlögum Hizbolla-hreyfingarinnar í Líbanon þá sé andúð Araba í garð Ísraela, vegna aðgerðanna, orðin svo mikil að svipuð samtök muni án efa spretta upp í Sýrlandi, Egyptalandi, Írak eða jafnvel Jórdaníu á næstunni.

Arabíska þjóðin lítur á Hizbollah sem hetju vegna þess að samtökin gerjast gegn yfirgangi Ísraela,” sagði hann. „Þetta er staðreynd sem Bandaríkin og Ísrael verða að gera sér grein fyrir. Svo lengi sem menn sýna yfirgang munu þeir mæta mótspyrnu og almenningur styður mótspyrnuna.”

Konungurinn sagði mikla örvæntingu ríkjandi á svæðinu vegna hernaðaraðgerða Ísraela í Líbanon og á sjálfstjórnarsvæðum Palestínumanna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert