Engin CIA leynifangelsi í Þýskalandi segir innanríkisráðherrann

Khalid Sheikh Mohammed, sem talinn er hafa skipulagt hryðjuverkin 11.september …
Khalid Sheikh Mohammed, sem talinn er hafa skipulagt hryðjuverkin 11.september 2001, er einn þeirra sem hefur dvalið í leynifangelsi CIA AP

Wolfgang Schäuble, innanríkisráðherra Þýskalands, segir að engin leynifangelsi á vegum leyniþjónustu Bandaríkjanna, CIA, séu í Þýskalandi. Umræða um slík fangelsi hefur kviknað á ný eftir að George W. Bush, Bandaríkjaforseti, viðurkenndi tilvist þeirra fyrr í vikunni.

Schäuble sagði á fundi með blaðamannafundi í dag að slík fangelsi séu ekki í Þýskalandi, að minnsta kosti viti hann ekki til þess.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert