Segir grænlenska fánann virðast ættaðan frá dönskum siglingaklúbbi

Barn fremst á myndinni heldur á grænlenska fánanum.
Barn fremst á myndinni heldur á grænlenska fánanum. mbl.is/Skapti

Sven-Erik Hendriksen, listfræðingur, skrifar opið bréf í blaðið Grönlandsposten í dag þar sem hann bendir á að grænlenski fáninn, Erfalasorput, sé grunsamlega líkur félagsfána danska róðrarklúbbsins HEI Rosport.

Danska blaðið Politiken segir frá þessu í dag. Grænlenski fáninn var hannaður af grænlenska listamanninum Thue Christiansen, sem um tíma sat í grænlenska landsþinginu. Fáninn var tekinn upp sem einkennisfáni Grænlands árið 1985.

Hendriksen segir í bréfinu, sem stílað er á Doris Jacobsen, menntamálaráðherra í grænlensku landsstjórninni, að fáninn minni á félagsmerki HOI Rosport, sem hannað var árið 1971 af þáverandi formanni. Báðir fánarnir eiga að minna á sólarlag yfir haffleti en Grænlandsísinn er einnig túlkaður í grænlenska flagginu.

Fáni HEI Rosport á að tákna sólarlag yfir haffletinum.
Fáni HEI Rosport á að tákna sólarlag yfir haffletinum.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert