Tony Blair segir nauðsynlegt að staða múslíma verði rædd í Bretlandi

Tony Blair vill að rætt verði um íslamstrú í Bretlandi.
Tony Blair vill að rætt verði um íslamstrú í Bretlandi. AP

Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, sagði í dag að það væri nauðsynlegt að staða múslíma í bresku samfélagi verði rædd, en hann sagði jafnframt að trúarbrögðin þyrftu að gera upp við sig hvernig þau takist á við nútímann.

Blair sagði á mánaðarlegum blaðamannfundi sínum í dag að hann styddi ákvörðun skólayfirvalda sem meinuðu múslímskri konu að starfa sem kennari á meðan hún bæri slæðu fyrir andlitinu.

Hann sagði hinsvegar að umrætt mál ætti að vera aðeins hluti af umræðu á breiðari grundvelli sem snúi að „tengslum okkar samfélags og hvernig samfélag múslíma aðlagast okkar samfélagi.“

„Það er annað mál sem fjallar um sjálfa íslamstrúna, og hvernig íslam tekst á við og lifir í sátt við nútímaheiminn,“ sagði Blair.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert