Lítið gagn í steralyfjum gegn öldrun

Öldruð kona borin burt frá skógareldi í Portúgal.
Öldruð kona borin burt frá skógareldi í Portúgal. AP

Steralyf sem gengur undir nafninu DHEA, og sagt er hamla hrörnunarferli líkamans, er svo að segja gagnslaust í baráttunni við ellikerlingu samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar sem greint er frá í læknisfræðitímaritinu New England Journal of Medicine. Á síðasta ári seldust lyf með steranum fyrir þrjá og hálfan milljarð íslenskra króna í Bandaríkjunum. Þetta kemur fram á fréttavef Jyllands-Posten.

Rannsóknin sem um ræðir er umfangsmesta rannsókn sem farið hefur fram á efninu. „Það er alls ekki neitt sem mælir með því að fólk sem farið er að eldast taki þetta efni,” segir K. Sreekumaran Nair, sem stóð fyrir rannsókninni sem unnin var af The Mayo Clinic í Minnisota í Bandaríkjunum USA og háskólanum í Padua á Ítalíu.

Mannslíkaminn framleiðir DHEA sterann en mjög dregur úr framleiðslu hans eftir 25 ára aldur og því hafa rök verið leidd að því að hann hamli öldrunarferlinu. Fyrri rannsóknir hafa hins vegar leitt til sömu niðurstöðu og rannsókn Nairs, sem stóð yfir í tvö ár.

Í rannsókninni var fylgst með 57 konum og 87 körlum sem öll voru komin yfir sextugt. Hluta hópsins var gefið efnið og síðan var fylgst með líkamlegu ástandi þeirra. Nokkur munur reyndist á heilsufari þeirra sem fengu efnið og samanburðarhópsins en hann er þó hvergi nærri jafn mikill og gefið er til kynna í kynningar- og auglýsingaefni samkvæmt upplýsingum Nair.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert