Svisslendingar trúa ekki lengur á tilvist himnaríkis

Einungis 14 af hundraði Svisslendinga trúa því að himnaríki sé til, og fjórðungur trúir á líf eftir dauðann, samkvæmt niðurstöðum könnunar sem birtar voru í dag.

Könnunin var gerð fyrir Mótmælendaútgáfuna. Fjórðungur þátttakenda sagðist yfirleitt ekki hafa leitt hugann að því hvort líf væri eftir dauðann, en rúm 14% sögðust halda að lífið "héldi áfram með einhverjum hætti", eftir að hérvistinni lyki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert