Google lögsótt fyrir brot á höfundarrétti

Reuters

Lögfræðingar dagblaða í Belgíu á frönsku og lögfræðingar bandarísku leitarvélarinnar Google deildu hart í réttarsal í dag um höfundarrétt, an dagblöðin fóru í mál við Google vegna birtingar á efni úr blöðunum á leitarsíðunni. Ritstjórar blaðanna segja Google hafa birt upplýsingar frá vefsíðum þeirra án leyfis, og því sé það brot á höfundarréttarlögum.

„Google sýgur upp innihald annarra vefsíðna og afritar það til birtingar á sinni síðu,“ segir lögfræðingur Copiepress, Bernard Magrez. Það sé klárt brot á höfundarrétti.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert