Bandaríkjaher varð fimm stúlkum að bana í Ramadi

Bandarískir skriðdrekar urðu fimm stúlkum að bana þegar þeir skutu á heimili í Ramadi í Írak í dag er bandarískar hersveitir börðust við uppreisnarmenn í borginni. Þetta kom fram í yfirlýsingu frá Bandaríkjaher.

Þar segir að tveir uppreisnarmenn hafi byrjað að skjóta á bandaríska hermenn, sem hafi verið að aftengja vegasprengjur, af húsþaki. Hermennirnir svöruðu skothríðinni með því að láta skriðdreka skjóta á húsið.

Hermennirnir leituðu í húsinu og fundu þeir lík eins karlsmanns og fimm kvenna. Sú elsta var á unglingsaldri en sú yngsta var ungabarn.

Bandaríkjaher segir að ein kona hafi legið eftir særð í húsinu en hún afþakkaði hjálp hermannanna.

Íbúar í nágrenninu sögðu síðar við hermennina að uppreisnarmenn hafi notað húsið til þess að fela sig.

Að sögn talsmanns Bandríkjahers er unnið að því að bjóða eftirlifandi ættingjum stúlknanna aðstoð.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert