2.000 Bretar hafa hringt í lögreglu vegna morða á vændiskonum

2.000 manns hafa hringt í bresku lögregluna í tengslum við morð á fimm vændiskonum í Suffolk á Englandi og dagblaðið News of the World heitir þeim 250.000 punda verðlaunum sem veitir upplýsingar sem leiða til handtöku morðingjans. Vændiskonurnar tvær sem fundust í gær voru allsnaktar, líkt og þær sem áður höfðu fundist.

Lík þeirra fundust nærri bænum Levington. Rannsóknarlögreglumenn vonast til þess að lífsýni úr morðingjanum finnist svo hægt verði að einangra úr honum erfðaefni. Til greina gæti komið að biðja morðingjann um að gefa sig fram, að sögn þess sem stýrir rannsókninni. Sky segir frá þessu.

Paula Clennell, ein vændiskvennanna sem voru myrtar.
Paula Clennell, ein vændiskvennanna sem voru myrtar. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert