Forsetinn fyrirskipaði íkveikju til að kenna kirkjuleiðtogum lexíu

Forseti Miðafríkulýðveldisins, Francois Bozize, greindi frá því í dag að hann hafi fyrirskipað hernum að kveikja í heimilum tveggja leiðtoga kirkjudeilda innan baptistakirkjunnar. Segir hann að þeir hafi fyrirskipað hið sama yrði gert við heimili sóknarprests í höfuðborg landsins. Segir Bozieze að með þessu hafi hann viljað kenna þeim lexíu.

Samkvæmt forsetanum vildi hann að þeir upplifðu hið sama og þeir höfðu látið yfir prestinn ganga en kirkjudeildir sem þeir stýra eru í andstöðu við hina hefðbundnu baptistakirkju í landinu. Hafði sóknarbörnum þeirra verið vísað frá kirkju á jólunum.

Leiðtogarnir voru hnepptir í fangelsi auk sjö annarra fyrir að hafa kveikt í húsi prestsins.

Að sögn Bozize verða þeir leystir úr haldi þar sem þeir hafi hlotið sína refsingu með því að heimili þeirra urðu eldi að bráð. Segir hann að það hafi verið reiði Guðs sem hafi stjórnað för og þeir muni eflaust aldrei láta kveikja í húsi á ný. Bozize er mjög heittrúaður og virkur meðlimur í baptistakirkjunni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert