Bush fagnar aftöku Saddams

Reuters

George W. Bush Bandaríkjaforseti hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann fagnar aftöku Saddams Hussein, fyrrum Íraksforseta, en varar jafnframt við því að aftaka hans muni ekki binda enda á ofbeldið í Írak. Scott Stanzel, talsmaður Hvíta hússins, segir Bush hafa verið sofandi er aftakan fór fram.

"Það að Saddam Hussein svari til saka mun ekki bida enda á ofbeldið í Írak en það er mikilvægur hornsteinn í þróun Íraks sem lýðræðisríkis sem getur ríkt, varað og varið sig," segir í yfirlýsingu hans.

"Forsetinn lauk deginum í þeirri vissu að síðasti hluti þess ferils að réttlætið næði fram að ganga í máli Saddamns Husseins væri hafinn," sagði Stanzel og þegar hann var spurður að því hvort forsetinn hefði sofið er aftakan fór fram svaraði hann: "Það er rétt."

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert