Evrópusambandið fordæmir aftöku Saddams

Evrópusambandið fordæmdi í dag aftöku Saddams Husseins, fyrrum forseta Íraks, og sagði að hún gæti aukið á flokkadrætti í landinu. Aðrir hafa fagnað aftökunni, þar á meðal George W. Bush, Bandaríkjaforseti. Ísraelskir ráðamenn sögðu m.a. í morgun, að réttlætinu hefði verið fullnægt og Saddam hefði sjálfur kallað þessi örlög yfir sig. Saddam var hengdur í Bagdad snemma í morgun. Ísraelska sjónvarpið sýndi í dag myndir af líki Saddams sveipuðu líkklæðum.

Erkki Tuomioja, utanríkisráðherra Finnlands, sagði við AFP í dag, að „Evrópusambandið hefði ávallt verið andvígt dauðarefsingu. „Aftakan gæti einnig haft áhrif á framtíð Íraks, einkum vegna þess að framkvæmd réttarhaldanna yfir Saddam hefur sætt harðri gagnrýni."

Cristina Gallach, talsmaður Javiers Solanas, utanríkismálastjóra ESB, fordæmdi aftökuna í morgun. Cristina Gallach „Evrópusambandið fordæmir þá glæpi, sem Saddam framdi, en einnig dauðarefsinguna," sagði Gallach.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert