Súnní-klerkar segja Bandaríkin standa að baki aftöku Saddams Hussein

Súnnítar í Írak mótmæla aftöku Saddams Hussein.
Súnnítar í Írak mótmæla aftöku Saddams Hussein. Reuters

Samtök Súnni-klerka í Írak segja Bandaríkin bera ábyrgð á aftöku Saddams Hussein og hvernig að henni var staðið. Samtök múslímskra fræðimanna sendur frá sér tilkynningu þess efnis á vefsíðu sinni í morgun.

þar kemur fram að Súnní-klerkarnir telja að aftakan hafi verið gerð af pólitískum ástæðum og að tímasetningin sýni að hefndarhugur hafi ráðið för og að tilgangurinn hafi verið að ögra Súnníum.

Aftakan fór fram á fyrsta degi Eid al-Adha sem einnig nefnist fórnarhátíðin.

Klerkarnir hvöttu Íraka til að sundra ekki landinu með deilum trúflokka og reyna að koma í veg fyrir áætlanir þeirra sem vilja hrinda af stað allsherjar borgarastyrjöld í landinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert