Saddam gaf fuglunum og las í fangelsinu

Saddam Hussein.
Saddam Hussein. Reuters

Saddam Hussein, fyrrum forseti Íraks, var áhugasamur bókalesandi á meðan hann var í fangelsi í Bagdad. Hann gaf fuglum í fangelsisgarðinum brauðmola og fór með gamanmál.

Robert Ellis, sjúkraliði, var ráðinn séstaklega til að hugsa um Saddam í fangelsinu á tímabilinu frá janúar 2004, skömmu eftir að Saddam var handtekinn, og fram til ágúst það ár. Ellis segir við Reutersfréttastofuna, að Saddam hafi verið hinn þægilegasti og þótt afar gaman að lesa. Hann hafi einnig skrifað hugleiðingar sínar í stílabók og lesið upphátt úr henni fyrir Ellis.

Ellis segir, að Saddam hafi verið kurteis og ljúfur í umgengni og allt annar maður en sást í réttarsalnum í Bagdad þar sem hann hélt langar æsingaræður.

„Hann var í öðru umhverfi hjá mér. Ég var engin ógn, þvert á móti var það mitt hlutverk að hjálpa honum og það virti hann," segir Ellis.

Saddam var tekinn af lífi sl. laugardag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert