Tíræð kona fékk leið á „gamlingjum með grátt hár“ á elliheimilinu og fór heim

Tíræð þýsk kona fékk leið á elliheimili sem henni var komið fyrir á eftir aðeins sex vikna dvöl. Ástæðan var sú að henni dauðleiddist þar auk þess sem aðrir vistmenn voru of gamlir að hennar mati.

„Þarna var fullt af gamlingjum með grátt hár,“ sagði Maria Milz, sem er 100 ára gömul og frá Blankenheim í Norður-Rín Vestfalíu.

„Til að bæta gráu ofan á svart þá er ég nátthrafn. Þannig á morgnana sögðu starfsmennirnir við mig að ég væri enn með svefndrukkin augu. Hvað halda þeir eiginlega að þeir séu?“ sagði Milz.

„Ég setti hlutina mína ofan í tösku og flutti aftur heim,“ sagði hún en þar tók 17 ára gamall hundur hennar á móti henni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert