Sarkozy með meira fylgi en Royal samkvæmt könnun

Nicolas Sarkozy, innanríkisráðherra Frakklands.
Nicolas Sarkozy, innanríkisráðherra Frakklands. Reuters

Nicolas Sarkozy, innanríkisráðherra Frakklands og frambjóðandi hægrimanna í væntanlegum forsetakosningum í Frakklandi, er með meira fylgi en Segolene Royal, frambjóðandi sósíalista, samkvæmt nýrri skoðanakönnun, sem birt var í dag. Sarkozy var útnefndur forsetaefni franska stjórnarflokksins á flokksþingi um helgina.

Samkvæmt könnun stofnunarinnar IFOP fyrir tímaritið Paris-Match vilja 52% þátttakenda að Sarkozy verði forseti en 48% að Royal verði forseti ef valið stæði á milli þeirra tveggja. Í samskonar könnun í nóvember mældist fylgi Royal 51% en fylgi Sarkozys 49%.

Ef fleiri væru inni í myndinni fengi Sarkozy 33% atkvæða samkvæmt könnuninni. Royal fengu 28%, miðjumaðurinn Francois Bayrou 12% og Jean-Marie Le Pen, sem er lengst til hægri í frönskum stjórnmálum, 10%.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert