Hillary Clinton hyggur á forsetaframboð

Hillary Clinton, þingmaður demókrata í New York í Bandaríkjunum og fyrrum forsetafrú, tilkynnti í dag á vefsíðu sinni að hún hefði skipað nefnd til að vinna að framboði sínu til forsetakosninganna í Bandaríkjunum árið 2008. Þar með hefur hún stigið fyrstu skrefin í átt að framboði sínu, en margir telja að hún gæti orðið fyrsti kvenforseti Bandaríkjanna.

Í bréfi sem Clinton birtir á vefsíðu sinni segist hún ætla að hefja baráttuna á röð veffunda með almenningi, og að hún ætli að eyða næstu tveimur árum á þingi í að reyna að koma í veg fyrir að „George W. Bush valdi frekari skaða”. Hins vegar geti aðeins „nýr forseti bætt þau mistök sem Bush hafi gert”.

Hillary Clinton.
Hillary Clinton. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert