Grænir ólympíuleikar árið 2012

AP

Ólympíuleikarnir í London árið 2012 verða þeir umhverfisvænustu í sögu leikanna og segir að þeir geti orðið prýðilegt fordæmi um sjálfbæra framkvæmd. Stefnt er að því að orkunotkun verði minnkuð um 50% með því að framleiða orku á byggingarstaðnum og með því að nota endurnýjanlega orkugjafa, á verður 90% þess efnis sem fæst með niðurrifi á byggingum notað aftur, og er stefnt að því að a.m.k. 20% þess efnis sem notað verður í varanlegar byggingar endurnýtt efni.

Helmingur byggingarefnisins verður fluttur í Ólympíugarðinn, staðinn þar sem leikarnir verða haldnir, með lestum og á bátum. Þeir sem svo koma til leikanna verða hvattir til að koma gangandi, hjólandi, eða með almenningssamgöngum.

Coe lávarður, sem hefur yfirumsjón með leikunum og Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, kynntu fyrirkomulagið í netútsendingu í dag. Skipuleggjendur leikanna og stjórnvöld hafa þó verið gagnrýnd harðlega. Kostnaður við leikanna hefur þegar farið fram úr áætlun, en áætlaður byggingarkostnaður hefur t.a.m. aukist um 900 milljónir punda frá því sem áætlað var og er nú 3,3 milljarðar punda, eða sem svarar rúmum 450 milljörðum íslenskra króna.

Stjórnvöld hafa íhugað að taka fé úr sjóðum ríkislottós landsins (National Lottery) til að aðstoða við fjármögnunina, en slíkt myndi þýða að minna fé rynni til annarra málefna, sem annars fengju fé úr sjóðnum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert