Sérfræðingur í feng shui fenginn til að innrétta fyrir apa

Framkvæmdir standa nú yfir í dýragarðinum vegna sýningar á gullnu …
Framkvæmdir standa nú yfir í dýragarðinum vegna sýningar á gullnu öpunum. AP

Stjórn dýragarðsins í Los Angeles greiddi sérfræðingi í feng shui 4.500 dollara fyrir að innrétta búr kínverskra apa með þeim hætti að þeim liði sem allra best, en apana fékk dýragarðurinn að láni frá Kína. Þessi ákveðna apategund er í útrýmingarhættu, gullapi sem heitir á latínu Pygathrix roxellana.

Feng shui er kínversk speki sem snýst í stuttu máli um að ná andlegu jafnvægi og sátt við umhverfi sitt með innanhúshönnun eða ákveðinni uppröðun hluta. Vistarverur apanna kosta litlar 7,4 milljónir dollara.

Feng shui sérfræðingurinn, Simona Mainini, sem starfar í Beverly Hills hverfinu, segir þetta líklega í fyrsta sinn sem feng shui sé notað með þessum hætti, þ.e. að hanna vistarverur dýrs. Mainini segist treysta því að það sem sé gott fyrir menn sé gott fyrir apa.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert