47% Ítala á móti því að bæta réttindi samkynhneigðra

mbl.is/Ásdís

Tæplega helmingur þeirra sem tóku þátt í skoðanakönnun um hvort samkynhneigðir eigi að njóta sömu réttinda og gagnkynhneigðir í sambúð á Ítalíu eru á móti auknum réttindum samkynhneigðra eða 47%. 40% vilja að samkynhneigðir fái að njóta sömu réttinda og gagnkynhneigðir sem eru í sambúð.

Ríkisstjórn Romano Prodi hefur lagt fram frumvarp til laga um að samkynhneigðir geti skráð sig í sambúð og notið sömu réttinda og gagnkynhneigðir sem eru skráðir í sambúð.

Niðurstaða skoðanakönnunarinnar, sem var var unnin af ISPO í síðustu viku og tæplega 2 þúsund manns tóku þátt í, var birt í ítalska dagblaðinu Corriere della Sera í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert