Listamannaumsátur í Kaupmannahöfn

Frá Kaupmannahöfn.
Frá Kaupmannahöfn. mbl.is/Brynjar Gauti

Tæplega hundrað listamenn tóku sér stöðu inni í listasafni Charlottenborg í Kaupmannahöfn í gær og neituðu að yfirgefa safnið. Í morgun meinuðu þeir safnstjóranum, Svíanum Bo Nilsson inngöngu, þeir eru að mótmæla væntanlegum breytingum á rekstrinum.

Samkvæmt vefsíðu Dagens Nyheter eru listamennirnir að mótmæla breytingum sem ætlað er að gera Charlottenborg að listasafni á heimsmælikvarða og það þýðir að listamennirnir sjálfir fá ekki að ráða neinu um sýningarnar. En hluta úr árinu hafa þeir hafa getað sett upp sínar eigin sýningar í safninu.

Samkvæmt vefsíðu danska blaðsins Politiken segir Erik Steffensen stjórnarformaður að listamennirnir geti ekki reiknað með að aðgerðir þeirra breyti ákvörðun stjórnarinnar um að varpa þeim á dyr.

„Þó að þetta sé gömul hefð, þá þýðir það ekki að það megi ekki breyta henni,” sagði Steffensen í samtali við Ritzau fréttastofuna.

Bo Nilsson safnstjóri heldur nú fréttamannafund í listaakademíunni um málið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert