Bandaríkjaher segir líkur á fleiri klórgasárásum í Írak

Írakar á vettvangi sprengutilræðis í borginni Kirkuk í Írak í …
Írakar á vettvangi sprengutilræðis í borginni Kirkuk í Írak í gær. AP

Talsmenn bandaríska herliðsins í Írak hafa lýst áhyggjum af notkun klórgass í sprengjum sem sprungið hafa í Írak að undanförnu. Tveir Írakar létu lífið í slíku sprengjutilræði í landinu í gær og fjöldi fólks slasaðist en klór brennir húð og getur leitt til köfnunar. Er tilræðið í gær það þriðja sinnar tegundar í landinu það sem af er þessum mánuði. Þetta kemur fram á fréttavef BBC.

Talsmaður bandaríska herliðsins segir greinilega um nýja baráttuaðferð uppreisnarmanna að ræða og varar við því að líklegt sé að fleiri slíkar árásir verði gerðar á næstunni.

Fimm létu lífið og 150 manns slösuðust og veiktust eftir að flutningabíll hlaðinn klórgasi sprakk í norðurhluta Bagdad á þriðjudag. Þá létu tólf manns lífið í svipuðu tilræði í Anbar-héraði í upphafi mánaðarins.

James Westhead, fréttamaður BBC í Washington í Bandaríkjunum, segir tilræðin ekki krefjast meiri tæknikunnáttu en önnur sprengjutilræði og að líklegt sé að uppreisnarmenn hafi gripið til þess að nota klór þar sem mikið af því af því í landinu m.a. vegna skorts á hreinu vatni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert