Pútín og Lavrov lýsa áhyggjum af umræðu um árásir á Íran

Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands.
Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands. Reuters

Vladimír Pútín Rússlandsforseti og Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands hafa lýst áhyggjum sínum af umræðu um hernaðaraðgerðir gegn Íran. Ítrekuðu Pútín og Lavrov í viðræðum, sem sjónvarpað var í dag, kröfu stjórnvalda í Moskvu um að semja um lausn kjarnorkudeilu Írana við Vesturlönd.

Í ræðunni gáfu embættismennirnir í skyn að Bandaríkjamenn séu of yfirlýsingaglaðir í ummælum sínum á sama tíma og fastafulltrúarnir fimm í öryggisráði SÞ ásamt Þjóðverjum hafa fundað um málið.

Lavrov segir að vissulega hafi írönsk stjórnvöld ekki veitt fullnægjandi svör við spurningum Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar, sem nú reynir að komast til botns í því hvort Íranar ætli að koma sér upp kjarnavopnum. Á hinn bóginn valdi getgátur og spár um að gerðar verði árásir á Íran áhyggjum og benti Lavrov á að Cheney hefði ekki útilokað þann möguleika í nýlegum ummælum sínum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert